Morgunblaðið - 07.06.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.06.1995, Blaðsíða 12
Svisslendingurinn Tony Rominger sigraði í Ítalíu keppninni: Við vorum í lífshættu íÞiám TPony Rominger frá Sviss sigraði ■ í ítölsku hjólreiðakeppninni sem lauk á sunnudag. Keppnin stóð yfir í 22 daga og var Sviss- lendingurinn í fyrsta sæti frá öðr- um keppnisdegi en ítalinn Gio- vanni Lombardi var fyrstur í mark á síðustu leiðinni. „Þessi keppni var of hættuleg," sagði sigurvegarinn sem er 34 ára. „Við vorum í lífshættu," bætti hann við og sagði að alltof lítil áhersla hefði verið lögð á öryggi keppenda einkum þegar þeir þurftu að hjóla í gegnum óupplýst göng. 38,26 km meðalhraði Rominger var fjórum mínútum og 13 sekúndum á undan Rússan- um Evgeny Berzin, sem átti titil að verja, en meðalhraði hans var 38,26 km á klukkustund og er það besti meðalhraði í keppninni í 11 ár. Piotr Ugrumov frá Lettlandi var þriðji í þessari rúmlega 3.800 km keppni. Sviss fagnaði síðast sigri í keppninni fyrir 41 ári þegar Carlo Clerici náði besta tímanum og Rominger er þriðji keppandinn í sögu keppninnar sem sigrar á þess- um aldri. Fiorenzo Magni er elsti sigurvegari keppninnar en hann var 35 ára þegar hann sigraði 1955. „Það var aðeins einn dagur. erfiður hjá mér,“ sagði Rominger. „Ég gæti ekki verið í betri æfingu og verð að halda mér við fyrir Frakklandskeppnina í næsta mán- uði. Ég veit ekki hvort Miguel Ind- urain er í sama formi og þegar hann sigraði í fyrra en ég ætla að veita honum keppni. Samt er eng- in þráhyggja hjá mér að sigra hann því hann er góður náungi og ég lít ekki á hann sem óvin.“ Örn Amarsson sigraði á stigamótinu í Vestmannaeyjum Reyni að koma mér í landsliðið Sigfús G. Guðmundsson skrifar Om Arnarsson úr GA sigraði á Flugleiðamótinu í golfi, sem er stigamót til landsliðs og fór fram í Vestmannaeyjum um helgina en þetta er fjölmennasta golfmót sem haldið hefur verið í Eyjum. Örn fór á 145 höggum, fimm yfir pari, og var tveimur höggum á undan Þorkeli S. Sigurðssyni úr GR. Hjá konunum varð Ólöf M. Jónsdóttir, GK, örugg í fyrsta sæti á 155 höggum eða sjö höggum á undan Ragnhildi Sigurðardóttur, GR. „Ég er bara nokkuð kátur með þetta,“ sagði sigurvegarinn. „Ég er að reyna að koma mér í landslið- ið en ég hef leikið með unglingalið- inu i gegnum tíðina og var í æfinga- hópi sem fór til Portúgals í vor. Stefnan er tekin á sigur í síðasta stigamótinu um næstu helgi en með sigri er ég pottþéttur inn í liðið. Teighöggin voru góð hjá mér í þessu móti og einnig var ég sáttur við púttin en ég þrípúttaði aðeins einu sinni á 36 holunum. Völlurinn hérna er fínn, sérstaklega fyrri níu, en seinni nýju eru náttúrulega nýjar og þurfa því lengri tíma til að verða góðar.“ Holukeppnin í Grafarholti um næstu helgi er síðasta stigamótið og þar ræðst hvaða tveir eru örugg- ir inn í landsliðið. Tveir hæstu úr stigamótunum eru sjálfvaldir en Ragnar Ólafsson, landsliðsþjálfari, velur síðan fjóra til viðbótar. „Skor- ið mætti vera betra,“ sagði Ragn- ar. „Menn eru að spila nokkuð jafnt en enginn að’ ná neinu súperskori sem við erum kannski að leita eft- ir. Það er spurning hvað veldur. Það getur verið að það sé spenna í mönnum þar sem þetta er næst síðasta stigamótið. Veðrið hefur verið ágætt svo ekki er hægt að kenna því um og völlurinn er ágæt- ur þó ýmislegt þurfí að laga fyrir 230 manna landsmót sem er annað og meira mál.