Morgunblaðið - 07.03.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.03.1996, Blaðsíða 6
6 • ÆIM&T-UÐAGUR 7.-MARZ 1996 .-......——............----- FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ Erfítt og blautt færi ERFITT og blautt færi var í Bláfjöllum í gær en skóla- krakkar í skíðaferð létu það ekki á sig fá. Þeirra á meðal voru krakkar frá Grindavík. Séra Geir Waage Alyktun ekkigegn biskupi SR. GEIR Waage, formaður Presta- félags íslands, segir það fráleitt að drög að ályktun sem hann lagði fram á síðasta fundi Prestafélags íslands hafi beinst gegn biskupi, eins og Ragnar Aðalsteinsson lögmaður biskups hefur sagt. „Biskup er hvergi nefndur í þessu áliti,“ sagði sr. Geir. „í álitsgerðinni var ég að reyna að nálgast þann sið- ferðilega vanda sem snýr að okkur prestum. Vegna þess að við eigum allt undir trúnaði og tiltrú fólks, þá getur ósannaður áburður bæði valdið og viðhaldið efasemdum um trúverð- ugleika prests í starfí. Þetta er ein- faldlega staðreynd, þótt hún fari augljóslega mjög í bága við þá rétt- arfarsreglu að maður skuli vera sak- laus uns sekt hans er sönnuð. Með því að benda á þetta taldi ég mig vera að bera fram vöm fyrir okkur presta og sérstaklega þann prest sem nú liggur undir hvað þyngstum áburði af þessum toga.“ Ber vott um úrræðaleysi Ragnar Aðalsteinsson sagði einnig að fyrmefnd drög að ályktun væru liður í valdabaráttu í kirkjunni. Geir telur að með því hafí Ragnar verið í raun að gefa í skyn að mál biskups verði ekki útkljáð eftir lögfræðilegum leiðum. Þess vegna hafí Ragnar ver- ið að færa málið yfír á hið pólitíska svið þar sem deilur og átök em yfir- leitt útkljáð. „í kjölfarið á þessari yfírlýsingu lögmannsins spruttu upp sögur um hvers kyns um samsæri, það fínnst mér vont, en ég tek mark á þessu af því að þetta ber vott um úrræðaleysið og angistina sem liggur á fólki," sagði sr. Geir. Aðeins uppbót a lífeyri lækkaði MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi frá Tryggingastofnun ríkisjns: „Á síðu 2 í Morgunblaðinu mið- vikudag er frétt með yfirskriftinni „Hörð gagnrýni á lækkun umönn- unarbóta". Þar er ruglað saman fjór- um bótaflokkum en í raun lækkaði aðeins uppbót á lífeyri þann 1. mars. Hvorki umönnunarbætur, heimilis- Morgunblaðið/RAX Fáskrúðsfjörður Innbrot í Heilsugæslu- stöðina Fáskrúðsfirði. Morgunblaðið. BROTIST var inn í Heilsu- gæslustöðina á Fáskrúðsfirði aðfaranótt miðvikudagsins og þaðan inn í apótek staðarins. Þaðan var stolið nokkuð af svefnlyfjum ásamt fleiri lyfum að verðmæti 50 þús. krónur. Nokkrar skemmdir voru unnar á húsnæðinu við innbrotið en ekki er búið að meta tjónið. Lögreglan á Fáskrúðsfirði ásamt rannsóknarlögreglunni á Eskifirði hefur upplýst málið að fullu en innbrotsþjófurinn var handtekinn við komuna til Reykjavíkur með flugi frá Eg- ilsstöðum. uppbót né sérstök heimilisuppbót hafa hins vegar lækkað. Uppbót á lífeyri er greidd til lífeyr- isþega sem bera kostnað vegna lyija, umönnunar eða húsaleigu. Henni má ekki rugla saman við umönnun- arbætur en það eru þær bætur kall- aðar sem greiddar eru foreldrum fatlaðra og sjúkra barna. Uppbót á lífeyri er mishá eftir aðstæðum fólks. Þeir, sem hafa heimilisuppbót og sérstaka heimilis- uppbót, geta fengið frekari uppbót á lífeyri að ákveðnu hámarki. Þetta þak á frekari uppbótinni lækkaði nú 1. mars. Sjálf heimilisuppbótin lækk- aði ekki enda er þar um annan bóta- flokk að ræða. Samkvæmt reglugerð heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins lækkar hámarksuppbót til lífeyris- þega sem njóta umönnunar annarra en maka úr 18.722 kr. í 16.048 kr. á mánuði. Hámarksgreiðsla uppbót- ar til þeirra sem hafa heimilisuppbót lækkar úr 10.698 kr. í 9.361 kr. á mánuði en hámarksuppbót til þeirra sem hafa sérstaka heimilisuppbót lækkar úr 5.349 kr. í 4.681 kr. á mánuði. Loks lækkar hámarksuppbót til lífeyrisþega sem eru giftir eða i óvíðgri sambúð úr 13.373 kr. í 12.036 kr. á mánuði. í heild hefur þessi lækkun áhrif á greiðslur til rúmlega 1.800 lífeyrisþega sem fá greidda uppbót á lífeyri, en gert er ráð fyrir að hún spari ríkissjóði um tvær milljónir á mánuði.