Morgunblaðið - 22.06.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.06.1995, Blaðsíða 1
80 SÍÐUR B/C/D Rússneska þingið samþykkir vantrauststillögu á ríkisstjórnina Tsjernomyrdín sagður blóraböggull fyrir Jeltsín Ákvörðun Shell fagnað í Evrópu Ovíst hvað verður um pallinn Japanska lögreglan frelsar 365 manns úr haldi flugræningja í Hakodate Hakodate. Reuter. JAPANSKA lögreglan réðst í gær- kvöldi til atlögu gegn flugræningja sem haldið hafði 365 mamns í gísl- ingu um borð í flugvél í um 15 klukkustundir. Yfírbugaði lögregla manninn, sem reyndist vera vopn- aður skrúfjárni. Að sögn lögreglu særðist ung kona þegar ræninginn stakk skrúfj'árninu í bak hennar og Qórir veikir farþegar voru fluttir á sjúkrahús. Þá skrámaðist flugræn- inginn á enni í árás lögreglunnar. „Okkur létti öllum mjög. Þetta hefur verið langur dagur,“ sagði fulltrúi flugfélagsins All Nippon Airways (ANA). Ekki er vitað hvað manninum gekk til en í fyrstu var fullyrt að hann væri áhangandi sértrúarsafnaðarins Æðsti sann- leikur. Safnaðarmeðlimir og flug- ræninginn þvertóku hins vegar fyr- ir það. Það var Tomichi Murayama, for- sætisráðherra Japans, sem fyrir- skipaði árásina eftir að honum höfðu borist fregnir um að flug- stjóri vélarinnar væri greinilega skelfinu lostinn. Að sögn lögreglu reyndist erfiðast að ganga úr Yfirbugaður á 3 mínútum Reuter FLUGRÆNINGINN leiddur frá borði eftir að lögregla hafði yfirbugað hann. Maðurinn skrámaðist á enni í átökunum. skugga um að maðurinn væri einn að verki og að hann hefði ekki komið fyrir sprengiefni um borð í vélinni, eins og hann hafði fullyrt. Þegar dagur rann réðust um fimmtíu lögreglumenn til inngöngu og yfirbuguðu flugræningjann á aðeins þremur mínútum. Virtist veill á geði Flugræninginn er um fertugt og kvaðst heita Saburo Kobayashi en í gærkvöldi var ekki vitað hvort það væri hans rétta nafn. Þá var ekki vitað hvers vegna hann rændi flugvélinni eða hvort hann tengist einhveijum samtökum. Farþegunum létti að vonum þeg- ar þeir losnuðu úr haldi. Lýstu þeir flugræningjanum sem illmenni, þar sem hann hefði ekki tekið neitt til- lit til veikra farþega og barna. Þá sögðu þeir hann hafa virst eiga við geðræn vandamál að stríða. Eftir fimmtán stunda umsátur var flug- ræninginn uppgefínn og varð lög- regla að styðja hann frá borði. ■ Flugfreyju ógnað/20 London, Amsterdam, Kaupmannah. Reuter. ÁKVÖRÐUN Shell-olíufélagsins í Bretlandi um að hætta við að sökkva olíubirgðapallinum Brent Spar í sjó var fagnað víða í Evrópu í gær. Hyggst danska stjórnin beita sér fyrir alþjóðalögum um bann við að farga olíubor- og olíubirgðapöllum með þeim hætti, sem fyrirhugaður var, og hefur þýska stjórnin tekið undir það. Breska stjórnin er hins vegar ævareið Shell fyrir sinnaskipt- in. Hefur hún gefíð í skyn að fyrir- tækið fái ekki að taka pallinn í sund- ur í Bretlandi. Forstjóri Shell í Bret- landi bað bresk yfirvöld í gær afsök- unar á skyndilegri stefnubreytingu fyrirtækisins. Svend Auken, umhverfísráðherra Danmerkur, sagði í gær að þetta mál sýndi hverju almenningsálitið og umhverfisverndarsamtök gætu komið til leiðar. Grænfriðungar hrósa líka sigri enda eru þessir at- burðir uppreisn fyrir þá eftir fremur misjafnt gengi á síðustu árum. Gramir Shell Breska stjórnin hefur aftur á móti brugðist ókvæða við ákvörðun Shell, sem hún telur vera niðurlægj- andi fyrir sig og stuðning sinn við að sökkva pallinum. Forsvarsmenn Shell hafí haldið því fram að það væri besti kosturinn að sökkva pall- inum og því þyrftu þeir að rökstyðja sitt mál vel áður en þeir fengju leyfi til að taka hann í sundur við land. „Ég mun ekki stofna umhverfinu í landi í neina hættu