Morgunblaðið - 11.02.1999, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 11.02.1999, Blaðsíða 46
<46 FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Hilmar Þor- björnsson var fæddur í Reykjavík 23. október 1934. Hann lést á heimili sínu 29. janúar síðastliðinn. For- eldrar hans voru Þorbjörn Þórðar- son, málaraineist- ari í Reykjavík, f. 14. maí 1907 í *, Reykjavík, d. 5. okt. 1976, og kona hans, Charlotta Steinþórsdóttir, f. 29. des. 1908 í Stykkishólmi, d. 3. maí 1990. Börn þeirra auk Hilmars: Halla Þorbjörnsdótt- ir, f. 30. okt. 1929 í Reykjavík; Steina Þóra Þorbjörnsdóttir, f. 30. nóv. 1931 í Reykjavík, d. 3. mars 1996. Hilmar kvæntist 26. apríl árið 1952 Inger Er- icsson, f. 6. febrúar 1934 í Biskopskulla í Svíþjóð, d. 10. nóv. 1970. Börn þeirra: 1) Þórður Eric, f. 19. júlí 1952 í Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur hug þinn og þú munnt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín. (Kahlil Gibran / Gunnar Dal.) Elsku Hilmar, mig langar í örfá- um orðum að minnast þín þar sem komið er að kveðjustund. Það varð ekki hjá því komist að bera mikla virðingu fyrir þér, þú varst svo lífs- reyndur og fróður maður. Þú helgaðir líf þitt því að vemda og hjálpa öðrum, hjálpsemi þín var aldrei uppurin. Þú starfaðir sem lög- reglumaður í 41 ár, fyrst hjá lög- reglunni í Reykjavík þar sem þú gekkst metorðastigann og endaðir svo starfsferilinn sem aðstoðaryfh-- lögregluþjónn hjá Ríkislögreglu- stjóra. Sameinuðu þjóðirnar fengu einnig að njóta krafta þinna er þú starfaðir undir þeirra formerkjum í þrjú ár, fyrst í New York og síðar í Israel. Afreksmaður varstu í íþróttum, en aldrei heyrði maður þig minn- ast á afrek þín. Það var ekki fyrr en stuttu eftir andlát þitt að úr- klippubækur þínar fundust frá því að þú varst á toppi íþróttaferils -Aþíns, þvílíkar gersemar þessar bækur. Þar er þér lýst sem einum besta íþróttamanni er íslenska þjóðin hefur átt og ennfremur er þar tíundað að þér hafí verið skipað á bekk með bestu sprett- hlaupurum heims. Ekki eru þeir margir sem geta státað af því að hafa keppt á tvennum Olympíu- leikum fyrir íslands hönd. íslands- met þitt í 100 m hlaupi, sem þú settir í ágúst árið 1957, stendur enn. Elsku Hilmar, þú hafðir frá svo mörgu að segja sem drifíð hafði á daga þína og slæmt þykir mér að fá ekki að heyra meira. Man ég •sérstaklega eftir sögu sem þú sagðir okkur sem þú upplifðir í starfí þínu sem lögreglumaður árið 1967. Þá hafði breskur togari verið tekinn hér við Islands- strendur vegna ólöglegra veiða. Þú og annar lögreglumaður voru settir um borð í skipið til að vakta það. Ekki vildi betur til en að ykk- ur var rænt og skipinu siglt burt frá íslandi. Til að gera langa sögu stutta var ykkur bjargað og skipið aftur kyrrsett í Reykjavíkurhöfn. Skipstjórinn sem gefíð hafði fyrir- ^ skipun um þessa gíslatöku varð seinna mjög góður vinur þinn. Þetta var lýsandi dæmi um þig, ekkert að gera mikið úr hlutunum, manngreyið hafði gert smávægi- leg mistök og þú varst ekkert að erfa það við hann. Það er víst óhætt að segja að þú hafír verið ákveðinn og hreinskil- -%inn maður, það er ekki svo lítill 'mannkostur þó svo að ekki allir Reykjavík. 