Morgunblaðið - 07.05.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.05.1999, Blaðsíða 1
101. TBL. 87. ÁRG. FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Bruni í vöruhús- um í Osló MIKILL eldur kviknaði í geymsíuhúsi flutningafyrirtækis- ins Expressgods við aðaljám- brautarstöðina í Ósló í gær og breiddist út í tvö önnur vömhús. Slökkviliðið náði tökum á eldin- um tæpum þremur klukkustund- um eftir að hann blossaði upp en mikinn reykmökk lagði þó enn yfir miðborgina í gærkvöldi, að sögn fréttastofunnar NTB. Allar lestaferðir lágu niðri síðdegis vegna branans. Byggingarnar þrjár gjör- eyðilögðust í brunanum og talið er að slökkvistarfinu Ijúki ekki fyrr en á morgun. Miklar sprengingar urðu í byggingu Expressgods vegna efna sem þar vom geymd og slökkvistarfið gekk erfiðlega í fyrstu sökum vatnsskorts. 50 slökkviliðsmenn og 18 slökkviliðsbílar vom á staðnum. Öllum, sem vom í byggingunum, var bjargað, að sögn slökkviliðsins. Fundur utanríkisráðherra Vesturveldanna og Rússlands um Kosovo Samkomulag um fyrstu skref friðaráætlunar Reuters IBRAHIM Rugova, leiðtogi Kosovo-Albana, hlær meðan kona kyssir Massimo D'Alema, forsætisráðherra ítalfu, í Róm. Rússar hefðu samþykkt á bak við tjöldin að nauðsynlegt væri að senda vopnaðar öryggissveitir til Kosovo. Embættismenn sögðu að enn væru mörg deilumál óleyst og mjög ólíklegt væri að loftárásum NATO yrði hætt nema stjómvöld í Júgó- slavíu samþykktu erlent herlið í Kosovo. Haft var eftir Slobodan Milosevic, forseta Júgóslavíu, að hann gæti fallist á að öryggissveit- imar í Kosovo hefðu „vopn til sjálfs- vamar“ en ekki kæmi til greina að hleypa þangað hermönnum frá NATO-ríkjunum. Clinton sagði þó í gær að ýmislegt benti til þess að Milosevic kynni að vera viljugri en áður til að fallast á friðarskilmála Vesturveldanna. Hann bætti við að sú óvænta ákvörðun Milosevic að leyfa Ibrahim Rugova, leiðtoga Kosovo-Albana, að fara til Italíu gæti einnig verið góðs viti. Rugova sagði að flóttafólkið frá Kosovo gæti ekki snúið þangað aftur nema það nyti vemdar öryggissveita frá NATO-ríkjum og fleiri löndum. ■ Árásir NATO/35-36 ar til Kosovo. Forsetinn bætti við að NATO myndi ekki breyta stefnu sinni og hygðist halda loftárásunum áfram meðan reynt yrði að leiða deil- una til lykta með samningum. Igor Ivanov, utanríkisráðhema Rússlands, sagði að samkomulagið væri „skref framávið" en bætti við að NATO gæti ekki sent hermenn til Kosovo án samþykkis stjómvalda í Júgóslavíu. Madeleine Albright, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, áréttaði hins vegar að NATO yrði að vera „kjami“ alþjóðlegu öryggissveitanna í Kos- ovo. Albright lagði ennfremur áherslu á að Bandaríkjastjórn vildi að Serbar flyttu allt herlið sitt frá Kosovo þótt í yfirlýsingu utanríkis- ráðherranna kæmi ekki fram hvort allar júgóslavnesku hersveitimar yrðu fluttar þaðan eða aðeins hluti þeirra. Ivanov sagði að þessi deila hefði ekki verið útkljáð. Rússneski utanríkisráðherrann krafðist þess að NATO gerði hié á loftárásunum meðan reynt yrði að ná friðarsamkomulagi við stjómvöld í Belgrad. Hann tók þó fram að Vest- urveldin