Morgunblaðið - 26.08.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 26.08.1995, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 1995 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Sigur eftir erfið ár í skólakerfinu Fornám Menntaskólans í Kópavogi; fyrirmynd sem vert er að gefa gaum ÉG GET ekki stillt mig um að koma á framfæri lítilli sögu um ósigur sem snerist upp í sigur ef vera skyldi að það gæti orðið öðr- um til hjálpar og ráðamönnum í skólakerfinu til umhugsunar. Þó sumt af því sem kemur fram í þessari grein geti litið út sem ádeila þá er tilgangur minn miklu fremur að benda á það jákvæða og í þeirri von að í framtíðinni verði betur hlúð að þeim einstakl- ingum sem eiga við námserfíðleika að stríða. Dóttir mín er með Tourette sjúkdóm. Það er sjúkdómur í taugakerfinu sem einkennist af ósjálfráðum hreyfingum og hljóð- um. Þeir sem hafa TS. finna gjarn- an fyrir óþægilegum pirringi eða spennu í einhveijum líkamshluta og finnst þeir verði að hreyfa hann til að leysa spennuna eða ræskja sig til að draga úr pirringi í koki. Bam reynir é.t.v. að bæla kækina í skólanum en slakar svo á þegar heim kemur. Þess vegna virðast kækir oft verri heima við en í skól- anum. Oft fylgir einnig þráhyggja og einbeitingarleysi. Greindarvísi- tala þeirra sem hafa TS. er ekkert frábrugðin því sem gengur og gerist. Hins vegar geta sum ly- fjanna sem notuð eru til að minnka einkenni sljóvgað og þannig hugs- anlega dregið úr námsárangri. Reynið líka að ímynda ykkur alla orkuna og einbeitinguna sem fer í að bæla niður kækina og pirring- inn í líkamanum. Dóttir mín hefur alla tíð átt í vissum erfiðleikum með nám en þó hefur hún verið svona á mörk- um þess að teljast nógu „léleg“ til að fá sérstaka aðstoð í skóla og stundum hefur það verið við- kvæðið að það væru margir verr staddir. Hún hefur alltaf fengið nokkuð góðar einkunnir inn á milli en það hefur verið svo sveiflu- kennt að hún hefur verið óörugg með námið eftir sem áður. En það að hún gat þó öðru hvoru fengið góðar einkunnir sannfærði okkur um að hún gæti lært, við vissum bara ekki hvernig við gætum hjálpað henni og leituðum því á náðir skólans. Oft hvarlaði það að mér hvort ekki hefði verið betra Fornám í Menntaskól- anum í Kópavogi hefur, að mati Ragnheiðar Onnu Friðriksdóttur, reynst mjög vel. að hún hefði staðið sig verr en hún gerði því þá hefði hún kannski fengið þá hjálp sem hún þurfti. í efri bekkjum grunnskóla leið henni mjög illa. Hún var félagslega einangruð og náði ekki tökum á náminu. Hún hefur alltaf verið prúður nemandi og hún hefur náð góðum tökum á að geyma kækina og óþolið þar til heim var komið sem aftur getur verið ástæða þess að ekki hefur verið tekið nógu mikið mark á okkur foreldrunum. Ég þekki marga foreldra sem hafa átt í sömu erfiðleikum og við og við eigum það sameiginlegt að finnast við alltaf vera í vörn þegar við leitum aðstoðar. Ómerkileg kennsla Ég get ekki sagt að dóttir mín hafi ekki fengið neina aðstoð en hún hefur verið losaraleg og ómarkviss og þrátt fyrir vilja til að læra tókst henni ekki að ná tökum á náminu. Trú mín var sú að ef hún fengi verulega aðstoð í stuttan tíma þá tækist henni að ná tökum á þessu og án efa væri slíkt ódýrara fyrir skólakerfið. Ég var ekki nógu dugleg til að fylgja sannfæringu minni eftir með látum en oft virðist það vera það eina sem dugar. Arthur Mort- hens á Fræðsluskrifstofu