Morgunblaðið - 20.11.1994, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 20.11.1994, Blaðsíða 44
44 SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Andrúmsloftið einkennist af miklum ríg milli Barcelona og Real Madrid KIMATTSPYRIMA Á SPÁIMI Stoichkov frábær í vetur HRISTO Stoichkow, Búlgarlnn snjalll hjá Barcelona, hefur lelklð frábærlega í vetur. Johann Cruyff, þjálfari Barcelona, segir, að ef einhver sanngirni sé í kosningu besta knattspyrnumanns Evrópu, hljóti Stoichkov að verða fyrlr valinu þegar útnefningin fer fram í ár. „Stríðið“ sjaldan verið grimmilegra SPÆNSK knattspyma á góða daga um þessar mundir. Allir leikvangar eru fullir helgi eftir helgi, gengi spænsku iið- Þorsteinn anna í Evrópu- Stephensen keppninni hefur ver- vígi í undankeppni Evrópumótsins, spænska deildin er full af stjörnum frá síðustu heimsmeistarakeppni og stríðið milli Barcelona og Real Madrid hefur sjaldan verið grimmi- legra. Heitasta fréttin í spænskum íþróttafjölmiðlum upp á síðkastið hefur verið hugsanlegur samningur Emilio Butragueno, helstu stjömu Real Madrid og spænskrar knatt- spymu síðasta áratug, við erkiíjend- urna í Barcelona. „E1 buitre" eins og áhangendur Madrid nefndu hann hefur mátt sætta sig við að sitja á varamannabekknum í flestum leikj- um liðsins á þessu keppnistímabili. „Gammurinn" er því hlutskipti ekki vanur og kann því frekar illa en hefur þó borið sig mannalega lengstum og sagt að sinn dagur muni koma. Það kom síðan eins og köld vatnsgusa yfir hann og áhang- endur liðsins þegar ljóst var að fyrr- um félagi Butraguenos úr framlínu Madridliðsins og núverandi þjálfari þess, Argentínumaðurinn Jorge Valdano, hafði ákveðið að taka Buitre úr leikmannahópi sínum fyrir leikinn við nágrannana í Atletico de Madrid um fyrri helgi. Það er öðm fremur góður leikur sautján ára pilts sem gerir það að verkum að ekki er lengur pláss fyr- ir Butragueno í liðinu. Drengurinn sá heitir Raúl og í fyrsta leik sínum fyrir Madrid á heimavelli iiðsins, Santiago Bernabeu, lagði hann upp fyrstu tvö mörk liðsins gegn erkió- vininum Atletico og skoraði síðan sjálfur stórglæsilegt mark við mik- inn fögnuð áhorfenda sem allir vom áhangendur Madrid (fylgismenn Atletico fara helst aldrei á Bemabeu því þeir vilja ekki setja aura í vasa óvinarins). Fjölmiðlar keppast við að hlaða Raúl þennan lofi og segja hann ýmist nýjan Roberto Baggio eða Butragueno. Þjálfarar og stjórnar- menn Barcelona láta sér hins vegar fátt um finnast og Johann Cruyff þjálfari Barcelona-liðsins sagði að sér þætti furðulegt ef í Madrid væm menn orðnir bjartsýnir á að vinna meistaratitilinn af þeirri ástæðu einni að sautján ára drengur hafi skorað eitt mark gegn Atletico de Madrid sem eins og stendur er í næstneðsta sæti deildarinnar. Tákn madridismans Hinsvegar sagði Cruyff að ef Madridarmenn hefðu ekki pláss fyr- ir Emilio Butragueno þá væri hann velkominn á Camp Nou þar sem hann ætti góða möguleika á að vera fastamaður í rauðbláa liðinu. Um allan Spán btjóta menn nú heilann um hvað þetta framferði Barcelonamanna eigi að þýða. Nu- nes forseti Barcelona og Cmyff þykja báðir snjallir í að beita fyrir sig fjölmiðlum í sálfræðistríðinu sem ævinlega stendur yfír á milli þess- ara tveggja risa í spænskri knatt- spyrnu, Real Madrid og Barcelona. Með því að lýsa yfír áhuga á Butragueno setja þeir pressu á Valdano sem þarf að svara til saka fyrir framan áhangendur Madridar- liðsins sem varla geta hugsað sér neitt hræðilegra en að Emilio Butragueno klæðist litum BarceÞ ona. Butragueno er Madridingum meira en bara frábær knattspyrnu- maður, hann er tákn madridismans, snyrtilegur, háttvís og vel stæður (mjög vel stæður). „E1 buitre" er átrúnaðargoð, hann er Real Madrid. í Madridarborg einni eru til dæmis fjórir barir sem bera nafn