Morgunblaðið - 24.06.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.06.1995, Blaðsíða 1
72 SÍÐUR LESBÓK C/D STOFNAÐ 1913 140. TBL. 83. ÁRG. LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Óeirðir í Argent- ínu ÓEIRÐIR brutust út annan daginn í röð fyrir utan höfuð- stöðvar stjórnarflokks rót- tækra í Cordoba, næst stærstu borg Argentínu. Ástæðan er sú að yfirvöld þar hafa ekki borgað út kaup og eftirlaun í tvo mánuði. Tugir manna réðust inn í höfuðstöðvamar og brutu hús- gögn og glugga og reyndu að kveikja í. Ríkisstarfsmenn í borginni eru nú í „virkri vinnu- stöðvun", sem felst í því að þeir mæta til vinnu að morgni og fara heim klukkan tíu fyrir hádegi. Mikil óánægja hefur ríkt vegna launaleysisins, en stein- inn tók úr þegar ákveðið var að setja neyðarlög og greiða hin vangoldnu laun í ríkis- skuldabréfum gefnum út af héraðsstjóminni í Cordoba. Cordoba er stjómað af póli- tískum andstæðingum Carlos- ar Menems, forseta Argentínu, sem hefur neitað að koma tií hjálpar. Næturfundir í viðskiptadeilu Genf. Reuter. SAMNINGAMENN Bandaríkja- manna og Japana sátu fram á nótt og reyndu að ná samkomulagi til að afstýra bandarískum refsiað- gerðum gegn innflutningi á jap- önskum bifreiðum. Bandarískur embættismaður sagði að viðræðurnar í Genf þokuð- ust hægt og bítandi í samkomulags- átt. Bandaríkjamenn hóta refsitoll- um verði japanskur markaður ekki opnaður fyrir bandarískum bílum fyrir næsta miðvikudag. Lamont í framboð gegn John Major? Douglas Hurd utanríkisráðherra boðar afsögn sína London. The Daily Telegraph. NORMAN Lamont, fyrrverandi fjármálaráðherra í ríkisstjóm John Majors, var í gær sagður ákveðinn í að bjóða sig fram gegn Major til embættis leiðtoga íhaldsflokksins breska. Þá tilkynnti Douglas Hurd, utanríkisráðherra, að hann hygðist láta af embætti. Áhrifamenn á hægri væng flokksins sögðu í gær að Lamont myndi leggja til grund- vallar framboði sínu að ekki komi til greina að gengið verði í mynt- bandalag Evrópu, og efasemdir um forystuhæfileika forsætisráðherrans. Reuter NORMAN Lamont, fyrrverandi fjármálaráðherra og væntanleg- ur keppinautur John Majors um embætti leiðtoga Ihaldsflokks- ins, skoðar fyrirsagnir breskra blaða í gær um afsögn Majors. Gefið hafði verið í skyn að Barry Field, þingmaður Isle of Wight, myndi bjóða sig fram í fyrstu umferð leiðtogakjörsins sem skálkaskjól þungavigtarmanns sem ekki vildi fara fram fyrr en í annarri umferð, en sá orðrómur var borinn til baka í gær. Ekki hefnd Hins vegar þótti ljóst að Lam- ont myndi fara fram. Sögðu stuðn- ingsmenn hans að Lamont, sem Major rak úr embætti fyrir tveim árum, væri fyrst og fremst um- hugað um stefnu flokksins, en hygði ekki á persónulega hefnd. Þótt búið hefði verið að spá því að Hurd myndi hverfa úr ríkis- stjórninni þykir yfirlýsing hans í gær, degi eftir að Major tilkynnti afsögn sína sem leiðtogi, benda til erfiðleika innan stjórnarinnar. Hurd mun láta af embætti í næsta mánuði þegar væntanlega verða gerðar mannabreytingar í ríkis- stjórninni. Hurd gagnrýndur Hann hefur að undanförnu ver- ið gagnrýndur af mönnum á hægri væng flokksins fyrir að vera held- ur hallur undir Evrópusambandið. Með afsögn sinni mun Hurd gefa Major tækifæri til að skipa í embætti utanríkisráðherra mann sem er ekki jafn eindreginn Evr- ópusinni, og friða þannig andstæð- inga Evrópusambandsins í íhalds- flokknum. ■ Major væntir sigurs/25 ■ Forystugrein/26 Frakkar sakaðir um tvöfeldni í gíslamáli Sömdum ekki við Serba New York. Reuter. FRÖNSK stjórnvöld viðurkenndu í gær að hafa átt leynilegar viðræður við Bosníu-Serba um að þeir slepptu gæsluliðunum, sem þeir tóku í gísl- ingu, en neituðu að hafa samið um eitt eða neitt við þá. Bandaríska dagblaðið The New York Times skýrði frá þessum leynifundum í gær og sagði, að Frakkar hefðu lofað Serbum, að ekki yrðu framar gerðar loftárásir á stöðvar þeirra. í fréttinni í The New York Times sagði, að Bemard Janvier hershöfð- ingi, franskur yfirmaður alls gæsluliðs