Morgunblaðið - 23.03.1999, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.03.1999, Blaðsíða 11
I MORGUN B LAÐIÐ í;íi>: 1 Aii t .íi il l! JMrJUl IR'X tl VIi ÞRIÐJUDAGUR 23. MARZ 1999 B 11 KNATTSPYRNA ■ FRANZ Beckenbauer forseti Bayern Miinchen segir það ekki koma til álita að fanga brasilíska knattspyrnumanninn Ronaldo í net félagsins, til þess vilji hann of há laun. „Þegar aðrir leikmenn fengju upplýsingar um hvað Ron- aldo fengi greitt í laun, myndu þeir koma á skrifstofu félagsins og óska eftir því sama. Slíkt myndi riðla fjármálum félagsins," segir Beckenbauer um helgina. ■ HENRIK Larsson, framherji Celtic, segist hafa í hyggju að framlengja samning sinn við félag- ið á næstunni, aðeins eigi eftir að ganga frá nokkrum lausum end- um. Larsson segir að nýi samning- urinn gildi til vorsins 2003 og færi honum um 150 milljónir króna í árslaun. Hann hefur leikið mjög vel í vetur og gert samtals 35 mörk fyrir Celtic á leiktíðinni. ■ CELTIC keypti Larsson frá Ajax fyrir 650.000 pund fyrir 2 ár- um en talið er að í dag geti félagið fengið tífalt hærra verð fyrir markahrókinn. ■ ZINEDINE Zidane meiddist á hné í leik gegn Olympiakos í Meistaradeildinni í síðustu viku og lék ekki með um helgina. Meiðslin eru nokkuð alvarleg og jafnvel er talið að hann geti ekki leikið með Juventus fyrri leikinn við Manchester United í Meistara- deildinni 7. apríl. ■ OLIVER Kahn hefur staðið í marki Bayern Munchen í 723 mín- útur án þess að fá á sig mark og setti þýskt met um helgina er hann hélt hreinu gegn Werder Bremen. Þar með bætti hann met Olivers Reck, markvarðar Brimarbúa, sem fékk ekki á sig mark í 641 mínútu veturinn 1987-1988. ■ KJELL Olofsson skoraði eina markið á Ibrox Park í 1:0 sigri Dundee United á heimamönnum í Rangers. Var þetta fyrsta tap Rangers á heimavelli á leiktíðinni en það breytir litlu um að liðið hefur 12 stiga forystu í efsta sæti skosku úrvalsdeildarinnar. ■ OLOFSSON skoraði markið á 44. mínútu en 22 mínútum síðar var félagi hans Magnus Soldmark rekinn af leikvelli. Þrátt fyrir að leika einum fleiri það sem eftir var tókst leikmönnum Rangers ekki að jafna metin. ■ SIGURÐUR Jónsson lék allan leikinn í vörn Dundee United í leiknum. ■ RONALD Nilsson, sænski varnarmaðurinn hjá Coventry, var fluttur á sjúkrahús á laugar- daginn er hann varð fyrir því að brjóta tvö rifbein í leik gegn Ar- senal. ■ CHRISTIAN Vieri, framherji Lazio og ítalska landsliðsins, missir væntanlega af landsleik ítala og Dana í undankeppni HM á laugardaginn vegna tábrots, en kappinn varð fyrir þessu óláni gegn Feneyingum um helgina í ítölsku 1. deildinni. Þremur dög- um eftir leikinn við Dani mæta ítalir landsliði Hvíta-Rússlands. ■ UKRAINA vann Georgíu í vin- áttulandsleik 1:0 í Tiblishi á laug- ardaginn, en Ukraínumenn leika við Frakka og íslendinga í und- ankeppni EM á næstunni. ■ SOSO Grishikashvili skoraði eina mark tíkraínu á 77. mínútu, en Úkraínumenn vora ekki með sitt sterkasta lið, m.a. vantaði fimm af leikmönnum Dynamo Kiev. ■ ANDRY Shevchenko lék ekki með vegna lítilsháttar meiðsla og félagi hans Oleh Luzhny var einnig fjarri góðu gamni af sömu ástæðu. „Við stilltum upp óreynd- ara liði en oft áður,“ sagði Leonid Buryak, aðstoðar TOTTENHAM varð á sunnudag enskur deildarbikarmeistari í knattspyrnu er liðið sigraði Leicester City 1:0 í úrslitaleik á Wembley-leikvanginum í Lundúnum. Leikur liðanna þótti fremur tilþrifasnauður, en Justin Edinburgh, varnarmanni Tottenham, var þó vikið af leikvelli snemma í seinni hálfleik. Einum færri tókst lærisveinum Georges Grahams þó að tryggja sér sigurinn - danski landsliðsmaðurinn Allan Nielsen skoraði eina mark leiks- ins er komið var fram yfir venjuiegan leiktíma. Reuters GEORGE Graham horfir á aðdáendur liðsins fagna langþráðum titli. Þetta er fyrsti bikarinn sem Tottenham vinnur á átta árum og til hans er vísað í Englandi sem persónulegs sigurs Grahams í hlut- verki knattspyrnustjóra. Hann tók við liðinu í október eftir að Sviss- lendingnum Christian Gross var vik- ið úr starfi og síðan