Morgunblaðið - 09.11.1995, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 09.11.1995, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Að sníðganga heilann NUDDKONURNAR Bina Fjordside og Shanti Miles sem eru að kenna starfssystkinum sínum hér á landi jafnvægisstyrkingu. JAFNVÆGISSTYRKING (re- balancing) er byggð upp á 10 með- ferðartímum sem er ætlað að gefa okkur góða líkamsmeðvitund og skapa samræmi í líkamanum. Hún er sambland af annars vegar djúp- nuddstækni þar sem farið er í gegn um líkamann á skipulegan hátt og skökk líkamsstaða leiðrétt og hins vegar djúpnuddi þar sem við erum að losa um tilfinningar og mynstur sem líkaminn geymir bæði í líkam- legum og tilfinningalegum skiln- ingi. Allt innra með okkur Bina, af hveiju fórst þú út íjafn- vægiss tyrkingu ? Eg fékk það í vöggugjöf að geta hjálpað fólki með því að snerta það. Þegar ég kynntist jafnvægis- styrkingu fannst mér þetta stór- kostleg tækni. Þe'gar ég kynntist jafnvægisstyrkingu hvarf allur sársaukinn og mér leið allt í einu vel í líkamanum. Ég varð mjög spennt og fann að þarna væri eitt- hvað sem gæfi árangur. Það hjálp- aði mér með reiði, sársauka, ótta og hjálpar mér að finna frið. Ég varð að læra þessa aðferð. Shanti, hvernig hefur jafnvægis- styrkingnýst þérístarfi samanbor- ið við önnur meðferðarform ? Það var mikil gjöf fyrir mig að kynnast jafnvægisstyrkingu. Það gaf mér færi á að komast dýpra í minni vinnu. Mín hugmynd er sú að allt sé innra með okkur og öll vandamál komi innan frá, hvernig sem það lítur út á yfirborðinu. Það hlýtur alltaf að vera eitthvað innra með okkur sem starfar ekki í sam- hljóm við heildina. Það getur birst sem líkamlegur sársauki, fjöl- skylduvandamál, vinnuerfiðleikar. Áföllin geta verið mörg og smá og ef við leyfum þeim ekki að koma upp í meðvitund okkar svo við finn- um fyrir þeim, sitja þau föst í okk- ur og birtast sem sársauki í líkam- anum. T.d. tengist verkur í mjóbaki öryggisleysi, óttanum við að hafa ekki nóg af peningum, ást, eða því sem við þurfum. Verkir í öxlum stafa venjulega af því að okkur finnst við þurfa að bera byrði. Hvernig útskýrirðu það þá þegar fólk beitir sér ekki rétt og telur vandann liggja þar? Líkami þinn endurspeglar þig og það hvernig líkami þinn lítur út endurspeglar heild þína; huga, til- finningar og líkama. Tilgangurinn með jafnvægisstyrkingu er að færa líkamann aftur í upprunalegt jafn- vægi og rétta það sem skakkt er og leiðrétta ósamræmi. Ef líkaminn er ekki í jafnvægi þá bitnar erfíðis- vinna á þeim hlutum hans sem eru veikir fyrir. Ef bak mitt er sveigt fram og rassinn aftur þá er ég að leggja á hann aukaálag með allri vinnu. Eitthvað hlýtur að láta undan fyrr eða síðar og þá fer ég að finna til. Sársaukinn kemur ekki vegna álagsins heldur vegna þess að Iík- ami minn er ekki í jafnvægi. Hvernig vinnur sá sem veitir jafn vægiss tyrkingu ? Við biðjum fólk að standa fyrir framan okkur og horfum á líkam- ann til að sjá hvar álagspunktarnir liggja. Það er auðvelt að koma auga á snúning í mjaðmalið eða axlalið öðrum - eða báðum megin, eða hvort höfuðið teygist óeðlilega langt fram. Og svo horfum við á heildina og reynum að sjá hvaðan skekkjan kemur. 