Morgunblaðið - 04.06.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.06.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 1995 11 Múkka BA og Egil BA, 30 tonna bát með 130 þorskígilda kvóta og þar af 80 tonn af þorski. Stefán sagði að hann teldi æski- legt að menn fengju meira val varð- andi sjósóknina og þá kannski eftir landsvæðum. Úthlutað yrði ákveðn- um dagafjölda sem menn mættu róa, en þeir gætu svo með einhveij- um fyrirvara valið dagana. „Það hentar til dæmis ekki bát á Norðurlandi að róa á sama tíma og bát af Suðurlandi. En það yrði þó að gera þetta þannig að menn geti ekki flakkað á milli svæða og því þyrftu þeir að tilkynna sig inn á þau í upphafi kvótaárs. Ég er því frekar hlynntur sóknardögum af þessu tagi heldur en að vera með einhvern kvóta á þessum bátum, því ég óttast að það fari í nákvæm- lega sama farið og það sem er að gerast með kvótabátana. Menn klára kannski kvótann sinn og fara þá að reyna við einhverjar aðrar tegundir. Þá lenda þeir í því að þurfa að henda fiski eða að þeir svindla framhjá vigt, eins og þessir menn á kvótabátunum hafa verið tilneyddir til að gera í mörgum til- vikum. Menn vita þetta en þora ekki að tala um það. Ég er því frek- ar á móti því að setja kvóta á bát- ana, og hafa þá frekar banndaga en þó þannig að menn fái að velja þá. Það er verið að tala um að setja kvóta á þorskinn, en svo megi menn róa á aðrar tegundir. Það segir sig sjálft að kemur bara upp sama bölv- aða vandamálið og með kvótabát- ana, menn fara að henda þorski eða keyra framhjá vigt. En eitthvað verður að gera því það er auðvitað ekki hægt að það sé alltaf skorið niður á stærri bátana en hinir auki alltaf hlut sinn,“ sagði Stefán. 60-70 tonna aflahámark Ami Helgason á Gnoð ÞH frá Þórshöfn sagði að sér litist heldur þunglega á það sem hann hefði heyrt og séð af frumvarpinu. Sér- staklega litist sér illa á mikla aukn- ingu banndaganna. „Og ef menn velja þetta afla- mark sem talað er um, þá er stað- reyndin bara sú að það er svo lítið til skiptanna vegna þess hvað flot- inn er orðinn stór. En einhvern veg- inn verður samt að skipta þessu 21 þúsund tonni, og kannski hefði átt að deila því niður með því að setja aflaþak á hvern einstakan bát. Ef þetta er tekið á handfæri mætti hámarkið vera á bilinu 60-70 tonn, en ég hefði nú haldið að það væri nóg fyrir menn til að geta lif- að af því. Þá gætu þeir líka sótt í þetta hvenær sem þeim hentaði," sagði hann. Árni sagði að sér sýndist róðra- dagakerfi geta orðið ágætt, en auð- vitað yrðu menn að skilja að vand- ræði yrðu við það að eiga þótt menn væru allir af vilja gerðir því bátaijöldinn væri orðinn svo mikill. „Menn hafa einfaldlega talið að það myndi halda þetta krókakerfi og margir þess vegna losað sig við báta sem voru á kvóta og farið í krókakerfið. Alveg framundir þenn- an tíma hefur verið endalaus smíði nýrra báta og keyptir upp eldgaml- ir bátar sem voru lítið notaðir. Þetta kemur í hausinn á fjöldanum. Það hefði því átt að stoppa fjölgunina og þessa nýsmíði mikið fyrr,“ sagði hann. Aftur á byrjunarreit „Mér líst engan veginn á þetta. Ef það á að fara eftir þeirri viðmiðun að taka kvóta miðað við tvö bestu árin af síðustu þrem, þá gengur það ekkert upp. Það er svo lítill kvóti sem maður fengi út úr þessu að ég get ekki séð að það væri hægt að lifa á þessu,“ sagði Guð- mundur Rafn Gunnarsson á Þórdísi Guðmundsdóttur VE, en í Vest- mannaeyjum eru innan við tíu trillu- karlar sem hafa krókaveiðar að aðal- atvinnu allt árið um kring. „Maður þarf að vera með 90-100 tonn á þessu til þess að geta rekið þetta því bátarnir eru það dýrir. Ég mundi