Morgunblaðið - 10.09.1996, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 10.09.1996, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ YRSA BENEDIKTSDÓTTIR + Yrsa Benedikts- dóttir fæddist á Akureyri 4. desem- ber 1920. Hún lést á heimiii sínu í Reylq'avík hinn 19. ágúst síðastliðinn. Foreldrar Yrsu voru hjónin Bene- dikt Steingrímsson, skipstjóri og hafn- arvörður, frá Akur- eyri og Jónína Rannveig Einars- dóttir húsmóðir frá Akureyri. Yrsa átti fjögur systkini, Ingibjörgu f. 8.7. 1906, Ester, f. 26.4. 1908, Hjalta f. 7.7. 1910, og Arthur, f. 17.12 1917. Ester er ein eftirlifandi af systkinum sínum, búsett á Akureyri. Ingibjörg og Hjalti dóu ung af slysförum. Síðasta vetrardag árið 1942 gift- ist Yrsa Ingólfi Bjargmundssyni raffræðingi, f. 1.1. 1916. Ingólf- ur lést á Sjúkrahúsi Reylqavíkur hinn 20. apríl síðastliðinn eftir stutt veikindi. Yrsa og Ingólfur áttu saman þrjú börn, Eddu f. 27.7. 1948, Bjarg- mund, f. 23.8. 1944, þeirra þriðja barn fæddist andvana, en það var á tímum Akureyrarveikinn- ar. Edda giftist Guð- mundi Bjarnasyni, f. 24.1.1942, og eiga þau einn son, Ingólf Bjarna. Bjargmundur kvæntist Aðalbjörgu Karlsdóttur, f. 3.10. 1943, og eiga þau þrjú börn, Irisi, Ing- ólf Karl og Ester Björgu. Langömmubörn átti Yrsa fjög- ur, Hinrik, Eðvarð Frey, Birki og Birgittu Ýri. Yrsa ólst upp ,á Akureyri á Brekkugötu 19 en flutti síðar ásamt Ingólfi og börnum sínum að Skólastíg 9, Akureyri. Arið 1960 fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur og átti fallegt heimili á Hagamel 26. Útför Yrsu fór fram í kyrr- Þey. Þá er lífsgöngu Yrsu frænku minnar lokið, svo skjótt að það tekur tíma að átta sig á því. Þó heilsu hennar hafi hrakað nú síðustu ár, hélt hún alltaf sinni reisn. Manni fannst vera langt til kveðjustundar en nú er hún komin, aðeins fjórum mánuðum eftir að Ingólfur, maður hennar, lést í apríl síðastliðnum. Við Yrsa erum búnar að þekkjast um langt árabil. Alltaf var hún boðin og búin ef ég þurfti á hennar hjálp að halda og ófáar voru ferðimar hjá *^)kkur í bæinn saman þegar eitthvað þurfti að útrétta. Engin var manni ráðhollari en hún þegar á.þurfti að halda. Á erfiðum tíma í lífi mínu reynd- ist hún mér alveg einstök, sem aldr- ei gleymist en aldrei hefur verið þakkað sem vert væri. Já, Yrsa var sannarlega væn kona, traust og vin- ur vina sinna. Áttum við margar ljúf- ar stundir saman. jiiiiiiiirrr ^Erfidrykkjur * P E R L A N H Slmi 562 0200 ^lIIIIIIIlf Yrsa var ákaflega verklagin kona, það lék bókstaflega allt í höndunum á henni. Hún saumaði og pijónaði margt fallegt um dagana handa ætt- ingjum og vinum. Þau Ingólfur og Yrsa voru mjög samhent hjón. Þau áttu indælt heimili sem var gott að koma á og indæl börn, tengdabörn og barnabörn sem voru þeim miklir gleðigjafar og best fann ég það núna með langömmubörnin þegar hún fór að segja mér frá þeim, hvað þau voru henni mikils virði. En nú er hún horfín á vit hins óþekkta, til ljóssins, eða eins og segir í sálminum: Þar sé ég sólu fegri, á súlum standa höll. I dýrð svo dásamlegri, hún drifin gulli er öll. Og að endingu kveð ég þig og þakka þér allt, já, allt frá okkar fyrstu tíð um leið og ég sendi bömum þínum, Eddu og Bjargmundi; tengda- börnum, barnabörnum, langömmu- börnum og Ester, systur þinni inni- legar samúðarkveðjur frá okkur Laugu. Hvíl rótt í friðar örmum. Margrét frænka. Námskeið fyrir þá sem vilja skara fram úr: Tölvuumsjón í Nútímarekstri Á námskeiðinu er farið mjög ítarlega í notkun forrita og stýrikerfis. Þátttakendur geta að því loknu séð um tölvumál fyrirtækja, skóla og stofnana og veitt samstarfsmönnum margskonar aðstoð við tölvunotkun. 