hefur gengi liðs- ins verið allt annað og betra, hvort heldur sem er í deild, bikar og nú deildarbikar. Tugþúsundir aðdáenda N-Lund- únaliðsins gengu sigurreifír heim á leið á sunnudagskvöld, en Graham var þá þegar farinn að velta fyrir sér framtíðinni. jrAuðvitað munum við nú fagna og njóta sigursins, ekki hafa áhyggjur af því,“ sagði hann. „En við ætlum að halda þessu áfram og vinna alla þá leiki sem við eigum eft- ú á leiktíðinni," sagði stjórinn sem frægastur er fyrir sigurgöngu sína með annað stórlið frá N-Lundúnum - Arsenal, þar sem hann var bæði leikmaður og knattspyrnustjóri. Sæti í Evrópukeppninni ópukeppni og þar verða stórlið að eiga sitt sæti.“ Graham var eftir leikinn afar ósátt- ur við vamarleik Leicester, sem hann kallaði grófan, einkum hjá vamar- manninum Robbie Savage. Sá fór ít- rekað af miklu afli í návígi við leik- menn Tottenham og lenti oft í kröpp- um dansi. Leikmönnum Tottenham varð loks nóg boðið og Justin Edin- bui'gh sló til Savage og hlaut fyiir vikið réttilega rauða spjaldið. Sjálfur fékk Savage áminningu og var tekinn af lejkvelli undir lokin. „Eg taldi alltaf að við myndum sigra. Ég skipti ekki um skoðun þótt við misstum mann af velli,“ sagði Graham. „Viljinn til að sigra var ein- faldlega svo sterkur,“ bætti hann við. Minnir á Arsenal Velgengni Tottenham nú og sigur- inn í deildarbikarnum þykh- minna um margt á fyrstu ár Grahams hjá Arsenal. Fyrsti titill hans sem þjálf- ari Arsenal var einmitt deildarbikar- inn 1987 og þá hafði liðið ekki unnið titil í átta ár. Tveimur árum síðar varð Arsenal Englandsmeistari og endurtók þann leik 1991. Árið 1993 varð Arsenal bæði enskur bikar- og deildai’bikarmeistari og verkið var svo fullkomnað með sigri í Evrópu- keppni bikarhafa árið 1994. „Auðvitað vona ég að nú sé skrið- an komin af stað, en vissulega verður erfitt að skapa nægilega sterkt lið til að keppa á jafnréttisgrundvelli gegn þeim bestu. Næsta tímabil verður það jafnvel enn erfiðara, leikirnir í Evrópukeppni geta orðið allt að 17, 38 í deildinni og að viðbættum tveim- ur bikarkeppnum er Ijóst að það verður erfítt að halda sjó á öllum víg- stöðvum." Sæti í Evrópukeppni félagsliða er í höfn með sigri Tottenham í deildar- bikarkeppninni og eftir þijár vikur leikur liðið gegn Newcastle í undanúr- shtum bikarkeppninnar. Óhætt er því að segja að velgengni liðsins hafi verið mikil eftir að Graham tók við stjómar- taumunum og hann viðurkennir sjálf- ur að velgengnin komi fyiT en hann hafi þorað að vona. „Ég átti ekki von á titli á fyrsta tímabilinu. Hins vegar reyni ég alltaf að gera mitt besta og það er frábært að sjá að leikmennimir era sammála því.“ Graham bætti því við að hann hefði talið það taka átján mánuði að endurbyggja Tottenham- liðið upp frá grunni. Knattspyrnustjórinn hældi leik- mönnum sínum á hvert reipi og sagði þá hafa brugðist frábærlega við breytingum sínum og tillögum. „Landsliðsmenn, frægir leikmenn með glæst orðspor hafa orðið að kyngja miklu og leggja á sig ómælt erfiði til að snúa hlutunum við. Við höfum allir orðið að vinna saman.“ Kaldhæðnislegt er að eini leikmað- urinn, sem ekki hefur notið sín eftir að Graham tók við liðinu, skoraði sigur- markið á Wembley. Daninn Allan Ni- elsen missti sæti sitt á miðjunni þegar Tim Sherwood var keyptur til Uðsins fyrir nokkrum vikum, en Sherwood var hins vegar ekki gjaldgengur í deildarbikamum og þá skapaðist aft- ur pláss fyrir Danann, sem nýtti tæki- færið til fulls og skoraði sigurmarkið með skalla á lokasekúndunum. Nielsen sá þó ástæðu til að hæla Graham í leikslok. „Við höfum mikið sjálfstraust og hann hefur gert okk- ur að alvöru liði. Þetta er frábær byrjun og vonandi getum við byggt á henni. Nú erum við komnir í Évr- Reuters BIKARNUM lyft á Wembley. Leikmenn Tottenham, fyrirliðinn Sol Campbell og markaskorarinn Allan Nielsen, lyfta hér enska deildarbikarnum á sunnudag. George Graham byrjar með Tottenham eins og hann gerði með Arsenal „Ætlum að halda þessu áfram“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.