Morgunblaðið - 26.09.1997, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 26.09.1997, Blaðsíða 5
4 B FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1997 B 5r DAGLEGT LÍF DAGLEGT LÍF MÁLFRÍÐUR kölluð Mollý. GUÐMUNDUR Garðar þáði hressingu að loknu erfiði dagsins. VIKTOR er ánægður með uppskeru haustsins. Morgunblaðið/Þorkell GUNNAR og Örn létu ekki sitt eftir liggja í garðinum, karpötluveisla! RÓBERT í Steinahlíð beið í „mörg- hundruð ár“ eftir því að geta tekið upp kartöfiurnar sínar. Hinir krakk- amir í leikskólanum voru voða spenntir líka, enda gerir uppskeran, sem sumir nefna „karpötlur", mann „gáfaðan í heilanum". „Maður verð- ur líka fullur,“ bætir annar við, og það fmnst hinum krökkunum rosa- lega fyndið. Greinarhöfundi líka. Erfiði garðyrkjumannanna smáu bar ávöxt í lok síðustu viku þegar þau stungu upp beðin sín ásamt for- eldrum og kennurum. Mikill handa- gangur var í öskjunni og viti menn, upp úr moldinni komu kartöflur og stöku brenninetla! Strákar eru í meirihluta í Steina- hlíð og segir Iris leikskólastjóri að nokkrir litlir herramenn hafi beðið Grænmeti er gott fyrir höfuðið og hjartað, segja börnin í Steina- hlíð og halda uppskeru- hátíð. Heiga Kristín Einarsdóttir og Þor- kell Þorkelsson ljós- myndari sóttu kartöflu- veislu með sultu hjá smáfólki við Suður- landsbraut. með mikilli óþreyju eftir garðverk- færunum, sérstaklega stungugöffl- unum. Enda leyndi sér ekki að sum- um þótti fyrst hitna verulega í kol- unum sjálfan uppskerudaginn þegar foreldrarnir, hinir ki-akkarnir og kartöflurnar voru á bak og burt. Gengu þeir nokkurs konar berserks- gang í moldinni með mannhæðarhá- um stunguverkfærum. Alveg til klukkan sex. Kartöflurnar fóru í græna bakka og síðan beint í skúrinn sinn. End- anlegur áfangastaður virtist þó eitt- hvað á reiki um tíma, því nokkrir stóðu á því fastar en fótunum að ætti að borða kartöflumar strax og allar í einu. Þegar nánari skýringa er leitað kemur á daginn að þær muni búa í kartöfluskúrnum og fram ÚLLI kvaðst sáttur við þessa radísu. JÓHANNES Birnir með Björk mömmu sinni og Maríu mömmu Róberts. TELMA, Sandra, María Rut afmælisbarn, eða Maja, og Sibel bakvið djúsglas og blóm. KRISTIN Björg, mamma Sigurðar Kára og Guðmundar Garðars, og Siddý. mÆ I Morgunblaðið/Ásdis KRAKKARNIR í Steinahlíð eru búin að hreinsa álfasteininn í garðinum. í efstu röð frá vinstri eru Örn, Ásta Guðrún, Eiður, Freyr, Úlfar, Sibel, Hörður og Róbert. í miðröð eru Birgir Steinn, Embla, Viktor, Jakob, Telma, Rúnar, Halldór og Sigurður. í neðstu röð eru Mollý, Jóhannes, Guðjón Trausti, Guðni, Margeir, María, Kristján og Guðrún að jólum, týni þær tölunni ekki fyrr í litlum mögum. Skúr með „grasþaki“ „Það er bannað að klifra upp á þak- ið,“ segir lítill snáði, gestinum til við- vörunar þegar talið berst að skúrnum. „Hann er með grasi og þaki eins og í gamla daga,“ segir annar. Um daginn var allt í drasli, því einhver fór inn og „brjótti hurðina," segir sá þriðji og svo liggur við uppþoti þegar börn í könnun- arleiðangri koma hlaupandi út úr um- ræddum kartöfluskúr. Þau hafa fundið „köngulóarveg". Einhverjir tala um „köngulóarref*. Börnin settu kartöflurnar niður í maí en í Steinahlíð vex fleira en þær, þau og brenninetlurnar því þar eru líka radís- ur, spergilkál, jarðarber, gulrætur, sal- at, rifs- og stikilsber, paprikur, tómatar og kryddjurtir; allt saman ræktað líf- rænt. „Maður á að borða brokkólí, því það er svo gott fyrir æðakerfið og hjartað," segja börnin uppskerunni til ágætis en fer svo að leiðast þófið og spyrja: „Ert þú að byrja í leikskólan- um?