Morgunblaðið - 16.03.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.03.1999, Blaðsíða 1
62. TBL. 87. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Skýrsla nefndar um spillingu innan framkvæmdastjórnar ESB veldur uppnámi í Brussel Framkvæmdastj órnin segir af sér sem heild Brussel. Reuters. ALLIR tuttugu meðlimir framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB) sögðu af sér í gær- kvöld eftir að stjómarhættir hennar vom harð- lega gagnrýndir í skýrslu óháðrar nefndar sér- fræðinga sem lögð var fram í gær. Greindi Jacques Santer, forseti framkvæmdastjómarinn- ar, frá þessu á fréttamannafundi rétt fyrir mið- nætti í gærkvöld en fýrr um kvöldið höfðu ýmsir þingmenn Evrópuþingsins farið fram á afsögn framkvæmdastjóraarinnar. Reuters SIR Leon Brittan (t.v.), sem fór með viðskiptamál í framkvæmdastjórn ESB, og Jacques Santer, forseti framkvæmdastjórnarinnar skoða skýrsluna 1' gær. Afsögn framkvæmdastjómarinn- ar hleypir samstarfi Evrópuríkj- anna á vettvangi ESB í mikið upp- nám en einungis fáeinir mánuðir eru síðan ellefu aðildarríki ESB tóku upp sameiginlegan gjaldmiðil, evruna. Jafnframt voru í undirbún- ingi gagngerar umbætur á fjármál- um sambandsins, áður en nokkrum fyrrverandi austantjaldsþjóðum yrði hleypt inn í sambandið. „Vegna þessarar skýrslu [...] hafa meðlimir framkvæmdastjórnarinnar einróma samþykkt að segja af sér allir sem einn,“ sagði Santer á fréttamanna- fundinum í gær eftir neyðarfund framkvæmdastjómarinnar. Bráðabirgðastjórn tekur nú að sér að stýra málefnum ESB þar til ríkisstjómir aðildarlanda ESB em búnar að tilnefna nýja fulltrúa í framkvæmdastjómina. Neil Kinnock, sem ábyrgur var fyrir samgöngumálum í fram- kvæmdastjóminni, sagði í viðtali við Sky-sjónvarpsstöðina í gærkvöld að þótt hann teldi sig ekki hafa gerst sekan um spillingu í starfi væri hann sam- þykkur ákvörð- uninni, öll fram- kvæmdastjómin hefði orðið að fara sem heild. „Eg er sammála því að við tökum sameiginlega ábyrgð - en ég samþykki ekki sameiginlega sekt,“ sagði Kinnock. Tony Blair, forsætisráðhema Bretlands, sagði í yfirlýsingu í gærkvöld að fulltrúar Bretlands í framkvæmdastjóminni, Kinnock og Sir Leon Brittan, sem fór með viðskiptamál, hefðu ekki orðið uppvísir að neinu misferli og að breska stjórnin myndi tilnefna mennina tvo í framkvæmdastjórn- ina á nýjan leik. Aður en framkvæmdastjórnin hóf fund sinn hafði Pauline Green, formaður þingflokks jafnaðar- manna á Evrópuþinginu, hvatt alla framkvæmdastjómina til að segja af sér. Sagði hún að gerði fram- kvæmdastjómin það ekki myndu jafnaðarmenn leggja til á Evrópu- þinginu næstkomandi mánudag að vítur yrðu samþykktar á fram- kvæmdastj órnina. Cresson gagnrýnd sérstaklega Pingflokkur jafnaðarmanna er sá stærsti á Evrópuþinginu en ýmsir aðrir Evrópuþingmenn beindu sjón- um sínum einkum að Edith Cresson, öðmm fulltrúa Frakk- lands í hinni 20 manna fram- kvæmdastjórn, en undir hana heyr- ir meðal annars menntamálasam- starfsáætlunin Leonardo. Sannast hefur að í kringum þessa áætlun viðgekkst fjármálaóreiða, sem Cresson er gerð ábyrg fyrir, en í skýrslunni er hún jafnframt sögð hafa hyglað vinum sínum að a.m.k. einu sinni. Hin óháða spillingarrannsóknar- nefnd var sett á laggimar í kjölfar þess að borin var upp tillaga um vantraust á framkvæmdastjórnina í janúar sl. Var nefndinni ætlað að fara 1 saumana á spillingarásökun- um á hendur framkvæmdastjórn ESB. Segir í skýrslu hennar að fundist hafi dæmi um að meðlimir framkvæmdastjórnarinnar væra ábyrgir fyrir misferli, jafnvel þótt þeir hefðu sjálfir ekki hagnast fjár- hagslega á því. Era þeir ennfremur gagmýndir fyrir að vilja ekki gang- ast við þessari ábyrgð. Reuters FRÁ vettvangi tilræðisins. Norður-Irland Þekktur lögfræðing- ur myrtur Belfast. Reuters. ÞEKKTUR kaþólskur lögfræðing- ur á Norður-írlandi, Rosemary Nelson, lést um miðjan dag í gær af völdum meiðsla sem hún hlaut er sprengja sprakk í bifreið hennar fyrr um daginn skammt frá heimili hennar í bænum Lurgan, suðvestur af Belfast. Einn af öfgahópum sam- bandssinna, Verjendur Rauðu handarinnar, lýstu í gærkvöld ábyrgð á ódæðinu á hendur sér en samtökin era andvíg friðarsam- komulaginu á N-írlandi. Nelson