“ Eyjamaðurinn Þorsteinn Hall- grímsson hefur verið meiddur en lék með. „Ég var búinn að hlakka lengi til þessa móts svo það var ekki annað hægt en að vera með þó maður geti ekki beitt sér að fullu vegna bakmeiðslanna. Það er gam- an að hitta strákanna og ég fíflast bara með en ég er mest hissa á hvað þetta gekk vel þó sprengjur hafi komið inn á milli. Tvær hoiur seinni daginn gáfu mér átta högg yfir en hinar 16 var ég á þremur undir og ég er alls ekki ósáttu rmeð það. Mér eru gefnar vonir ufn að geta lagast í bakinu, er í sprautu- meðferð og svo er bara að bíða og vona að és komist sem fyrst á skrið." Morgunblaðið/Sigfús Gunnar Guðmundsson ÖRN Arnarsson úr GA sigraöl á stigamótinu í golfi sem fór fram í Vestmannaeyjum um helgina og stefnir á landsliösæti. Reuter TONY Rominger frá Sviss sigraði í ítölsku hjólreiðakeppninni sem lauk á sunnudag. Hér er kappinn, sem er 34 ára, á mlðri mynd á fullri ferA á síAustu leiðinni. TENNIS Stjömur úr leik Opna franska mótið í tennis hef- ur reynst nokkrum af helstu tennisstjörnum heims erfitt og þær hafa helst úr lestinni hver af ann- arri. í fyrstu umferð féllu Petr Sampras og Coran Ivanisevic úr leik fyrir minni spámönnum í íþrótt- inni, um helgina urðu Boris Bec- ker, Jim .Jlourier og Mary Pierce játa sig sigruð og í gær mátti efsti spilarinn á heimslistanum, Andre Agassi, taka pokann sinn eftir að hafa tapað 6:4, 6:3, 7:5 í átta manna úrslitum fyrir Rússanum Yevgeny Kafelnikov sem er í níunda sæti á heimslistanum. Keppnin í París fer fram á leir- velli og í þau ellefu ár sem Boris Becker hefur verið atvinnumaður í tennis hefur honum aldrei tekist að sigra á móti á leirvelli og honum tókst ekki að breyta því nú. í þriðju umferð lék hann gegn Adrian Vo- inea frá Rúmeníu, sem fyrir mótið var númer 128 á heimslistanum. Rúmeninn sigraði í fjórum Iotum 6:3, 6:4, 3:6 og 7:5. Reyndar þurfti að fresta leiknum í miðjum klíðum á laugardaginn vegna rigningar en veður var skárra þegar kapparnir tóku upp þráðinn daginn eftir. Mary Pierce, sem sigraði á Opna ástralska, fékk mjög snögga af- greiðslu hjá króatísku stúlkunni Iva Majoli í leik þeirra í 3. umferð á sunnudag, 6:2, 6:3. Pierce er í þriðja sæti heimslistans og tapaði í úrslit- leiknum á Opna franska mótinu í fyrra fyrir spænsku konunni Ar- antxa Sanches Vicario. Jim Courier sem sigraði á mótinu 1991 og 1992, lék til úrslita 1993 og komst í und- anúrslit í fyrra varð að bíta í það súra epli að tapa fyrir 19 ára göml- um Spánverja Alberto Costa í leik sem tók þrjá tíma. Spánverjinn vann fyrstu lotuna 6:4, en Courier svar- aði með 1:6 sigri í annarri. Costa lék vel í þriðju og fjórðu lotu, vann 7:6 og 6:4 og gaf þar með amerísku stjörnunni frí frá frekari keppni að sinni. HJOLREIÐAR GOLF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.