Reykja- víkur tók mér alltaf mjög vel og hefur bæði komið á fund í Tou- rette Samtökunum og frætt sér- kennara um TS. Hann samþykkti að hún fengi þá aðstoð sem hún þurfti en það strandaði í skólanum. Síðasta árið hennar í grunn- skóla fórum við eina ferðina enn til skólastjóra og báðum um mark- vissa aðstoð. Skólastjórinn sagði okkur þá að við yrðum að gera okkur grein fyrir því að hún væri ekki fallin til frekara náms nema þá eitthvað sem hún gæti unnið með höndunum, eins og hann, orð- aði það og við mættum ekki ætl- ast til of mikils af henni. Af orðum hans og framkomu gátum við ekki annað skilið en að við værum metnaðarfullir foreldrar sem vild- um að dóttir okkar blyti þá mennt- un sem „við óskuðum". Grátbað um aðstoð Ég skal ekki neita því að ég varð fyrir áfalli. Sáum við bara það sem við vildum sjá og vorum við að pressa hana áfram til að gera það sem hún var ekki fær um? Ég komst þó að þeirri niður- stöðu að það væri ekki rétt því oftast var það þannig að þegar við leituðum eftir aðstoð var það eftir að dóttir okkar hafði grátbeð- ið okkur um það eftir vanmáttar- köst sem hún fékk heima, „því hún vildi læra“. Einnig höfum við sann- arlega aldrei reynt að hafa áhrif á hana í því hvað hún vill verða og höfum síður en svo á móti því að hún velji iðnnám. En hugur hennar stendur til annars og það er reyndar hálf kaldhæðnislegt að hún finnur oft fyrir svo miklum pirringi í fingrum að það veldur henni erfiðleikum í því verklega. En við höfum alltaf haft trú á því að hún geti lært og látið hana finna það. Hún tók samræmdu prófin og fékk 4-4-5-7 og þar með var hún fallin. Hún kom niðurbrot- in heim með einkunnirnar og sagði eftir mikinn grát að hún væri heimsk og gæti ekki lært. Það væri alveg auðséð, einkunnirnar sýndu það og vonlaust væri að halda áfram. Það varð þó úr að hún skipti um skoðun og ákvað að reyna aftur. Það er kannski skrítið að segja það en ég held að það hafí verið hennar gæfa að falla úr því sem komið var. Ég efast um að hún hefði spjarað sig ef hún hefði rétt skriðið. Fáir valkostir Það var ekki um marga kosti fyrir hana að velja um framhaldið. Við höfðum lesið greinar í blöðum eftir Helgu Siguijónsdóttur kenn- ara í Menntaskólanum í Kópavogi og höfðum fengið það álit á henni eftir lestur þeirra að hún kynni að geta aðstoðað okkur. Eftir að við höfðum öll hitt Helgu og rætt við hana ákvað dóttir okkar að sækja um skólavist í Fornámi Menntaskólansí Kópavogi. Síðan fórum við öll í viðtal hjá Önnu Sigríði Árnadóttur,umsjónar- manni fornámsins. Anna Sigríður lagði áherslu á að hún hefði ekk- ert þangað að gera nema hún ósk- aði þess sjálf og vildi læra og að þama ríkti agi, sem þau að vísu vildu kalla jákvæðan aga. Þegar fór að hausta fór að bera á kvíða sem þó var blandaður tilhlökkun. Hún kom ljómandi heim úr skól- anum strax fyrsta daginn og hún ljómaði bókstaflega allan veturinn. Álveg frá upphafí hefur hún stað- ið sig frábærlega. Þetta er í fyrsta skipti sem hún hefur hlakkað til að fara í skólann hvern dag. Hún hefur fengið trú á sjálfri sér og er ekki lengur félagslega einangr- uð, hún var ein af hópnum en ekki fyrir utan hann eins og hún var áður. Hún kemur út með ein- kunnimar 10-10-9-10 í sömu fög- um og áður vora nefnd. Dóttir mín hefur ákveðið að halda áfram í M.K. Hún ætlar ekki að taka of mikið í einu og fara hægt af stað. Hún hefur lært það í fornáminu