Morgunblaðið - 11.04.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.04.1999, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 81. TBL. 87. ÁRG. SUNNUDAGUR 11. APRÍL 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Serbneskar hersveitir reka Kosovo-Albana að nýju til Albanfu Hjálparstofnanir búa sig- undir mikinn fdlksflótta Morina, Skopje, Brussel, Dresden. Reuters. STARFSMENN alþjóðlegra hjálp- arstofnana í Albaníu bjuggu sig undir mikinn fólksflótta frá Kosovo í gær eftir að serbnesk yfirvöld opnuðu aftur landamærin og hófu á ný að vísa albönskum þorpsbúum úr héraðinu. Kosovo-Albanar tóku einnig að safnast saman við landamærastöð í Makedóníu og tugir þeirra fóru yfir landamærin í gær. Um 2.000 Kosovo-Aibanar fóru í gærmorgun til Aibaníu um Morina, helstu landamærastöðina á svæð- inu, þremur dögum eftir að Serbar höfðu lokað landamærunum og rekið tugþúsundir flóttamanna aft- ur til Kosovo. Aður höfðu hartnær 450.000 manns flúið til nágranna- ríkja Serbíu og var það mesti fólks- flótti í Evrópu frá síðari heims- styrjöldinni. Flóttamennimir 2.000 komu all- ir frá bænum Vragolja, um 120 km frá landamærunum að Albaníu. Síðar um daginn gengu tugir manna úr tveimur nágrannabæj- um Vragolja til Albaníu og sögðu að nokkrar þúsundir Kosovo-Alb- ana væru á leiðinni að landamær- unum. Flóttamennimir sögðu að serb- neskir her- og lögreglumenn hefðu umkringt heimiii þeirra á fostu- dagsmorgun og skipað þeim að fara strax úr héraðinu. Lögreglan hefði áður reynt að flæma þá í burtu en þeir hefðu neitað að fara. Fólkið flúði á bílum og dráttar- vélum og kvaðst hafa séð mann- lausa bæi á leiðinni og skriðdreka sem komið hefði verið fyrir í rúst- um húsa sem serbnesku öryggis- sveitimar hafa kveikt í. Allt að 200.000 í felum í skógunum Um 50 Kosovo-Albanar komust einnig til Makedóníu í gær og sögð- ust hafa gengið eftir jámbrautar- teinum til að forðast jarðsprengjur sem Serbar hafa lagt á svæðinu. Landamærin að Makedóníu höfðu verið mannlaus frá því á miðviku- dagskvöld þegar Serbar skipuðu tugþúsundum flóttamanna þar að fara aftur til Kosovo. A einum stað við landamærin hvarf 30 km bílaröð skyndilega eft- ir að landamærastöðinni var lokað. Nokkrir flóttamenn, sem hafa komist til Makedóníu síðustu daga, segjast hafa séð mannlausa bíla sem kveikt hefði verið í á landamæravegum í Kosovo. Talsmenn Atlantshafsbandalags- ins og hjálparstofnana sögðu að enn væri ekki vitað um afdrif ailt að 200.000 Kosovo-Albana sem hef- ur ekld tekist að flýja til nágranna- ríkjanna. Jamie Shea, talsmaður NATO, sagði að talið væri að um 150-200.000 Kosovo-búar héldu til án húsaskjóls í skógum og fjalla- hlíðum héraðsins. fbúar Belgrad safnast saman til að veija brýr NATO hélt loftárásum sínum áfram þrátt fyrir viðvaranir Borís Jeltsíns Rússlandsforseta um að hemaðaríhlutunin gæti leitt til þriðju heimsstyrjaldarinnar. Þús- undir Serba söfnuðust saman á mikilvægum brúm í Belgrad og fleiri borgum Serbíu í fyrrakvöld til að koma í veg fyrir að flugvélar NATO gætu varpað sprengjum á þær. Serbneskir fjölmiðlar sögðu að fimm sprengjuárásir hefðu verið gerðar á skotmörk í Belgrad í fyrradag. Að sögn júgóslavnesku fréttastofunnar Beta skemmdu flugvélar NATO einnig sjónvarps- endurvarpsstöð nálægt Pristina, höfuðstað Kosovo, þannig