Morgunblaðið - 20.11.1994, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.11.1994, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER1994 MORGUNBLAÐIÐ \l K. TOl'R 1994 ÍORÐINU fjölleikar felst tals- vert nákvæmur skilningur og lýsing á því sem gerist á sýning- um 50 kínverskra, liðamóta- lausra, orkuhlaðinna lista- manna. Kínverska ríkisfjölleika- húsið kallast fyrirbærið og kem- ur hingað eftir vel heppnaða og rómaða sýningarferð um Bret- land og meginland Evrópu, en alls eru um sjötíu manns í hópn- um. Búningarnir eru vægast sagt litskrúðugir og skemmtun- in sérkennileg. Lykilorð í því sambandi eru heljarstökk, koll- hnísar, hraði, fimi, snerpa og loftköst. Ljón, drekar, trúðar, fimleikamenn, kattliðugar leik- konur og sjónhverfingamenn. Persónur úr kínverskum þjóð- sögum sem þekktar eru í sýning- um Peking-óperunnar skjóta upp kollinum með máluð andlit og skrýtna kímnígáfu, þar á meðal Jang hershöfðingi, hjá- kátlegi lögvörðurinn, kvenhelj- an sem vann orrustur á tíma Song-ættarinnar, apakóngurinn hugrakki sem getur dulbúist á ótal vegu og svínið sem er að- hlátursefni hans sökum leti þess og heimsku. Einnig birtast á sjónarsviðinu menn sem láta sex metra háa stöng halda jafnvægi á einum fingri, stúlka stendur uppi á einhjóli ofan á rauðum risabolta, stúlka sem er varl meir en 40 kíló dansar á slökum vír vopnuð sverðum og ber á sama tíma tvær stallsystur sínar á lierðum sér og sú þriðja hang- ir á hendi hennar, fjórir menn í illúðlegum ljónabúningum dansa á bolta sem stendur á Galdur í lausu lofti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.