Morgunblaðið - 26.11.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.11.1995, Blaðsíða 20
20 B SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 1995 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ UM ÍSLENSKA ORÐABÓKAGERÐ Gerð orðabóka gegnir mikilvægu og marg- þættu menningar- hlutverki. Jón Hilmar Jónsson segir mikið verk óunnið í íslenskri orðabókagerð — en vonir standi til að ný og betri skilyrði til þessara starfa séu á næstu grösum. HÉR í Morgunblaðinu hefur tví- vegis verið fjallað um stöðu og vanda íslenskrar orðabókaútgáfu undanfarið, fyrst í greininni „Lykill að eflingu tungunnar" fimmtudag- inn 9. nóvember og síðan í Reykja- víkurbréfi blaðsins sunnudaginn Í2. nóv. Um leið og ég þakka blaðinu fyrir þessa umfjöllun, sem vakið hefur verðskuldaða athygli á nauð- syn þess að blása til sóknar i ís- Ienskri orðabókastarfsemi, geri ég hana að tilefni þeirra hugleiðinga sem hér fara á eftir um íslenska orðabókagerð, vanda hennar og við- fangsefni. Mikilvægt menningarhlutverk Gerð og útgáfa orðabóka gegnir mikilvægu og margþættu menning- arhlutverki í hveiju þjóðfélagi, bæði inn á við og ijt á við. Þörf íslend- inga fyrir góðar orðabækur verður vart ofmetin þegar haft er í huga að hér er þjóðtungan, varðveisla hennar og efling, beinlínis kjami menningarinnar, en vaxandi sam- skipti við erlendar þjóðir jafnframt lykill að framförum og nýrri þekk- ingu. Ég geri ráð fyrir að svör manna, yrðu á ýmsan veg ef spurt væri hvaða hlutverki góð orðabók gegndi. Sumir myndu benda á það hlutverk að varðveita orðaforða tungunnar í öllum sínum margbreytileika, þjóð- inni til fróðleiks og leiðsagnar og tungunni sjálfri til styrktar og efl- ingar. Líklegt er að fræðimenn myndu nefna gildi orðabóka sem undirstöðu rann- sókna á orðaforða málsins, orðmyndun og málsögu. Rithöfundar, þýðendur og blaða- menn hefðu trúlega orð á því að orðabækur ættu ekki síst að vera til stuðnings þeim sem starfa við að færa hugsun sína í ritaðan búning. Og ætla má að margt skólafólk ætlað- ist til þess að orðabæk- ur greiddu mönnum leið að skilningi á fram- andi orðum. Öllum þessum hlutverkum, og raunar koma mörg fleiri til greina, verða vitaskuld ekki gerð viðhlítandi skil í einni orðabók, enda er §öl- breytni orðabókategunda mikil þeg- ar litið er til þeirra tungumála sem búa að lengstri og ríkastri orðabóka- hefð, svo sem ensku og þýsku. Takmörkuð og fábreytt Eins og bent var á í umíjöllun Morgunblaðsins hefur íslensk orða- bókagerð löngum verið fremur tak- mörkuð og fábreytt. Fyrir því eru að vísu ýmsar augljósar orsakir, svo sem fámenni og fjárskortur, en ég hygg að draga þurfi fram fleiri atr- iði til skýringar á þessum vanda, og er þá nauðsynlegt að greina á milli mismunandi orðabókartegunda því að staða þeirra er býsna ólík þegar nánar er að gætt. Eina almenna íslensk-íslenska orðabókin, íslensk orðabók, sem Árni Böðvarsson ritstýrði, kom út hjá Menningarsjóði árið 1963, og síðan aukin og endurbætt árið 1983. Eðli málsins samkvæmt hefur ís- lensk orðabók verið grundvallarrit meðal íslenskra orðabóka og verður það vafalaust enn um fyrirsjáanlega framtíð. Fyrir fáeinum árum seldi Menningarsjóður Máli og menningu útgáfurétt bókarinnar og hafa nú þegar verið lögð drög að endurskoð- un verksins og nýrri útgáfu, eins og fram kom í ummælum Marðar Ámasonar hjá Máli og menningu hér í blaðinu á dögunum. Hér