Morgunblaðið - 09.11.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.11.1995, Blaðsíða 1
96 SÍÐUR B/C/D 256. TBL. 83. ÁRG. FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Powell útilokar þátt- forsetakosningum Reuter COLIN og Alma Powell greina frá ákvörðun sinni á blaðamannafundi. Afrísk börn Átök kostuðu 500.000 lífið AImljnii. Reutcr. VOPNUÐ átök víðs vegar um Afríku hafa beint eða óbeint leitt til dauða 500.000 bama í álfunni á þessu ári, að sögn Grace Machel, formanns starfs- hóps á vegum Sameinuðu þjóð- anna, sem kannar áhrif vopnaðs ófriðar á afdrif barna. Að sögn Machel, sem er ekkja Samora Machels fyrrverandi forseta Mozambique, dóu bömin vegna skorts á heilbrigðisþjón- ustu, matar- og vatnsskorts. Allt megi þetta rekja til stríðsá- taka í álfunni. Hún segir heilar kynslóðir afrískra barna vaxa upp við hatur og stríðshörmung- ar og ekki þekkja annað. Grace Machei hélt því fram, að fimm milljónir barna hefðu orðið fyrir barðinu á stríðsátök- um í Afríku á þessu ári, ýmist sem flóttamenn eða þau hafi verið yfirgefin eða væra munað- arlaus. tökuí Alexandría í Virginíuríki. Reuter. COLIN Powell, fyrrum yfirmaður bandaríska heraflans, tilkynnti í gærkvöldi að hann hygði ekki á þátttöku í forsetakosningunum á næsta ári. Hann sagði ástæðuna vera að hann hefði ekki nægan eldmóð til að taka þátt í stjórn- málabaráttunni. Powell útilokaði þátttöku í kosningabaráttunni á síðari stigum og sagðist einnig útiloka að gefa kost á sér sem varaforseti. Hann væri hins vegar nýgenginn í Repúblikanaflokkinn og myndi á næstunni starfa innan vébanda hans. „Stjórnmálalíf krefst köllunar sem ég hef ekki ennþá ... Ég get ekki tekið skrefið til fulls. Ég verð ekki forsetaframbjóðandi né heldur mun ég gefa kost á mér í neinum öðrum kosningum árið 1996,“ sagði Powell í yfirlýsingu sem hann las upp á fréttamannafundi á hót- eli í borginni Alexandríu í Virginíu- ríki. Miklar vangaveltur hafa verið um hugsanlegt framboð Powells, sem er 58 ára gamall, á síðustu mánuð- um. Hann lét af störfum sem for- maður bandaríska herráðsins árið 1993 og var fyrsti blökkumaðurinn, er gegndi því embætti. Skoðana- kannanir bentu til mikils fylgis við framboð hans og að hann væri sá eini er gæti keppt við Bob Dole, leiðtoga repúblikana í öldungadeild- inni, um útnefningu flokksins. Þá væri hann líklegasti frambjóðandi Repúblikanaflokksins til að vinna sigur á Bill Clinton, forseta. Stuðningsmenn vonsviknir Dole er nú talinn líklegastur til að verða forsetaefni repúblikana. Mikilla vonbrigða gætti meðal stuðningsmanna Powells en hægri- sinnaðir repúblikanar voru ánægðir með þessa ákvörðun en þeir hafa gagnrýnt hann fyrir yfirlýsingar um velferðarmál og fóstureyðingar. Alma, eiginkona Powells, var með honum á blaðamannafundinum og sagði hann þau hafa tekið endanlega ákvörðun um málið á mánudags- kvöld. A síðustu tveimur vikum hafí hann margsinnis skipt um skoðun en þetta Væri lokaniðurstaðan. Leitt hefur verið getum að því að Alma Powell hafi haft miklar áhyggjur af að maður hennar kynni að verða skotmark tilræðismanna gæfí hann kost á sér í embætti forseta og að morðið á Rabin, for- sætisráðherra ísraels, hafi haft mikil áhrif á þau. Hún neitaði því ekki að hún hefði miklar áhyggjur af öryggi eiginmannsins, en sagði þetta mál ekki hafa ráðið úrslitum. Poweli útilokaði ekki að hann myndi gefa kost á sér sem fram- bjóðandi í forsetakosningunum árið 2000 en sagðist ekki vilja hefja umræðuna um framboðsmál sín á ný. Reuter Æ£M:? Vilja hraða frið- arviðræðum Damaskus. Reuter. SÝRLENDINGAR sögðust í gær vera reiðubúnir að hraða tilraunum til að koma á friði í Mið-Austurlönd- um. Það væri eina jákvæða svarið