Morgunblaðið - 05.03.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.03.1996, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 5. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Aðalsamningamaður Dana á ríkjaráðstefnu ESB Skynsamlegt fyrir Island að bíða með ESB-aðild Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. SKYNSAMLEGT er fyrir íslendinga að bíða með að ákveða aðild að Evrópusambandinu þar til eftir ríkjaráðstefnu þess, sem hefst nú í lok mánaðarins. Þetta er skoðun Niels Ersböll, sendiherra og aðalsamningamanns Dana á ráðstefnunni. í erindi sínu í gær á Evrópuráðstefnu Norðurlandaráðs um dagskrá ríkjaráðstefn- unnar, sagði hann að hvorki almenningur né ríkisstjómir hefðu gert sér grein fyrir því að ekkert sé lengur eins og áður var og því lítið um viðbrögð við nýjum aðstæðum. í samtali við Morgunblaðið sagði Ersböll að skynsamlegt væri af Islendingum að bíða niður- stöðu ríkjaráðstefnunnar, áður en þeir tækju ákvörðun um hvort þeir hygðust sækja um aðild. Á ríkjaráðstefnunni myndi ýmislegt skýr- ast varðandi frekari þróun ESB. Um leið yrði auðveldara að taka ákvörðun um aðild, þar sem ljósara yrði að hveiju ný lönd gerðust aðilar. Ersböll sagði að óhjákvæmilegt væri að taka nokkum tíma í ráðstefnuna. Þó óheppilegt væri að hún drægist á langinn, yrði að taka þann tíma sem þyrfti til að ná ótvíræðum árangri og því áliti hann að henni lyki vart fyrr en haustið 1997. Enn lægi ekkert fyrir nema fyrirsagnir, en engar áþreifanlegar tillög- ur. í þetta skiptið dygði ekki að ljúka ráðstefn- unni með almennum atriðum, sem almenningur treysti svo ekki hvemig yrðu túlkuð. Um möguleika íslands til að hafa áhrif inn- an ESB sagði Ersböll að íslendingar hefðu eigin sambönd innan Norðurlandanna, auk þess sem þeir hefðu sambönd við hinar ýmsu evrópsku stofnanir. Undirbúningur að ríkjaráð- stefnunni byði auk þess upp á ýmsa möguleika til að koma skoðunum sínum á framfæri. í erindi sínu sagði Ersböll að hvorki almenn- ingur né ríkisstjómir hefðu gert sér grein fyr- ir að ekkejt gæti orðið eins og það var. Hag- kerfí heimsins fléttuðust saman og væm inn- byrðis háð hvert öðru og við því þyrfti að bregð- ast. En helsta hótunin við evrópskt samfélag væm þær neyðaraðstæður sem’ atvinnuleysi í Evrópu orsakaði. Evrópsk formennska í stað áhugamála einstakra landa Ersböll undirstrikaði að öll Norðurlöndin settu aðild Austur- og Mið-Evrópulanda á odd- inn, en hins vegar vantaði upp á að óskinni fylgdi skilningur á afleiðingum þess að ESB nær tvöfaldaðist og hvað þyrfti til að ESB yrði vel virkt eftir sem áður. Þannig skipti til dæmis öllu máli í. stóm ESB hvemig for- mennskunni yrði háttað, en enn væri með öllu óljóst hvaða breytinga þyrfti að grípa til á þessu sviði. Hans svar væri að leggja bæri áherslu á evrópska fomiennsku í þágu evróp- skra hagsmuna í stað þess að einstök lönd notuðu formennskuna til að koma eigin áhuga- málum á framfæri. Hagnaður Granda 223 millj. HAGNAÐUR varð á rekstri Granda hf., að upphæð 223 milljónir króna árið 1995. Árið 1994 var hagnaðurinn 153 milljónir króna. Rekstrartekjur félagsins í fyrra námu 3.512 milljónum króna og er það 3% samdráttur frá árinu áður. í fyrra var heild- arafli togara Granda 31.083 tonn en árið áður 37.148 tonn og er það 16% samdráttur