Morgunblaðið - 14.04.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.04.1996, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 14. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ FORSETJlEMBJEm ER ÍEÐLISÍHU PÓUTÍSKT Forsetaembættið reyndist ekki freista Davíðs Oddssonar forsætisráðherra en hann tók af skarið með það á þriðjudag að gefa ekki kost á sér eftir að getgátur höfðu verið um það í nokkra mánuði að hann yrði í hópi forsetaframbjóðenda. Guðmundur Sv. Hermannsson og Karl Blöndal hittu Davíð að máli í vikunni og ræddu við hann um aðdraganda ákvörðunar hans, eðli forsetaembættisins, störf ríkisstjórnarinnar og ýmis önnur mál ÞÚ TÓKST þér nokkuð langan um- hugsunartíma áður en þú gafst yfirlýsingu um að þú mundir ekki sækjast eftir embætti forseta ís- lands. Hversu alvarlega varstu að velta þessum möguleika fyrir þér? „Menn þurfa að hafa tvennt í huga. Ég sagði strax að ég vildi ekki að kosningabar- áttan um forsetaembættið stæði nema tvo mánuði og ætlaði því ekki að velta málinu fyrir mér fyrr en á þessum tíma; ég gat ekki hugsað mér að þjóðin væri í kosninga- baráttu fyrir forseta, sem er í eðli sínu frið- sælt embætti, í fimm mánuði eða jafnvel leng- ur. Í annan stað sagði ég strax við fjölmiðla að það væri afar ólíklegt að ég mundi bjóða mig fram. Það gerði ég af ásettu ráði. Bæði þótti mér það ólíklegt og eins vildi ég ekki að mínar vangaveltur legðu stein í götu ann- arra. Ég fór svo að hugsa um og fara yfir þessi mál um páskana. Fram að því höfðu allmarg- ir menn haft samband við mig og öfugt við aðra mögulega frambjóðendur þá var ég ekki hvattur til að fara í framboð heldur var þvert á móti lagt að mér að gera það ekki. Allt var það af miklum heilindum og vinsemd og ég fékk mikið af fallegum bréfum og hvatningu um að vera kyrr. Það var ekki svo að þetta fólk væri þeirrar skoðunar að ég væri ómissandi fyrir Sjálfstæðisflokkinn held- ur virtist það telja að ég væri ómissandi um sinn. Og þótt það sé næsta þrep fyrir neðan þrepið í átt að glötuninni að halda að maður sé ómissandi þá er útaf fyrir sig óhætt að trúa því að maður kunni að vera ómissandi um stutt skeið. Ég hef aðeins verið formaður flokksins í fímm ár og reyndar forsætisráðherra jafn- lengi, og menn vildu ekki að ég færi úr flokknum við þær aðstæður. Þetta vó mjög þungt. Einnig fann ég ekki spenning hjá mér sjálfum til að fara í þetta starf, með fullri virðingu fyrir því. Því varð niðurstaðan þessi.“ - Hefðir þú samt getað hugsað þér að hætta sem forsætisráðherra og taka við embætti forseta íslands? „Niðurstaðan var sú að ég gat ekki hugs- að mér það, en ég vildi hugsa það vegna þess að ég er sannfærður um að þótt maður sjái ekki inn í framtíðina, þá mun ég ekki standa frammi fyrir þessari spurningu aftur. Ég tel að reglan sýni að ef forseti er í sæmi- legri sátt við þjóð sína og þjóðin við hann, þá sitji forseti 12 eða 16 ár. Mér fínnst afar ósennilegt að við þær aðstæður þá stæði ég frammi fyrir þessari spurningu aftur. En ég lagði ekki að neinum manni að gefa álit á þessu; það gat enginn borið ábyrgð á því hvort ég færi fram eða ekki nema ég sjálfur. Ég bað engan um stuðning og ýtti ekki undir nokkurn að hvetja mig. Eg sé því ekki að þetta hafí ruglað nokkurn mann í ríminu." - Það heyrast samt þær raddir að með því að draga svarið svona lengi hafir þú ein- mitt