hans. Butragueno sjálfur hefur sagt að reyndar sjái hann sig illa fyrir sér leika fyrir annað félag á Spáni en Real Madrid og að ef hann ætti að yfírgefa liðið væri það til að leika erlendis um stund. Hins vegar við- urkennir hann að allt sé mögulegt í knattspyrnu og að Cmyff hafí verið hans fyrirmynd í æsku og það gæti verið fróðlegt að vinna með honum. Sem sagt allt getur gerst og Jorge Valdano virðist vera kom- inn í nokkuð þrönga klípu. í öllu því fréttaflóði sem fylgt hefur þessari síðustu rimmu Madrid og Barcelona hefur komið fram að fyrir fímm árum gerði Barcelona Butragueno tilboð sem hann reynd- ar hafnaði rétt eins og fjöldamörg- um öðrum tilboðum, meðal annars frá Ítalíu. Frétt þessi hefur hleypt illu blóði í ýmsa Madridinga, reynd- ar að ástæðulausu því samningur Butraguenos var laus á þessum tíma og því hverjum sem er fijálst að bjóða honum samning. Rígur Þessi afstaða Madridinga segir hinsvegar heilmikið um andrúms- loftið sem ríkir í spænsku knatt- spymunni. Rígurinn á milli liðanna tveggja er slíkur að það er með öllu ómögulegt að ímynda sér hann. Þegar menn upplifa þennan ríg, sem kannski væri réttara að kalla hatur, í fyrsta skipti, hvarflar sú hugsun að manni að þarna hljóti að vera á ferðinni ágreiningur sem eigi sér dýpri rætur en knattspymu einá saman. Real Madrid var á sjötta áratugnum sigursælasta knatt- spyrnulið Evrópu og er sennilega sigursælasta knattspyrnulið heims. Real Madrid var á þessum árum eitt helsta stolt generalissimo Franco og allar götur síðan hefur nafn Real Madrid verið tengt francoismanum og það á sér þar af leiðandi bæði aðdáendur og hat- ursmenn um allan Spán. Barcelona hinsvegar er stolt rík- asta héraðs Spánar, Katalóníu. Ka- talóníumenn em langt komnir með að stinga af önnur héruð á Spáni hvað varðar ríkidæmi og almenna velferð. Katalóníumenn tala einnig fjálglega um aðskilnað frá Spáni og að þeir séu orðnir leiðir á að styrkja gatnagerð og skólahald í fátækari héruðum Spánar. Þessi afstaða ka- talóníumanna fer fyrir bijóstið á mörgum Spánveijum og kannski sérstaklega Madridingum sem fínnst að sér og höfuðborginni veg- ið. Gorgeirinn í Barcelonamönnum hefur líka magnast með sigurgöngu liðsins en Barcelona hefur nú unnið spænska meistaratitilinn fjögur ár í röð. Valdano þarf ekki að örvænta Valdano þjálfari Real Madrid þarf þó varla að örvænta um sinn hag því þrátt fyrir vandræðin með Butragueno eru áhangendur liðsins ánægðir með störf hans. Real Madrid hefur leikið vægast sagt vel það sem af er keppnistímabilinu og madridistar verða kokhraustari með hveijum sigrinum. Margir vilja þó þakka Dananum Michael Laudrup velgengnina engu síður en Valdano. Laudrup hefur leikið frábærlega frá því hann flutti til höfuðborgarinnar eftir að hafa fengið nóg af Cruyff og herforingjaaðferðum hans. Laudrup hefur ekki einasta leikið eins og sannkölluð stjarna heldur þykir hann líka vera mikill séntil- maður og leiðtogi utan vallar. Chile- búinn Ivan Zamorano hefur skorað mikið af mörkum, mörg eftir send- ingar frá Michael sem hefur verið í miklu stuði, Argentínumaðurinn Fernando Redondo er óðum að ná sér eftir meiðsli og virðist ætla að eiga gott tímabil og svo er alltaf Raúl. Barcelona hefur hinsvegar átt aðeins erfiðara uppdráttar og í Madrid þykjast menn sjá merki hnignunar á Camp Nou. Staðreynd- imar tala hinsvegar sínu máli og þær segjá okkur að Barcelona er efst í sínum riðli í Evrópukeppninni og hefur þrátt fyrir allt hlotið jafn mörg stig í deildinni og Madrid. Cmyff hefur átt við tvennskonar vandamál að stríða, í fyrsta lagi hefur vöminni ekki gengið vel að koma í veg fyrir að andstæðingarn- ir skori mörk. Cruyff keypti eina af HM stjörnum Spánveija, Abel- ardo, til að styrkja vömina en það dugði ekki til og Ronald Koeman, sem