er á margan hátt um vandasamt verk- efni að ræða, þar sem annars vegar Jón Hilmar Jónsson Alúöarþakkir til þeirra er minntust mín á átt- rœðisafmœlinu 31. október síðastliÖinn. Sér- stakar þakkir fœri ég börnum okkar hjóna, tengdabörnum, barnabörnum og öðru vensla- fólki, sambýlisfólki og fjölmörgum vinum nœr og fjcer. A þessum tímamótum sendi ég nemendum mínum og samkennurum í Vestmannaeyjum, á Akranesi, í Gagnfrœöaskóla Austurbœjar og Vogaskóla kcerar kveðjur og þakkir fyrir sam- starf á liðnum áratugum. Þœr kveðjur sendi ég einnig til söngfélaga minna í skólakórum, lcarla- og kirkjukórum í átthögum mínum og öÖrum dvalarbyggÖum. Hjartans þakkir til ykkar allra. Guö blessi ykkur! Helgi Þorláksson. þarf að varðveita ein- kenni bókarinnar sem almennrar skýringa- orðabókar með áherslu á sögulega framvindu máls og orðaforða, en hins vegar að auka gildi hennar sem lýs- andi orðabókar um mál samtímans. Hafa verð- ur í huga að íslensk orðabók var í upphafi reist á íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blön- dals og ber ýmis merki þess að hafa ekki verið samin frá granni sem íslensk-íslensk orða- bók. Endurskoðun bók- arinnar hlýtur því ekki síst að bein- ast að því að skerpa einkenni henn- ar og hagnýtt gildi sem almennrar íslensk-íslenskrar orðabókar. Vegna stórfelldra tækniframfara síðasta áratugar er nú orðið hægara um vik en við síðustu endurskoðun bók- arinnar að draga saman nýtt efni, vinna úr því á skipulegan hátt og skipa einstökum efnisatriðum bók- arinnar í innbyrðis samræmi. Íslensk-íslensk Íslensk-íslensk orðabók er að sjálfsögðu fyrst og fremst ætluð þeim sem hafa íslensku að móður- máli, þótt slík orðabók geti vissulega einnig nýst þeim erlendum mönnum sem hafa aflað sér kunnáttu og fæmi í íslensku. Flestir þeir útlend- ingar sem fást við íslensku þurfa þó á tvímála orðabókum að halda, þar sem stök orð og orðasambönd era skýrð með þýðingum, jafnyrðum eða umritunum á erlendu máli. ís- lensk-erlendar orðabækur gegna reyndar öðram þræði því hlutverki að veita íslendingum aðgang að orði eða orðalagi sem að notkun og merkingu svarar til íslensks fletti- orðs. Þetta tvenns konar hlutverk tvímála orðabóka er reyndar erfitt að sameina enda er hér á ferð eitt af mörgum tilefnum tegundagrein- ingar orðabóka sem vandkvæði geta reynst á að fylgja eftir í litlu mál- samfélagi. Það er fyrst og fremst á þessu sviði sem íslensk orðabókagerð hef- ur verið vanmegnug og veikburða um langt skeið. Í íslensk-erlendum orðabókum er það íslenska sem er í brennidepli, ef svo má segja, við- fangsefnið er að skýra íslenskan orðaforða og íslenska orðanotkun, og erlenda skýringamálið er að því leyti í aukahlutverki sem tæki til að miðla þeirri vitneskju til notenda. Flestar þær íslensk-erlendu orðabækur sem samdar hafa verið á síðustu áratugum eru ófullkomnar á einn eða annan hátt, sumar. of efnislitlar, aðrar óskýrt afmarkaðar og ofhlaðnar veigalitlu orðafari. En höfundum þessara orðabóka hefur sannarlega verið vorkunn og í sjálfu sér er ekki að undra þótt margar bækumar beri þess merki að ekki hefur verið lögð nægileg alúð við íslenska hlutann því viðeigandi efni- viður í nýjar íslensk-erlendar orðabækur hefur verið ógreiður að- göngu svo að menn hafa hneigst til að notfæra sér afmörkun og lýsingu eldri orðabóka meir og lengur en góðu hófi gegnir. Því er ekki að undra þótt flestar orðabækur