að sjón- varpslaust hefði orðið á stóru svæði. Skýjað var yfir Júgóslavíu í gær og NATO varð því að hætta við nokkrar árásarferðir en þó var gerð árás á útvarpsturn nálægt Pristina. Rússar „bjartsýnni" á friðarsamkomulag Georgí Mamedov, aðstoðarutan- ríkisráðherra Rússlands, sagði eft- ir fund með ráðherrum sjö helstu iðnríkja heims í Þýskalandi í gær að hann væri „bjartsýnni“ en áður á að Serbar myndu fallast á að hleypa hersveitum NATO inn í Kosovo til að koma á friði í hérað- inu. Mamedov bætti þó við að slíkt samkomulag myndi ekki nást nema NATO hætti loftárásunum á Júgó- slavíu. „Fyrsta skrefið er að binda enda á sprengjuárásimar og fá stjómvöld í Belgrad til að sam- þykkja hermennina." Mamedov sagði ekkert um hvers vegna hann væri nú bjartsýnni á að Serbar féllust á erlent herlið í Kosovo, en þeir hafa ekki léð máls á því til þessa. Þýska tímaritið Der Spiegel hafði í gær eftir Ibrahim Rugova, hófsömum leiðtoga Kosovo-Albana, að Serbar hefðu þvingað hann til viðræðna við Slobodan Milosevic, forseta Júgóslavíu, á dögunum. Viðræðunum hafði verið lýst sem tilraun af hálfu Serba til að frið- mælast við Kosovo-Albana. Að sögn Rugova hafa Serbar haldið honum í stofufangelsi í Pristina og meinað honum að fara þaðan með fjölskyldu sinni. Kosovo- Albanar vígbúast Kukes. The Daily Telegraph. FRELSISHER Kosovo (KCA) hefur flutt þúsundir nýrra liðs- manna að vígjum sínum við landa- mæri Albaníu og Serbíu og býr sig undir sókn gegn serbnesku her- sveitunum í Kosovo. Ungt fólk af báðum kynjum var flutt frá bæjum í Albaníu að landa- mærunum eftir að átök höfðu blossað þar upp milli Serba og liðs- manna KCA á fóstudag. Einn af yf- irmönnum Frelsishersins sagði að uppreisnarhreyfingin berðist enn í Kosovo til að verja íbúana en þyrfti á fleiri vopnum að halda. Þetta eru mestu liðsflutningar Frelsishersins frá því árásir NATO á Júgóslavíu hófust. Þúsundir nýrra liðsmanna hreyfingarinnar voru fluttar frá höfuðstöðvum hennar í Albaníu. „Þetta er fólk frá Þýskalandi, Bretlandi og allri Evr- ópu,“ sagði einn ungu mannanna. „Eg þekki mann sem er Kosovo- Albani en hefur búið í Þýskalandi alla ævina. Hann er nú kominn hingað til að berjast." Serbar vara Albana við stríði Serbar sökuðu stjómvöld í Alb- aníu um „árás að fyrra bragði" með því að aðstoða Frelsisherinn við að koma liðsmönnum hans til Kosovo. Þeir vöruðu við því að samstarf Al- baníustjómar og „skjólstæðinga hennar í hryðjuverkahópunum“ gæti orðið til þess að átökin breiddust út um Balkanskaga. ---------♦♦♦----- Tyrkir ráð- ast á Kúrda Diyarbakir. Reuters. TYRKNESKAR hersveitir hafa drepið 44 kúrdíska skæruliða í mikilli sókn inn á yfirráðasvæði Kúrda í norðurhluta Iraks, að sögn tyrkneski-a embættismanna í gær. Atta tyrkneskir hermenn hafa fallið í átökunum, sem hófust í fyrrinótt. Embættismennimir sögðu að um 5.000 hermenn tækju þátt í árásunum, auk Cobra-þyrlna og F-16 ormstuþotna, sem smíðað- ar vom í Bandaríkjunum. Fimmtán Kúrdar vom teknir til fanga og tyrknesku hermennirnir slógu varðhring um átakasvæðið til að koma í veg fyrir að skæmliðarn- ir gætu flúið til írans. íslensk telja meiri réttinda á heimili en í skóla Zonta býr ómæJ4 aila4 VILL HELST ATASTÍVERK- SMIÐJUNNI B HEILÖG CSföS A KROSSGÖTUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.