eða öryggi breskra verkamanna," sagði Tim Eggar, orkumálaráðherra Bretlands, i viðtali við breska útvarpið, BBC, í gær. Norska stjórnin tilkynnti í gær að hugsanlega yrði Shell leyft að geyma pallinn tímabundið í einhverj- um norskum firði. Moskvu. Reuter. GÍSLAMÁLIÐ í Budennovsk hefur nú komið af stað valdabaráttu í Moskvu. Rússneska þing- ið samþykkti í gær vantrauststillögu á Viktor Tsjernomyrdín forsætisráðherra og stjórn hans og stjórnarandstaðan vinnur að því að steypa Boris Jeltsín forseta úr stóli. Vantraustsyfirlýsing neðri deildar þingsins, sem var samþykkt með 241 atkvæði gegn 72, er þó ekki bindandi og stjórn Tsjernomyrdíns stafar ekki bráð hætta af henni. Stjórnin hefur verið gagnrýnd harkalega fyrir frammistöðu sína í gíslamálinu og í ræðum þingmanna í gær kom hvað eftir annað fram að forsætisráðherr- ann væri blóraböggull fyrir Jeltsín, sem þing- heimur á erfitt með að gera skráveifu. Kommúnistar á þingi hafa verið að safna atkvæðum til að víkja Jeltsín úr embætti og geta sennilega knúið fram umræður um brott- vikningu, en tæplega náð þeim tveimur þriðju hluta þingmanna á sitt band, sem þarf til að setja forsetann af. Frumkvæði kommúnista nýtur hins vegar stuðnings jafnt til vinstri sem hægri. Þingið brást einnig við í gær með því að leggja fram frumvörp um að draga úr valdi forsetans til að skipa ráðherra. Samkvæmt þeim myndi þingið öðlast vald til að reka ráðherra og skipan þeirra myndi krefjast staðfestingar á þingi. Jeltsín hefur þijá mánuði til að bregðast við vantraustsyfirlýsingunni. Hafni hann henni inn- an þess tímá getur þingið ítrekað vantraustið og myndi forsetinn þá neyðast til að reka stjórn- ina eða leysa upp þing, sem hvort tveggja hefði í för með sér stjórnarkreppu. Jeltsín lýsti í gær yfir fullum stuðningi við Tsjernomyrdín. Sagt er að forsetinn gæti lægt öldurnar á þingi með því að reka einhvern ráð- herra sinna, en það gæti vakið óeiningu í hans eigin röðum. Á meðan umræður fóru fram á þingi veitti rússneska stjórnin hernum ákúrur fyrir hótanir um að ráðast á ný á tsjetsjenska skæruliða og ijúfa þar með þriggja daga vopnahlé nema árás- armennirnir, sem tóku gíslana í Budennovsk, yrðu afhentir rússneskum yfirvöldum. í yfirlýsingu blaðafulltrúa stjórnarinnar, Vikt- ors Konnovs, sagði að það væri ekki ástæða til að hefja vopnaskak að nýju, þótt yfirvöld vildu hafa hendur í hári Basajevs. ■ Gíslar snúa aftur/20 Hattahaf HINAR árlegu Ascot-veðreið- ar eru hafnar í Bretlandi. Hefðarfólk flykkist á staðinn til að fylgjast með veðreiðun- um, sýna sig og sjá aðra og eru höfuðföt hefðarfólksins óaðskiljanlegur hluti veðreið- anna. A myndinni fylgist hóp- urinn með komu Elísabetar drottningar á staðinn en hún er mikil hestakona og keppti eitt hrossa hennar á Ascot í gær. Reuter Ottast inn- rás Tyrkja í Iran Ankara. The Daily Telegraph. Reuter AUKIN hætta er talin á því að Tyrkir ráðist gegn skæru- liðum Kúrda í íran í kjölfar árása tyrkneska hersins á búðir skæruliða í norðurhluta íraks. Tansu Ciller, forsætisráð- herra Tyrklands, sem situr fund Vestur-Evrópusam- bandsins í París, sagði í gær að líta bæri á innrás Tyrkja í írak sem skilaboð til ná- grannaríkja Tyrklands. „Við ‘getum ekki þolað að hryðju- verkamenn laumist inn í land- ið frá nágrannalöndum og myrði saklaust fólk.“ Hætt við loftárásir Ótti manna við innrás Tyrkja jókst í gær er dagblað- ið Hurryiet upplýsti að Ciller hefði veitt leyfí fyrir því að gerðar yrðu loftárásir á írönsku borgina Ourumiyah þann 18. maí sl. Forseti Tyrk- lands, Suleiman Demirel, fyr- irskipaði hins vegar að hætt yrði við aðgerðirnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.