2) Signý Elísabet, f. 18. feb. 1954 í Reykjavík, búsett í Bandaríkj- unum. 3) Charlotta Gréta, f. 13. apríl 1956 í Reykjavík, búsett í Bandaríkj- unuin. 4) drengur, f. 3. aprfl 1960, d. sama dag. 5) Eric Bjarni, f. 6. ágúst 1961 í Reykjavík, d. 10. nóv. 1970. Börn Hilmars: 6) Sigrún Huld, f. 6. des. 1962, búsett í Svíþjóð. 7) Gunnar Þór, f. 9 sept. 1963, búsettur í Dan- mörku. Hilmar kvæntist 15. júní árið 1968, Ágústu Ósk Guð- bjartsdóttur, fædd 22. júní 1940 í Sandgerði. Börn þeirra: 8) Hallur Guðbjartur Hilmarsson, f. 12. ágúst 1969 í Jerúsalem, Israel. 9) Magnea Þórey Hilm- arsdóttir, f. 25. feb. 1972 í Reykjavík. Hilmar lauk gagnfræðaprófí kunni að meta það. Aldrei vissi ég til að þú færir á bak orða þinna, þér fannst lítið til þess háttar manna koma sem gerðu slíkt. Hilmar, þú varst mikill og merkilegur maður og því ekki nein tilviljun að ég og synir þínir, Þórð- ur og Hallur, völdum sama starfs- vettvang og þú. Eg hefði svo inni- lega viljað að þú hefðir lifað að sjá mig útskrifast úr Lögregluskólan- um. Þú lést nám mitt þig miklu varða og það var ósjaldan sem þú hringdir til að kanna hvernig mér gengi í skólanum og einnig til að fræða mig og upplýsa um hin ýmsu störf er vörðuðu lögregluna. Það er svo margt sem ég hefði viljað segja þér og þakka þér fyrir og þá sérstaklega hversu yndisleg- ur afí þú varst. Það er mikið frá bamabömum þínum tekið að fá ekki að njóta þín lengur, þú varst alltaf boðinn og búinn að sinna þeim. Líf þitt einkenndist af hraða, þú varst alltaf að flýta þér. Alveg frá fæðingu, þar sem þér var vart hugað líf og því skírður í fljótheit- um, og síðar á lífsleiðinni í hlaup- unum, þar sem þú varst yfirleitt fyrstur í mark. Segja má því að andlát þitt hafí verið í samræmi við líf þitt. Elsku Hilmar, ég kveð þig í hinsta sinn. Þín tengdadóttir, Hildur Rún. Hilmar afi er dáinn. Það er erfítt að hugsa sér það að eiga ekki eftir að hitta þig aftur. Mér var hugsað til þess þegar ég var 3ja eða 4ra ára og fór með mömmu í heimsókn til þín í vinn- una á löggustöðina og þú leyfðir mér að setjast á löggumótorhjól, ég man hvað mér þótti það gaman og hvað mér fannst þú alltaf flott- ur í löggufötunum þínum. Elsku Hilmar afí. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með guði. Guð þér nú fylgi hans dýrðarhnoss, þú hljóta skalt. (V. Briem) Hilmar Þorbjörn. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vom grætir. Þá líður sem leiftur af skýjum, ljósgeisli af minningum hlýjum. (Hallgr.J. Hallgr.) Kæri vinur. Eg var enn á barnsaldri þegar ég átti því láni að fagna að kynn- ast þér og þinni indælu konu, Agústu Osk, og börnum ykkar, og hóf árið 1958 störf í lög- reglunni. Hann starfaði lengst af hjá Lögreglunni í Reykjavík og sótti fjölmörg námskeið tengd starfinu. Hilmar var skipaður aðstoðaryfirlög- regluþjónn í maí 1991 og þá yf- irmaður umferðardeildar Lög- reglunnar í Reykjavík. í ágúst á síðasta ári fluttist hann til starfa hjá embætti ríkislög- reglustjóra og annaðist aðal- lega umferðarmál. Hilmar hlaut ýmsar viðurkenningar og heiðursmerki fyrir störf sín í lögreglunni, m.a. heiðurs- merki forseta Finnlands, hvítu rósina, þann 20. október 1982. Hilmar