Morgunblaðið - 12.11.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.11.1995, Blaðsíða 1
128 SIÐURB/C 259. TBL. 83. ÁRG. SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Nígeríustjórn fordæmd um allan heim eftir aftöku Saro-Wiwa Vísað tímabundið úr breska samveldinu Queensland, London. Reuter. LEIÐTOGAR ríkja breska samveldisins hafa ákveðið að visa Nígeríu tímabundið úr samveldinu í kjölfar þess að Ken Saro-Wiwa, forseti Ogoni- ættbálksins, og átta fylgismenn hans voru teknir af lífi. Jim Bolger, -forsætisráðherra Nýja-Sjá- lands, greindi frá þessu á blaðamannafundi í gær og sagði að brottvísunin yrði endanleg ef lýðræðis- legir stjórnarhættir yrðu ekki teknir upp í Nígeríu innan ákveðins tíma. Tímamörkin hafa ekki enn verið ákveðin. Mikil reiði Bolger sagði þróunina í Nígeríu ganga í ber- högg við grundvallaratriði Harare-sáttmála sam- veldisins og hefðu því leiðtogarnir, að þjóðarleið- togum Gambíu og Solomon-eyja undanskildum, ákveðið að vísa Nígeríu tímabundið úr samveldinu. Forsætisráðherra Nýja-Sjálands, sem er í for- sæti .leiðtogafundarins, sagði aðrar aðgerðir á borð við olíusölubann ekki hafa verið íhugaðar. Í yfirlýsingu sinni bjóðast leiðtogamir til að veita Nígeríu alla þá aðstoð er ríkið kann hugsan- lega að þurfa við að-koma á lýðræði. Leiðtogarn- ir voru undir miklum þrýstingi í þessu máli og höfðu áður sagt að trúverðugleiki samveldisins væri í veði. Mikilvægt væri að sýna að ríki sam- veldisins tækju Harare-sáttmálann um lýðræði og mannréttindi, sem samþykktur var 1991, alvar- lega. Fjölmörg ríki hafa fordæmt aftökurnar og ríkir mikil reiði í garð Nígeríu. Bill Clinton Bandaríkja- forseti hefur kallað.heim sendiherra sinn í Lagos og íhugar að fara fram á refsiaðgerðir af hálfu Sameinuðu þjóðanna. Bretar, Þjóðvetjar, Austur- ríkismenn.Frakkar og Suður-Afríkumenn hafa einnig kallað heim sendiherra sína. Aðgerðir undirbúnar iyá SÞ Mike McCurry, talsmaður Bandaríkjaforseta, sagði að Clinton hefði farið fram á það við Madel- eine Albright, sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ, að undirbúa þegar í stað viðeigandi aðgerðir. Ólík- legt er talið að reynt verði að fá samþykkt olíusölu- bann en mjög líklega verður aðgerðunum beint gegn olíuiðnaði landsins með öðrum hætti, t.d. með banni við útflutningi á búnaði til olíuvinnslu til Nígeríu. Þá hefur Bandaríkjastjóm stöðvað alla her- gagnasölu til Nígeríu og framlengt banni við út- gáfu vegabréfaáritana til handa nígerískum stjóm- arerindrekum. Nígeríustjórn hefur brugðist hart við þessari gagnrýni og sakar önnur ríkl um afskipti af innan- ríkismálum. Saro-Wiwa hafði verið helsti baráttumaður þess að Ogoni-ættbálkurinn fengi sjálfstjórn en einnig barðist hann fyrir umhverfísvemd og gegn olíu- vinnslu á heimaslóðum sínum í Ogoni-landi. Hann var ásamt átta öðrum sakaður um að hafa á síðasta ári myrt fjóra leiðtoga Ogoni-ætt- bálksins er voru hliðhollir Nígeríustjóm. Réttar- höldin hafa verið harðlega gagnrýnt og Nígeríu- stjóm sökuð um pólitískt sjónarspil. Hart bar- ist við Jaffna Colombo. Reuter. HART