í þess- um flokki þyki nú úreltar og uppi séu raddir um að nýrra orðabóka sé þörf. Það á ekki síst við um orðabækur milli íslensku og nor- rænu málanna norsku, sænsku og dönsku. Erlend—íslensk, íslensk—erlend Þegar litið er til erlend-íslenskra orðabóka háttar allt öðravísi til. Hér reynir ekki á sama hátt á heillegan og samstæðan íslenskan efnivið, því erlenda málið er í fyrirrúmi og ís- lensku orðin era valin með tilliti til þess að þau kallist sem best á við það sem fyrir verður af erlendum orðum og orðasamböndum. í þess- um flokki hefur verið veraleg gróska á undanfömum árum, eins og eftir- taldar orðabækur eru m.a. til vitnis um: Sænsk-íslensk orðabók 1982, Ensk-íslensk orðabók 1984, Ensk- íslensk skólaorðabók 1986, Norsk- íslensk orðabók 1987, Dönsk-íslensk orðabók 1992 og Frönsk-íslensk orðabók 1995. Enn er tíðinda að vænta því að á næsta ári er væntan- leg stór rússnesk-ísiensk orðabók. Eins og þessi upptalning ber með sér er síður en svo nokkur deyfð yfír útgáfu orðabóka af þessu tagi, þótt menn kunni að sakna orðabóka um einstök tungumál og bækumar séu ekki allar sambærilegar að stærð og gæðum. En vert er að benda á að í augum íslenskra not- enda verða bækur í þessum flokki síður úreltar en þær sem hafa ís- lensku að meginviðfangsefni. Þess er og að geta að stofn margra þess- ara bóka (þ.e. orðaforði erlenda málsins) er ekki nema að litlu leyti frumsaminn, ef svo má segja, heldur fenginn úr annarri viðurkenndri orðabók. Þetta á t.d. við um Ensk- íslenska orðabók frá 1984, Norsk- íslenska orðabók 1987, Dansk- íslenska orðabók 1992 og Fransk- íslenska orðabók 1995. Sú ráða- breytni er vissulega til hægðarauka og gefur færi á að leggja meiri áherslu en ella á þýðingarmálið. Útgáfa erlend-íslenskra orðabóka er því á margan hátt aðgengilegri og nærtækari en útgáfa íslensk- erlendra bóka. Ég vil leggja áherslu á eitt atriði enn sem ég tel að hafí örvað menn til framtaks á þessu sviði en jafnframt hamlað framtaki orðabókarhöfunda þegar um er að ræða íslensk-erlendar orðabækur. Ég á við þá miklu áherslu sem hér er lögð á íðorðastarf og myndun nýyrða, þar sem ný hugtök í bún- ingi erlendra orða era sífellt að knýja málið til viðbragða og þau viðbrögð verða með nokkrum hætti prófsteinn á getu og nýsköpunar- mátt tungunnar. Eins og vonlegt er gætir mikillar grósku en þá um leið nokkurs ósamræmis í erlend- íslenskum orðabókum þegar kemur að orðafari af þessu tagi og er ekki alltaf ljóst hvenær um er að ræða nýyrði og hvenær þýðingarorð styðst við málvenju eða eldri heim- ildir. Á hinn bóginn getur verið hæpið að hefia nýyrði eða lítt mótað þýðingarorð til virðingar sém fletti- orð í íslensk-erlendri orðabók þótt það sé vel og rétt myndað, og erfítt að velja og hafna þegar kemur að samheitum. íslenskur orðabókarstofn Þar með er ég aftur kominn að gerð og útgáfu íslensk-erlendra orðabóka, þeim flokki orðabóka þar sem sýnilega er þörf mestra um- bóta. Eins og ég drap á hér á und- an er vart að vænta markverðra nýmæla á þessu sviði nema veraleg rækt verði lögð við að afmarka og greina efnivið sem hæfir orðabókum af þessu tagi. Þess er nú loks að vænta að úr rætist í þessum efnum því að á veg- um Orðabókar Háskólans, í sam- vinnu við Norræna málstöð (Nordisk spráksekretariat) í Ósló, er verið er að vinna að gerð íslensks orðabókar- stofns sem ætlunin er að verði nýtt- ur við samningu nýrra orðabóka milli íslensku og skandinavisku málanna. Norræni menningarsjóð- urinn hefur veitt myndarlegan Qár- styrk til fyrri áfanga verksins sem ljúka mun snemma á næsta ári en gert er ráð fyrir að síðari áfanga verði lokið tveimur árum síðar. Af- mörkun orðaforðans miðast við meðalstóra orðabók, sem hefur að geyma u.