starfaði einnig hjá Sameinuðu þjóðunum í New York frá 1. sept. 1963 til 1. apríl 1964 og síðan í Irael frá 1969 til 1971. Hilmar var einn þekktasti frjálsíþróttamaður Islands á sínum yngri árum og methafi í spretthlaupum í ár- araðir. Hilmar keppti oft, er- lendis, m.a. á Ólympíuleikun- um í Melbourne árið 1965 og í Róm 1960. Utför Hilmars fer fram frá Bústaðakirkju í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. þegar þið fluttuð í Mosfellssveit- ina. Eg laðaðist strax að ykkur og ykkar fallega og sérstaka heimili þar sem ég var ævinlega velkomin sem það væri mitt annað heimili. Þar var margt að skoða, til dæmis alla verðlaunapeningana og verð- launagripina sem þú hafðir fengið á glæsilegum íþróttaferli þínum sem flestir þekkja. Einnig voru forvitnilegir munir, sumir allsér- stæðir, sem þú hafðir safnað víða að. Góð vinátta tókst einnig með mér og bömum þínum. Já, það er margs að minnast og er þá ofar- lega í huga þegar ég á miðjum táningsaldri fór með ykkur hjón- um til Bandaríkjanna til að heimsækja dætur þínar sem þar eru búsettar og var þá ferðast víða, sú ferð mun alltaf lifa í minn- ingunni. Eg var svo lánsöm að kynnast foreldrum þínum og mat þau kynni ætíð mikils sem ef til vill má sjá á því að þegar ég eignaðist börn skírði ég yngri son minn, Hilmar Þorbjörn, í höfuðið á þér og föður þínum, og er hann ansi uppátektarsamur og grallari eins og þú áttir til að vera. Fyi-ir þetta allt er mér þakklæti efst í huga. Kæri vinur, þetta er mikill missir og þungur harmur kveðinn að þinni fjölskyldu, mér og minni fjölskyldu en eftir lifir minningin um góðan dreng. Nú er við kveðj- um þig hinstu kveðju við leiðarlok, þegar þú hefur vegferð á nýju og æðra tilverustigi, vottum við Agústu, börnunum og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð og biðjum góðan guð að styrkja þau í sorginni. Hvfl þú í guðs friði. Halldóra Magný og fjölskylda. Það var brátt yfír brottför hans af þessu tilverustigi. Eins og hann hefði þotið úr startholum sprett- hlaupskeppninnar hér á árum áður þegar hann hljóp hraðast allra ís- lendinga og sigraði á stórmótum úti í heimi. Hann var greinilega til- búinn og stundin var komin. Kallið kom þar sem honum leið best heima hjá henni Ágústu sinni. Eg hafði séð hann nokkrum sinnum á gamla Melavellinum á íþróttamótum í keppni í 100 metra hlaupi. Undraðist það stundum að ég átti erfitt með að greina fætur hans þegar hlaupið stóð sem hæst. Svo hratt var hlaupið. Kynni okkar hófust fyrir alvöru þegar við hittumst í réttar- salnum í lögreglustöðinni í Póst- hússtræti við setningu Lögreglu- skólans 15. jan. 1958. Síðan við kröfumikið nám í skólastofunni í Iðnskólanum og á æfingasvæðinu á Suðurnesi og víðar. Að loknu prófí að vori urðum við vaktfélag- ar á gömlu Magnúsarvaktinni til 1960 er umferðardeildin var stofnuð. Þá fórum við saman og urðum félagar í bifhjólasveit embættisins. Þannig gerðist það að kynni okkar urðu meiri á þess- um árum. Þá kynntist ég drengn- um í manninum. Góðum og gegn- heilum manni sem öllum vildi vel. Glaðværum og spaugsömum félaga þannig að manni leið vel í návist hans. Hilmar var valinn til forystustarfa innan lögreglunnar frá 