“ Þegar kartöflurnar eru komnar í hús er gestum boðið upp á heimagerðar bollur með rifsberjasultu úr garðinum. Uppskriftin er mjög einföld, segir smá- fólkið „maður bara hrærir og setur sykur og setur svo önnur ber“. Jarðar- berin staldra hins vegar aldrei lengi við og rata beint í litla munna þegar þau eru orðin nógu rauð. „Berin gera mann sterkan,“ segja stelpurnar. Strákarnir eru á annarri skoðun: „Ef maður borð- ar mikil ber, verður maður bara fullur," segja þeir. Venja er að börnin fái sínar kartöflur með matnum næsta dag þegar upp- skeran er tilbúin en Maja, sem á fimm ára afmæli, má ráða matseðlinum og vill kjötbollur og kartöflumús í hádeg- inu. Enginn tímir að stappa þessar ný- uppteknu og kartöfluveislunni er því ATLI bróðir Telmu ásamt Mollý og höfuðlausu foreldri. RANNVEIG mamma Eiðs og Nína leikskóla- kennari handlönguðu uppskeruna inn í skúr. Saga Steinahlíðar STEINAHLÍÐ var gefiu Barnavina- félaginu Sumargjöf árið 1949, á 25. afmælisdegi þess. Gjöfinni fylgdi rúmgott land með túni, görðum og trjálundum, eins og segir í 50 ára afmælisriti Sumargjafar frá 1974. Einkaerfingjar Halldórs Eiríks- sonar stórkaupmanns og Elly Schepler Eiríksson gáfu eignina samkvæmt ósk hans og til minning- ar um foreldra sína með skilyrðum sem tíunduð voru í bréfi og birt í Barnadagsblaðinu. „Barnavinafélagið Sumargjöf skuldbindi sig til að eignin sé ein- göngu starfrækt sem barnaheimili, þar sem sérstök áhersla sé lögð á að kenna börnum tijá- og matjurta- rækt. Að félagið tryggi samþykki bæjarstjórnar fyrir því að land það sein fylgir eigninni sé ekki skert og að ekki verði lagðir vegir um það né lóðum úthlutað af því... Að fé- lagið sjái um að hlynnt sé, eftir því sem unnt er að gróðri þeim sem nú er á lóðinni. Að eignin haldi núverandi nafni sínu, Steinahlíð." slegið á frest í bili. Hinum megin girðingar um Steinahh'ð standa um- fangsmiklar vegaframkvæmdir yfir og reyndar búið að fórna hluta lóðar- innar í nafni bættra samgangna. Krakkai’nir misstu skíðabrekkuna sína fyrir vikið og áttu í staðinn að fá hól annars staðar á lóðinni, sem langt er frá því að vera fullgerður. Iris leikskólastjóri segir að börnin hafi ekki farið varhluta af raskinu og eiginlega orðið alveg brjáluð. Þau reiðustu stóðu við girðinguna, hróp-"~ uðu og kröfðust borgunar fyiár miss- inn. Onnur lágu í leyni til að fylgjast með hverju fótmáli vinnuflokksins, hristu hausinn yfir reykingum og geymdu sígarettustubba sem sönn- unargögn um misjafnt athæfi. Fleiri urðu fyrir hnjaski því kona nokkur í hverfinu gerði vart við sig í Steinahlíð og sagði að álfarnir í álfa- steini, sem áður stóð á lóðinni, væru mjög svekktir yfir framkvæmdun- um. Samþykktu þeir með fúlltingi Erlu Stefánsdóttur sjáanda að steinninn yrði fluttur yfir girðinguna og á lóð Steinahlíðar að nýju. En þegai’ öllu er á botninn hvolft, reynast vonbrigðin mismikil, því Iris leikskólastjóri man að lokum eftir litlum dreng sem hvarf góða stund og hvorki bakvið berjarunna né tré. Hann fannst hinum megin við mold- arhól, alveg dolfallinn, að horfa á stóm ýturnar vinna. ^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.