Morgunblaðið - 20.11.1994, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 20.11.1994, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ ★★★★ e.H HASKOLABIO SÍMI 22140 Háskólabíó STÆRSTA BIÓIÐ. ALLIR SALIR ERU FYRSTA FLOKKS. Stærsta sprenging sem fest hefur verið á filmu! Kolkiikkaður sprengjusérfræðingur heldur Boston í helgreipum. Fyrrum lærisveinn hans er sá eini sem getur stoppað hann... Aðalhlutverk: JEFF BRIDGES, TOMMY LEE JONES OG FOREST WHITAKER. LEIKSTJÓRI STEPHEN HOPKINS. Bönnuð innan 14 ára. Sýnd kl. 2.40, 4.45, 6.55, 9 og 11.20 NIFL OG FERÐIN AÐ MIÐJU JARÐAR BEIN OGNUN ÞRIR LITIR: HVITUR ZBICNIEW ZAMACHOWSKI JULIE DELPY TROIS COULEURS AÐALHLUTVERK JÓHANNAJÓNAS OG JAKOB ÞÓR EINARSSON \ (L r HARRISON F0RD 140 min. „Nifl: Gott handrit, mjög góð vinnubrögð . ★★★ F.S. Dagsljós. Sýndar kl. 3,7 og 9. Aðalhlutverk: Harrison Ford og Willem Dafoe Sýnd kl. 9.10 og 11.10. *** A.I. MBL *** Ó.H.f:Rás2 Tom Hanks Forrest Gump 140 mín. Geislaplatan frábæra fæst í öllum hljómplötuverslunum. Sýnd kl. 3, 5.05, 6.45 og 9.15. Fjögur brúðkaup og jarðarför „Mátulega ógeðsleg , hrollvekja og á skjön við ’ huggulega skólann i , l danskrí kvikmyndagerð" L *** Egill Helgason Morgunpósturinn. Sýnd kl. 9 og 11. B.i. 16 ára. Sýnd kl. 3 og 5.05. Sýningum fer fækkandi. Bíómagasínið - Alltaf í Sjónvarpinu kl. 19.55 um helgar. Búið ykkur undir Heilagt hjónaband! Cobain ekki fallinn í gleymsku ► ÞAÐ hrikti í stoðum rokk- heimsins þegar söngvari hljóm- sveitarinnar Nirvana stytti sér aldur siðastliðið vor. Rúmu hálfu ári síðar er enn um lítið annað rætt og margar málsmetandi rokkstjömur hafa lagt sitt til umræðunnar. Það sem flestar þeirra virðast eiga sameiginlegt er að hafa borið virðingu fyrir Cobain í lifanda lífi. Einn þeirra sem hafa tjáð sig um málið er Michael Stipe, söngv- ari hljómsveitarinnar REM. Stipe segir: „Ég þekkti hann nógu vel til að fráfall hans fengi mikið á mig. Ekki aðeins vegna þess að hann hafi verið frábær lagahöf- undur og tónlistarmaður, heldur bar ég líka mikla virðingu fyrir KURT Cobain á umræddum tónleikum. honum persónulega." Stipe og fleiri aðdáendur Nir- vana fengu óvæntan glaðning fyrr í þessum mánuði þegar órafmagn- aðir tónleikar Nirvana frá árinu 1993 í New York, teknir upp fjór- um mánuðum fyrir fráfall Coba- ins, komu út á geislaplötu. Platan hefur fengið ágæta dóma í tónlist- artímaritum erlendis. [ Síðustu sýnlngar þrlöjudag 82/11, kl. 20,| ■■■ fimmtudag 24/11, kl. 20. ■■ Miöasala í Borgarleikhúsinu í síma 680680, Meryl o g Clint leika í ástarsögu BÓKIN Brýmar í Madison-sýslu hef- ur nú setið á metsölulistum í Banda- ríkjunum í 120 vikur samfleytt og hefur selst í stærra upplagi en flest- ar aðrar bækur þar í landi undan- fama áratugi. Nú er Clint Eastwood að vinna að gerð kvikmyndar eftir sögunni og auk þess að leikstýra ætlar hann sjálfur að leika aðalhlut- verkið á móti Meryl Streep. Sagan fjallar um ljósmyndarannn Robert Kincaid, sem á í skammvinnu ástarsambandi við bóndakonuna Francescu Johnson, en þótt sam- bandið standi stutt yfir er hugljúf minningin báðum kær áratugum saman. Þótt bókin seljist og seljist (5,3 milljónir eintaka til þessa) eru ekki allir á einu máli um ágæti hennar og í hópi efasemdarmannanna er Meryl Streep. Hún segist hins vegar hafa hrifist af kvikmyndahandritinu og telji það taka bókinni fram. Því hafí hún slegið til. Um þessar mundir er tökum að ljúka á söguslóðunum, Madison-sýslu í Iowa-fylki og má búast við mynd- inni í kvikmyndahúsin á næsta ári. Það þarf ekki að þekkja mikið til kvikmyndasögu undanfarinna ára- tuga til að vita að Clint Eastwood hefur hingað til ekki gert mikið af því að leika elskhuga, en karlinn hefur sýnt og sannað að honum er ýmislegt til list lagt og eftir vinsam- legar móttökur mynda á borð við Unforgiven og White Hunter Black Heart er víst að fáir vilja dæma hann úr leik fyrirfram þótt hann hætti sér enn á framandi slóðir, allra síst þeg- ar hann er með leikkonu á borð við Meryl Streep upp á arminn. Clint vandaði mikið til undirbún- ings fyrir hlutverkið og til að geta verið trúverðugur Ijósmyndari Nat- ional Geographic á hvíta tjaldinu naut hann mánuðum saman leið- sagnar atvinnumanns sem sagði karlinn hafa staðið sig býsna vel. „Eg gef honum b+ sem ljósmyndara," sagði lærimeistarinn Ken Regan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.