Morgunblaðið - 04.05.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.05.1999, Blaðsíða 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ1999 MORGUNBLAÐIÐ Erfiðleikar hjá Schwartau MIKLIR íjárhagserfiðleikar eru hjá þýska handknatt- leiksliðinu Bad Schwartau. Leikmenn liðsins hafa ekki fengið laun síðan í febrúar og um helgina tilkynnti liðið að Mike Bezdiek landsliðs- maður, sem kom til liðsins frá Lemgo fyrir þetta tíma- bil, myndi hætta hjá liðinu. Samningur hans sem gildir til 2001 verður leystur upp og fær leikmaðurinn bætur frá félaginu og fijálsa sölu. Bezdiek segist vera með mörg tilboð, og muni gera upp við sig fljótlega hvert hann fer. Sigurður Bjarnason, sem lék með Bad Schwartau, hef- ur skrifað undir tveggja ára samning við Dutenhofen. Fitzek þjálfar Gummersbach CHRISTIAN Fitzek verður næsti þjálfari Gummersbach. Þessi tilkynning kom mjög á óvart, ekki síst Petr Ivanescu og Thomas Gloth, þjálfurum liðsins. Þeir höfðu þjálfað í vetur launalausir í fimm mánuði þegar allt var að fara um koll hjá félaginu. „Þetta eru þakkimar," sagði Ivanescu á blaðamannafundi. „Fyrir mér er Gummersbach dautt félag,“ sagði hann og bætti við: „Þetta hefði aldrei gerst í þá daga þegar gamla Gummersbach með Eugen Haas var og hét.“ Fitzek sem var rekinn frá Dormagen fyrir tveimur árum, hefur þjálfað Melsungen í 2. deild suður. Sex þýsk lið í Evrópukeppni ÞAÐ verða sex lið frá Þýskalandi sem leika í Evr- ópumótunum frá næsta keppnistímabil. Vegna þess að Magdeburg og Flensburg fógnuðu sigmm í Evrópu- keppni, koma tvö lið til við- bótar inn og var mikil bar- átta um þau sæti. Kiel kepp- ir í Meistaradeildinni, Lemgo fer í Evrópukeppni bikarhafa, Flensburg og Magdeburg f EHF keppnina, Magdeburg, Groswallstadt og Wallau Massenheim í borgarkeppni Evrópu. Dutsjabajev dýrkeyptur NETTELSTEDT á í miklum Ijárhagserfiðleikum. Liðið er eina lið í 1. deild sem ekki hefur fengið leyfisveitingu fyrir næsta ár og er ástæðan einkum að forráðamenn liðs- ins gáfu upp rangar tölur um laun þau sem Talant Dutsja- bajev var með hjá liðinu, og munar þar stómm tölum. Laun hans vom um 48 millj. ísl. kr. og skuldar Nettelstedt um tuttugu millj. ísl. kr. í skatta vegna launagreiðslna hans. Þýska sambandið gefur Nettelstedt ekki grænt Ijós fyrr en þessi mál hafa komist á hreint og er fresturinn að renna út fyrir félagið. Magdeburg til Mallorka MAGDEBURG, sem varð Evrópumeistari félagsliða á dögunum, verðlaunaði leik- menn sína og fjölskyldur þeirra með fjögurra daga skemmtiferð til Mallorka i sl. viku. Auk góðra bónusa fyrir sigurinn kom þessi óvænta gjöf frá félaginu. HANDKNATTLEIKUR Aftur tvöfaldur sigur hjá Kiel , Morgunblaðið/Sigmundur Ó. Steinarsson MAGNUS Sigurösson og Gústaf Bjarnason með þjálfara Willstátt, Hrvoje Horvat. Fleiri íslendingar í sviðsljósinu í Þýskalandi á nýju keppnistímabili Fögnuður í Willstatft „ÉG hef sjaldan upplifað önnur eins fagnaðarlæti. Stuðnings- menn liðsins réðu sér vart fyrir kæti og það mætti ætla að við hefðum orðið heimsmeistarar,“ sagði Gústaf Björnsson, leik- maður þýska 2. deildar liðsins Willstátt, sem vann Hameln 24:21 á heimavelli um helgina og tryggði sér sæti í 1. deild í fyrsta skipti í sögu félagsins. Willstatt vann fyrri leik liðanna, um sæti í 1. deild, 27:24 á úti- velli og þurfti Hameln að vinna síðari leikinn með nokkrum mun. Willstatt náði strax forystunni og var 10:9 yfir í hálfleik. Gústaf, sem gerði þrjú mörk í leiknum, sagði að Willstatt hefði aldrei látið forystuna af hendi og unn- ið sannfærandi. Vegna fjölgunar í 1. deild mætir Hameln Schutterwald í aukaleikjum um sæti í deildinni. Gústaf sagði að uppselt hefði verið í íþróttahús félagsins en fólk hefði stutt vel við bakið á liðinu í undan- fórnum leikjum. Hann sagði að markmið félagsins væri að fá nokkra sterka leikmenn til félagsins fyrir átökin í 1. deild næsta vetur. Gústaf er væntanlegur til landsins á morg- un en hann tekur þátt í undirbúningi íslenska landsliðsins fyrir forkeppni Evrópumótsins í knattspyrnu. íslendingar í sviðsljósinu Það verða mun fleiri íslendingar í sviðsljósinu í þýsku 1. deildarkeppn- inni næsta keppnistímabil heldur en í vetur. Gústaf Bjarnason