Morgunblaðið - 21.04.1998, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 21.04.1998, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Um stöðu bókarinnar „Á hátíðisdögum stendur ekki á þess- um mönnum að slá sér upp á bók- menntaafrekum þjóðarinnar en pegar kemur að því að efla stöðu bókarinnar með sjálfsögðum stuðningi er bakinu snúið í pessa sömu pjóð. “ Hver er staða bókar- innar á íslandi? Það er viðeigandi að varpa fram þessari spurningu nú þegar alþjóðadagur bókar- innar er á næsta leiti en hann verður haldinn hátíðlegur í þriðja sinn á fimmtudaginn, 23. aprfl. Þetta er vissulega orðin svolítið þvæld spuming og svar- ið við henni hefur hingað til ver- ið hið sama: Staða bókarinnar er traust þrátt fyrir ásókn úr mörgum áttum. En þótt þetta svar sé í grundvallaratriðum gott og gilt þá VIÐHORF Eftir Pröst Helgason mætti ýmislegt betur fara. Islendingar hafa löngum haft áhyggjur af stöðu bókarinnar og almennri bókmennt. Beinan áróður fyrir mikilvægi bóklesturs má þó sennilega rekja aftur til árdaga upplýsingarinnar á átjándu öld. Mt frá því á valdadögum Magn- úsar Stephensen og fram á þennan dag hefur það raunar verið vinsæl íþrótt svokallaðra menningarvita að óskapast yfir litlum áhuga og vondum smekk alþýðunnar fyrir snjöllum vís- indum, eins og Magnús kallaði bókmenntir á sínum tíma. Ég hætti mér ekki út í þá umræðu hvort þetta sé bara yfirlæti og hroki í menningarvitunum eða hvort það sé einhver raunveru- leg ástæða fyrir þesum umvönd- unum þeirra við almenning í gegnum tíðina. Ef við einbeitum okkur að stöðunni nú eru hins vegar, að því er virðist, blikur á lofti. Það hefur verið trú okkar að sjónvarp, vídeó, tölvur og jafnvel margmiðlunartækni hafi ekki haft verulega skaðleg áhrif á stöðu bókarinnar hér á landi. Við höfum talið stöðu bókai-innar nokkuð trausta, eins og áður sagði, og sennilega haft rétt fyrir okkur í meginatriðum. En það eru greinileg hættumerki á lofti. Könnun sem dr. Þorbjöm Broddason, prófessor í félags- fræði við Háskóla Islands, lét gera á bóklestri íslenskra ung- menna á aldrinum tíu til fimmtán ára í fyrra bendir til þess að sá hluti þessa aldurshóps sem sjald- an eða aldrei h'tur í bók sé í örum vexti. í könnuninni sögðust 27% aðspurðra ekki hafa lesið bók síð- ustu 30 daga samanborið við 18% þegar viðlíka könnun var gerð árið 1991. Könnunin leiddi jafn- framt í Ijós að ungmennin höfðu að meðaltali lesið 2,7 bækur síð- asta mánuð, samanborið við 2,8 bækur 1991.1 könnun Þorbjam- ar árið 1985 kom hins vegar fram að sami aldurshópur hafði lesið 4,2 bækur að meðaltali næstu Qórar vikumar á undan. Sam- kvæmt könnuninni í fyrra er tölvunotkun tíu til fimmtán ára bama umstalsverð; 54% sögðust vinna heimaverkefni á tölvu heima hjá sér, 27% kváðust nota alnetið og 7% reyndust vera með eigin heimasíðu. Þetta em vissulega ógnvekj- andi tölur og það sem slær mann kannski helst er hversu mikið þeim fjölgar sem aldrei lesa bók. Þetta er háskaleg þró- un og gæti leitt til aukinnar stéttskiptingar. Auk þess er þetta ógnun við lýðræðið en lest- ur og skilningur á texta er ein af mikilvægustu undirstöðum þess í nútímaþjóðfélagi. Það virðist liggja í augum uppi að meginvaldur að þessari þróun sé sú að sjónvarpið og tölvan glepji, eins og fram kem- ur í könnun Þorbjarnar. En fleira kemur til. Ég hef áður í þessum pistlum bent á gamlar og slæmar aðferð- ir í bókmenntakennslu í grann- skólum landsins sem virðast helst til þess fallnar að fæla börn frá bókmenntalestri. Þar verður að verða breyting á til