í afla milli ára. Hér kemur til minni úthlutun aflaheimilda og minni sókn í úthafskarfa meðal annars vegna sjómannaverk- fallsins. Eigið fé Granda nam 1.961 milljónum króna í lok árs 1995 og var eiginfjárhlutfallið 38%. Arðsemi eigin fjár var 14% sam- anborið við 10% árið áður. Hlut- afé félagsins nam 1.195 milljón- um króna og hefur hækkað um 100 milljónir króna vegna sölu nýrra hluta á árinu. Hluthafar voru 793 um s.l. áramót og hafði fjölgað um 93 á milli ára. REYKJAVÍKUR ^SKÁKMÓTIÐN Flensa um göngin MIKIL umferð aðkomufólks hefur verið á Flateyri í vetur, eftir að jarðgöngin í Breiðadalsheiði voru opnuð. Um helgar hefur umferðin oft verið eins og á sumardögum. Óvenju skæð inflúensa hefur herjað á Flateyringa undanfama mánuði, eins og aðra landsmenn. Viðmælandi á staðnum varpar því fram að tilkoma ganganna, sem rauf vetrareinangrun staðarins, kunni að eiga sinn þátt í þessu. Páll Þorsteinsson heilsugæslu- læknir segir að vissulega aukist samskipti fólks níeð bættum sam- göngum og það hafi gerst með til- komu ganganna. Hann vill þó ekki varpa allri sökinni á göngin og bendir á að flensan hafí verið óvenjuskæð um allt land. Stórmeistar- ar í forystu NIKOLIC, Agdestein og Tisdall voru efstir á Reykjavíkurskák- mótinu þegar þeir höfðu lokið skákum sínum í þriðju umferð sem tefld var í gærkvöldi. Þeir höfðu unnið allar sínar skákir. í gærkvöldi hafði Nikolic betur í viðureign sinni við Einar Gaus- el. Simen Agdestein vann Hector og Tisdall vann Conquest. Helgi Ólafsson var að reyna að halda jöfnu gegn Boris Gulko. Djurhuus og Hannes Hlífar gerðu jafntefli. Einnig van der Werf og Curt Hansen. Margeir vann Jón Garðar Viðarsson og Jóhann Hjartarson hafði betur í viðureign sinni við Jon Yoos. Helgi Áss hafði þegar síðast fréttist góða stöðu gegn Rozentalis. ■ Skákþáttur/41 Stjóm Prestafélagsins fjallar um mál biskups íslands Ágreiningur um af- greiðslu ályktunar GEIR Waage, formaður Prestafé- lags íslands, lagði í gær fram drög að ályktun í stjórn PI þar sem segir að ósannur áburður um trúnaðar- brest geti ónýtt aðstöðu prests til að gegna þjónustu sinni. Hann segir að ekki hafí unnist tími til að ljúka umfjöllun í stjórninni um ályktunina. í ályktuninni er vitnað í siðareglur presta um trúnaðartraust og þagn- arskyldu. Síðan segir: „Þessar form- legu reglur Codex Ethicus presta eru til marks um mikilvægi heilinda og trúnaðartrausts af hálfu prests gagnvart sóknarbarni. Komi upp trúnaðarbrestur þar á milli, sem rekja má til ummæla eða atferlis af prestsins hálfu, er nauðsynlegt, að strax sé brugðizt við og hann bætt- ur með fullnægjandi hætti og sé hann svo alvarlegur, að eigi verði úr bætt, eða að sættir náist, er full- komlega óvíst, hvort viðkomandi prestur geti talizt vera embættisfær. Sé um alvarlegt trúnaðarbrot að ræða gildir einu, hvort það varðar við lög eða ekki. Brotið eða ásakan- ir um brot ber að taka alvarlega, slíkt fyrnist ekki. Trúnaðarrof bætist ekki af sjálfu sér.