1972, sem aðstoðarvarðstjóri, varðstjóri og síðan aðstoðaryfir- lögregluþjónn og starfaði sem slíkur hjá Ríkislögreglustjóra síð- ustu mánuðina. Nú þegar ég set þessi orð á blað sé ég hann fyrir mér á myndinni sem hann sendi mér um árið af sér á hvíta blæju-Bensanum brosandi, veifandi í sólinni í Israel, en þar var hann um tíma sem einn af varðliðum Sameinuðu þjóðanna. Eftir 41 árs samstarf og vináttu í oft erfiðu og erilsömu löggæslu- starfi verður til stór sjóður minn- inga um ótal uppákomur í lífsins ólgusjó. Það eru góðar minningar. Sérstaklega þótti mér vænt um bréfíð sem hann sendi mér í tölvupósti síðasta vinnudaginn minn, er ég lagði lögreglubúning minn á hilluna nú um áramótin. Þegar ég fyrir stuttu hitti Hilm- ar kom upp í spjalli okkar að hann var farinn að huga að starfslokum. Þá datt hvorugum okkar í hug að það yrði svona stutt í þau. Ágústa mín, við Erla sendum þér og börnunum öllum okkar hlýj- ustu samúðarkveðjur. Guð geymi góðan dreng. Magnús Einarsson, yfirlögregluþjónn. Ég vil með nokkrum minningar- brotum kveðja vin minn og góðan félaga sem látinn er langt um ald- ur fram. Hilmari Þorbjörnssyni, aðstoðaryfírlögregluþjóni kynntist ég fljótlega eftir að ég hóf störf í lögregluliði Reykjavíkur fyrir hartnær þrem áratugum. Fljót- lega sá ég í Hilmari mann sem vert væri að hafa sem fyrirmynd í þessu lífsstarfi mínu. Hilmar var lögreglumaður af beztu gerð ef svo má að orði komast. Hann var einstaklega snyrtilegur í fram- göngu og bar virðingu fyrir starfí sinu og einkennisklæðnaði, ég vil segja að hann hafi verið lögreglu- maður af guðs náð, hann var úrræðagóður og ætíð sanngjarn við alla sem hann átti samskipti við starfans vegna, við hinar margvíslegu aðstæður sem upp koma í starfí lögreglumanns. Þá reynir oft á að vera fljótur að taka réttar ákvarðanir og greina kjarn- ann frá hisminu og standa eða falla með því sem ákveðið hefur verið, oft gefst ekki langur tími hjá lögreglumönnum, á slysa- eða brotavettvangi, og þarf því að vera skjótráður og fylgja sannfæringu sinni eftir og framkvæma. Þetta var eitt af aðalsmerkjum Hilmars í farsælum störfum hans sem lög- reglumanns. Ég átti því láni að fagna að vinna mikið og lengi með Hilmari bæði á vöktum í almennri deild lögreglunnar og síðar var stutt á milli starfsstöðva okkar eftir að ég var gerður að rannsóknarlög- reglumanni og hann yfirmaður umferðarmála lögreglunnar í Reykjavík. Oðrum læt ég eftir að rekja feril Hilmars fyrir okkar kynni, __ en Hilmar gekk að eiga Ágústu Osk Guðbjartsdóttur og eignaðist með henni tvö börn, bæði vel af guði gerð og stolt föður síns. Við hjónin áttum Hilmar og Ágústu að vinum og var gott að koma á heimili þeirra, þar sem gestrisni var í hávegum höfð. Hilmai’ var mjög listhneigður og unni góðri myndlist sem og öllu því sem fagurt er í umhverfi okkar, hann var trúaður og mikil tilfínn- ingavera, þó ekki bæri hann tilfinn- ingar sínar á torg fremur en aðrir góðir lögreglumenn sem hafa þurft að vinna erfið og viðkvæm störf sem allur almenningur getur ekki gert sér í hugarlund hve erfið eru á stundum. Skarð Hilmars verður vandfyllt, en minningin um góðan dreng og félaga lifir og mun svo verða um