við morðinu á Yitzhak Rabin, forsæt- isráðherra ísraels. Parouq al-Shara, utanríkisráð- herra Sýrlands, sagði á blaðamanna- fundi með Malcolm Rifkind, utanrík- isráðherra Bretlands, að hraða bæri friðarferlinu til að koma í veg fyrir aukna spennu og ofbeldi í þessum heimshluta. Shara sagði Sýrlendinga reiðubúna til friðarviðræðna þrátt fyrir morðið á Rabin og hvatti stjórn ísraels til að reyna að ná samningum við Sýr- lendinga. Rifkind sagði að á fundi með Assad Sýrlandsforseta hefði Assad einnig lagt mikla áherslu á að vilji væri til að ljúka friðarviðræðunum við ísraela og að hann væri reiðubúinn að hraða þeim. Breski utanríkisráðherrann sagðist vera þeirrar skoðunar að mik- ill vilji væri fyrir samningum jafnt í ísrael sem Sýrlandi. Yossi Beilin, efnahagsmálaráð- herra ísrael, sagðist hneykslaður á þeim ummælum Shara að morðið á Rabin gæti haft eitthvað gott í för með sér. Hann sagði að Sýrlendingar gætu ekki átt von á því að breyting yrði á stefnu ísraela í samningavið- ræðunum, haldið yrði áfram á sömu braut. Leiðtogi öfgasamtaka í haldi Opinber rannsóknarnefnd skipuð vegna tilræðisins gegn Rabin Rússar taka þátt í frið- argæslunni S AMKOMULAG hefur tekist um áætlun, sem auðveldar Rússum að taka þátt í fjölþjóðlegu friðar- gæsluliði í Bosniu verði samið um frið. Skýrðu vamarmálaráðherrar Bandarikjanna og Rússlands frá því að loknum fundi í Brussel í gær. Rússneska friðargæsluliðið verður ekki undir stjóm NATO þrátt fyrir fyrri kröfur bandalags- ins þar að lútandi. A myndinni má sjá hermenn úr sérsveitum bosn- íska sljórnarhersins á eftirlitsferð um hæðimar í kringum Sarajevo. Jerúsalem. Reuter. ÍSRAELSKA lögreglan handtók í gær Avishai Raviv, formann Eyal, her- skárra öfgasamtaka gyðinga. Er Raviv granaður um að hafa átt aðild að samsæri um að myrða Yitzhak Rabin, forsætisráðherra ísraels. Rab- in var ráðinn af dögum á laugardags- kvöld. Raviv játaði við yfirheyrslur að hafa heyrt skólafélaga sinn Yigal Amir ræða um að hann hefði i hyggju að myrða forsætisráðherrann. Hann hefði þó ekki tekið það alvarlega. Neitaði hann allri aðild að morðinu og sagði handtökuna pólitíska. Dóm- ari ákvað hins vegar að hann skyldi hnepptur í sjö daga gæsluvarðhals þar sem ástæða væri til að ætla að hann hefði átt aðild að samsæri. ísraelsstjóm skipaði í gær opinbera nefnd til að rannsaka morðið á Yitz- hak Rabin og verður Aharon Barak, forseti hæstaréttar landsins, beðinn um að skipa í nefndina. Shmuel Hol- lander, ritari stjórnarinnar, sagði á blaðamannafundi að Shimon Peres, starfandi forsætisráðherra, hefði á ríkisstjómarfundi heitið að vernda málfrelsi en grípa samt til aðgerða gegn hópum öfgasinna. Á ríkisstjómarfundinum var kynnt skýrsla frá Shin Bet, innanríkisleyni- þjónustu ísraels, um hvemig Yigal Ámir, 25 ára gömlum laganema, tókst að smjúga í gegn um þéttriðið net lífvarða Rabins og skjóta þremur skotum. Þetta er í fyrsta skipti í 47 ára sögu Israels sem stjórnmálaleið- togi er myrtur. Ekki var greint frá innihaldi skýrslunnar en heimildir inn- an ísraelsku leyniþjónustunnar herma að ýmsir hnökrar varðandi öryggis- gæslu hefðu komið í ljós við rannsókn- ina. Yfírmaður lífvarðasveita Shin Bet sagði í gær af sér embætti og þrír starsmenn leyniþjónustunnar voru leystir frá störfum. Nefndin mun fara ofan í saumana á því hvað gerðist og jafnframt gera tillögur um hvemig standa beri að öryggisráðstöfunum vegna háttsettra einstaklinga í framtíðinni. Þá stendur til að herða allar að- gerðir gegn öfgamönnum og hefur þeim tilmælum verið komið til fjöl- miðla að skoðunum öfgasinna verði ekki komið á framfæri. ■ Ættingjar morðingja.../20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.