að taka eitt skref í einu og leysa vandamálin jafnóð- um en láta þau ekki hrannast upp. Ég spurði hana hvort hún vildi koma því á framfæri hvað það væri við fornám M.K. sem hefði gert henni svona gott. Hún þurfti ekki að hugsa sig lengi um. Kenn- ararnir era allir frábærir bæði sem kennarar og félagar og frá upp- hafi fann ég að þeir höfðu trú á mér. Og svo er það aginn, jákvæð- ur agi eins og í M.K. Það halda svo margir fullorðnir að unglingar vilji ekki aga, en það er mesti misskilningur. Hún á ennþá við vissa erfíðleika að stríða, hún á erfitt með að lesa lengi og skipuleggja sig fyrir próf en hún ætlar að reyna að takast á við þann vanda. Hún verður líka að sætta sig við það óumflýjanlega að lækka í einkunnum þegar nám- ið þyngist. Én gleðin við að læra og leysa verkefnin er tekin við af vanmætt- inum og það sem þessi vetur hefur gefíð henni verður aldrei frá henni tekið. Þeir sem eru rétt á mörkunum að standa sig sæmilega í skóla verða gjaman útundan með að- stoð. Hvað skyldu margir nemend- ur ár hvert missa trúna á sjálfa sig og gefast upp í námi. Ungt fólk sem getur lært en fellur ekki alveg inn í þetta þrönga kerfi ein- hverra hluta vegna. Það er dýrt að veita þessum einstaklingum þá aðstoð sem þeir þarfnast en þegar upp er staðið er það dýrara að þeir lendi í upp- gjöf á félagslega kerfinu sem al- veg eins getur orðið raunin. Fyrir nú utan þá lífshamingju sem fer forgörðum, gleðina yfir því að yfir- vinna erfiðleikana og fá trú á sjálf- um_ sér. Ég veit ekki hvað framtíðin ber í skauti fyrir dóttur mína en hún hefur fengið trúna á sjálfa sig og hún hefur unnið mikinn sigur. En sigur hennar er einnig sigur Fornáms M.K. og kennaranna þar. 21.ágúst 1995 Ragnheiður Anna Friðriksdótt- ir. Höfundur er húsmóðir og formad- ur Tourette-samtakamm. ÍSLENSKT MAL Lárus Zophoníasson amts- bókavörður er ósköp leiður á að heyra sítalað um „fullt af fólki“ eða „mikið af fólki“ í staðinn fyrir margt fólk eða fjölmenni. A sama hátt þykir honum bágt að heyra að „mikið af fé“ sé á afréttinum (i afréttinni), eða „fullt af fé“. Hans málfar er að margt fé sé á beit eða á fóðr- um. Umsjónarmaður tekur hið besta undir þetta og notar tæki- færið til að minna á ofnotkun orðsins magn, þótt orðið sé gott og gilt í sjálfu sér. Hann minnir á ágæta grein sem Helgi Hálf- danarson skrifaði einu sinni und- ir fyrirsögninni „Mikið magn af báðu“. ★ Enskumælandi menn óskuðu stundum náunga sínum góðs með þessum orðum: „May you have a good_ time“ eða eitthvað í þá áttina. í þessu felst náttúr- lega ósk. En þetta er heldur langt, ef kasta skal kveðju á fólk. Þetta styttist gjama í „Have a good time“, eða hvað það var nú annað, kannski „weekend_“ eða „summer". Mörgum íslendingi hættir nú til að gera úr þessu leiðinlegan boðhátt og segja: „Hafðu góða helgi“, „eigðu góðan dag“ eða eitthvað jafnvel enn verra í þess- um skipunartón. Nú er sem betur fer ekki mik- il þörf „orð til láns að taka, né brákað mál eða bögur að þiggja", svo gripið sé til orðalags frá Guðbrandi Þorlákssyni. Við eigum fjarska mikið af stuttum og laggóðum orðasamböndum, þegar við viljum óska einhveij- um góðs. Líði þér vel, getum við sagt, og líði er þama ósk- háttur. Við eigum að vísu til boðhátt, ef okkur þykir hann tiltækilegri en óskhátturinn og segjum þá stutt og laggott: Vertu sæl(l). Óskhátturinn - Sértu sæll - myndi einhvern veginn ekki eiga þarna