Morgunblaðið - 09.02.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.02.1999, Blaðsíða 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR1999 MORGUNBLAÐIÐ KÖRFUKNATTLEIKUR Sé ekki að við munum tapa leik Sáu ald VÍGREIFAR og fullar sjálfstrausts sáu KR-stúlkur til þess að stúdínur sáu aldrei til sólar þegar liðin mættust í bikarúrslita- leik í körfuknattleik í Laugardalshöll á laugardaginn enda fóru leikar svo að vesturbæingar skoruðu 30 stigum meira en mótherjar þeirra - unnu 88:58 með mikilli baráttu þar sem Limor Mizrachi fór á kostum og lagði grunninn að sigrinum. í Ijósi stöðunnar í 1. deild kvenna kemur það ekki svo á óvart því þar hafa KR-stúlkur unnið alla sína fjórtán leiki en ÍS kemur næst á eftir þeim með sigur í 10 leikjum og ósigur í fjórum - þar af þremur á móti KR en unnu þær í úrslitaleik Reykjavíkur- mótsins í haust. Svipað var á komið með liðunum að sumu leyti, stúdínur voru að meðaltali hálfu ári eldri en KR-stúlkur og einum sentímetra hærri. Afyrstu mínútum leiksins sást hvert stefndi því mikil barátta vesturbæinga sló mótherjana al- gerlega útaf laginu Stefán 0g j stöðunni 27:7 Stefánssœ slökuðu RR-stúlkur Sknfar aðeins á klónni. Stúdínur nýttu tækifærið og sóttu í sig veðrið en þá tók við annar stormur og lengi vel skildi meira en helmings stigamunur liðin að. í síðari hálfleik sýndi Limor á sér nýja hlið þegar hún raðaði niður þriggja stiga körfum og þá var aðeins spurning um hversu stór sigurinn yrði. Sem fyrr segir bar Limor höfuð og herðar yfir aðra leikmenn KR, fyrir utan að vera stigahæst tók hún 10 fráköst og átti 9 stoðsend- ingar, sem margar hverjar glöddu auga allra í Laugardalshöllinni. Það er ekki þar með sagt að hinar stúlkurnar hafi slegið slöku við, þvert á móti sýndu þær einnig sínar bestu hliðar með mikilli baráttu. Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir nýtti öll sín skot og tók flest fráköst, 11 alls, og Hanna B. Kjartansdóttir og Kristín B. Jónsdóttir áttu einnig skínandi leik en sigurinn var tvímælalaust sigur liðsheildarinn- ar og raunar oft kennslustund í baráttu. Stúdínur áttu við ofurefli að etja en sýndu þó þegar tækifæri gafst að þær kunna sitthvað fyrir sér. Hinsvegar var slæm byrjun þeim fyrst og fremst að falli því það reyndist þeim um megn að vinna hana upp. Úkrainubúinn Liliya Sushko var ágæt en missti móðinn við að ná sér ekki nægi- lega á strik en Alda Leif Jóns- dóttir, með flest fráköst, og Ge- orgía 0. Kristiansen voru góðar auk þess sem Signý Hermanns- dóttir komst á skrið eftir hlé, sem að var ekki erfitt að ná upp stemmningu hjá þessu liði, sem hefur verið svo nálægt því að vinna undanfarin ár og þetta var okkar dagur í dag,“ sagði Oskar Kristjáns- son þjálfari KR þreyttur en ánægður eftir leikinn og hann hefur til þess íyllstu ástæðu - bikar í höfn og lið hans með afgerandi forystu á Is- landsmótinu þar sem það hefur ekki tapað leik. „Þegar vörnin er góð og baráttan góð kemur sóknarleikurinn oft af sjálfu sér en ef við hefðum tekið fleiri sóknarfráköst fyrir hlé hefði munurinn verið ennþá meiri í hálfleik. Svo var að sjá hvemig íyrstu fimm mínútur síðari hálfleiks yrðu og þá átti Limor frábæran leik - hún er fæddur sigurvegari og lykillinn að sigrinum í dag.“ Eftir tap í úrslitaleik undanfarin tvö ár var ljúft að vinna loks sigur á afmæli KR. „Það hefur ekki verið of mikið af bikurum í Vesturbænum og frábært að færa stórveldinu einn á hundrað ára afmælinu," bætti Óskar við. „Það gæti orðið einn til því við höfum afgerandi forystu á Islandsmótinu þar sem við höfum ekki tapað leik og ef úrslitin í dag sýna mun á liðinu í fyrsta og öðru sæti í deildinni, sé ég ekki að við munum tapa leik þar.“ „Ég er glöð fyrir hönd félagsins að við unnum bikarúrslitin því það hef- ur áður þurft að sætta sig við annað sætið,“ sagði Limor Mizrachi, sem bar af öðrum leikmönnum á vellin- um með lipurð og skemmtilegum stoðsendingum auk þess að vera stigahæst. „Ég veit samt ekki hvort liðið er betra en við lékum góða vörn og það er ekki hægt að fara fram á meira en sigur hér í dag. Varðandi íslandsmótið hefur okkur gengið vel en ég tel best að við tök- um einn leik fyrir í einu.