Morgunblaðið - 26.11.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.11.1995, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ BENEDIKTE Thorsteinsson er atvinnu- og félagsmálaráðherra í landstjórninni á Grænlandi. Morgunblaðið/Kristinn Karlaveldið er enn ríkjandi HÚN er fædd og uppalin á sveitabæ á Suður-Græn- landi og gekk í bama- skóla í bænum Juliane- háb. Síðan var hún send hingað og þangað í þá skóla, sem voru fyrir hendi á þeim tíma, ýmist til Nuuk eða Danmerkur. Að loknu stúdents- prófi í Kaupmannahöfn hitti hún fljótlega tilvonandi eiginmann sinn, 'Guðmund Thorsteinsson frá íslandi, sem þá var við vinnu í Kaupmanna- höfn. Þau ákváðu að flytja til ís- lands þar sem þau bjuggu í rúm tíu ár, en fluttu svo til Grænlands árið 1984 vegna eindreginna óska Guð- mundar þar um. Þá fyrst fór Bene- dikte Thorsteinsson að hafa afskipti af pólitík og situr nú sem ráðherra atvinnu- og félagsmála í grænlensku heimastjórninni. „Ég var svo sem ekkert á því að flytja frá íslandi. Hér fannst mér gott að búa,“ segir Benedikte á góðri íslensku. Fyrstu árin á Islandi segist hún hafa unnið ýmis störf á meðan hún kunni ekki íslenskuna almenni- lega, m.a. í fiski og við saumastörf, einnig hjá Norræna féiaginu og í Norræna húsinu, en eftir að hafa náð tökum á tungumálinu tók hún að sér skrifstofustörf. Benedikte var stödd hér á landi fyrir skemmstu ásamt ráðuneytis- stjóra sínum sem einnig er kona og flutti hún þá m.a. erindi um stjórnmál á Græn- landi í Norræna húsinu á vegum Grænlensk-ís- lenska félagsins, Kalak, sem endurvakið var árið ■ ■' ■— 1992. Morgunblaðið hitti ráðherrann að máli við það tækifæri. Tilheyrir Siumut Síðustu kosningar á Grænlandi fóru fram i apríl sl. og mynduðu Siumut og Atassut flokkarnir land- stjórn að þeim loknum. Benedikte tilheyrir Siumut, sem hún segir að sé heldur vinstri sinnaðri en Alþýðu- flokkurinn á íslandi. Atassut sé hins vegar sambærilegur við Sjálfstæðis- flokkinn. Tveir aðrir flokkar buðu fram, Akulliit Partiiat, sem er miðju- flokkur á borð við Framsóknarflokk- inn, og IA, sem kemst næst Alþýðu- Sextán ár eru liðin frá því að Grænlendingar fengu heimastjóm frá Dönum. Benedikte Thorsteinsson er ráðherra atvinnu- og félagsmála í grænlensku landstjóminni. Hún er gift íslenskum manni og eiga þau fjögur börn. Hún er bæði mikill jafn- réttissinni svo og sjálfstæðissinni og segir Græn- land vera á góðri leið með að verða að fyrirmynd- arþjóðfélagi. Jóhanna Ingvarsdóttir hitti ráð- herrann að máli. Vil lengja fæð- ingarorlof karla bandalaginu í áherslum. Kosningar til landsþings hafa far- ið fram sex sinnum frá árinu 1979. Stærstu flokkarnir, Siumut og At- assut, hafa tapað fylgi frá þeim tíma þar til í kosningunum i vor, en þá stóð fylgi Atassut í stað, en fylgi Siumut jókst um 3%. Fylgi IA hefur aftur á móti aukist jafnt og þétt og var um 20% í vor. Frambjóðendur utan flokka buðu fram í kosninga- bandalagi í kosningunum í apríl og fengu tæp 5%. Eftir kosningarnar í ár fóru Siumut og Atassut í fyrsta sinn í stjórnarsamstarf, en áður hafði IA verið stjórnarsamstarfs- flokkur Siumut. Allt frá upphafi heimastjórnarinnar og þar til nú hefur Siumut verið við stjórn annað- hvort í minnihlutastjórn með stuðningi IA eða í ———■ stjórnarsamstarfi með IA. Benedikte segir að mikill friður ríki í stjórnarsamstarfínu. Við mynd- un landstjórnarinnar hafi Siumut- menn aðeins þurft að gefa eftir að í tvö ár til viðbótar mættu vera til hreinir danskir bekkir í skólum í Nuuk enda væri Atassut-flokkurinn mjög dönskusinnaður flokkur. Síðan tæki við samkennsla danskra og grænlenska bama, eins og annars staðar. „Það eru margir Danir bú- settir í Nuuk og þeir vilja aðeins dönskukennslu fyrir börnin sín, enga grænlensku. Mér finnst því gaman að segja frá því að íslenskir foreldr- ar barns, sem var að byija í skóla í sumar, ákváðu að setja barnið sitt í hreinan grænlenskan bekk. Sá er munurinn á íslendingum og Dön- um.