nútímalegra aðferða. I bók- menntalegu uppeldi skiptir það þó sennilega mestu að foreldrar lesi fyrir böm sín og hætti því ekki þótt bömin séu sjálf orðin læs; það skiptir máli að foreldr- ar kunni að njóta bókmennta með börnum sínum rétt eins og það skiptir máli að þau kunni að leika sér með þeim, svo sem nýj- ustu kenningar segja til um. Bókmenntafólk hefur líka undanfarin ár verið óþreytandi við að benda stjómvöldum á skaðsemi virðisaukaskatts á stöðu bókarinnar og er með ólík- indum að ekki skuli vera skiln- ingur á því meðal ráðamanna. A hátíðisdögum stendur ekki á þessum mönnum að slá sér upp á bókmenntaafrekum þjóðarinn- ar en þegar kemur að því að efla stöðu bókarinnar með sjálfsögð- um stuðningi er bakinu snúið í þessa sömu þjóð. Það era til orð um slíkt háttalag sem ég nenni ekki að þylja hér. Ein af forsend- um blómlegrar bókaútgáfu hlýt- ur að vera að bækur seljist vel og það leikur enginn vafi á því að niðurfelling bókaskattsins, sem er 14%, myndi auka söluna. Og enn eitt mætti hafa í huga þegar rætt er um eflingu bókar- innar en það er áhugaverð um- fjöllun um bókmenntir fyrir al- menning. Undanfarið hefur farið fram svoMtil fjölmiðlaumræða um bókmenntaumfjöllun. Annars vegar hefur verið andskotast út í umfjöllun háskólamanna sem sögð hefur verið leiðinleg vegna þess að hún væri of bundin á kiafa fræðanna. Hins vegar hefur verið talað um poppgagnrýni í fjölmiðlum sem þjáist af fræða- fælni og forðist erfiðar hugsanir og hugmyndir. Nú er víst að hvorttveggja er til; leiðinlegt fræðastagl og innihaldslaus og hugmyndasnauð poppgagmýni. En það eru líka til skemmtileg og nauðsynieg fræði og vönduð al- menn gagnrýni í fjölmiðlum; væntanlega kemur það ekki á óvart en það merkilega er að þau eiga það sameiginlegt að fara svolítið inn á svið hvors annars og það er einmitt í þeirri skörun sem ég tel að galdurinn að áhuga- verðri umfjöllun um bókmenntir fyrir almenning sé fólginn. Einar Benediktsson og þjóðsagan um dysjun Sólborgar ÞJÓÐSÖGUR hafa alltaf ■ verið Islendingum hug- leiknar. Á öllum tímum hafa orðið til sagnir um atburði og einstaklinga sem skáru sig á einhvem hátt úr. Sumar sagnanna em í meginatriðum rétt- ar, aðrar uppspuni frá rótum. Svo er um þá munnmælasögu sem hér verður gerð að umtals- efni, söguna um endalok jarðneskra leifa þeirrar ógæfusömu konu, Sól- borgar S. Jónsdóttur. Dauði hennar hafði mikil áhrif á þjóðskáldið Einar Benediktsson eins og glöggt kemur fram í nýrri ævisögu hans eftir Guðjón Frið- riksson. Einar var nýkominn heim til íslands að loknu námi erlendis þegar hann var settur sýslumaður Þingey- inga og var kaliaður að Svalbarði í Þistilfirði til þess að rannsaka ásak- anir á hendur áðumefndri konu. Sólborg Salína Jónsdóttir fæddist á Langanesi árið 1864 og þar ólst hún upp á sveit. Þegar hún varð 15 ára, og þar með talin fullorðin, gerðist hún vinnukona í Þistilfirði og þar eignaðist hún dótturina Amínu Ama- dóttur. Vorið 1891 fór hún í vist til séra Ólafs Petersen á Svalbarði. Þar var þá vinnumaður Sigurjón Einars- son, háifbróðir Sólborgar, og höfðu þau lítið eða ekkert haft saman að sælda fram að því. Urðu þau strax mjög samrýmd. Að ári liðnu þóttist heimilisfólkið á Svalbarði verða þess vart að Sólborg þykknaði undir belti en að fáum mánuðum liðnum var hún aftur eins og hún átti að sér að vera. Sögur fóru á kreik og mögnuðust dag frá degi. Sterkar líkur vom að því leiddar að Sólborg hefði orðið þunguð af völdum Sigurjóns og hefðu þau, eða hún ein, drepið bamið þegar það fæddist. Loks