145 kennslustunda námskeið, kr. 99.900 stgr. Dagskrá: • Stýrikerfi og netumsjón • Word • Excel • Access • PowerPoint • Fjölvar og VisualBasic • Tölvusamskipti og Internetið Námskeið síðdegis, á kvöldin og á laugardögum Tölvu- og verkfræöiþjónustan Tölvuráðgjöf • námskeið • útgáfa Grensásvegi 16 • sími 568 8090 Raðgreiðslur liuro/VISA hk 960220 MINNINGAR MARGRÉT ÞORBJÖRG THORS + Margrét Þor- björg Thors Hallgrímsson fæddist í Reykja- vík 22. apríl 1902. Hún lést 2. sept- eniber síðastlið- inn. Hún var dóttir hjónanna Mar- grétar Þorbjargar Kristjánsdóttur frá Snæfellsnesi og Thors Jensens sem kom barnung- ur til verslunar- starfa á íslandi og setti mark sitt á atvinnusögu þjóð- arinnar á fyrri hluta þessarar aldar. Börn hans tóku upp ætt- arnafnið Thors. Thorssystkinin eru nú með Margréti Þorbjörgu öll fallin frá en þau voru: 1) Camilla Therese 1887-1968. 2) Richard 1888-1970. 3) Kjartan 1890-1971. 4) Ólafur (Tryggva- son) 1892-1964. 5) Haukur 1896-1970. 6) Kristín 1899- 1972. 7) Kristjana 1900-1989. 8) Margrét Þorbjörg 1902-1996. 9) Thor (Harald) 1902-1965. 10) Lorentz 1905-1970. 11) Louise Andrea 1906-1907. 12) (Lou- is) Hilmar 1908-1939. Margrét Þorbjörg giftist 17.11. 1928 Hallgrimi Fr. Hall- grímssyni, forstjóra og aðalræðismanni (1905-1989), og áttu þau tvær dætur, Mar- gréti Þóru sem er gift Björgólfi Guðmunds- syni og Eiínu Bentu sem er gift Ragnari Baldvini Guðmunds- syni. Börn Margrétar Þóru: Orn Friðrik, býr á Seltjarnarnesi, Hallgrímur í Bandaríkjunum, Margrét féll frá árið 1989, Bentína býr í Reykjavík og Björgólfur Thor starfar í Rússlandi. Synir Elínu Bentu eru Thor Hallgrímur og Ragnar Baldvin, sem báðir eru búsettir og starfa í Frakklandi. Auk þeirra átti Margrét Þor- björg átta barnabarnabörn. Útför Margrétar fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin kiukkan 13.30. Tengdamóðir mín, Margrét Þor- björg, er síðust systkina sinna, bama Thors Jensens og Margrétar Þor- bjargar Kristjánsdóttur, að kveðja þessa jarðvist. Fjölskylduaðstæður hennar voru að mörgu leyti afar sér- stæðar miðað við það sem tíðkaðist meðal hennar kynslóðar. Foreldrar hennar og fjölskylda voru þeirrar gerðar að ekkert var þar í meðal- lagi. Þau voru stór í flestum sniðum. Margrét Þorbjörg ólst upp í fjöl- mennum systkinahópi en aldursbilið meðal barnanna var breitt. Bræður hennar hösluðu sér völl í athafnalífi og stjórnmálalífi þannig að sópaði að þeim. Og tengdamóðir mín bjó einmitt yfír þeim svipmikla persónu- leika sem einkennir svo margt af hennar fólki. Margrét ólst upp á hinu glæsilega heimili að Fríkirkjuvegi 11. Hún naut góðs atlætis og frá hjarta miðbæjar- ins við Tjörnina lá leiðin út í heim. Hún varð þeirrar gæfu aðnjótandi að afla sér góðrar almennrar mennt- unar, lagði land undir fót og andaði að sér menningarstraumum í Evr- ópu. Hún hreifst af leiklist, tónlist og bókmenntum, var sjálf listfeng kona og sílesandi fram í andlátið. Það hvarflaði stundum að manni að hún hefði kannski