Alþýðublaðið - 04.04.1934, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 04.04.1934, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGINN 4. apfil 1&34. 4 Lesið smáauglýsingar Alþýðublaðsins á 2. siðu it3aml& Bfiéi Lofsðngurinn. Stórfengleg og áhrifamikil talmynd eftir skáldsögu Hermanns Sudermann. Aðalhlutverkið leikur: Marlene Dietrich. Myndin er bönnuð íyrir böm. ELDGOSIÐ. Ffh. af 1. sí'ðu. ■ekki sást til gossins, en blossar og eldingar voru mjög tíð. Frá Blöndiuósi og víðar úr Himavatnssýslu háfa sést eld- bjarmar undanfarin kvöld. Stund- um hafa sóst tvær eldtungur sam- tímis og stundum blossar, sem hafa bneiðst upp á himinhvolfið eða leiftur. Stefnan er í suðaustur frá Blönduósi. Frá Kópaskeri sáust margir eidblossar í gærkveldi í steínu á Vatnajökul vestanverðan. Ösku- fali var í Axarfirði síðast lið- inn sunnudag. Frá Siglufirði sáust á páska- dagskvöld gosblossar og leiftur. Frá Húsavík sáust gosblossar í hásuður á páskadagskvöld og tvær undanfarnar nætur. I>ar hef- ir orðið vart við öskufall. F. U.1 J.-kvöldskemtun verður í Iðnó á laugardags- kvöld. Vmislegt verður til skemt- unar. Hljómsveit Aage Lorange. Dekk og Slöngur tjl miðhjóla er nú komið heim í öMum stærðum1. Verðið mjög lágt eftir gæðum. Örntnn, Laugavegi 8. B.D.S. E.s. Im fer héðan fimtudaginn 5. þ. m. kl. 6 síðd. til Bergen um Vestmannaeyjar og Thorshavn. Flutningur afhendist fyrir hádegi á fimtudag; farseðl- ar sækist fyrír sama tíma. Nfc Bjarnason & Smith. BANKAEFTIRLITSMAÐURINN. Frh. af 1. síðu. svikamáíið rekið annað, bæði í böinkum og sparisjóðum landsins, svo mörg og stór, að rúm er ekki til að telja þau upp hér. En ekki eifit emasta peirra hefir komist upp af völdum ,#fírrlitsmamis- ins Jakobs Möllers, sem varla er heldur von. Það er ekki að undra þótt þjófnaður og hvers kyns fjársvik þróist vel undir alíku að- alieftírliti, og ekki sízt er saka- mennirnir mega vænta, að dag- blaöiö Vísir berjist fyrir þvi, að allar sakargiftir verði ltánar falla niður, ef upp kemst um fjársvik eða þjófnað og hægt er þá að grieiða andvirðið. Lífeynir Jakobs Möllers endur- greiðist ríkissjóði af peningastofn- unum landsins og greiðir hver þeirra sinn hluta, eftir viðskifta- veltu, 'sem þóknun fyrir „eftir- litið‘‘, sem ekki er snert á. Það kvað loks svo ramt að, að lang- lundargeð bankannia þraut fyrir tveim úrum síðan. Þá skrifuðu bæði Landsbankinn og Útvegs- benkinn fjármálaráðherra og beiddust fastlega, undan að endur- greiða rikissjóði hluta þeirra banka af launum Jakobs, sem er meginhluti launanna, vegna þess, að hann leysti ekkert starf af hendi fyrir bankana, hefði ekkert eftirlit! Er það eitt undravert í því sambandi, áð bankarnir skuli ekki fyr hafa færst undan að greiða Jakobi þenna skatt fyrir að hafa ekkterí eftirlit, og jafn- vel neita greiðslu, mema með dómi. En rfkisstjórnin hefir hvorki viljaö létta þessum haöulega skatti af peningastofnununum og reka Jakob úr emhætti, né held- ur setja honum erindisbréf og ganga eftir að hann gegndi starfi sínu, enda virðist ekki vera til pess ætlast. Þessi fjárfúlga, 160 þúsundir króna, sem Jakob Möller hefir sogið úr ríkis- sjóði fyrir verra en ekkert starf, er styrkur til íhaldsstjórnardag- blaösins Vísis, og jafnframt séð um að „eftirlitsmaður banka og sparisjóða" ljósti ekki neinu ó- þægilegu upp uin íhaldssama og miður ráðvanda starfsmenn í pen- ingastofnunum. Það kann að v-era, að Jakob Möllier og ihaldsliðinu þyki þetta afbragðs fyrirkomulag og hent- ugt fyrir íhaldsflokkinn, en nú er a'lmennilngi nóg boðið. Ekkert mun liengur geta stöðvað kröf- urnar um að hneinsa tii í þessum óreiðiumáium. En fyrsta skrefið til1 að lækna freistingar starfs- manna pieni'ngiastofniana í þesisum efnum og girða fyrir áfrámhald- andi óreiðu er að reka snikjudýr- ið Jakob Möller tafarlaust úr emdætti og skipa hæfan mann i hans stað, sem vinni verk sitt af alúÖ og trúmensku við þjóðina. Það væri landhreinsim, og fyrjr þ*eirri landhreinsun mun Alþýðu- fliokkurinn beita sér. Hé'dinn Valdimarsson. Notið yðnr kaupbæti Al- þyðublaðsins — ókeypis smáauglýsingar. MIÐVIKUDAGINN 4. apríl 1934. I DA6 m Næturlæknir er í nótt HaMdór Stefánsison, Lækjargötu 4, sími 2234. Næturvörðiur ©r í nótt í Lauga- vegsr oig Ingólfs-apóteki. tJtvarpið: Kl. 19: Tónleikar. 