“ Hörð vlðbrögð samtaka fatlaðra við niðurskurði heimildaruppbóta öryrkja Sjálfsbjörg með mótmælastöðu SJALFSBJÖRG, félag fatlaðra í Reykjavík og nágrenni, og Sjálfs- björg, landssamband fatlaðra, efna til mótmælastöðu við heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið fimmtu- daginn 7. mars kl. 12.30. I fréttatilkynningu þessara aðila segir m.a: „Sjálfsbjörg, landssam- band fatlaðra, og Sjálfsbjörg, félag fatlaðra í Reykjavík og nágrenni, mótmæla harðlega enn einni aðför- inni að öryrkjum. Það er einn gang- inn enn ráðist á kjör fatlaðra og þá einna helst þeirra sem minnst hafa. Heimildaruppbót er skorin niður um 10-20% sem er allt upp í 2.675 kr. á mánuði eða rúmar 32 þúsund krónur á ári. Það er viðurkennt við úthlutun að þeir sem fá greidda heimilisupp- bót v. lyfja-, sjúkrakostnaðar eða umönnunar er það fólk sem ekki getur lifað af tryggingabótum sín- um nema að þessi heimildaruppbót komi til. Öryrkjar eru með fjárhags- skuldbindingar eins og aðrir þjóðfé- lagsþegnar og munar þá um hveija krónu sem bætur þeirra skerðast. Þessar breytingar eiga að spara ríkissjóði tvær milljónir króna á mánuði sem nær ekki þeirri upphæð sem þingmenn skenktu sjálfum sér er þeir gáfu sér 40 þúsund ofan á mánaðarkaup sitt (40 þús. x 63 þús. = 2.420 millj.).“ Öryrkjabanda- lag Islands hefur sent heilbrigðis- og tryggingaráðherra bréf og sent samrit til forsætisráðherra þar sem mótmælt er enn einu sinni harðlega þeirri lækkun heimildabóta lífeyris- þega sem nú er komin til fram- kvæmda „enda mun gjörð þessi hafa mikil áhrif á kjör ijölmargra lífeyrisþega. Oryrkjabandalag íslands mun með öllum tiltækum ráðum vinna að því að þessari gjörð vérði hrund- ið svo miídu sem hún skiptir fynr lífsviðurværi ótalinna öryrkja." Miðstjórn ASÍ samþykkti ályktun í gær þar sem mótmælt er harðlega „nýjustu atlögu heilbrigðisráðherra að kjörum elli- og örorkulífeyris- þega“. Miðstjórnin skoraði á allt almennt launafólk að fjölmenna á mótmælafundinn í dag. Siðanefnd Prestafélagsins fjallar um tengsl sr. Flóka Kristinssonar við Sigrúnu Pálínu Ingvarsdóttur Ekkí rök fyrir því að Flóki tengist málinu SIÐANEFND Prestafélagsins hefur komist að jieirri niðurstöðu að þau orð herra Olafs Skúlasonar, biskups Islands, að Sigrún Pálína Ingvars- dóttir, sem sakað hefur biskup um nauðgunartilraun, hafí verið í við- tölum hjá séra Flóka Kristinssyni í allan vetur eigi ekki við rök að styðj- ast. Starfsfólk Langholtskirkju stað- festir að séra Flóki og Sigrún Pálína hafí átt fund í Langholtskirkju 8. jan- úar 1996. Sigrún Pálína segir að á fundinum hafi mál hennar gegn bisk- upi ekki verið til umræðu. „Siðanefnd hefur fjallað um kvört- un séra Flóka Kristinssonar vegna ummæla biskups íslands, herra Ólafs Skúlasonar, um að Sigrún Pálína „væri búin að vera í viðtölum hjá séra Flóka Kristinssyni í allan vet- ur“. Séra Flóki Kristinsson telur þessi ummæli algerlega úr lausu lofti gripin og ekki sæmandi að halda fram slíkri ósannaðri .staðhæfingu. Staðfestir séra Flóki einarðlega fyrir siðanefnd að hann hafí engin af- skipti haft af málatilbúnaði þeirra kvenna. Siðanefnd tekur fyrir sitt leyti undir þetta álit séra Flóka,“ segir í áliti siðanefndar. Fundur með séra Flóka Fjórir starfsmenn Langholts- kirkjusafnaðar, þau Guðmundur E. Pálsson, Jón Stefánsson, Margrét Leósdóttir og Sigurbjörg Hjörleifs- dóttir, sendu AP-Iögmönnum, sem gæta hagsmuna biskups í þéssu máli, í gær frá sér yfirlýsingu vegna þessa máls. í henni segir: „Við und- irrituð staðfestum og getum vottað að Sigrún Pálína Ingvarsdóttir ásamt sambýlismanni sínum, átti langt við- tal við séra Flóka Kristinsson á skrif- stofu hans hinn 9. janúar 1996.