aðeins er tekinn að eldast, virð- ist vera liðinu algerlega ómissandi. Hitt vandamál þjálfarans er að hin- ir þrír útlendingarnir Romario, Sto- ichkov og Hagi, sem keppa um þær tvær útlendingastöður sem eftir eru í liðinu, eru allir soddan prímadonn- ur að það er ekki nokkur leið að fá þá til að sitja á varamannabekknum með bros á vör. Rúmeninn Gica Hagi er sá sem mest hefur mátt sitja við hliðarlínuna á Camp Nou. Hagi unir því illa og hefur verið með yfirlýsingar um það í blöðum að þetta sé óþolandi ástand. Cruyff svarar því til að það sé einmitt meiningin með því að hafa fjóra útlendinga, Hagi eigi bara að leggja meira á sig til að sanna sig, hann sé einfaldlega alltof góðu vanur hjá rúmenska landsliðinu. Cmyff svarar öllum gagnrýnis- röddum með að benda á góða stöðu liðsins í Evrópukeppninni og í deild- inni en það fer þó ekki á milli mála að fram til þessa hefur iiðið ekki leikið eins vel og það gerði síðastlið- inn vetur. Margir leikir hafa unnist með mörkum frá Koeman og Stoic- hkov beint úr aukaspyrnum og heppnisbragur hefur verið yfir mörgum sigrum liðsins. Undanfam- ar vikur hefur liðið þó sýnt bata- merki. Brasilíumaðurinn Romario er aftur farinn að skora og Jordi Cruyff sonur þjálfarans, sem aðeins er nitján ára, hefur leikið vel en það er þó fyrst og fremst Búigarinn Hristo Stoichkov sem hefur leikið aldeilis frábærlega. Sígauninn eins og fylgismenn Real Madrid kalla hann virðist hafa endalausan orkuf- orða og ómælda leikgleði og það ásamt hraða hans og tækni gerir það að verkum að sparkfræðingar á Spáni segja hann koma sterklega til greina sem næsta handhafa gull- boltans sem veittur er besta knatt- spymumanninum í Evrópu og Jo- hann Cmyff segir að ef einhver sanngirni sé í þessum kosningum verði Stoiehkov útnefndur besti knattspyrnumaður Evrópu. Aukið sjálfstraust Stórsigur Barcelona gegn Man- chester United í Evrópukeppninni hefur veitt þeim aukið sjálfstraust og sú staðreynd að liðið er svo til ömggt með að komast áfram í Evr- ópukeppninni og eins vissan um að geta lagt sterkustu lið Evrópu að velli á jafn sannfærandi hátt og þeir gerðu gegn Manchester gerir það að verkum að Barcelona hlýtur að koma sterklega til greina sem fimmfaldur Spánarmeistari að vori og slakt gengi stóra frænda í Mílanó gefur Barcelonamönnum aukna möguleika á að vinna einnig Evr- ópubikarinn. Einvígi Barcelona og Madrid á knattspyrnuvellinum hefur nú staðið áratugum saman og engin önnur lið virðast geta blandað sér í baráttuna nema í mesta lagi í tvö til þijú ár í senn. Deportivo frá Coruna er það lið í dag sem mesta möguleika hef- ur á að stela titlinum af risunum tveimur. Undanfama tvo vetur hef- ur Deportivo blandað sér í baráttuna af miklum krafti og síðastliðið vor • missti liðið af spænska meistaratitl- inum þegar stundarfjórðungur var eftir af mótinu. í ár hefur Deportivo leikið mjög sannfærandi og hefur forystu í deildinni þegar þetta er skrifað. Brasilíumaðurinn Bebeto heur verið í miklu stuði eftir að hann kom til Spánar úr framlengdu sumarfríi í Rio de Janeiro. En Be- beto er ekki einn á ferð og félagi hans úr framlínunni Kostadinov leikur vel ásamt Donato og miðverð- inum Djukic og svo bíða menn að sjálsögðu eftir því að Mauro Silva, enn einn af brasilísku heimsmeistur- unum, sem spilar í spænsku deild- inni, nái sér af meiðslum og þá verða ekki margir til að taka stig af Depor- tivo de la Coruna. Þrátt fyrir að spænska deildin virðist ætla að verða einvígi Madrid og Barcelona þetta árið sem endra- nær er víst að allt getur gerst og enn er aðeins búinn fjórðungur leikja á tímabilinu. Það verður mik- ið hlaupið, sparkað, samið en kannski umfram allt rifíst næstu mánuðina í þessari einni af bestu knattspyrnudeildum heims.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.