“ Konur í grasrót Aðsetur heimastjórnarinnar er í höfuðborginni Nuuk, sem er á stærð við Akureyri og telur um 15 þúsund íbúa. Þingmenn á landsþinginu eru nú 31, þar af fimm konur, fjórar fyrir Siumut og ein fyrir IA. Konum hefur því fjölgað um eina frá því í kosningunum 1991. Hlutfall kvenna á landsþinginu er nú 16%, en í lands- stjórninni er hlutfall kvenna 29% eða tvær konur á meðal sjö ráðherra og er það óbreytt frá 1991. Fyrir þann tíma hafði kona aðeins í eitt kjör- tímabil komist í ráðherrastól, frá 1983 til 1986. Aðspurð um hvemig konum á Grænlandi gangi að hasla sér völl í stjórnmálum segir Benedikte að þeim gangi vel í grasrótarvinnu, en telur að þær sækist almennt ekki eftir kjöri í sveitar-, bæjar- og land- stjórnir. „Þær eru útivinnandi, með börn og heimili og fínnst það mörg- um nóg. Karlaveldið er mjög svo ríkjandi enn þó þetta sé aðeins að breytast með yngri kynslóðum. Auk- ið jafnrétti kynjanna er farið að gera vart við sig og ungu feðurnir eru famir að taka meiri þátt í fjöl- skyldulífinu. Þeir eru að verða mýkri menn en eldri kynbræður, sem enn eru í gamla farinu." Fæðingarorlof karla Benedikte segir það vera mjög miður að það skuli ekki vera ríkj- andi viðhorf að kjósa konur til ábyrgðarstarfa því þær séu, að henn- ar mati, duglegri, menntaðri og betri en karlmenn til slíkra starfa. „Það er staðreynd og mér finnst þetta í raun,“ bætir hún við. „Sjálf er ég mikill jafnréttissinni, hef eflaust lært það á íslandi. Jafn- réttismálin heyra undir mitt ráðu- neyti. Við erum með sérstakt Jafn- réttisráð og eigum að hafa frum- kvæði að lögum, sem stuðla að auknu jafnrétti. Til stendur að breyta fæðingarorlofslöggjöfinni því ég vil gefa feðrum meiri tíma með nýfæddum börnum sínum en þessa eina viku sem þeir nú fá í orlof og er hvorki fugl né fiskur. Ég vil lengja fæðingarorlof karla til þess að feður geti verið með börnunum sínum. Það er hollt fyrir börnin, konurnar og ekki síst feðurna." Hærri ráðstöfunartekjur íbúar á íslandi eru um fimm sinn- um fleiri en á Grænlandi. Um 13% íbúa Grænlands eru fæddir utan- lands og konur á Grænlandi eru mun færri en karlar eða um 47% á móti 53%. Byggð er mun dreifðari á Grænlandi en íslandi. í höfuðstaðn- um Nuuk búa um 24% þjóðarinnar. Allt heima- stjórnartímabilið hefur verið reynt að styrkja byggðirnar með því að tryggja öllum íbúum sama verð á matvörum sögn Benedikte, um 40% og per- sónufrádráttur nemur um 40 þúsund d.kr. á ári á manninn. Langflestir ófaglærðir Skv. lífskjarakönnun, sem fram fór á sl. ári, er atvinnuþátttaka þeirra, sem eru 18 ára og eldri á Grænlandi, 79%. Jafnframt kemur fram að 11% sóttu skóla, 13% voru lífeyrisþegar og 4% utan vinnumark- aðarins. Langflestir eru ófaglærðir og gildir það jafnt fyrir konur sem karla. Næst algengasta starf karla eru fiskveiðar og aðrar veiðar, en næst algengasta starf kvenna er þjónustu- og afgreiðslustörf. Ef bornir eru saman þeir, sem fæddir eru á Grænlandi annars vegar og þeir, sem fæddir eru utan Grænlands hins vegar verður starfsstéttaskipt- ingin mjög ójöfn. Þeir, sem fæddir eru á Grænlandi, sitja flestir í ófag- lærðum störfum á