ekki vilja gera út á þetta undir 90 tonnum, en á síðasta fisk- veiðiári var ég með 94 tonn og það svona rétt slapp. Ég er búinn að eiga þennan bát í rúm þijú ár, en ég var með kvóta áður og það er ansi skítt ef þeir ætla að sækja svona á mann alveg sama hvað maður gerir,“ sagði hann. „Menn verða að fá að ráða þessum bönnum sjálfír því til dæmis héma sunnanlands er svo mikil ótíð að það var trekk í trekk eftir janúar þegar við gátum byijað að það var alltaf blíða þessa helgi sem við þurftum að hanga í landi. Svo var verið að beijast þetta í skítabrælu hina helg- ina sem mátti róa og það kom ekk- ert út úr því. Það gengur náttúrlega ekki ef menn ætla að fara að stjóma þessu frá skrifborði því þessir menn vita ekki hvernig veðráttan er.“ Guðmundur Rafn sagði að það gæti vel orðið til bóta ef menn fengju ákveðinn fjölda sóknardaga og réðu því sjálfír hvenær þeir rém, en spurningin væri einungis hvort ekki yrði útrýmt einhveijum tugum trillu- karla í millitíðinni áður en slíkt kerfí kæmist á. „Það virðist vera alveg sama hvar maður rennir færi í sjó, það er alls staðar þorskur, og svo segja þeir að það sé enginn þorskur til. Maður er ekkert voða bjartur yfír þessu, og það er ári illt að menn í þessu, sem komnir em á miðjan aldur, þurfí að missa allt sitt og fara að byija upp á nýtt. Það fer auðvitað allt á byijunarreit ef maður missir bátinn, því þá fer húsið líka, en í flestum tilfellum em húsin í veði fýrir þessum bátum. Þá fýkur þetta bara allt til helvítis,“ sagði Guð- mundur Rafn. Allir á atvinnuleysisbætur „Em ekki allir óánægðir með allt, og er ekki sama hver skrambinn kemur upp? Það kemur alltaf við einhvem; En ef þeir ætla að fylgja þessum 21 þúsund tonnum þá er þetta alveg dauðadæmt fyrir allan þennan flota,“ sagði Þorkell Indriða- son á Önnu KE, en hann ásamt íjölda annarra trillukarla hefur landað ágætisafla undanfarið í Sandgerði. Þorkell sagðist ekki hafa kynnt sér að ráði fmmvarpið um breyting- ar á lögum um stjórn fiskveiða, en hann sagði hins vegar alveg ljóst að vegna þess hve smábá- taflotinn væri orðinn stór og af- kastamikill þyrfti heildarþorskkvóti krókabátanna að vera um 50 þúsund tonn. „Það er búið að veiða núna um 40 þúsund tonn og af því má sjá hvemig dæmið liggur. Það hafa ver- ið stirðlegar gæftir og hvaðeina, og svosem ekkert spennandi fiskirí nema endrum og eins. Þannig að þetta lítur ekkert vel út,“ sagði Þor- kell. Miðað við kvótabátana er ekkert rétt- læti í þessu Hann sagði að kannski væri besta lausnin að hafa banndagakerfíð áfram, því þá vissu menn að hveiju þeir gengju. Ef settur yrði kvóti á hvem bát myndi fyrr eða síðar koma að því að farið yrði að reyta hann af bátunum, eins og gangurinn hefði verið varðandi kvótabáta í gegnum árin, og þegar upp yrði staðið yrði lítið eða ekkert eftir. „Það þarf líka að reyna að stjórna þessu einhvern veginn öðmvísi, t.d. með því að takmarka línulengd, og að krókabátamir veiði ekki í grá- sleppunet. Það er vægast sagt kjána- legt að leyfa þeim að veiða grá- sleppu og svo koma þeir bara með þorsk að landi. Það hefur verið spil- að á þetta eins og sjá má af afla- skýrslum. Ég veit ekki hvemig þetta fer allt saman en þetta er ekki gott, og það þarf að ná einhverri stjóm á þessu betri en svona vitleysu. Annars sýnist mér þeir ætla að gera út af við þetta allt saman, og það er svo sem ágætt því þá fara bara allir á atvinnuleysisbætur. Er ekki svo gott að vera á þeim? Það virðist stór hluti þjóðarinnar ekkert vilja vinna heldur einungis fá bæturnar," sagði Þorkell. Stefnir í voðaleg átök Sveinbjörn Jónsson á Sæstjörn- unni ÍS frá Suðureyri sagði að