Morgunblaðið - 23.03.1999, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 23.03.1999, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MARZ 1999 B 7 HANDKNATTLEIKUR Þjóðverjar sigurvegarar ÞJÓÐVERJAR sigruðu á HeimS' bikarmótinu í handknattleik sem lauk í Skandinavium- íþróttahöllinni í Gautaborg á laugardag. Þjóðverjar unnu Rússa 23:22 í ágætum úrslita- leik. Sigurmark þeirra kom að- eins fjórum sekúndum fyrir leikslok, en þeir höfðu þó haft forystu allan leikinn. mörk, Dmitri Torgovanov fjögur, Oleg Khodkov og Filippov tvö og þeir Pavel Gouskov og Serguei Pogorelov eitt mark hvor. Svíar fengu bronsið Svíar fengu bronsverðlaunin á mótinu - unnu Frakka afar sannfær- andi 34:25 í leiknum um þriðja sætið. Svíar voru miklu betri og greinilega staðráðnir í að enda Heimsbikarmót- ið með glæsibrag á heimavelli. Markvörðurinn Mattias Anders- son var hetja heimamanna í leiknum - varði alls 19 skot, oft úr opnum fæi-um. Aukinheldur fór Stefan Lövgren mikinn og gerði 11 mörk, þar af sex úr vítum. Stjörnuliðið AÐSTANDENDUR Heims- bikarniótsins völdu að venju stjörnulið mótsins. Valið vakti nokkra undrun að þessu sinni, ekki síst meðal íslensku landsliðsmannanna sem söknuðu þar m.a. hins snjalla leikmanns Ungverja, Jozefs Éles. Hann þótti leika frábærlega á mótinu, skor- aði alls 27 mörk í þremur leikjum og missti aðeins af markakóngstitlinum þar sem Ungverjar náðu ekki í undanúrslitin. I stjörnulið- inu voru annars þessir: Jan Holpert, markvörður, Þýskalandi. Skyttur fyrir ut- an þeir Oleg Khodkov frá Rússlandi og Stefan Lövgren frá Svíþjóð. Milli þeirra Jackson Richardsson frá Frakklandi, á línunni Magnus Wislander, Svíþjóð, og hornamenn þeir Steph- ane Joulin, Frakklandi, og Stefan Kretzschmar, Þýska- landi. Þýska liðið var án efa hið sterkasta á Heimsbikarmótinu, liðið vann alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni >neð fremur sannfær- Bjöm Ingi andi hætti og sló svo Hrafnsson út sjálfa Evrópumeist- skrífar ara Svía á þeÚTa eigin heimavelli í undanúr- slitum. Besti leikmaður Þjóðverja í keppninni var án efa markvörðurinn Jan Holpert, leikmaður Flensborgar í þýsku 1. deildinni. Hann varði oft á tíðum stórkostlega í leikjum þýska liðsins, sýndi mikinn stöðugleika og varði m.a. fjögur vítaköst gegn Svíum í undanúrslitum og tvö gegn Rússum í úrslitum. Rússar lentu í nokkrum eidiðleik- um í upphafí leiks, einkum skorti á ógnun utan af velli í sóknarleik þehra og munaði miklu að þeir Vassili Kou- dinov og Edouard Moskalenko gátu ekki tekið þátt í úrslitaleiknum - þeir þurftu að yfirgefa herbúðir Rússa vegna mikilvægs leiks Hameln í þýsku 2. deildinni, en þar leika þeir félagar undir stjórn þjálfarans Al- freðs Gíslasonar. Að venju léku rússnesku leikmenn- imir undir dynjandi skömmum þjálf- ara síns, Vladimirs Maximov. Hann brýndi menn sína ákaft til dáða og sagði þeim síðan samviskulega til syndanna með reglubundnum hætti. Þannig fékk Andrei Lavrov að gjalda „slakrar" markvörslu sinnar í fyiTÍ hálfleik er hann varði 6 skot og í seinni hálfleik fór allt á sömu leið er vai'amai'kvörðurinn Pavel Soukossian vai'ði 7 skot. I hvert sinn sem Þjóð- verjar skoruðu fengu markverðimir tveir að hlýða á reiðilestur Maximovs og útlistanir á því hvað betur hefði mátt fara. Hið sama gilti um útileik- menn Rússa, allir fengu sína sneið og er Dmitri Filippov, leikmaður Wiipp- ertal og fyrrverandi leikmaðui' Stjörnunnar, misnotaði vítakast í seinni hálfleik fór þjálfarinn eitilharði hreinlega á kostum í látbragði sínu, Filippov til mikillar hrellingar. Þess má geta að Filippov skoraði alls 25 mörk í keppninni og var meðal markahæstu manna. Marcus Baur og Florian Kehrmann gerðu sín fimm mörkin hvor fyrir Þjóðverja í leiknum, Stef- an Kretzschmar og Christian Schwarzer fjögur hvor og risinn Vol- ker Zerbe tvö mörk. I liði