við. En oftast þurfum við enga sögn. Við segjum bara: Gleðileg jól, gleðilegt sumar, góðan dag, góða nótt, góða helgi o.s.frv. Hér gildir sem endranær að það einfalda er best. Að öðra leyti vísa ég til Halldórs Laxness, I Umsjónarmaður Gísli Jónsson 811. þáttur túninu heima (125). Hann væri áreiðanlega manna ólíklegastur til að segja - Hafðu gott sumar. ★ Syng eg á leiðum löngum ljóð göfug hástöfum. Geiglausum glóðaraugum greitt renni til kvenna. Hnotgjarn á hálum brautum heim reika, ókeikur. Keyrist um koll í dyrum, kná sofa í forstofu. (Baldur Einksson; detthenda.) ★ Með þökkum móttekið frá Örnólfí Thorlacius: „Hitt vita færri að Lamarck er höfundur að skiptingu dýraríkisins í hryggdýr og hryggleysingja (sem Jónas Hallgrímsson kallaði beindýr og beinleysingja). Sú skipting hefur staðist tímans tönn betur en þróunarkenning Lamarcks, eða allt þar til 13. júlí síðastliðinn. Þá var í Morg- unblaðinu skýrt frá laumufar- þega í bifreið, geitungi, sem hrakti ökumann út úr bílnum eftir árangurslausar tilraunir mannsins til að granda farþeg- anum með þykkasta dagblaði landsins samanvöðluðu. Skaust bílstjórinn þá í nálæga búð eftir skordýraeitri og úðaði bíl sinn innan, sem varð til þess, að sögn blaðamanns, að geitungurinn bar beinin í aftursætinu. Lifðu heill!“ ★ Umsjónarmanni barst svofelld spurning frá Erlingi Sigtryggs- syni á Akureyri: Hvað gjörir fell að fjöllum og fordjarfar spell að spjöllum, bellir ei bjöllum en „bjallar" þeim öllum uns kellingar verða úr oss köllum? Umsjónarmaður getur ekki svarað og vísar vandanum á les- endur. ★ Frá Hólmkeli Hreinssyni til umsjónarmanns: „Undanfarið hefur verið mikið rætt og ritað um fyrirbærið „int- ernet“ og þar á meðal í Morgun- blaðinu. Þar hefur orðið „alnet" verið notað og dettur mér í hug að það sé til komið með hliðsjón af forskeytinu inter- í ensku, sbr. inter-national = al-þjóð- legur og af því leiðir inter-net= al-net. Internetið er í raun og sann net tölvuneta (sbr. hlym hlymja og mær meyja í Eddukvæðum) um allan heim, en þó langt frá því að vera altækt, vegna þess að óramörg net eru ekki tengd internetinu og því ekki hluti þess. Mér hefur hins vegar dottið í hug hvort ekki mætti kalla fyrir- bærið „samnet“, sem byggist á því að samtengd eru mörg net í eitt. / Þannig má lika segja að þeir sem hafa samskipti sín á milli t.d. með tölvupósti, hafi sam- neyti á samnetinu.“ Umsjónarmaður tekur hið besta undir þessa tillögu. ★ Og enn era fréttamenn að karlkenna Flugleiðir. En Ieiðir era ennþá leiðir, þær leiðirnar, og þess vegna semja menn við Flugleiðir. Með öðram orðum: Flugleiðir beygjast ekki eins og Þingvellir. Auk þess í íþróttakálfí þessa blaðs 18. júlí: „... þeir hafa skor- að sitthvor (auðk. hér) sjö mörkin." Þetta og annað eins getur Morgunblaðið ekki verið þekkt fyrir. En hvor um sig hafa þeir skorað sjö mörk, eða ósköp einfaldlega báðir. ★ Aparnir óðu útí krap, öpum er sama um glöp; þeir hópast í ráp og glæpast á gláp og glepjast á tæpasta þrep. (Gautur af Meli; leysti af í sumarleyfi.) ★ Eftir á að hyggja þótti um- sjónarmanni sem hann hefði tek- ið nokkuð einhæf fornaldardæmi um tímaeignarfall í síðasta þætti. Bætir því við einu nútíma- legra frá Jónasi Árnasyni og Jóni Múla. Kátur kvölds og morgna kyssi ég hana. Auk þess fréttist að „rússneski herinn ætlar að beita hervaldi".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.