og Magnús Sig- urðsson komu upp með Willstátt, Héðinn Gilsson, Róbert Sighvatsson og Daði Hafþórsson með Dormagen, þar sem Guðmundur Þ. Guðmunds- son verður þjálfari. Alfreð Gíslason tekur við þjálfun Magdenborgarliðsins, en með því leikur Ólafur Stefánsson. Guðmundur Hrafnkelsson hefur gengið til liðs við nýliða Nordhorn. Sigurður Bjai-nason, sem lék með Bad Schwartau, hefur skrifað undir tveggja ára samning við Dutenhofen. Patrekur Jóhannesson og Páll Þórólfsson eru í herbúðum Essen. Julian Róbert Duranona leikur með Eisenach. Valdimar Grímsson og Dagur Sig- urðsson eru í herbúðum Wuppertal, en þaðan fer Geir Sveinsson - gerist þjálfari Vals. Áður hefur Viggó Sig- urðsson farið frá liðinu, en hann tek- ur við þjálfun FH-liðsins. Agúst þjálfar kvenna- lið Vals ÁGÚST Jóhannsson hefur tekið við þjálfun kvennaliðs Vals í handknattleik í stað Ragnars Hermannssonar. Samningur Ágústs er til tveggja ára, en verður endur- skoðaður eftir eitt ár. Ágúst lék með Gróttu/KR í vetur og var aðstoðarmaður Ólafs Lárussonar, þjálfara þess. Hann hefur þjálfað yngi-i flokka félagsins undan- farin ár og tók við þjálfun kvennaliðs Gróttu/KR vetur- inn 1997-98. Valsmenn eiga í viðræðum við Finnboga Grétar Sigur- björnsson, yfirþjálfara yngri flokka hjá Fylki, um að hann aðstoði Ágúst næsta vetur við þjálfun liðsins. Valsmenn gera sér vonir um að fá Brynju Steinsen til liðs við félagið. Hún hefur leikið í Þýskalandi í vetur, en lék áður með Val og KR. Kiel varð Þýskalandsmeistari í handknattleik. Liðið, sem flestir höfðu afskrifað eftii- fyrri umferð 1. deildarkeppninnar, lék frábærlega seinni helming deildarinnar og tap- aði aðeins tveimur stigum í síðustu 16 umferðunum. Leikmenn Flensburgar leiddi deildina lengst af og voru meira að segja taldir öruggir meistarar, hikst- uðu heldur betur þegar á reyndi og töpuðu dýrmætum stigum gegn lak- ari liðum á útivelli. Fyrir framan 7.500 áhorfendur léku leikmenn Ki- elar sér að Gummersbach eins og köttur að mús. I leikhléi var staðan 17:9 og léku leikmenn eins og Nicolaj Jacobsen og Nenand Perun- icic við hvem sinn fingur. Leikurinn endaði 35:22 fyrir Kiel og trylltust áhorfendur í leikslok, þar sem stig- inn var dans á gólfinu, en Kiel þurfti 2 stig til að tryggja sér sigurinn í deildinni. Mikill fögnuður í Kiel Hin glæsilega höll í Kiel verður stækkuð í sumar og komast þá yfir 10.000 manns á heimaleiki liðsins. Fyrir utan höllina var búið að koma fyrir sýningartjaldi þar sem tíu þús- und manns fylgdust með leiknum við mikinn fógnuð. Þar með unnu Kiel- arar tvöfalt annað árið í röð og er það mikið afrek hjá liðinu. Flensburg lék á sama tíma á úti- velli gegn næstneðsta liðinu - HSG Dutenhofen. Ekki var leikur Flens- burg eins og liðið þyrfti á sigri að halda, því það voru leikmenn Flens- burg sem jöfnuðu á síðustu sekúndu leiksins 24:24, og því ljóst að Kiel hefði orðið meistari þrátt fyrir tap. Óvíst er að Flensburg komist aftur í þá stöðu sem liðið var með í höndun- um, nánast öruggan meistaratitil. Liðið spilaði illa seinustu umferðirn- ar og því fór sem fór. Flensburg hef- ur aldrei orðið þýskur meistari og var áhangendaklúbbur liðsins búinn að skipuleggja mikla hátíð í tilefni fyrsta meistaratitilsins, svo öruggh- voru þeir um sigur sinna manna þegar 6 umferðir voru eftir af deild- inni. Magdeburg tryggði sér fimmta sæti deildarinnar með öruggum sigri á Bad Schwartau, 31:19. Ólafur Stef- ánsson gerði 4 mörk fyrir Mag- debin-g og Sigurður Bjarnason 5 fyi-- ir Schwartau. Wuppertal tapaði á heimavelli fyr- ir framan aðeins 700 áhorfendur. Nettelstedt, sem lék án Wenta og Goluza, var yfir allan tímann og vann verðskuldað, 32:33. Valdimar var með 7/3 mörk, Geir Sveinsson sem lék sinn síðasta leik fyrir félagið skoraði 4 og Dagur Sigurðsson 1. Lemgo rúllaði yfir Minden í Minden 27:21. Essen tapaði mikil- vægum leik gegn Wallau Massen- heim í baráttu um Evrópusæti. Es- sen sem lék á útivelli tapaði 25:21 og skreið Wallau þar með í 6. sætið og fram úr Essen og spilar liðið því í Evrópukeppni félagsliða næsta ár. Wuppertal endaði í 12. sæti, Essen í því 7. og Schwartau í 15. sæti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.