“ Séð marga silfurpeninga en nú kom gull „Ég er mjög sáttur og þetta er gott fyrir KR því við höfum séð marga silfurpeningana undanfarin ár en alltaf vantað gullið,“ sagði Gísli Georgsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR. „Það er vandi við kvennaíþróttir að þær fá minni athygli eins og sést á áhorf- endafjölda hér í dag en körfuknatt- leiksdeild KR er eitt af fáum félög- um þar sem lögð er jöfn áhersla á bæði kynin.“ GUÐBJÖRG Norðfjörð Elías- dóttir, fyrirliði KR, Kristín B. Jónsdóttir og Hanna B. Kjartansdóttir lögðu sitt af mörkum fyrir KR í úrslita- leiknum og hjálpast hér að við að lyfta sigurlaununum. var of seint því mikið var undir henni komið að standa sig undir körfunni. Réðum ekkert við útlendinginn „OKKUR gekk illa í byrjun, hittum ekki neitt, þær hittu næstum úr öllum sinum skot- um og þó vörnin hafi verið í lagi, þurfum við að ná fram okkar besta í svona leik,“ sagði Ivar Ásgrímsson þjálfari ÍS-stúIkna eftir leik- inn. „Við settum upp áætlun um að hafa fyrri hálfleik jafn- an en það gekk ekki því við vorum ekki tilbúin til þess og KR er of gott lið til að sleppa slíku tækifæri. Það munaði mikið um að útlendingurinn hjá þeim var óstöðvandi, við létum þrjá leikmenn skiptast á um að halda í við hana en það hafði ekkert að segja enda var hún viðloðandi lang- flest stig KR-inga. Við höfum spilað við þær áður í deildinni og þá réðust úrslit á síðustu stundu svo að þessi úrslit segja ekkert um getumuninn en í dag stóðumst við ekki pressuna.“ Vorum ekki tilbúnar „Ég veit ekki af hverju en við vorum ekki tilbúnar fyrir þennan leik - fórum reyndar að beijast þegar leið á fyrri hálfleik en þær voru einfald- lega sterkari," sagði Alda Leif Jónsdóttir, sem var markahæst hjá ÍS, eftir leik- inn. Þó tapið hafi verið sárt núna hefur hún þó ásamt stöllum sinum í ÍS haft betur við KR með tveimur sigrum í Reykjavíkurmótinu en KR- stúlkur hafa unnið þrjá leiki þeirra á milli á Islandsmót- inu. „Það munaði mikið um að þær eru komnar með góð- an útlending og við erum reyndar líka með útlending. Nú er bara að einbeita sér að íslandsmótinu, við getum huggað okkur við það, og í fjórða leiknum, sem við eig- um eftir við KR í Islandsmót- inu verður heldur betur hefnt.“ FOLK ■ KOLBRÚN Leifsdóttir íylgdist með dóttur sinni Öldu Leif Jóns- dóttur reyna að endurtaka leik sinn frá 1991 en þá var hún í sigur- Jiði ÍS, sem vann bikarkeppnina. ■ REYKVÍKINGAR hafa lengi þurft að bíða eftir bikarmeist- aratitli því þetta er í annað sinn á undanförnum 12 árum að bikarinn endar í Reykjavík. ■ SYSTURNAR Helga og Rann- veig Þorvaldsdætur léku saman með liði KR í bikarleiknum. ■ GLEÐIN var við völd hjá körfuknattleiksdeild KR að loknum bikarsigri kvenfólksins og um kvöldið hélt körfuknattleiksdeildin upp á 100 ára afmæli KR á veit- ingastaðnum Astro. Þeir ætla síðar að halda aðra veislu með öðrum KR-ingum. ■ LILIYA Suslikon er frá Úkraínu og leikur með stúdinum en hún kom ekki gagngert til að spila með þeim því _ eiginmaður hennar þjálfar blaklið ÍS. ■ EINN leikmaður úr hvoru kvennaliðinu var tekinn í lyfjapróf eftir bikarleikinn. Það voru nöfn Hönnu B. Kjartansdóttur hjá KR og Lovísu Guðmundsdóttur frá IS, sem voru dregin upp úr hatti Sig- urðar Magnússonar hjá lyfjaeftir- liti ÍSÍ. ■ GEORGÍA O. Kristiansen, sem leikur með stúdinum í ár. Það á ekki fyrir henni að liggja að vinna bikar því tvö síðustu tímabil lék hún einmitt með KR, sem tapaði fyrir Keflavfk í úrslitaleik bikar- keppninnar. Georgía segist hins- vegar ekkert sjá eftir að hafa skipt yfir í ÍS. Það á því ekki við hana að allt er þegar þrennt er. ■ INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, borgarstjórií Reykjavík, var heið- ursgestur á bikarúrslitaleik kvenna og heilsaði uppá leikmenn fyrir leikinn. Sérstakur heiðursgestur ÍS var Ragnar Ingimarsson, forstjóri Happdrættis Háskóla Islands og hjá KR-ingum hlaut@texti: Guðrún Kristmundsdóttir, fram- kvæmdastjóri Bæjarins bestu, þann heiður. til sól

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.