viljað sinna lista- gyðjunni meira. Einn sterkasti þáttur í fari hennar var útþráin, útlönd og ef einhver ÓLAFUR KRISTJÁN KRISTJÁNSSON + Kristján Krist- jánsson var fæddur í Reykjavík 7. apríl 1905. Hann lést í Reykjavík 30. ágúst síðastliðinn. Hann var elsta barn Guðrúnar Magnús- dóttur, f. í Holti á Vatnsleysuströnd 12. maí 1882, d. í Reykjavík 19. ágúst 1965. Hún giftist ekki en átti fimm börn. Faðir Kristj- áns var norskur vélstjóri, Kristian Kristoferssen, og er ekki vitað um sögu hans. Hálfsystkini átti Kristján sam- mæðra: 1) Sigþrúður Karolína Kristján Kristjánsson var alinn upp í Narfakoti á Vatnsleysuströnd. Þar þjuggu bræðurnir Sigurður og Páll Björnssynir. Þeir voru báðir ein- hleypir og höfðu tekið við búi af for- eldrum sínum. Bræðurnir voru gæða- menn sem vildu öllum vel og átti Kristján þar góð æskuár, ásamt fleiri fósturbörnum þeirra bræðra. Narfakotsbræður höfðu m.a. vita- örslu á Gerðistangavita. Eftir ferm- ingu fór Kristján i lausamennsku austur á land. Þar átti hann misjafna vist og jafnvel illa. Komst þó um síðir aftur til bræðranna í Narfakoti og dvaldi hjá þeim þar til búskapur lagðist niður við lát þeirra um 1940. Var vitað að hugur hans stóð mjög til starfs vitavarðar að bræðrunum gengnum, en úr því varð ekki. Leið Kristjáns lá til Reykjavíkur. Ekki var hlaupið að því að fá hús- næði á þessum tíma. Lá hann í tjaldi í kartöflugörðum á móti Lækj- arhvammi við annan mann fram til jóla 1941 og átti þar daufa vist. Elísabet Þórðar- dóttir, f. í R. 19. ágúst 1906, látin. 2) Óskar Vigfús Vig- fússon, verkstj. Vestmannaeyjum, f. í Rvk. 25. maí 1910. 3) Lovísa Vigfús- dóttir, f. Rvk. 1. okt 1911, látin. 4) Hall- dór Vigfússon, f. í Rvk. 28. júní 1914, d. 5. júlí á sama ári. 5) Þuríður Rósa Vigfúsdóttir, f. í Rvk. 19. ágúst 1917, látin. Útför Ólafs Kristjáns fer fram frá Kálfa- tjarnarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 16. Tókst þá fyrir tilstilli Kristins Hró- bjartssonar bílstj. hjá vegagerðinni, að útvega honum smáhýsi við Háa- leitisveg. Á þeim tíma var þetta jaðar- byggð, nánast sveit, erfðafestulönd með smábúskap og garðlönd Reyk- víkinga í næsta nágrenni. Þarna bjó Kristján til ársins 1965 er þetta svæði byggðist og er nú þekkt sem Háaleitishverfi. Kristján fékk vinnu við vegagerð fljótlega og seinna fór hann til Vatnsveitu Reykjavíkur þar sem hann starfaði ánægður til starfs- ioka á áttræðisaldri. Kristján þótti röskur við heyskap og búskap smábænda á Háaleitinu. Gekk milli húsa, sagaði eldivið fyrir húsmæður svæðisins sem kyntu með kolavélum og þáði kaffi og með því í vinnulaun. Héimagangur var hann á Háaleitisvegi 26, þar sem Guð- mundur Nikulásson og Jóhanna Gísladóttir bjuggu ásamt dóttur og tengdasyni. Þar var hann hjálplegur við ýmis störf sem sneru að fjárbú- gat kallast heimsborgari var það hún. Ung giftist hún Hallgrími Fr. Hallgrímssyni og saman áttu þau líka heiminn að föðurlandi. Þau voru af gamla, vandaða skólanum, fáguð og glæsileg svo eftir var tekið. Horn- steinninn í hennar lífi var hjóna- bandið, heimilið, þó heimsborgarinn fengi stundum að njóta sín, t.d. á ferðalögum um heiminn og í stór- veislum hér heima. Fjölskyldan var henni mikils virði, bæði stórfjöl- skyldan, sem hún fylgdist vel með, sem og afkomendur hennar sjálfrar sem hún með sínum hógværa