Morgunblaðið - 19.11.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.11.1995, Blaðsíða 20
I 20 SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Á valdi örlag- anna Signrður Demetz Franzson, óperusöngv- ari og söngkennari, sem er fæddur og uppalinn í smábæ í Suður-Tíról, dvaldi framan af ævi lengst af í stórborgum Ítalíu en flutti á miðjum aldri hingað norður til íslands og hefur verið mikill áhrifavaldur í íslensku tónlistarlífí um árabil. Þór Jónsson fréttamaður hefur skráð sögu hans í bókinni Á valdi örlaganna sem bókaútgáfan Iðunn gefur út. í HLUTVERKI Edgardos í óperunni Lucia di Lammermoor. VIÐ flygilinn, þar sem eru myndir af frægum söngvurum, m.a. árituð mynd af Enrico Caruso, einum mesta tenórsöngvara allra tíma. VIÐ Guðrún Á. Símonar vorum gott söngpar. Hér erum við í gervum okkar í óperunni Tosca í Þjóð- leikhúsinu 1957. SIGURÐUR - eða Vincenz - Demetz þótti ungur efni í stórsöngvara en heilladísir brugðust honum hvað eftir annað. Síðari heimsstyrjöldin var í algleymingi þegar söngferill hans hófst og flest óperuhús lokuð. Ógnir stríðsins létu engan óáreittan og starf hans við útvarp þýska hemáms- liðsins í Mílanó var í senn haldreipi og hættuspil. Eftir stríð komst hann á langþráð- an samning hjá Scala-óperunni en gæfan var hverful sem fyrr og honum auðnaðist ekki að gera ráðamönnum óperunnar til hæfis lengi. Eftir að dvöl hans þar lauk söng hann um hríð í ýmsum óperuhúsum uns hend- ingin bar hann til íslands árið 1955, en hér hefur hann búið og starfað síðan. í æviminningum sínum rekur þessi lærimeistari ótal íslenskra söngvara örlagasögu lífs síns; bemskuár í Ölp- unum í skugga stytjaldar og átaka, herþjónustu á Ítalíu, söngnám og glæstar framavonir, vonbrigði og vistaskipti. Hér á landi á hann einn- ig litríkan feril að baki: Hann hefur verið kokkur á bát og í síld á Raufar- höfn, hann var lengi búsettur á Akur- eyri, starfaði sem leiðsögumaður árum saman og síðast én ekki síst hefur hann stjómað fjölda kóra og kennt landsmönnum söng í fjörutiu ár. Þau brot úr bókirmi sem hér fara á eftir gefa nokkra mynd af sér- stæðri ævi Sigurðar Demetz. Fyrst er litið í upphafskafla bókarinnar en þar segir frá komu hans til íslands, en þá hafði hanr. beðið skipbrot á söngferli sínum oggripið feginshendi óvænt tækifæri til að komast burt frá Italíu - á ókunnar slóðir í norðri. Hann þekkti þó lítið til íslands og Islendinga og flest sem fyrir augu hans bar var honum framandi. Mig bar hingað til lands frá ítal- íu fyrir heppilega tilviljun - líkt og forsjónin hefði ætlað mér, suðrænu vogreki, stað yst á norður- slóð. í hjarta mér er ég hins vegar sannfærður um að æðri máttarvöld skárust í leikinn þegar mest á reið og opnuðu mér nýjan heim. Uppgjöf og bölsýni eru venjulega ÞEGAR ég gerðist söngsfjóri karlakórsins Geysis gafst loksins tækifæri til að fara með íslenskan kór til Ítalíu. Hér þenjuin við raddböndin á götu í Lignano 1974. fjarri mér en þá var ég hrjáður af hvoru tveggja, hafði hvorki mark né mið og lét allt reka á reiðanum. Sviðsljósin voru slökkt. Tjaldið fallið. Eg var úrkula vonar um að syngja í ópemhúsi framar og fylltist beiskju þegar ég hugsaði til þess. Island var í mínum huga íjarlægur en ögrandi áningarstaður, fjarri lönd- um vonbrigða og brostinna drauma. Eg segi áningarstaður en ekki ákvörðunarstaður því að ekki hvarfl- aði að mér á þessum tíma að ég tæki staðfestu hér. Á Bretlandi hafði ég síðast viðdvöl á leið minni til íslands. Á meðan farþegar á leið til Reykjavíkur biðu þess við hlið 4 í flugstöðinni í Lund- únum