þ.b. 50 þúsund flettiorð, þar sem fyrst og fremst er fengist við almennt orðafar. Flettiorðin eru valin á grandvelli tölvutækra safna Orðabókar Háskólans en viðbótar- efnis er áflað úr öðrum heimildum. Þessum orðaforða verða síðan gerð skil að því marki sem við á áður en erlend þýðingarorð koma til sög- unnar, m.a. með tilliti til orðmynd- unar og beygingar, setningarein- kenna, stflgildis og að nokkra leyti merkingareinkenna. Ætla má að þessi orðabókarstofn geti komið að margvíslegum notum í hagnýtu og fræðilegu orðabókar- starfí í framtíðinni, ekki aðeins við gerð þeirra orðabóka sem hann er sniðinn að í upphafí heldur einnig við samningu annarra og annars konar orðabóka, og með tilkomu stofnsins verða tölvutæk gögn Orða- bókar Háskólans aðgengilegri og margþættari en áður. Norræn samvinna Gerð orðabókarstofnsins er einnig ánægjulegur vitnisburður um gildi norrænnar samvinnu á menningar- sviðinu, þar sem orðabækur gegna mikilsverðu hlutverki, eins og ræki- lega var undirstrikað í fyrmefíidu Reykjavflcurbréfi Morgunblaðsins. Á þetta er þörf að benda nú þegar ráðagerðir era uppi um stórfelldan niðurskurð á framlögum til nor- rænnar samvinnu. í þessu sambandi ber að geta þess að norræna ráð- herranefndin beitti sér fyrir því árið 1990 að skipuð var samnorræn nefnd til að meta þörfína á nýjum orðabókum milli norrænna mála. í áliti nefndarinnar árið 1992 kom fram að sérstaka áherslu bæri að leggja á nýjar íslensk-skandinavísk- ar orðabækur (einkum íslensk- norska og íslensk-sænska orðabók). Sá norræni fjárstuðningur sem ís- lensku orðabókarstarfí er nú veittur er ávöxtur þessa frumkvæðis nor- rænu ráðherranefndarinnar á sínum tíma. Norrænt samstarf hefur blómg- ast á fleiri sviðum undanfarin ár til hagsbóta fyrir orðabókarstarf á Norðurlöndum. Norræna orðabóka- fræðifélagið (Nordisk forening for leksikografi) var stofnað í lok fyrstu norrænu orðabókafræðiráðstefn- unnar, sem haldin var í Ósló vorið 1991. í fyrra hófst útgáfa tímarits um orðabókafræði á vegum félags- ins sem ber heitið LexicoNordica, og haldnar hafa verið ráðstefnur annaðhvert ár, nú síðast hér í Reykjavík fyrr á þessu ári. Megin- verkefni félagsins um þessar mund- ir er að semja norræna orðabók um hugtök og heiti í orðabókafræði. Hér er um að ræða starfsemi sem íslensk orðabókagerð mun njóta góðs af í framtíðinni, ekki síst að því er varðar hinn fræðilega þátt orðabókarstarfsins. Mlkið óunnið Þótt mikið verk sé óunnið í ís- lenskri orðabókagerð og íslending- ar standi þar nágrönnum sínum og stærri þjóðum að baki á mörgum sviðum er vonandi ekki ástæða til að óttast stöðnun eða afturför á komandi árum. Skilningur stjóm- valda á gildi orðabókarstarfs og orðabókaútgáfu ræður vitanlega miklu um það hveiju komið verður í framkvæmd. Jafnframt má binda vonir við það að nú eru að skapast ný og betri skilyrði til að leggja þá undirstöðu sem margar íslensk- ar orðabækur hefur skort til þessa. Höfundur er orðabókarritstjóri og formaður Norræna orðabóka- fræðifélagsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.