komið í veg fyrir eða torveldað trúverð- ugt framboð af hægri vængnum. „Það er ekkert sem bendir til þess. Það hefur ekkert nafn verið nefnt í mín eyru, sem ég hef komið í veg fyrir að færi í framboð. Undrandi ó farvegi umræðu Hitt er svo annað mál, að ég er nokkuð undrandi á því í hvaða farveg þeir frambjóð- endur, sem þegar eru komnir fram, telja að forsetaembættið sé komið. í mínum huga er forsetaembættið fyrst og síðast öryggisvent- ill þjóðarinnar. Þar eigi að sitja maður sem Morgunblaöið/Kristinn Ingvarsson getur gripið inn í á örlagastundu og ef tóma- rúm er í þjóðfélaginu af einhverjum ástæð- um, og talað kjark í þjóðina og haldið fullri ró og reisn hvað sem á dynur. Það á að stafa af honum öryggi og traust. Einn frambjóðendanna gefur til kynna að forsetinn eigi að vera einskonar farandsendi- herra sem eigi að vera á faraldsfæti og koma íslandi á kortið, eins og það er orðað. En ísland hefur lengi verið á kortinu og ég sé engan þjóðhöfðingja fyrir mér sem farand- sendiherra. Hann og aðrir virðast telja að forsetinn sé aðallega ætlaður til að impónera útlendinga. Þetta er angi af landlægri minni- máttarkennd fyrir því sem útlent er. Annar frambjóðandi sagði í útvarpsviðtali að hann ætlaði að sitja á Bessastöðum, ef hann yrði kosinn, og hafna lögum frá Alþingi ef undirskriftasafnanir bærust um það. Það yrði um leið hálfgerð stríðsyfirlýsing við þing- ið, andstætt öllum hugmyndum um þingræði í landinu og fjarri öllum hugmyndum um sem menn gerðu sér um forsetaembættið í upphafi. Umræðan um forsetaembættið og þær forsendur sem þessir kandidatar eru að tala um, eru mér mjög framandi og ég tel að ef menn verða kosnir í þetta embætti á þessum forsendum og reki það á þessum forsendum, þá muni ekki líða á löngu áður en forsetaemb- ættið hverfi úr okkar stjórnskipun í þeirri mynd sem það er nú. Þá eru menn komnir á slíkar villigötur að það nær ekki nokkurri átt.“ - Þú ert þá greinilega ekki sammála þeim umræðum sem hafa farið fram síðustu mán- uði um hvort ástæða sé til að breyta forseta- embættinu, jafnvel sameina það embætti for- seta Alþingis eða leggja það niður. „Mér fínnst að þessir kandídatar séu að ýta undir það sjónarmið að embættið sé óþarft; ég hef ekki talað á þeim nótum.“ - Það er einnig greinilegt af þessum orðum að það er ekki kominn fram forsetaframbjóð- andi_ sem þú mundir vilja styðja. „Ég tek enga afstöðu fyrr en framboðs- frestur er úti.“ A móti húsum — Síðan 1952 hefur kosningabarátta fyrir forsetakosningar ekki verið rekin á flokks- pólitískum línum. Nú hefur stjórnmálaleiðtogi boðið sig fram. Gætu þessar forsendur verið að breytast? „Forsetaembættið er í eðli sínu pólitískt. Það er ekki hægt að komast hjá því að það snerti stjórnmál vegna þess að forsetinn er annar af handhöfum löggjafarvaldsins og æðsti handhafi framkvæmdavaldsins, þótt hann feli ráðherrum að fara með vald sitt. Lög í landinu gilda ekki nema forsetinn undir- riti þau og stjórnarfrumvörp verða ekki lögð fram á þinginu nema forseti heimili það áður. Þetta eru aðeins að vísu áhrif að forminu til, en þó ekki hægt að líta fram hjá þeim. I' orselinn hefur einnig ákveðna stöðu varð- andi stjórnarmyndunarviðræður. Allt eru þetta stjórnmálalegir þættir. Hitt er að vísu rétt, að eftir því sem ég best veit hefur for-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.