ókomna tíð. Ég bið Ágústu svo og öðrum eft- irlifandi ástvinum og afkomendum Hilmars guðs blessunar. Fai’ þú í friði, kæri vinur. Björn Helgason, rannsóknar- lögreglumaður. Mér brá þegar ég frétti af and- láti Hilmars Þorbjörnssonar, vinar míns. Um dauðans óvissan tíma veit enginn. Oft kveður hann dyra fyrirvaralaust, eins og hér varð raunin á. Við sjáum samferðafólk okkar hverfa bak við tjaldið mikla, sem aðskilur lifendur og dauða. Hugurinn fyllist söknuði og því meir, sem kynni voru nánari. Ég talaði við Hilmar í síma tveimur dögum fyrir andlát hans. Var hann þá hinn hressasti. Ekki datt mér í hug að það yrði í hinsta sinn, sem ég ræddi við hann. Við Hilmar kynntumst ungir og hneigðist hugur okkar snemma að íþróttum. Við æfðum og kepptum í handknattleik á vegum Glímu- félagsins Armanns, undir leiðsögn þjálfara félagsins, Stefáns Krist- jánssonar, síðar íþróttafulltrúa Reykjavíkurborgar. Brátt beindist áhuginn þó að frjálsum íþróttum og leiðin lá á Melavöllinn til æfínga og keppni, enn undir leiðsögn Stefáns, þess ágæta þjálfara. Arangurinn varð vonum _ betri. Hilmar varð marg- faldur íslandsmeistai-i í 100 og 200 metra hlaupi, setti íslandsmet í báðum þessum hlaupum, er lengi stóðu. Tvisvar var hann valinn til þátttöku á Olympíuleikum eða í Melbourne 1956 og Rómaborg 1960. Hilmar var einbeittur og harður keppnismaður, en glaðvær og góður íþróttafélagi. A starfsvettvangi höfum við átt samstarf í lögreglunni í Reykjavík um áratugaskeið og lengi á sömu vakt. Þegar á leið gerðist hann þar framsækinn og það með árangri. Kynni okkar eru orðin löng og náin. Ég þakka honum fyrir sam- leiðina og óska honum Guðs bless- unar á nýrri vegferð. Fjölskyldu hans sendi ég hugheilar samúð- arkveðjur. Þórir Þorsteinsson. Skömmu eftir að skipulagsnefnd og umferðarnefnd Reykjavíkur voru sameinaðar fyrir rúmum þremur árum tók Hilmar Þor- björnsson aðstoðaryfirlög- regluþjónn sæti í nefndinni sem áheyrnarfulltrúi frá umferðardeild Lögreglustjóraembættisins í Reykjavík. Fljótlega kom í ljós yf- irgripsmikil þekking hans á um- ferðarmálum í borginni og voru umferðaröryggismál honum ákaf- lega hugleikin. Það skipti máli fyrir nefndina að hafa mann eins og Hilmar innanbúðar við umfjöllun og ákvarðanir í mikilvægum mál- um. Fólk sem starfar saman á slík- um vettvangi nær misjafnlega vel saman, en með okkur Hilmari tókst ágæt vinátta sem ég met mikils. Það keppnisskap sem í hon- um bjó og gerði hann að einum þekktasta frjálsíþróttamanni fs- lands birtist gjarnan þegar hann taldi nefndina á villigötum og þá beitti hann sér af einurð og hafði gjarnan sitt fram. Ég minnist þess sérstaklega þegar ég sem formað- ur nefndarinnar lagði fram tillögu um ný svæði með 30 km leyfilegum hámarkshraða. Komú þá upp efa- semdaraddir um ágæti þeirrar ráðstöfunar og áttum við talsmenn hraðalækkunarinnar í vök að verj- ast um skeið. Þá kvaddi Hilmar sér hljóðs og sagði frá sinni jákvæðu reynslu af þeim 30 km svæðum, sem þegar var komin nokkur reynsla af. Það dugði. Ég vil þakka Hilmari samfylgd- ina, þegar hann nú kveður allt of fljótt, og flyt eiginkonu hans og HILMAR ÞORBJÖRNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.