19,10: Vieðurfnegnir. Tilkynningar. 19,25: Ferðásaga frá ítalíu (Krist- iinn Ármannsson)' 19,50: Tónleik- ar. 20: Fréttir. 20,30: Erindi: Sjálf- stæðisbarátta ísliendinga, III. (Sig- urður Nordai). 21: Fiðlusóló (Þór- arinn Guðmundsson). 21,25: Um- ræður xun dagskrárstarfsemi út- varpsins. Björn Gunnlaugsson iæknir slasast. í gærmiorgun kl. 8 rakst bif- reiðin RE 898 á símastaur á horn- inu á Ásvallagötu og Blómvalla- götu. Frammi í bílnum við hlið- ina á bíistjóranum sat Björn læknir Gunnlaugsson, og var hann á leið í sjúkrahús Hvíta bandsins til að gera uppskurð á sjúklingi. Ekltí voru aðnlr í bíln- um, er áreksturinn varð. Við á- reksturinn kom svo mikiM hnykk- ur á bílinn, að Björn hrökk fram á rúðuna og lenti með höfuðið í gegnum gleriði. Skarst hann alil- mikiö á enninu. Var hann fluttur á sjúkrahús Hvítabandsins. Lækn- irinn skarst mikið á öðru gagn- auga og miisti svo mikið blóð, að hann er mjög máttfarinn. íkveikja. Kveikt var í húsinu Þjórsárgata 2 með þieim hætti, að kona helti olílu á gólfið í íbúð sinni iog kveikti svo í. Er sagt að hún hafi gert það til að koma manni sinum út úr húsinu. Maðurinn hljóp þegar út, er konan kveikti í, en hún var sjálf búin að slökkva, er slökkviliðið kom. Dómur hefir enn ekki verið kveð- inn upp yfir konunini, en hennii verður að öMum líkindum hegnt fyrir tiltækið. Feikna úrval af vor-' og sumar- pilsum, blussum og peysum (frá 3,50), alt eftir nýjustu tízku. Falilegir uUarkjólar, svartir og mislitir í fallieg- um sniðum, nýkomnir, verð frá 18 kr. FaU-egir uUarkfólctr, með löngum og stuttum erm- um, afar ódýrir. NINON, Austuristræti 12, uppi. Opið 2—7. S.R.F.Í. Sálarrannsóknarfélag íslands heldur fund í Varðarhúsinu fimtudagskvöldið 5. apríl kl. 8V2. Prófessor Þórðiur Sveinsson flytur erindi. Féliagsmenn sýni ársskírteini fyriir 1934 við inngangin,n. Skir- teiini fá þeir við innganginn, sem lekki hafa þegar fengið þaiu. Stjórnin. Næsta ferð G.s. Island verður frá Kaupmannahöfn 14. apríl (í stað 13. apríl) og frá Leith 17. apríl (í stað 16. apríl); að öðru leyti er áætlunin óbreytt. Skipaafgrelðslsi Jes Zimsen, Tryggvagötu. — Sími 3025. Nýja Bfó Éb spfl um jifl. Eiu lied flr Dich. Þýzk söngva-kvikmy íd leikin af'hinum heims-; fræga Pólska tenor- söngvara Jean Kie- pura ásamt Jenny Jugo myndin gerist í Ítalíu, Wien og Sviss. Sýnd annan páskadag kl. 5—7 og kl. 9. Börn fá aðgang kl. 5. _Trillubátui til sölu. 'Upplýsingar gefur Sturlaugur Sigurðsson, Hring- braut 186. Búsáhöld: Emaik fötur 2,00 Alum. þiottar, sterkir. Alium. kaffikönnur 6,50 Email. katliar 6,50 Gól'fliakk, 1 kg. 3,00 Bönolía á gólf og húsgögn 1 kg. 2,75 3 gólíklútar 1,00 20 metra snúru-snæri 1,00 50 gormklemmur 1,00 Ryðfrfr borðhnífar 1,00 Ai pak ka-mat skei ða r 0,85 Sigarður Kjartansson, Laugavegi 41. Alúðarpakkir fyrir auðsýnda [samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför mannsins míns og föður okkar, Helga Jóhannssonar. Karólína Káradóttir og’börn. Elsku dóttir okkar og systir, Svala, andaðist í nótt á Landakots- spítala. 4. aprilJ1934. Ragnheiður Kristófersdóttir. Jón Guðmundsson og börn. Laugavegi 20 B. Byggingafélag verkamanna Félagsmenn, sem óska að kaupa íbúðir í nýju verkamannabústöðunum, sem farið verður að byggja í sumar, sendi umsóknir til félagsstjórnar fyrir 15. apríl n. k., og séu peir tilbúnir að færa sönnur á og setja tryggingu fyrir, að peir geti greitt 15j°/0 af byggingarkostnaði, þegar krafist verður. Jafnframt eru umsækjendur beðnir að geta, hvort peir óski að kaupa 2ja eða 3ja her- bergja íbúð. Umsækjendur skulu og vera tilbún- ir að gefa félagsstjórn upplýsingar um efnahag sinn. Utanáskrift umsóknarinnar skal verá: Formaður stjórnar byggingafélags verkamanna, Bræðraborgarstíg 47, Reykjavík. Félagsstjórnin.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.