Morgunblaðið - 20.11.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.11.1994, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ fMtttgtittfiIafeto VIKAN 13/11-19/11. Mun minna fannst af loðnu í árlegum leiðangri Hafrannsóknastofnunar en búist hafði verið við. Að- eins mældust um 570 þús. tonn af hrygningarloðnu. Kvóti ársins hefur verið ákveðinn til bráðabirgða. rúm 630 þús. t. ► Linda Pétursdóttr feg- urðardrottning hefur kært Iögregluna í Reykjavík fyr- ir meint harðræði við hand- töku og kveðst hafa hlotið áverka í höndum tveggja lögreglumanna sem handt- óku hana og sambýlismann hennar vegna kæru sem í ljós kom að var ekki á rök- um reist. Lögreglumenn- irnir hafa á móti kært Lindu og saka hana um árás og rangar sakargiftir. ► Héraðsdómur Reykja- víkur hefur dæmt ríkissjóð til að greiða konu sem ekki hlaut starf starfsmanna- stjóra heilsugæslustöðva í Reykjavík 800 þúsund krónur í bætur þar sem á henni hafi verið brotin jafnréttislög þegar karl með minni menntun var ráðinn úr hópi átta um- sækjenda um starfið. ► ísienska landsliðið í knattspyrnu tapaði 0:1 fyr- ir landsliði Sviss í landsleik í Evrópukeppninni í knatt- spyrnu í Sviss á miðviku- dag. íslenska liðið er neðst í sínum riðli eftir þrjá leiki, hefur hvorki skorað mark né fengið stig. Sáttatillaga í Atlanta-deilu RÍKISSÁTTASEMJARI hefur lagt fram sáttatillögu í deilu FÍA við Atl- anta, en allsheijarverkfall hjá fyrirtæk- inu hófst á föstudag. Öllum 82 starfs- mönnum fyrirtækisins hefur verið sagt upp og hafa eigendur rætt um að flytja starfsemina úr landi. FÍA frestaði að óska eftir samúðaraðgerðum erlendra verkaiýðsfélaga gagnvart Atlanta. Ráðherrar hafa beitt sér fyrir lausn deilunnar en ríkisvaldið telur ekki tíma- bært að skerast formlega í leikinn. Stýrimaður sekur - skipstjóri sýkn HÉRAÐSDÓMUR í Tromsö í Noregi dæmdi stýrimann á Hágangi II í 30 daga fangelsi fyrir að hafa skotið úr haglabyssu að strandgæslumönnum 5. ágúst sl. Skipstjóri og útgerð voru sýknuð af ákæru um brot gegn fisk- veiðilöggjöf. Dómurinn telur að norskri strandgæslu sé óheimilt að skera á togvíra skipa. Dómurinn hef- ur vakið mikil viðbrögð í Noregi og i leiðara dagblaðsins Aftenposten segir að þörf sé á alþjóðlegum úr- skurði um rétt Norðmanna á Sval- barðasvæðinu. Sjúkraliðadeila í hnút ENGINN árangur hefur orðið í samn- ingaviðræðum Sjúkraliðafélags ís- lands og ríkisins. Félagsdómur dæmdi sjúkraliðum í vil í deilu við Landakot og taldi undanþágulista sjúkrahússins of seint lagða fram. Fjármálaráðherra segir ekki hægt að bjóða sjúkraliðum sambærilegar hækkanir og þau 15% sem hjúkrunar- fræðingar hafa hlotið að meðaltali á undanförnum árum. Sáttatillaga í ESB-aðild samþykkt í Svíþjóð AÐILD Svíþjóðar að Evrópusamband- inu, ESB, var samþykkt í þjóðar- atkvæðagreiðslu síðastliðinn sunnudag með 52,2% atkvæða gegn 46,9%. 0,9% skiluðu auðu. Ingvar Carlsson forsætisráð- herra og Carl Bildt, fyrrverandi forsætis- ráðherra, fögnuðu niðurstöðunni ákaf- lega sem og ráða- menn í ESB-ríkjun- um. Gro Harlem Brundtland, forsætis- ráðherra Noregs, og stuðningsmenn ESB- aðildar þar í landi vonast til, að úrslitin í Svíþjóð auki líkur á að hún verði sam- þykkt í þjóðaratkvæðagreiðslunni 28. nóvember og stuðningur við hana hefur aukist töluvert. Andstæðingar aðildar hafa þó enn nokkurt forskot og flest bendir til, að aðild Noregs verði hafn- að. Finnska þingið samþykkti aðildina með miklum meirihluta á föstudag. Lögregluaðgerðir í Færeyjum MESTU