Morgunblaðið - 29.11.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.11.1994, Blaðsíða 1
r . 72 SÍÐUR B 273. TBL. 82. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS ESB-aðild Noregs hafnað samkvæmt kosningaspám er 86% atkvæða höfðu verið talin Brundtland viðurkennir ósigur fylgismanna ESB Ósló. Morgunblaðið. GRO HARLEM Brundtland, for- sætisráðherra Noregs, viðurkenndi í gærkvöldi ósigur ríkisstjórnar sinnar í þjóðaratkvæðagreiðslunni um aðild að Evrópusambandinu. Samkvæmt kosningaspá norska ríkissjónvarpsins þegar 86,4% at- kvæða höfðu verið talin, greiddu 52,8% atkvæði á móti ESB-aðild Noregs og 47,2% aðild í vil. Tölvu- spáin byggðist á tölum úr 579 kjör- dæmum af 628. Fáir vildu þó slá neinu föstu um endanleg úrslit fyrr en öil atkvæði, þar á meðal met- fjöldi utankjörstaðaratkvæða, hefðu verið talin. Formaður kjörstjórnar- innar í Ósló bjóst ekki við endanleg- um úrslitum fyrr en klukkan átta í morgun. Vegna óvissunnar, sem ríkti um úrslitin framan af kvöldi, var sjón- varpsumræðum leiðtoga stjórn- málaflokkanna frestað fram eftir kvöldi. Þegar flokksformennirnir voru loks saman komnir í sjónvarps- sal upp úr miðnætti að íslenzkum tíma, sagði Gro Harlem Brundtland forsætisráðherra að greinilegt væri að meirihluti væri gegn aðild, þótt nákvæm úrslit Iægju ekki fyrir. „Við höfum áður sagt að við mynd- um virða vilja þjóðarinnar, og það munum við gera,“ sagði Brundt- land. „Ákvörðun þjóðarinnar er á hennar ábyrgð. „Við munum reynast þeirri Um 220.000 utankjörstaðar- atkvæði ótalin ákvörðun trú, og nú hefjumst við handa að tryggja EES-samninginn að svo miklu leyti, sem það er hægt, og skoða hvernig haga megi efnahagsstefnunni þannig að norskt atvinnulíf verði fyrir sem minnstum áföllum," sagði norski forsætisráðherrann og þvertók fyrir að hún myndi segja af sér. Fólkið vill stjórna sér sjálft Tæpri klukkustund áður var Anne Enger Lahnstein, formanni Miðflokksins og leiðtoga ESB-and- stæðinga, fagnað gífurlega þegar hún steig sigurviss á sviðið á kosn- ingavöku andstæðinganna í Oslo Spektrum. „Nú lítur út fyrir að nei-menn í Noregi hafi unnið orr- ustuna í annað skipti,“ -sagði Lahn- stein. „Fólkið vill stjórna sér sjálft. Nú hafa menn fylkt sér um sam- stöðu, umhverfismál og lýðræði. En við erum Evrópumenn. Við segj- um já við Evrópu. Við segjum já við alþjóðlegri samstöðu. Við höfn- um sambandsríki. Og við tökum okkur stöðu í baráttunni fyrir rétt- látri skiptingu gæðanna á alþjóða- vettvangi og baráttunni gegn út- lendingahatri og kynþáttastefnu hér heima.“ Niðurstöður skoðanakannana, sem gerðar voru síðdegis í gær, bentu til að litill munur væri á fylk- ingunum. í könnun Opinion-fyrir- tækisins fyrir TV2, sem gerð var meðal kjósenda þegar þeir komu heim af kjörstað, sögðust 50,1% hafa sagt já við aðild, en 49,9% nei. Sams konar könnun MMI fyrir norska ríkissjónvarpið var nær kosningaspánni. Þar sögðust 52,6% hafa sagt nei, en 47,4% já. Metkjörsókn Metkjörsókn var í þjóðarat- kvæðagreiðslunni eða 87%, sam- kvæmt bráðabirgðatölum. Það er mun meiri þátttaka en búizt ■ var við. Slæmt veður var í Vestur- og Norður-Noregi og sums staðar ófærð. Það virðist ekki hafa komið í veg fyrir góða kjörsókn í þessum landshlutum, þar sem víða er ein- dregin andstaða við