Rússa skoraði Denis Krivochlykov átta Á tveggja ára fresti SVIAR lögðu að venju mikið upp úr því að mótshald allt tækist sem best á heimsbik- arkeppninni. Þeir burðu lið- unum sjö til leiks, greiddu allt uppihald en gera samt sem áður ráð fyrir Iitilshátt- ai' hagnaði. Svo sjóaðir eru þeir orðnir í mótshaidinu að Peo Söderblo, forseti sænska handknattleikssambandsins, lagði til í blaði mótsins að það verði haldið annað hvert ár í stað fjögurra eins og ver- ið hefur. Búist er við því að ákvörðun þess efnis verði til- kynnt formlega á næstunni. >1«» , Morgunblaðið/Gísli Hjaltason RUSSAR áttu í vandræðum með að sækja gegn hávaxinni vörn Þjóðverja, sem er ekki árennileg með þá Volker Zerbe (2.12 m), Mike Bezdicek (2.07 m) og Christian Scwarzer. Viatcheslav Gorpichine gerir hér þó heiðarlega tilraun, en á bak við vörnina bíður einn besti markvörður heims, Jan Holpert. Sænskir streyma í atvinnumennsku íslendingar íslenskir landsliðsmenn sem leika með er- lendum liðum: Róbert Sighvatsson, Bayer Dormagen Valdimar Grímsson, Wuppertal Dagur Sigurðsson, Wuppertal Geir Sveinsson, Wuppertal Sigurður Bjai-nason, Bad Schwartau Patrekur Jóhannesson, Essen Gústaf Bjai-nason, Willstatt Ólafur Stefánsson, Magdeburg Róbert Julian Duranona, Eisenach Rúnar Sigti'yggsson, Göppingen Júlíus Jónasson, St. Otmar Ai'on Kristjánsson, Skjern, Danmörku • Auk þess er Guðmundur Hrafnkelsson, landsliðsmai'kvörður, á förum til Valncia á Spáni. Magnus Andersson, hinn sterki landsliðsmaður Svía í hand- knattleik, segir að Bjöm ingi flótti sænskra leik- Hrafnsson manna í atvinnu- mennsku erlendis sé ógnun við sænskan handknattleik. Níu landsliðsmenn Svía hafa nú atvinnu af íþróttaiðkun erlend- is, flestir í Þýskalandi. Aldrei áður hafa svo margir Svíar verið í at- vinnumennsku erlendis og þróunin í þessa átt heldur áfram, því tveir landsliðsmenn hafa þegar samið við erlend lið fyrir næstu leiktíð. Það eru markvörðurinn Peter Gentzel sem er á leið til Cija Santander á Spáni og hinn lágvaxni snillingur Ljubomir Vranjes sem fer til Gra- nollers, einnig á Spáni. Báðir hafa þeir verið lykilmenn í hinu geysi- sterka liði Redbergslids IK, undanfarin ár. Andersson segist hræddur um að stöðnun verði í sænsku deild- inni ef bestu leikmennirnir séu sí- fellt lokkaðir í burtu. Sjálfur vinn- ur hann fullan vinnudag meðfram leik sínum með Drott, en hann hefur kynnst atvinnumennskunni erlendis af eigin raun - lék með þýska liðinu Schutt- erwald í þrjú ár, en meiddist 1993 og fór þá heim og sneri síðan til þýska liðsins Minden og lék þar eina leiktíð áður hann flutti alfar- inn aftur heim. „Ég vildi gera eitthvað ann- að með handknatt- leiknum. Mér nægir ekki að leika aðeins handknattleik - lífið býður upp á fleira en það. Dagblaðið Aftonbla- det skýrir frá því í gær að sænskir handknatt- leiksmenn séu sífellt að verða eftirsóttari af er- lendum liðum, einkum í Þýskalandi og á Spáni. Segir blaðið að meðallaun góðs er- lends leikmanns í þýsku 1. deild- inni sé um tíu milljónir íslenskra króna - margir hafi þó uppundir 20 milljónir í árslaun hjá stærri liðunum. Ungir leikmenn geta komist í verulegar álnir - kunni þeir að ávaxta peningana sína,“ segir Andersson. „En peningar eru ekki allt - aðalatriðið er að leika hand- knattleik. Það er alveg ótrúlegá skemmtilegt.“ Svíar Sænskir landsliðsmenn sem leika með er- lendum liðum: Tomas Svensson, Barcelona Magnus Wislander, Kiel Stafíán Olsson, Kiel Ola Lindgi'en, Nordhorn Mai'tin Frandesjö, Minden Johan Pettersson, Nordhorn Stefan Lövgren, Niedeiwursbach Pierre Thorsson, Bad Schwartau Andreas Larsson, Lemgo • Auk þess eru þeir Peter Gentzel og Lju- bomir Vi'anjes á leið til spænskra liða. Larsson mun leika með Nordhorn á næstu leiktíð og Lövgi'en hefur gert samning við Kiel.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.