lögregluaðgerðir í sögu Fær- eyja hófust á miðvikudag þegar gerð var húsleit á um 200 stöðum, aðallega í eyjunum en einnig í Danmörku og Grænlandi. Tóku rúmlega 100 lög- reglumenn þátt í þeim en um er að ræða mál og hugsanleg fjársvik í tengslum við smíði skipa fyrir Færey- inga á síðasta áratug. Er annars vegar um að ræða, að skipasmíðastöðvar og önnur fyrirtæki hafí lánað útgerða- mönnum fé í nokkra daga til að þeir gætu vísað til þess sem síns eiginfjár og hins vegar, að smíðaverð skipanna hafi verið sagt miklu hærra en það raunveruiega var. Þannig hafi margir haft mikið fé út úr opinberum sjóðum. Lagt hefur verið hald á ógrynni bók- haldsgagna og voru 20 menn hand- teknir en sleppt aftur. ► ALBERT Reynolds, for- sætisráðherra Irlands, baðst lausnar fyrir sína hönd og stjórnarinnar á fimmtudag en ákvað að rjúfa ekki þing. Verka- mannaflokkurinn, sam- starfsflokkur Fianna Fail, flokks Reynolds, í stjórn ákvað á miðvikudag að hætta stuðningi við stjórn- ina vegna máls fyrrverandi ríkissaksóknara, sem Reyn- olds skipaði forseta hæsla- réttar. ► VIÐRÆÐUM ráðamanna í Færeyjum og danskra sljórnvalda lauk með sam- komulagi um, að Danir tækju að sér að greiða af dýrustu, erlendu lánunum, 10 milljörðum kr., og lánuðu Færeyingum á móti á hag- stæðum kjörum. Danir vildu ekki bæta Færeyingum þá 25 milljarða kr., sem eru sagðir hafa tapast í banka- gjaldþrotinu. Færeyingar féllust á að mirnka sókn í fiskstofna og taka upp framseljanlega kvóta. ► TALIÐ er, að tvær flug- vélar Bosníu-Serba eða Serba í Krajina-héraði í Króatíu hafi gert loftárásir á Bihacborg í Norðvestur- Bosnlu á föstudag. Var jafn- vel búist við, að herflugvél- ar NATO yrðu kvaddar til fengist staðfesting á loftá- rásunum. ► ÓTTAST er, að repúblik- anar á Bandaríkjaþingi muni reyna að koma í veg fyrir samþykkt GATT- samninganna fyrir áramót en A1 Gore, varaforseti Bandaríkjanna, segir, að takist þeim það, séu þeir úr sögunni. FRÉTTIR Morgunblaðið/Sverrir BRIDSMENN fjölmenntu á opnunarhátíðina og í þeim hópi voru liðsmenn heimsmeistaraliðs íslendinga. GUÐMUNDUR Sv. Hermannsson varaforseti Bridssambandsins skoðar verðiaunapening sem forsetinn Helgi Jóhannsson var sæmdur. Biörn F.vst.einsson landsliðsmaður í brids fvleist með. Brids- sambandið opnar nýtt hús BRIDSSAMBAND íslands tók á föstudag í notkun nýtt húsnæði við Þönglabakka 1 í Reykjavík og var fyrsta bridsmótið haldið þar sama kvöld.. „Með þessu hefur bridshreyf- ingin lyft grettistaki til að kom- ast í framtíðarhúsnæði. En það hefur haft í för með sér fjár- skuldbindingar sem bridsmenn á íslandi verða með samstilltu átaki að standa saman um að leysa,“ sagði Helgi Jóhannsson forseti Bridssambandsins við Morgunblaðið. Aðsókn í bridsmót hefur aukist mjög síðustu árin, bæði hjá Bridssambandinu og hjá stærstu bridsfélögunum í Reykjavík, og hefur orðið að takmarka þátt- töku við þann fjölda sem fyrra húsnæði Bridssambandsins rúm- aði, en þar var hægt að spila á um 30 borðum. í nýja húsinu rúmast allt að 70 borð og verður þar hægt að spila öll helstu mót á vegum sambandsins auk þess sem flest bridsfélög á höfuðborg- arsvæðinu verða þar með starf- semi sína. Einnig er gert ráð fyrir að húsið verði nýtt fyrir kennslu og fyrirlestrahald um bridsiþróttina og annað félags- starf henni tengt. Góð veitingaaðstaða er í hús- inu og hefur Bridssambandið samið við Úlfar Eysteinsson veit- ingamann um að sjá um veitinga- reksturinn. Áætlaður heildarkostnaður við húsakaupin eru 48 milljónir og hefur Bridssambandið þurft að skuldsetja sig fyrir rúmlega helmingi þeirrar upphæðar. Sér- stakt fjáröflunarmót vegna húsa- kaupanna verður haldið helgina 3.