“ Vegna þessarar yfirlýsingar sendi Sigrún Pálína Ingvarsdóttir frá sér yfirlýsingu. í henni segir: „Það er með ólíkindum hvaða aðferðum er beitt til að fela sannleikann um ásak- anir þær sem á biskup eru bornar. Á fundí mínum með séra Flóka Krist- inssyni var eingöngu fjallað um mál það sem ein kvennanna bar á biskup að hefði gerst á matsölustað í Kaup- mannahöfn og var það gert til að styðja hennar frásögn. Sú kona er sóknarbarn séra Flóka og vildi að hann þekkti sögu sína þar sem hann ætti að ferma son hennar nú í vor. Er þetta í eina skiptið sem ég og unnusti minn höfum hitt séra Flóka. Aðdróttanir Jóns Stefánssonar, org- anista í Langholtskirkju, og Guð- mundar Pálssonar, formanns sókríar- nefndar í sömu kirkju, um að séra Flóki standi að einhveiju leyti á bak við þessar ásakanir á hendur biskupi eru með öllu siðlausar og ósannar." Siðanefnd var kunnugt um fundinn Séra Úlfar Guðmundsson, formað- ur siðanefndar, sagði að siðanefnd hefði verið kunnugt um þennan fund Sigrúnar Pálínu og séra Flóka. Sr. Flóki hefði staðfastlega mótmælt því að hann ætti þátt í áburði kvennanna á biskup. Nefndin hefði ekkert í höndunum sem sannaði annað en að Flóki færi með rétt mál. Úlfar sagði að Sigrún Pálína hefði gefíð siðanefnd Prestafélagsins þá skýringu á því hvers vegna hún kæmi fram með þetta mál núna, að sr. Vigfús Þór Árnason hefði í fjöl- miðlum lýst yfír opinberum stuðningi við biskupinn. Hún hefði sagt að henni hefði verið misboðið þar sem sr. Vigfús Þór hefði búið yfir vitn- eskju um þær sakir sem á biskup væru bornar. Sigrún Pálína sagði í samtali við Morgunblaðið að hún hefði í sam- tölum við siðanefnd Prestafélagsins vegna máls síns gegn séra Vigfúsi Þór Árnasyni greint nefndinni frá fundi sínum og séra Flóka 9. janúar sl. Hún sagðist ennfremur hafa hitt Jón Stefánsson og Guðmund Pálsson fyrir utan kirkjuna eftir fundinn og heilsað þeim, enda væru þeir sér vel kunnugir. Þessi fundur hefði ekki farið leynt, enda engu að leyna. Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að séra Karl Sigurbjörnsson og séra Hjálmar Jónsson hafí reynt að koma á sáttum milli Sigrúnar Pálínu Ingvarsdóttur og biskups. Þeir munu einnig hafa átt fund með konunni sem dró mál sitt gegn biskupi til baka í fyrradag. Systkini einnar kvennanna kannast ekki við meinta áreitni Síðdegis í gær sendu AP-lögmenn frá sér bréf sem bróðir konunnar, sem ásakað hefur biskup um kyn- ferðislégá áteitni við sig á sundnátn- skeiði á Laugum í Reykjadal, skrif- aði biskupi Islands í fyrradag. í bréfinu segir: „Svo sem þér mun kunnugt, [er ég] bróðir einnar þeirra þriggja kvenna sem að undanfömu hafa haft uppi klögumál á hendur þér. Þegar ég heyrði frásögn hennar nú nýverið, spurðist ég fyrir meðal skyldmenna okkar og meðal annarra þeirra sem mér gat til hugar komið að gætu staðfest þennan framburð eða að líklegt væri að móðir okkar hefði leitað til að fá upplýst „hver hann væri þessi æskulýðsprestur . Rekur engan minni til að hafa nokkru sinni heyrt þetta mál nefnt fyrr en nú. Ég hef alið nánast allan minn aldur í foreldrahúsum og í sainbýh með þeim og tel fráleitt að mér hefði ekki borist til eyma ávæningur at þessum atburðum, verið frá þeim sagt, eða að þeir hefðu yfirleitt verið látnir liggja í láginni, ef þeir hetðu raunverulega átt sér stað. Að þessu athuguðu og með hhð- sjón af ýmsum aðstæðum systui minnar, svo sem ég þekki þær, er ég fullkomlega sannfærður um að þessi frásögn sé með öllu tilhælu- laus. Ég harma mjög að fjölskylda mín skuli nefnd til mála af þessum toga og með þessum hætti. Þvi þotti mér óhjákvæmilegt að gera þér þessa grein fyrir áliti mínu.“ Sem kunnugt er hefur systir kon- unnar lýst því yfir að hún hafi enga vitneskju um málið og það hafi aldr- ei verið rætt á æskuheimili hennar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.