er barist við borgina Jaffna á norðurhluta Sri Lanka eftir að stjóm- arherinn hóf nýja stórsókn. Talsmenn stjómarhersins segjast hafa fellt 110 tamílska skæruliða og sært 100 í fyrradag. Þá var greint frá því að 31 stjómarhermaður hefði fallið og 23 særst í bardögum á föstudag. Átökin áttu sér stað við Urumpiari og Kopai skammt frá Jaffna en þetta er á því svæði þar sem samtök Tam- íla hafa barist fyrir stofnun sjálf- stjórnarsvæðis. Tveir tamílskir skæruliðar gerðu á laugardag sjálfsmorðsárás á höf- uðstöðvar hersins í höfuðborginni Colombo, en þær eru staðsettar í helsta ferðamannahverfi borgarinnar. Mennimir báru sprengiefni inn- anklæða og var annar kominn tíu metra inn í höfuðstöðvarnar er þau sprungu en hinn var við í 300 metra fjarlægð. Alls féllu fimmtán óbreyttir borg- arar í árásinni og á fimmta tug særð- ist. Reuter HERMAÐUR gengur fram Iijá kjörbúð í Colombo þar sem skæruliði sprengdi öfluga sprengju í sjálfsmorðsárás í gærmorgun. Önnur sprengja sprakk skammt frá við höfuðstöðvar hersins. Hægri- flokkur aldrei minni Ósló. Morgunblaðið. FRAMFARAFLOKKURINN í Nor- egi er næststærsti stjómmálaflokkur landsins samkvæmt skoðanakönnun- um en Hægriflokkurinn hefur aldrei haft minna fylgi, aðeins 13,8%. Hef- ur hann tapað þriðjungi fylgis frá því í fyrra mánuði. Það er Framfaraflokkurinn, sem hefur hagnast mest á fylgishruni Hægriflokksins, en Verkamanna- flokkurinn virðist einnig hafa laðað til sín marga kjósendur hans. Jan Petersen, leiðtogi Hægri- flokksins, telur ástæðuna vera óánægju með stöðuna í Ósló, en þar hafa borgaraflokkamir ekki getað komið sér saman um stjóm gegn Verkamannafiokknum þótt þeir séu í meirihluta. Framfaraflokkurinn nýtur nú fylg- is 14,2% kjósenda en á það er minnt, að í könnunum komst hann í 23,5% fyrir kosningarnar 1989 en fékk miklu minna í kosningunum sjálfum. ♦ ♦ ♦------------ Ottastum asíufílinn Genf. Reuter. ASÍUFÍLLINN er í útiýmingarhættu vegna aukinna umsvifa mannsins. Kemur þetta fram í yfirlýsingu frá Alþjóðanáttúruvemdarsjóðnum, WWF, en nú eru eftir 35-50.000 dýr á einangruðum stöðum. Fyrir árþúsundum var fíllinn út- breiddur allt frá Sýrlandi til Kína en nú finnst hann aðeins á einangruðum stöðum, sem eru þó ekki nema brot af því landi, sem hann lifði á fyrir 50 árum. í skýrslu WWF sagði, að asíufíll- inn, sem kom líklega frá afríku fyrir 55 milljónum ára, hefði að mestu gleymst, en öll áherslan verið á að bjarga frænda hans, afríkufílnum, sem er allmiklu stærri. Hann er raun- ar einnig í hættu, en samt er stofn hans tíu sinnum stærri en asíufílsins. Afríkufíllinn er dreifður um stóra hluta Suður-Afríku, en asíufíllinn er í litlum hópum hér og þar og stendur þess vegna miklu verr að vígi. Um helmingur stofnsins er á Indlandi, þar sem veiðiþjófnaður og ásókn eftir fíla- beini fer vaxandi auk þess sem stjóm- laust skógarhögg hefur rænt hann heimkynnum sínum. UNDIR KRAUMAR UDURINN 10 ■ - ’**■ ■ff...... .. .J.i' Sagan sem lá í leyni GERVILIMIRÁN LANDAMÆRA VtDSEOFnAIVINNUIÍF Á SUNNUDEGI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.