ESB-aðild. Út- lit var fyrir að í Ósló og nágranna- fylkjum hefðu yfír 60% kjósenda sagt já við aðild, en það myndi ekki ná að vega upp andstöðuna á landsbyggðinni. ■ Hnífjafn endasprettur/20 Reuter „EG BYST við sigri - já-menn hafa byr í seglin,“ sagði Gro Harlem Brundtland, forsætisráðherra Noregs, þegar hún greiddi atkvæði í þjóðaratkvæðinu um ESB-aðild í gærmorgun. Bandaríkjastj órn lætur undan þrýstingi Serbum boðn- ar tilslakanir Lundúnum, Sarajevo. Reuter. BANDARÍKJASTJÓRN hefur fallist á til- Major heldur velli Evrópu- frumvarp samþykkt Lundúnum. Reuter. STJÓRN Johns Majors, forsætisráð- herra Bretlands, hélt velli í mikil- vægri atkvæðagreiðslu í gærkvöldi þegar neðri deild breska þingsins sam- þykkti stjórnarfrumvarp um aukin framlög til Evrópusambandsins. Upp- reisnarlið innan íhaldsflokksins hafði áður hótað að fella frumvarpið. Frumvarpið var samþykkt með 330 atkvæðum gegn 303. Talið er að sjö þingmenn íhaldsmanna hafi boðið stjóminni birginn með því að sitja hjá. John Major hafði hótað að segja af sér forsætisráðherraembættinu og boða til nýrra þingkosninga ef frum- varpið næði ekki fram að ganga. Hótunin dugði til þess að uppreisnar- iiðið lét sér segjast, enda stendur íhaldsflokkurinn mjög illa samkvæmt skoðanakönnunum. ■ Veikir uppreisnin Major?/20 Við Kínamúrinn DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra kom ásamt föruneyti í ojpinbera heimsókn til Kína á sunnudag. A myndinni sést Davíð ásamt Ástríði Thorarensen eiginkonu sinni við Kínamúrinn í gærmorgun. ■ Jákvæðar viðræður við ráðamenn/4 slakanir gagnvart Bosníu-Serbum og Serb- íu vegna þrýstings frá bandalagsríkjum sínum í Evrópu og í von um, að þær geti stuðlað að friði. Eru þær fólgnar í því, að Bosníu-Serbum verði leyft að mynda sam- bandsríki með Serbíu, en það þýddi, að Bosníu yrði skipt í tvennt rnilli Serba ann- ars vegar og múslima og Króata hins veg- ar. Enn er barist um Bihacborg en sagt er, að Serbar geti tekið hana hvenær sem er. Tilslakanirnar gagnvart Serbum voru samþykktar á fundi fulltrúa fimmveldanna - Bandaríkjanna, Rússlands, Frakklands, Bretlands og Þýskalands - í París á sunnu- dag en eru háðar því skilyrði, að Serbar ■og Bosníu-Serbar fallist á friðaráætlunina, sem þeir síðarnefndu hafa hafnað. Haris Silajdzic, forsætisráðherra Bosníu, brást ókvæða við þessum fregnum í gær. „Er ætlunin að verðlauna þá fyrir þjóðar- morð og afhenda „Stór-Serbíu“ helminginn af Bosníu?“ spurði hann. Ágreiningur í NATO Getuleysi Sameinuðu þjóðanna og NATO við að koma í veg fyrir sókn Serba inn á griðasvæði múslima í Bihac hefur vakið upp mikinn ágreining og efasemdir um framtíð Atlantshafsbandalagsins. Bandaríkjastjórn vill gera harðar loftárásir á stöðvar Serba en ríki, sem eru með friðargæslulið í Bosn- íu, eru andvíg því og hóta að kalla liðið burt verði hernaðurinn aukinn. Kennir Bandaríkjastjórn Frökkum og sérstaklega Bretum um hvernig komið er en þeir vísa því á bug. „Skammarlegar" ásakanir Malcolm Rifkind, varnarmálaráðherra Bretlands, sagði í gær, að ásakanir banda- rískra þingmanna væru „skammarlegar“ ' þegar haft væri í huga, að þingið hefði bannað, að bandarískir hermenn væru send- ir til Bosníu. ■ Komið að tímamótum í friðargæslu/20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.