10 meðferðartímar Þú nefndir áðan 10 meðferðar- tíma. Hvernig eru þeir uppbyggðir? Við byijum á því að opna líkam- ann í fyrstu þremur tímunum. Fyrsta skrefið er að opna fýrir önd- unina og vinna með bijóstkassann. Annað skrefið er að huga að undir- stöðunni, hvernig við tengjumst jörðinni. Þriðja skref er að rétta mjaðmagrindina og athuga hvort við stefnum beint fram áður en við förum að ganga. Síðan förum við að vinna mjög djúpt á þeim svæðum þar sem fólk geymir mikið af tilfinn- Bina Fjordside og Shanti Miles eru tvær danskar nuddkonur sem heimsóttu ísland fyrir stuttu til að ræða um j afnvægisstyrkingu. Bina ætlar að halda námskeið í vor fyrir nuddara og áhugafólk um nudd. Hún er nú stödd hér á landi. Guðrún Arnalds og Helga Sigurðardóttir ræddu við þær stöllur. ingum eins og t.d. í kviðarholinu. í sjöunda tíma förum við yfir andlitið og hálsinn. Og nú þegar búið er að fara yfir allan líkamann getum við lagt áherslu á hvað það er sem ójafnvægi hvers og eins snýst um. Þegar við vinnum með líkamann fer fólk að Iosa um orkuna sem er þar. Stundum finnur fólk það á meðvitaðan hátt, kemst í snertingu við ákveðna tilfinningu eða að það fer að riija upp atburði sem gerst hafa í lífí þess. Oft uppgötvar fólk eitthvað nýtt og mjög oft finnur það fyrir sorg. í mínum augum er lífið löng þró- un og við hættum aldrei að þrosk- ast. Þú finnur strax fyrir árangri í jafnvægisstyrkingu. Þér fer að líða öðru vísi í líkama þínum og þú færð sennilega mjög fljótt leiðrétt- ingu á þeim vanda sem bagar þig. En það að fá fullkominn líkama er annað mál. Þetta er eins og með allt. Þó þú farir í nokkra jógatíma verður þú ekki jógi en það kennir þér ýmislegt um líkama þinn og hvar hlutir eru fastir. Breytingin verður yfirleitt sjálf- krafa; eftir tíma í jafnvægisstyrk- ingu verður þú meira meðvituð um líkamann. Það verður alltaf hluti af því að vinna með aðra að hjálpá þeim að opna fyrir stærri hluta af sjálfum sér. Og að gefa þeim eigið vald aftur. Svo hver maður viti að hann getur valið og viti að hann getur skynjað fleira en hann hélt. Nú hafíð þið tekið fólk í meðferð og kennt öðrum að nota þetta með- ferðarform. Hvernig er að kenna jafn vægisstyrkingu ? Að stöðva stríðið innra Það sem gerir það svo heillandi að kenna þessa grein er að við sjáum nemendur vaxa og elska sjálfa sig meir og meir, losna við skömmina gagnvart líkamanum og allt þetta sem þeim líkar ekki við í eigin líkama. Og með snerting- unni læra þeir að verða sáttir við útlit sitt og sjá að fólk er ólíkt rétt eins og tré eru frábrugðin hvert öðru. Þetta er spurning um að sjá full- komnunina í því hver þú ert á þessu andartaki. Það táknar ekki að þú getir ekki breytt því. En það er betra að byrja þar. Ef ég byija á þeim punkti að hugsa að eitthvað sé að mér þá gef ég sjálfri mér ekki mjög örvandi skilaboð. Þú hef- ur ekki gert neitt rangt. Þú gerðir allt sem þú þurftir til að komast þangað, sem þú ert stödd. Ertu ánægð með að vera hér og nú? Það er ágætt að vita það. Þetta snýst allt um að stöðva stríðið innra með okkur. Þegar við byijum að sættast við og elska okkur sjálf getum við gert stórkost- lega hluti og það gerist ósjálfrátt. Þegar við sættumst við okkur sjálf verðum við sjálfkrafa ástríkar mannverur og viljum gera góða hluti fyrir okkur sjálf og aðra. Við erum fædd þannig. Stríðið innra með okkur stafar oftast af því að okkur finnst við ekki nógu góð. Þegar við hættum að beijast hið innra getum við leyft okkur að vera til staðar og að taka okkur það vald sem við eigum og nota það á kærleiksríkan hátt. Kynningarfundur Bina Fjorside verður haldinn í Bolholti 4 kl. 20.30, í kvöld, fimmtudag og hún mun einnig taka fólk í tíma í jafnvægis- styrkingu til 15. nóvember. Höfundar eru áhugamanneskjur um nudd og betra líf. Barnuljóstnyndir Fermingarmyndir fírúðkaupsmyndir Stúdentamyndir Laugavegi 24 101 Reykjavík Sími 552 0624 Um undarlega náttúru reiknilíkana FYRIR nokkru bár- ust fregnir af nýjustu niðurstöðum hvala- rannsóknar Jóhanns Siguijónssonar og fé- laga hjá Hafrannsókna- stofnun. Þetta eru merkilegar rannsóknir