hafði séð um málsvörn fjölda þekktra lýðveldissinna en var kunnust fyrir störf sín í mannrétt- indamálum og sem lögfræðilegur ráðgjafi kaþólskra íbúa Garvaghy- vegs í Portadown, en árleg ganga sambandssinna í Oraníureglunni niður veginn hefur undanfarin fjögur ár ætíð aukið mjög spennu í héraðinu. Fréttaskýrendur sögðu í gær að morðið á Nelson ógnaði friðarferlinu á N-írlandi. Ekki væri útilokað að öfgahópar kaþólikka leituðu hefnda sem aftur myndi gera verkefni stjórnmála- mannanna; að leysa deilur sínar um afvopnun öfgahópa og stofnun heimastjórnar, mun erfiðara. Reuters Gephardt styður Gore Manchester. Reuters. AL Gore, varaforseti Bandaríkj- anna og líklegur forsetaframbjóð- andi demókrata í kosningunum á næsta ári, tryggði sér í gær stuðn- ing Richards Gephardts, leiðtoga demókrata í fulltrúadeild Banda- ríkjaþings, en Gephardt var áður talinn helsti keppinautur Gores um útnefningu Demókrataflokksins. Gephardt fylgdi Gore í eins dags ferðalagi hans um New Hampshire og Iowa, en ríkin tvö munu halda tvö fyrstu forvöl vegna forsetakosninganna. „Ég er hingað kominn til að tala um [...] A1 Gore varaforseta," tilkynnti Gephardt um Qögur hundruð dyggum flokksmönnum á fundi í Manchester í New Hampshire og bætti því við að hann ætlaði að berjast, fyrir því að tryggja Gore forsetaembættið. „Hann er frábær manneskja og við gætum öll verið stolt af því að hafa hann sem for- seta Bandaríkjanna.“ Tóku þeir Gephardt og Gore siðan höndum saman við lok fundarins, ásamt Bill Shaheen, eiginmanni Jean Shaheen, ríkisstjóra í New Hampshire. Kosovo-Albanar lýsa því yfír að þeir samþykki friðarsamkomu- lag vesturveldanna á fyrsta degi viðræðna í Frakklandi • • 011 spjót standa nú á stjórnvöldum í Belgrad París, Washinglon, Pristina. Reuters. VESTURVELDIN juku mjög þrýsting á stjómvöld í Belgrad í gær um að samþykkja samkomulag um sjálfstjórn Kosovo eftii- að sendinefnd Kosovo-AIbana hafði til- kynnt að hún myndi skrifa undir samninginn. Yfirlýsing Albananna kom á fyrsta degi annarrar lotu við- ræðna um frið í Kosovo, sem hófust í París í Frakklandi í gær, en á sama tíma geisuðu ákafir bardagar í Kosovo milli serbneskra öryggis- sveita og liðsmanna Frelsishers Kosovo (UCK). Hubert Vedrine, utamákisráð- herra Frakklands, og Robin Cook, breskur starfsbróðir hans, sendu stjómvöldum Júgóslavíu, sam- bandsríkis Serbíu og Svartfjalla- lands, þau skilaboð að þau væra nú á síðasta snúningi með að skrifa undir samkomulagið. Samningurinn felur m.a. í sér að friðarsveitir Atl- antshafsbandalagsins (NATO) muni fara til Kosovo en Slobodan Milos- evic, forseti Júgóslavíu, hefur ítrek- að staðhæft að hann muni ekki sætta sig við NATO-herlið í Kosovo. „Nú standa öll spjót á fulltrúum Júgóslavíu [...] þeirra er valið,“ sagði Vedrine á fréttamannafundi eftir að þeir Cook höfðu fundað með samninganefndum deilenda. Að minnsta kosti 22 féllu um helgina Ummæli Milans Milutinovics, for- seta Serbíu, bentu hins vegar ekki til að Serbar hygðust samþykkja af- arkosti vesturveldanna. Hann sagði enga endanlega sátt ríkja og að samkomulag það um aukna sjálf- stjóm Kosovo, sem Kosovo-Albanar hefðu lýst sig reiðubúna til að skrifa undir, væri ekki til. Vestrænir stjómarerindrekar sögðu í gær- kvöld að ummæli Serbanna væra til þess ætluð að tefja fyrir. í Washington lét Bill Clinton Bandan'kjaforseti hafa eftir sér að NATO ætti engra annarra kosta völ en láta til skarar skríða, og efna til loftárása á Júgóslavíu, samþykktu Serbar ekki samninginn. Rudolf Scharping, vamannálaráðherra Þýskalands, sem staddur var í Bandaríkjunum, tók í sama streng. „Ég vona að mönnum sé ljóst að NATO er fyllilega reiðubúið til að láta til skarar skríða, ef nauðsyn krefur." Bardagar hafa geisað milli serbneskra öryggissveita og liðs- manna UCK frá því á laugardag. Helgin var ein sú blóðugasta í sögu átakanna í Kosovo, sem staðið hafa síðan snemma á síðasta ári, en a.m.k. 22 féllu í átökum. Þar af fór- ust átta Kosovo-Albanar í hrinu sprengjutilræða á laugardag og fjórir albanskir skógarhöggsmenn voru skotnir til bana nærri þorpinu Suva Reka á sunnudag. ■ Tengslahópurinn/27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.