það sem snéri að banndögum og aflahá- marki í fmmvarpinu væri einfald- lega út í loftið. Sóknardagar væra það sem menn vildu fá, en hugsan- legt væri að hægt yrði að gera slíkt kerfi ómögulegt líka eins og banndagakerfið. „Ef menn fengju eitthvað í kring- um 120 sóknardaga, þá væri hægt að velja þá eftir því hvernig háttar til á hveijum stað, bæði hvað varð- ar veðurfar og afla. En það er engu líkara en að menn séu skelfingu lostnir yfir þessum afla sem smá- bátar veiða á sama tíma og þeir virðast ekkert hugsa um allt það sem er verið að henda vegna kerfís- ins. Það er alveg furðulegt hvernig menn geta bitið í sig svona vit- leysu. Það sakar ekkert þótt aflinn á þessu fiskveiðiári verði 40 þúsund tonn, því það sýnir bara að ástand fískistofnanna er skárra en menn hafa reiknað með. Þetta helgast kannski mest af betri afla á sóknar- einingu, og betri afla til dæmis á línuna og handfærin,“ sagði Svein- björn. Hann sagði að ef áfram yrði miðað við 21.500 tonna heildarafla væri tómt mál að tala um þak á þorskveiði krókabátanna, því það væri bæði ómögulegt fyrir þá sem vildu þakið og hina sem eftir sætu í sóknarpottinum. „Þetta er einfaldlega ekki fram- kvæmanlegt svona. Það er búið að bæta við afkastamiklum bátum á undanförnum ámm, og þeir sem eru í þessu bera enga ábyrgð á því frekar en aðrir. Þetta er afleiðing af því að pottinum vár ekki lokað, og svo er þetta líka afleiðing af því að hagræðing í flotanum hefur leitt til þess að það er mikið af afkastam- iklum sjómönnum sem þurfa að fá vinnu. Þeir menn eiga auðvitað al- veg eins rétt til hafsins eins og ég og fleiri. Menn eiga hreinlega bara að horfast í augu við það að strand- veiðiflotinn sem hér var á sínum tíma veiddi uppistöðuna af aflanum á meðan var verið að veiða 300-400 þúsund tonn á ári, og þessi floti er nánast ekki til í dag. Ef þeir hafa efni á því að henda 30-50 þúsund tonnum í hafið út af kerfinu eins og verið er að gera í dag, get ég ekki séð að það eigi að eyðileggja fyrir neinum þótt smábátaflotinn veiddi jafnvel 50-60 þúsund tonn núna. Það er þegar búið að taka af okkur þriðjunginn af árinu og það hljóta allir að sjá að það geng- ur ekki að fara að taka af okkur kannski tvo þriðju af árinu. Ég held því að þetta stefni í einhver voðalega ljót átök fljótlega. Ætli það verði ekki bara brotin lög á yfirlýstan hátt ef það verða sett lög sem eru mjög óhagstæð og málin send til mannréttindadómstólsins til meðferðar. Þetta er ekki spurning lengur um löggjafann héma og fis- kvernd, heldur er þetta orðin spurn- ing um hvernig farið er með fólk og samfélög," sagði Sveinbjörn. Húsið stendur á uppfyllingu við Ægisgarð (fyrir neðan Slippinn) og verður tii sýnis í dag kl. 14-18. sérlega vandað 45 fm sumarhús (með mögul. á svefniofti). Verð kr. 1.750 þús. m.v. núverandi byggingarstig þ.e.a.s. fullbúið að utan, tilbúin loft og góif að innan. Félag íslenskra stórkaupmanna Félag milliríkjaverslunar og vörudreifingar Vorfundur Útflutningsrábs FÍS Útflutningsráb Félags íslenskra stórkaupmanna boðar til fundar fimmtudaginn 8. júní nk. kl. 12.00 í Skálanum, Hótel Sögu. Gestur fundarins verbur: Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráöherra. Mun hann fjalla um sjávarútvegsstefnuna og fiskveiöistjórnun. Þátttökugjald með hádegisverði er kr. 2.500. Vinsamlega tilkynnið þátttöku á skrifstofu félagsins í síma 588 8910. FUNDURINN ER ÖLLUM OPINN. FIMMTUDAGUR / blaöinu Viöskipti/atvinnulífi er fylgst meö viöskiptalífinu hér og erlendis. Birt eru viðtöl, greinar og pistlar sem tengjast tölvum og viöskiptum. - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.