fyrir margra hluta sak- ir, ekki síst vegna þess að reynist niðurstöður þeirra réttar, erum við Islendingar komnir með í hendumar stórkost- legt fiskstjórnunartæki sem hlýtur að vekja heimsathygli og á eftir að bera hróður þeirra á Hafró víða. Hafi ég skilið fréttina rétt þá var megininntak hennar það að tvöfald- ist hrefnustofninn hér við land þá séu veruleg líkindi til þess að þorskstofninn rýrni um allt að 10%. Mér skilst að þessar niðurstöður séu þann- ig fengnar að hvorki fleiri né færri en sex tegundir eru settar í þartilgert reiknilíkan, síðan er reiknað út hvað hver tegund étur af annarri, svo er bara að ýta á samasem- merkið og niðurstaðan er fengin. Trúlega er hér um að ræða teg- Jóhann S. undir Þar sem um Bogason flestar gildir að á ein- hveijum tíma æviske- iðsins éta þær einhveija aðra teg- und í líkaninu. í þessu tilviki gæti m.a. verið hrefna, þorskur, loðna Vttt þú leita páða vapðandi kpabbamein? Nýttu þér ctukna þjónustu Krabbameinsfélagsins < KRABBAMEINS Sraðgjöfin visinai, segir jonann S. Bogason, að það megi stjórna stærð einnar tegundar með því að taka af annarri. og rækja. Langi íslendinga að vita hvað gerist ef t.d. þorskstofninn tvöfaldast (fyrir utan það að sumir verða enn ríkari) þá er bara að smella því inn í líkanið góða á Hafró, ýta á samansem-merkið og bíngó. Ef að líkum lætur stækkar hrefnustofninn (af því að þá hefur hrefnan svo mikið að éta), loðnu- stofninn minnkar (af því að hrefnan og þorskurinn éta svo mikið af loðnu) og rækjustofninn stækkar líka (af því að það eru svo fáar loðn- ur til að éta rækjuna). Þetta reikni- líkan er mikið galdratæki. Þannig er einfaldlega hægt að fækka stór- lega í stofnum allra þeirra tegunda sem voga sér að éta úr nytjastofn- um okkar og þá fyllist hafið af þorski. Nú er ég hvorki líffræðing- ur, vistfræðingur né tölfræðingur, en ég hef þetta fyrir satt: í sjónum eru tugþúsundir tegunda og um þær má segja: Sumar éta stundum margar, fáar éta oftast margar, margar éta sumar, nær allar éta einhverjar, en þörungarnir éta eng- ar og eru étnir af mörgum. Þess vegna er svo gaman að vera íslend- ingur og heyra ráðamenn segja að það verði að halda jafnvæginu í hafínu. Annað sem er skemmtilegt í þessum rannsóknarniðurstöðum er að megin forsendan er sú að hrefnustofninn tvöfaldist. Sjálfur hefur Jóhann Siguijónsson haldið því fram að hrefnustofninn sé ná- lægt 70% af hámarksstofnstærð. Nú veit ég svo sem ekki hvað hugtakið hámarksstofnstærð merk- ir á Hafró, en ég stóð í þeirri trú að það vísaði til þeirrar stærðar sem stofninn gæti náð að hámarki, þ.e. 100%, vegna þess að ýmsir þættir (s.s. fæðuöflun, viðkoma og afrán) takmörkuðu frekari stækkun. En trúlega er hægt að breyta því með því að setja bara 140% stofnstærð inn í reiknilíkanið góða. Það er bæði skynsamlegt og hagkvæmt að takmarka sókn í nytjastofna okkar þegar veiðigeta flotans er langt umfram það sem stofnarnir þola. Eins eru það bæði góð og rétt fræði að rannsaka sem gerst þessa sömu stofna sem og aðra. En sá polla-hugsunarháttur að það megi stjórna stærð einnar tegundar með því að taka af ann- arri á í raun ekkert skylt við vís- indamennsku heldur verður að telj- ast draumsýn. Það verður líka að teljast draumsýn að framlög til rannsókna aukist svo að þekking okkar á margbreytileika hafsins verði marktæk í þessum efnum. En trúlega er það bláköld stað- reynd að ef vísindamenn myndu klóna annan Jóhann Sigurjónsson á Hafró (þ.e. tvöfalda stofnstærð hans), yrðu sum reiknilíkön ennþá skemmtilegri. Höfundur er iðnaðarmaður og þriggja barna faðir í Vesturbæn- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.