skrifaði hrepp- stjóri Þistla Benedikt Sveinssyni sýslumanni og alþingisskörangi bréf og fór fram á rannsókn málsins. Vegna anna sýslumanns við dómsmál á Austurlandi var sonur hans, Einar Benedikts- son, settur sýslumaður tímabundið 9. nóvember 1892. Var rannsóknar- réttur settur að Sval- barði í janúar 1893. Systkinin neituðu í fyrstu öllum sakargiftum en loks játaði Sigurjón. Áður en skáldið unga náði að kveða upp dóm yfir sakbomingum svipti Sólborg sig lífi með því Friðrik G. að taka inn eitur. Vísaði Olgeirsson þá Sigurjón á lík barns- ins þar sem hann hafði grafið það í fjárborg niðri við sjó. Einar dæmdi hann til tíu ára fangels- isvistar en landsyfirréttur breytti dómnum í sex ár vegna þess að ekki þótti sannað að barnið hefði dáið af mannavöldum. Sigurjón tók dóm sinn út erlendis en kom eftir það heim og bjó á Raufarhöfn í mörg ár. Töluvert hefur verið ritað um þetta sakamál og það hefur verið notað sem efniviður í skáldsögu. Þegar frá leið varð til sú saga að Sólborg hefði ekki fengið legstað í vígðri mold, heldur verið husluð austan og utan Séra Ólafur Petersen á Svalbarði, segir Friðrik G. Olgeirsson, jarðsetti Sólborgu með barni sínu í vígðri mold. kirkjugarðs á Svalbarði. Sagan hefur verið lífseig og komist í hinar ágæt- ustu bækur, m.a. nýjustu bókina um Einar Benediktsson, en hún er röng. Einn sá fyrsti sem skrifaði um Sól- borgarmál var Þórarinn Gr. Víkingur frá Víkingavatni í Kelduhverfi. Þar gisti Einar Benediktsson þegar hann var á leið norður að Svalbarði og líka á bakaleiðinni. Árið 1957 kom út eftir Þórarin bókin Mannamál. I þætti sín- um um Sólborgu talar hann í óeigin- legri merkingu um kuml þeirra systkina og það „ómannúðlega hátta- lag, er lengi hefur átt sér stað hér á landi, að kasta steinum að kumli sakamanna, er meinaður hefur verið legstaður í kirkjugarði og dysjaðir á víðavangi." Ef frásögn Þórarins er ekki lesin til enda með athygli má auðveldlega misskilja hann en hann endar grein sína á því að segja að Sólborg hafi verið jörðuð með hefð- bundnum hætti í kirlqugarðinum á Svalbarði. Bendir frásögn Þórarins, um þá trú fólks að Sólborg hafi geng- ið aftur og ásótt Einar og jafnvel annað fólk, til þess að sagan um dysj- un hennar sé til komin vegna slíki-a draugasagna. En eru til heimildir sem taka af allan vafa um endalok jarðneskra leifa Sólborgar? Ég hef um nokkurt skeið unnið við að skrifa sögu Langnesinga og því haft undir höndum skjöl og önnur gögn Sauðaneshrepps sem aðrir hafa ekki rannsakað. Meðal þess sem kemur fram í Bréfabók hreppsins frá 19. öld er að séra Ólafur Petersen á Svalbarði jarðsetti Sólborgu með barni sínu í vígðri mold enda var á þessum árum aflögð sú gamla venja að ekki mætti jarðsetja fólk í kirkju- garði sem tekið hafði líf sitt. Sólborg- armál er að finna í skjölum hreppsins vegna þess að töluverð eftirmál urðu vegna greftrunar stúlkunnar. Séra Ólafur Petersen sendi jarðarfarar- reikninginn til oddvita Sauðanes- hrepps, sem þá var séra Arnljótur Ólafsson, þvi þar átti Sólborg sveit- festi. Oddvita leist illa á reikninginn, þótti hann allt of hár. Einkum þóttu honum líkklæði móður og barns dýr og einnig vildi hann ekki trúa því að þrír menn hefðu verið tvo heila daga að grafa gröfina. Neitaði oddviti Langnesinga að greiða reikninginn og kærði hann fyrir sýslumanni. Tók nokkur ár að greiða úr því deilumáli. Hið sanna um endalok Sólborgar Salínu Jónsdóttur er því þetta. Hún var jörðuð í suðausturhorninu á gamla kirkjugarðinum á Svalbarði 19. janúar 1893. Líkfylgdin var víst