SÞ í gömlu Júgóslavíu, hefði átt tvo leynilega fundi með Ratko Mladic, yfirmanni Serbahers- ins, meðan gæsluliðarnir voru í haldi. Hefði sá fyrri verið í Zvornik 4. júní og sá síðari þann 17. í höfuð- stöðvum Serba í Pale. Auk þess hefði Bertrand de Lapresle, fyrrver- andi yfirmaður SÞ-liðsins, verið sendur til viðræðna við leiðtoga Serba. Meðan þessu fór fram voru Frakk- ar opinberlega í hópi þeirra ríkja, sem lýstu því yfír, að engir einkasamning- ar yrðu gerðir við Serba. Haft er eftir embættismanni á Vesturlönd- um, að hvað sem því líði hafí þessar viðræður Frakka og Serba tryggt lausn gíslanna. The New York Times segir, að þótt viðræðurnar hafí verið leynileg- ar, hafí Bretinn Rupert Smith, sem er yfirmaður gæsluliðsins í Bosníu, vitað af þeim og verið þeim andvíg- ur. Sagði blaðið, að vaxandi spenna væri á milli höfuðstöðva Smiths í Sarajevo og Janviers í Zagreb. Yves Doutriaux, talsmaður franska utanríkisráðuneytisins, stað- festi í gær, að fundimir hefðu verið haldnir en fullyrti, að engir samning- ar hefðu átt sér stað. Rússar og Tsjetsjenar nálgast samkomulag Grosnf, Moskvu. Reuter. VIÐRÆÐUM fulltrúa Rússa og Tsjetsjena í Grosní, höfuðborg Tsjetsjníu, lauk í gær án þess að niðurstaða fengist, nema um það að þeim yrði haldið áfram um óákveðinn tíma. Um leið var fram- lengt þriggja daga vopnahlé til að auðvelda viðræðurnar. Þingið ákvað að ganga ekki til atkvæða um traustsyfirlýsingu við ríkisstjóm Viktors Tsjemomyrdíns forsætis- ráðherra fyrr en 1. júlí. Viðræðuaðilum í Grosní kom saman um að hittast á ný á þriðju- dag, en á meðan munu sérfræðing- ar funda. Þátttakendur í viðræðunum, sem hófust á mánudag, lýstu yfir ánægju með gang þeirra á hinu pólitíska sviði. Mikið var um það rætt í Moskvu, eftir að þingið frestaði atkvæða- greiðslu um traustsyfirlýsingu um viku, hvernig afstýra mætti stjórn- arkreppu í Rússlandi. Þessi frestur veitir Boris Jeltsín forseta tíma til að stokka upp stjómina og er sagt að þrír ráðherrar og Sergei Stepasj- ín, yfirmaður öryggislögreglunnar, geti farið að örvænta um stóla sína. Viðbúnaður áhyggjuefni Fréttir um að fjögur þúsund fall- hlífarhermenn séu nú í Moskvu til að vera á verði gagnvart hryðju- verkum hafa valdið áhyggjum með- al þingmanna. Þessir hermenn eru hluti af 15 þúsund manna liði, sem á að skoða skilríki grunsamlegra manna á götum höfuðborgarinnar. „Fallhlífarhermenn eru ekki þekktir fyrir að vera sérfræðingar í að fara yfir skilríki,“ sagði ónefnd- ur aðstoðarmaður á þinginu. „Þeir eru hins vegar hollasti hluti hers- ins. Því eru ýmsir farnir að leiða að því getum að verði Dúman [rúss- neska þingið] leyst upp verði ekki haldnar kosningar aftur.“ Ekki eru allir þeirrar hyggju að Jeltsín hyggist beita hervaldi. Haft var eftir embættismönnum að Tsjernomyrdín hefði viljað vinna óáreittur að stefnumálum sínum og því krafist þess að þingið fjallaði um trauststillögu hið fyrsta. Verði tillagan felld verður að víkja stjórninni frá eða leysa upp þing innan sjö daga og búast ýmsir við því að þá verði gengið til þing- kosninga snemma í október í stað desembers eins og ráð hafði verið gert fyrir. í þeirri stöðu væru Tsjernomyrdín og stuðningsmenn hans mun betur undirbúnir en stjórnarandstaðan. Reuter Eldflaugaárás á ísrael BANDARÍKJAMENN reyndu í gær að afstýra missætti milli Sýrlendinga og ísraela eftir að Hizbollah- skæruliðar í Líbanon skutu eldflaugum á ferða- mannaþorp í Israel. Franskur kokkur lét lífið og átta manns særðust. ísraelski flugherinn svaraði með loftárás á bæki- stöðvar skæruliða múhameðs- trúarmanna í suðurhluta Líban- ons. Ferðamenn í þorpinu voru þegar fluttir á braut og var myndin tekin er þeir lögðu á flótta. Ráðgert er að ísraelar og Sýrlendingar hefji viðræður í Washington á þriðjudag. ísra- elar hafa varað Sýrlendinga, sem eru einn helsti áhrifavald- urinn í Líbanon, við og sagt að frekari árásir gætu eitrað and- rúmsloftið við samningaborðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.