“ í ályktunardrögunum segir að stjórn PÍ harmi að ekki skuli vera tii innan kirkjustjórnarinnar úrræði til að rannsaka eða úrskurða þegar sakarefni sé borið á starfandi prest. Siðanefnd PÍ sé hvorki dómstóll né heldur rannsóknaraðili sem geti komið í stað formlegs, opinbers að- ila á vegum kirkjustjómarinnar. „Stjóm PÍ er þeirrar skoðunar, að ofangreint úrræðaleysi kirkjunn- ar til að prófa og úrskurða í alvarleg- um kærumálum valdi því, að prestur geti ekki reitt sig á að njóta þeirrar grundvallarreglu íslenzks réttarfars, að teljast saklaus unz sök hefur verið á hann sönnuð. Vegna hinnar alvarlegu kröfu um algjöran trúnað getur ósannur áburður um trúnaðarbrest ónýtt að- stöðu prests til að gegna þjónustu sinni og haldið vakandi efasemdum um heilindi hans og hæfí til að gegna embætti. Þar með er brostin for- senda þess, að prestur geti gegnt embætti og uppfyllt skyldur þess og hann nýtur í reynd ekki ofangreindr- ar réttarfarsreglu, að teljast saklaus unz sök hefur sannazt." Plaggi formannsins hafnað Séra Baldur Kristjánsson, vara- 1 formaður Prestafélagsins, sagði að j sr. Geir Waage, formaður, hafi lagt v plagg þetta fram í fyrsta sinn á sjö- ’ unda tímanum í gær, en fundurinn stóð frá klukkan 14 til 19. Eftir stutta umræðu hafí verið ljóst að erindið ætti ekki hljómgrunn heldur hafi því beinlínis verið hafnað. Þá hafi formaður safnað saman öllum eintökum af ályktuninni og dregið hana til baka. „Þarna er því lýst yfír að sekt og | sakleysi skipti ekki máli þegar um presta ræðir. Eftir því er nóg að j bera eitthvað upp á prest til að eyði- I leggja hann. Það getum við aldrei samþykkt,“ sagði séra Baldur. ■ Biskup hefur falið/6 Andrei Kozyrev fyrrverandi utanríkisráðherra Rússlands Reiðubúinn að koma ' til viðræðna á Islandi ANDREI Kozyrev fyrrverandi utan- ríkisráðherra Rússlands, nú þing- maður, lýsti yfir miklum áhuga á að bæta samskiptin við ísland og sagðist vera reiðubúinn að koma til landsins með hagsmunaaðilum frá Murmansk-héraði til viðræðna við fulltrúa í íslenskum sjávarútvegi, þegar Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi utanríkisráðherra ís- lands og Gunnar Gunnarsson sendi- herra hittu hann á óformlegum fundi í sendiráðinu í Moskvu síðast- liðinn föstudag. Jón Baldvin var á leiðinni til Eist- lands og segist hafa verið mjög ánægður þegar Kozyrev þáði boð íslenska sendiherrans um að hitta þá í Moskvu. Kozyrev lét af starfí utanríkisráðherra Rússlands í byrj- un þessa árs en því embætti hafði hann gegnt á fimmta ár, frá því áður en Sovétríkjunum var skipt upp. Jón Baldvin segir að hann sé enn áhrifamikill stjórnmálamaður og auk þess þingmaður fyrir Murm- ansk og geti því haft áhrif á mál sem varði samskipti þjóðanna. „Hann lýsti yfír miklum áhuga á að bæta samskiptin við ísland. Hann er reiðubúinn til að koma til íslands, ef sú ferð yrði vel undirbú- in, með fulltrúum hagsmunaaðila frá Murmansk-héraði til að ræða við fulltrúa í íslenskum sjávarút- vegi. Þeim skilaboðum mun ég koma á framfæri við rétta aðila, meðal annars íslensk stjórnvöld," segir Jón Baldvin. Deilur þjóðanna um fískveiðimál komu til tals á fundinum. Jón Bald- vin segir að hann og sendiherrann hefðu sagt Kozyrev frá stöðu mála. Með Andrei Kozyrev var sam- byliskona hans en hún vann í rúss- neska sendiráðinu í Reykjavík á ár- unum 1989 til 1993. Jón Baldvin segir að hún þekki vel til í Reykja- vík og telji Island mikið fyrirmyndar- land. „Menn þurfa því ekki að leita langt til að eiga greiðan aðgang að góðum meðmælum með Islandi," segir Jón Baldvin Hannibalsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.