meðan þeir, sem fæddir eru utan Grænlands eru mun fjölmennari í stöðum, sem krefjast lengri menntunar. Flest launafólk á Grænlandi til- heyrir annaðhvort grænlenskum eða dönskum stéttarfélögum. Stærsta grænlenska stéttarfélagið, SÍK, gætir hagsmuna þeirra, sem eru ófaglærðir og faglærðir og er því sambærilegt við Alþýðusamband ís- lands. Undanfarin ár hafa nokkrir hópar yfirgefið SÍK og samið beint við sína viðsemjendur. Viðsemjendur opinberra starfsmanna eru heima- stjórnin, bæjar- og sveitarstjórnir og danska ríkið. I einkageiranum eru tvenn samtök atvinnurekenda, ann- að grænlenskt og hitt danskt. Þar til árið 1991 voru laun þeirra, sem fæddir eru á Grænlandi, lægri en laun þeirra, sem fæddir eru utan- lands, en frá þeim tíma hafa allir opinberir starfsmenn fengið sömu laun fyrir sömu vinnu og í öðrum geirum eiga laun að vera orðin sam- bærileg árið 1997, eins og fram kom hjá Benedikte. Launaþróun og atvinnuleysi Meðal opinberra starfsmanna hafa raunlaun ófaglærðra og fólks í þjónustu- og afgreiðslustörfum hækkað meira en laun lögfræðinga og hagfræðinga. Ástæðuna má rekja til þess að reynt hefur verið í kjara- samningum að ná fram meiri launa- jöfnuði milli lægst og hæst launúðu hópanna arinars vegar og þeirra, sem fæddir eru á Grænlandi og utan þess hins vegar. Raunlaun allra hópa lækkuðu á tímabilinu 1983-1990, en eftir það hafa raunlaun ófaglærðra, lögfræðinga og hagfræðinga staðið í stað. Benedikte segir að atvinnuleysi sé eitt helsta vandamálið, sem heimastjórnin hafi við að glíma. At- vinnuleysi var, skv. lífskjarakönnun- inni 1994, 18% meðal karla og 17% meðal kvenna. í stærri bæjarfélög- um er atvinnuleysi karla meira en kvenna eða um 19% meðal karla og 12% meðal kvenna. Úti í hinum dreifðu smáþorpum er atvinnuleysi meðal kvenna á hinn bóginn mun meira eða 45% á meðan það er 15% meðal karla. „Fjárhagslega er það ekki mjög eftirsóknarvert að vera atvinnulaus því atvinnuleysisbætur eru mjög lágar eða 50-60% af lág- markslaunum. Bætur taka einnig mið af fjölskyldutekjum, þannig að ef annað hjóna er í vinnu og hefur sæmileg laun fær hitt ekki bætur þrátt fyrir atvinnuleysi." Skortur á menntafólki og nauðsynjum án tillits til búsetu. Grænlandsflug hefur jafnframt not- að hagnað af flugleiðinni til og frá Nuuk til að niðurgreiða kostnað vegna þyrluflugs til og frá smærri stöðum á landsbyggðinni. Þegar ráðstöfunartekjur íbúa Grænlands og íslands eru bornar saman án framlags danska ríkisins til Grænlands kemur í ljós að þær eru um 15% hærri á íslandi. Ef hins vegar framlagi danska ríkisins er bætt við, þá eru ráðstöfunartekjur íbúa Grænlands um 31% hærri en íbúa íslands. Skattahlutfallið er, að „Til að draga úr atvinnuleysi hafa bæjar- og sveitarfélög skipulagt námskeið fyrir atvinnu- lausa og skapað bæði Mlklll Skortur varanleg og tímabundin er á menntuðu störf fyrir atvinnulaust vinnuafli fólk. í atvinnuskapandi ———verkefnum á vegum bæj- ar- og sveitarfélaga greiðir heimastjórnin helming launa- kostnaðarins en bæjar- og sveitarfé- lög hinn helminginn. Þar fyrir utan hefur heimastjórnin komið á ævi ráðningu í verslunarfélaginu KVl og skipafélaginu Royal Arctic Line sem eru að stórum hluta til í eigu heima- stjórnarinnar. Til að minnka áhrif árstíðarsveiflna á atvinnu hefur heimastjórnin reynt að draga sem minnst úr framkvæmdum yfir vetr- armánuðina og jafnframt keypt hrá- efni af veiðimönnum, eri það skapaði um 327 heilsársstörf í fyrra. Auk þess er það markmið stjórnarinnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.