að mega ganga um borð í fjög- urra hreyfla DC4 Skymaster-flugvél Loftleiða hlustaði ég á íslenska sam- ferðamenn mína ræða saman á þeirra óskiljanlegu tungu. Ég heyrði ekki betur en að ítalskur vinur minn, hljómsveitarstjórinn Rino Castagn- ino, hefði haft á réttu að standa þegar hann varaði mig við þessu eylandi langt norður í hafi þar sem veður væru svo vond að allir íbúar þess væro með asma. Castagnino hitti ég í Mílanó skömmu áður en ég lagði af stað út hingað. Hann var þá nýkominn frá Islandi en hér hafði hann stjórnað óperunni La Boh?me eftir Puccini í Þjóðleikhúsinu með Magnúsi Jóns- syni og Guðrúnu Á. Símonar í aðal- hlutverkum. „Farðu ekki til íslands,“ hafði hann sagt. Ég lagði nú betur við hlustir þeg- ar íslendingarnir töluðu og taldi mig brátt fá vissu fyrir að asmaveiki væri algeng með þjóðinni. Öðru hvoru var eins og þeir stæðu á önd- inni í miðri setningu og fengju vart stunið upp orði en héldð svo áfram samræðunum eins og ekkert hefði í skorist og án þess að neinum brygði í brún nema mér. Mér varð á að hugsa að íslendingum hlyti að láta illa að syngja. En menn skyldu varast sleggju- dóma. Að sjálfsögðu voru Islendingar ekki lakari til heilsunnar en aðrir. Ég komst fljótt að raun um að liggi þessum nýju samlöndum mínum mik- ið á hjarta tala þeir gjarna með ein- kennilegu innsogi rétt eins og þeir séu í þann veginn að geispa gol- unni. Ályktun mín um sönghæfileika þjóðarinnar var því úr lausu lofti gripin. Á íslandi átti ég eftir að heyra margar fagrar söngraddir. Þetta var hinn 26. júlí rigninga- sumarið 1955. Við lentum á Reykja- víkurflugvelli þegar klukkuna vant- aði stundarfjórðung í tólf á hádegi. Ég steig út á landgöngupallinn, fékk vindinn í fangið og fyllti lungun svölu og tæro lofti. Hugurinn flaug ósjálf- rátt heim til æskustöðvanna í Suður- Tíról, hátt uppi í Alpafjöllum. í gleði minni tók ég upp á því að jóðla eins og til þess að sannfærast betur um að íslenskt loftslag ætti vel við mig en þagnaði jafnskjótt og ég sá að fólk skáskaut 4 mig augunum eins og á bilaðan mann. í þessu landi slepptu menn ekki fram af sér beisl- inu um hábjartan dag. Næst er horfið fáein ár aftur í tím- ann og gripið niður þar sem sagt er frá einhverjum örlagaríkustu atburð- um í lífi Sigurðar Demetz: Ráðningu hans að Scala-óperunni í Mílanó og vel heppnaðri frumraun hans á svið- inu þar. Þetta var hátindur söngfer- ils hans en hér er jafnframt drepið á spillingarmál sem urðu til þess að dvöl hans hjá Scala varð mun skemmri en vonir stóðu til. • • ðro hvoro megin við áramótin 1947 og 1948 sendi umboðs- maðurinn Liduino Bonardi mig til að syngja fyrir yfirmenn hjá hinu fræga forlagi Ricordi í Mílanó. Þeir voru áhrifamiklir í ítölskum tónlistarmál- um svo að ekki sé fastar að orði kveð- ið og gott að eiga að bakhjarli. En þegar þangað kom skynjaði ég undir eins einhveija andúð gegn mér án þeás að skilja af hvaða rótum hún væri runnin. Ég sá í hendi mér að þessi för yrði ekki farin ti! fjár en fyrir siða sakir söng ég eitt lag, aríu úr Mefistofele eftir Boito, en fékk tóma ósvifni og hortugheit að launum. Ég greip hatt minn og stikaði með þjósti út og duldist engum sem til mín sá að mér var mikið niðri fyrir. Kalt var í veðri og snjóhraglandi. Piero Boschetti hafði veitt mér sam- fylgd og átti nú fullt í fangi með að halda í við mig á göngunni. Ég stefndi beina leið á umboðsskrifstof- una ALCI. Umboðsmaðurinn Liduino hlustaði á reiðilestur minn en sagði svo: t i > t I > I 1 t I I I í i I I í. ! i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.