ekki fjölmenn og líkræðan sem séra Ólafur flutti var stutt. I vígða mold fór þó hin ógæfusama kona og þar hefur hún hvílt í 105 ár. Höfundur er sagnfræðingur. Stóri sjálfstæði Fram- sóknarflokkurinn STÓRPÓLITÍSK tíð- indi gerðust samhliða ráðherraskiptum Sjálf- stæðisflokks. Nú verður Davíð varamaður Hall- dórs og Halldór vara- maður Davíðs. Halldór Ásgrímsson verður for- sætisráðherra í forfóll- um Davíðs og Davíð verður utanríkisráð- herra í forfollum Hall- dórs. Þetta ber að sögn Davíðs vitni um hina nánu og farsælu sam- vinnu milli flokkanna. Þetta á sér víst engin eða nær engin fordæmi í íslenskri stjómmálasögu. Venjan hefur alltaf verið sú, sama hvaða ráðherra á í hlut, að í forfóllum eins tekur annar úr sama flokki við störfum hans. Nú er sett ný regla vegna hins góða samstarfs. Framsóknarhyggjan í Sjálfstæðisflokki Ekki skal gert lítið úr hinu góða samstarfi Sjálfstæðis- og Framsókn- arflokks, enda höfum við stjómarand- stæðingar margoft haldið því fram að munurinn milli þessara flokka sé í reynd sáralítill. Þetta eru helminga- skiptaflokkarnii- sem veija sérhags- muni, hvort sem er í sjávarútvegi eða landbúnaði. Þeir gæta hagsmuna stór- fyrirtækja og vemda fákeppni. Það hefur alltaf verið sterk framsóknar- hyggja í Sjálfstæðisflokknum og þessi ákvörðun Davíðs staðfestir einungis þróun síðustu ára og skoðanir okkar stjómarandstæðinga. Akvörðun Halldórs að trúlofast Sjálfstæðis- flokknum með þessum hætti gefur til kynna að Framsóknarflokkurinn ætli að skilja endanlega við vinstri fortíð sína og festa sig sem lítill kerfis- flokkur á miðjunni sem heldur í völdin fram í rauðan dauðann. Þetta er vafalítið ekki fullrætt innan Framsóknar- flokksins og örugglega ekki að skapi margra sem hafa stutt hann. Sameiginlegt framboð jafnaðarmanna Línur í stjórnmálunum eru að skýrast. Við í stjómarandstöðunni höfum lengi unnið að því að fara saman til kosninga. Það hefur tekist nær alls staðar í sveitarstjórnar- kosningunum í næsta mánuði. Þar eru Alþýðuflokks- eða Alþýðubanda- lagsmenn í forystu. A-flokkarnir eru að ná sögulegum sáttum. Viðræður eru í gangi milli Alþýðuflokks, Al- þýðubandalags og Kvennalista um samfylkingu í næstu Alþingiskosn- ingum. Ég er sannfærður um að stjómarandstaðan verður með eitt framboð við næstu Alþingiskosning- ar. Ég óska sjálfstæðismönnum tfl hamingju með hinar formlegu mægðir við framsóknarhyggjuna og ekki mun væsa um þá þar en margir framsóknarmenn verða vafalítið hissa. Ef til vill ættu ýmsir af kjós- Ég óska sjálf- stæðismönnum til hamingju, segir Agúst Einarsson, með hinar formlegu mægðir við framsókn- arhyggjuna. endum þessai-a flokka að hugsa sig um tvisvar hvort þeir eigi samleið í hinum stóra sjálfstæða Framsóknar- flokki undir forustu Davíðs Oddsson- ar og Halldórs Ásgrímssonar. Sýn Hannesar Hólmsteins er að rætast Draumsýn Hannesar Hólmsteins er að rætast en hann lagði til á síð- asta ári að Sjálfstæðis- og Fram- sóknarflokkur sameinuðust. Hann er ef til vill forspár. Þetta sýnir að minnsta kosti réttmæti þess að jafn- aðarmenn og félagshyggjufólk, kvennalistakonur og óháðir samein- ist um eitt framboð við næstu Al- þingiskosningar. Andstæðingar okkar eru sífellt að taka á sig skýrari mynd. Þeir ætla greinilega að starfa saman eft- ir næstu kosningar. Við skulum gera þeim eins erfitt fyrir og hægt er og berjast af alefli gegn hinum nýja stóra sjálfstæða Framsóknar- flokki. Höfundur er alþingismaður í þing- flokki jiifnaðarmannn. Ágúst Einarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.