-4. desember. Metþátttaka í fyrsta mótinu Fyrsta bridsmótið í húsinu var á föstudagskvöldí og tóku þar þátt um 140 pör sem er mesta þátttaka í tvímenningsmóti hér á landi til þessa. Keppnin var á vegum Bridssambands Evrópu og spiluðu bridsspilarar um alla álfuna sömu spilin á sama tíma. í gær hófust úrslit í Bikarkeppni Bridssambandsins í Þönglabakka. Símalokanir ollu vand- ræðum á veitingahúsum UPPSETNING nýs hugbúnaðar í Múlastöð Pósts & síma olli því að ákveðinn hluti símanúmera í stöð- inni var lokaður um tíma aðfara- nótt laugardagsins 11. nóvember. Margir notendur svokallaðra posa, sem afgreiða debet- og kreditkort rafrænt, lentu í vandræðum vegna þessa; Einar S. Einarsson, forstjóri Visa Islands, segir að tímasetningin til að vinna í stöðinni hafi verið valin án tillits til þess hvenær það hefði valdið notendum sem minnst- um truflunum. Bergþór Halldórs- son, yfirverkfræðingur hjá Pósti & síma, segir að það sé alveg sama hvaða tími sólarhrings sé valinn til að loka símanúmerum, það komi sér alltaf illa fyrir einhveija. Vilja hafa vaðið fyrir neðan sig Hafist var handa á miðnætti á föstudagskvöld að uppfæra nýjan hugbúnað í Múlastöð, svokallað greindarkerfi, sem sett hefur verið upp í öllum símstöðvum í Reykja- vík. Bergþór segir að þessi tíma- setning sé valin með tilliti til þess að komi eitthvað upp á þá hafi menn tímann fyrir sér og séu örugg- lega búnir áður en fyrirtæki opni á laugardagsmorgni. Umrædda nótt Aldrei hægt að ábyrgjast full- komna þjónustu segir yfirverk- fræðingur hjá Pósti & síma hafi truflun staðið lengur en menn reiknuðu með. Hann segir að Póstur & sími hafi auglýst að mögulega yrðu truflanir á þessum tíma. Opnar rnöguleika á aukinni þjónustu Bergþór segir að um talsvert mikla breytingu sé að ræða í stöð- unum. Greindarkerfíð sé grunnur undir að hægt verði að bjóða not- endum mun meiri þjónustu en þeir hafi getað fengið fram að þessu. Sem dæmi nefnir hann aukna þjón- ustu við græn númer auk þess hægt eigi að verða við margvísleg- um séróskum notenda, „nánast eft- ir því sem mönnum dettur í hug“. Einar S. Einarsson segir að um- rædda nótt hafi komið til vandræða á nokkrum veitingastöðum og auk þess hafí posar frosið í fjölmörgum fyrirtækjum þar sem þeir hefðu verið stilltir til sjálfvirkrar innhring- ingar á færslum dagsins til Visa íslands. Það hafí síðan valdið gífur- legu álagi á laugardagsmorgninum þegar þurfti að handfæra uppgjörin en viðskipti dagsins gátu ekki haf- ist fyrr en búið var að tæma pos- ana. Hann segir forkastanlegt að Póstur & sími ráðfæri sig ekki við notendur og reyni að tímasetja svona breytingar í samráði við þá. Hann telur að það hefði valdið mun minni röskun ef unnið hefði verið í Múlastöð undir morgun frekar en á þeim tíma sem það var gert. Kvartað verður formlega Einar segist hafa heyrt í forsvars- mönnum nokkurra fyrirtækja sem segjast hafa orðið af viðskiptum um nóttina .vegna símasambandsleysis og telja Póst & síma hljóta að bera ábyrgð á því og jafnvel vera skaða- bótaskylda vegna þess að þetta hafí ekki verið venjuleg bilun í símkerfínu heldur lokun af mannavöldum. Hann segir að Visa ísland muni bera fram formlega kvörtun vegna málsins til Pósts & síma. T c m 4 c i 4 4 4 í 4 < I í á V: < i i < < H i H H <

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.