hætti ræktaði og fylgdi eftir. Margrét Þorbjörg hafði vissulega fas heimsborgarans, hún hafði sterka nálægð, með þögn eða einu smáorði gat hún tjáð það sem aðrir þurftu langar ræður til að segja. Hún var yfirveguð og traust. Þrátt fyrir það held ég að hún hafi verið skapmann- eskja og innra með henni gátu geis- að stormar — en hún hamdi hugann vel, hún var öguð manneskja í flestu tilliti. Hún var fáskiptin í virðuleika sínum, auðsýndi engum óþarfa af- skiptasemi en umgekkst fólk ævin- lega af reisn og með virðingu. Síðustu árin bjó Margrét Þorbjörg undir sama þaki og við hjónin og hún var síung og sjálfstæð í sambýli. Persónueinkenni hennar voru varð- veitt til hins síðasta. Hún var glæsi- leg, ungleg og hélt fullum myndug- leika til hinsta dags. Samband okkar var ævinlega gott og áreiðanlegt. Sjáifsagt höfum við oft verið ósammála um ýmislegt en okkur varð aldrei sundurorða, Mar- grét Þorbjörg gat sagt svo margt án þess að segja það með orðum. Að leiðarlokum kveð ég með söknuði mína ágætu tengdamóður sem nær hálftíræð að aldrei kveður heiminn. Hún hafði vissulega lifað farsælu lífi. Vinátta okkar spannar á fjórða ára- tug. Frá upphafi kom hún mér á óvart með sérstökum og afhjúpandi athugasemdum og allt að því dulúð- ugri afstöðu til lífsins — og jafnvel til síðasta dags var hún mér að vissu leyti ráðgáta. En hún var ævinlega traustur vinur okkar allra og við þökkum henni fyrir samfylgdina. Björgólfur Guðmundsson. skap Guðmundar, hvort heldur var heyvinna eða heimaslátrun, svo ekki sé minnst á smalamennsku. Manna fróðastur var hann um fjármörk bænda um allt land. í réttum Reyk- víkinga kunni hann skil á öllum mörkum og var hann í essinu sínu þegar hann gat skákað mönnum í þeim efnum. Um árabil var það hans helsta áhugamái að safna marka- skrám af landsbyggðinni og þótti hann oft himin hafa höndum tekið ef gaukað var að honum markaskrá frá afskekktri sveit. Annað áhugamál Kristjáns var ferðaiög. Um 1960 tók hann upp á því að fara hringferð um landið með strandferðaskipinu Esjunni. Þeim hætti hélt hann í u.þ.b. 10 ár, en ákvað þá að láta nú ekki staðar num- ið en halda út fyrir landsteina. Ferð- aðist hann af miklum krafti næstu árin um alla Evrópu, um Þýskaland, Grikkland, Noreg, Spán og Italíu, svo eitthvað sé nefnt. Hafði hann oft á orði um þær ferðir: „Að hugsa sér að maður skuli hafa átt þetta eftir á ævinni. Ja, hver skyldi hafa trúað því?“ Kristján var ekki allra eins og sagt er. Hann gat verið snöggur upp á lagið og móðgað fólk og gat verið langrækinn. Hann var þó vinur vina sinna. Barngóður var hann og héit bókum að börnum. Ófáum gaf hann fría áskrift að barnablaðinu Æsk- unni og oft fylgdu höfðinglegar bókagjafir um jól í sérstökum „Stjá- naumbúðum" og óskum um að láta þær ekki í hendurnar á hverjum sem væri. Kristján setti svip sinn átiltölulega fámennt en fjölskrúðugt mannlíf Háaleitissvæðisins í aldarfjórðung. Hann var sérstæður persónuleiki, nægjusamur um fiest er sneri að veraldlegum gæðum, en því stórtæk- ari í áheitum og til styrktar góðum málefnum. Hann batt ekki bagga sína sömu hnútum og samferðamenn á mörgum sviðum, en verður minnis- stæður þeim sem til hans þekktu og sáu í gegnum bresti yfirborðsins. Blessuð sé minning hans. Guðm. Þórhallsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.