hefðu hafnað þeirri kröfu. Öryggisráð SÞ samþykki friðaráætlun Joschka Fischer, utanríkisráð- herra Þýskalands, sagði að pólitísk lausn deilunnar um Kosovo ætti að byggjast á helstu friðarskilmálum NATO. Ríkin átta hygðust beita sér fyrir því að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti sem fyrst álykt- un sem miðaði að því að koma á friði í Kosovo. Utanríkisráðherrarnir hvöttu einnig til þess að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kæmi á fót bráðabirgðastjóm í Kosovo. Vestrænir stjómarerindrekar sögðu að til að fá Rússa til að sam- þykkja friðarskilmála NATO hefðu Vesturveldin fallist á að orðið „her- lið“ yrði ekki notað í yfirlýsingu ráð- herranna og að Sameinuðu þjóðun- um yrði falið að leysa deiluna. Vest- rænir embættismenn sögðu þó að Leiðtogar NATO segja að loftárás unum verði þó haldið áfram Bonn, Washington, Belgrad. Reuters, AFP. UTANRIKISRAÐHERRAR Vest- urveldanna og Rússlands náðu í gær samkomulagi um fyrstu skref áætl- unar sem miðar að því að leysa deil- una um Kosovo og gera hundruðum þúsunda flóttamanna frá héraðinu kleift að snúa þangað aftur. Leiðtog- ar Atlantshafsbandalagsins sögðu þó að ekki kæmi til greina að hætta loft- árásunum á Júgóslavíu þegar í stað. Bill Clinton Bandaríkjaforseti fagn- aði samkomulaginu og sagði það „mikilvægt skref ‘ í átt að lausn deil- unnar um Kosovo. Utanríkisráðherrar átta helstu iðnríkja heims komu saman í Bonn og var það fyrsti fundur þeirra eftir að loftárásir NATO hófust fyrir sex vikum. Samkomulag þeirra kveður á um að júgóslavneskar hersveitir fari frá Kosovo og að alþjóðlegar örygg- issveitir verði sendar til héraðsins. Enn deilt um NATO-herlið Clinton sagði að það mikilvægasta við samkomulagið væri að Rússar hefðu í fyrsta sinn lýst því yfir opin- berlega að þeir væru hlynntir því að alþjóðlegar öryggissveitir yrðu send- William Hague talinn hafa sloppið fyrir horn London. Morgunblaðið. FYRSTU tölur úr sveitarstjórnar- kosningunum á Englandi í gær bentu til þess, að Verkamannaflokk- urinn fengi 35% atkvæða, Ihalds- flokkurinn 33% og Frjálslyndir demókratar 27%. Óljóst var, hvað þetta þýddi í fjölda fulltrúa, en ef lit- ið er til kosninganna á landsvísu, þá virðist William Hague hafa sloppið fyrir hom með formennsku sína, en Tony Blair getur bent á, að hann sé fyrstur forsætisráðherra brezkra á öldinni, til þess að verða ofan á í sveitarstjómarkosningum á miðju kjörtímabili ríkisstjórnar. Kjörsókn- in á Englandi var mjög dræm, eða á bilinu 26% og hefur aldrei verið lé- legri. Kjörsóknin í Skotlandi var sögð um 45% og í Wales um 35%. Kosið var um 10.000 sveitarstjóm- arsæti á Englandi og þær tölur, sem lágu fyrir á miðnætti sýndu, að Verka- mannaflokkurinn hafði tapað 285 sveitarstjómarmönnum á Englandi, Ihaldsflokkurinn hafði unnið 274 og Frjálslyndir demókratar 36. Ihaldsflokkurinn bætti við sig 2 prósentustigum í kosningunum. Fyrstu úrslit, sem tilkynnt vom í Skotlandi í gærkvöldi, voru í kjör- dæminu Hamilton South, þar sem frambjóðandi Verkamannaflokksins, Tom McCabe, vann þingsætið og varð þar með fyrsti skozki þingmað- urinn í 292 ár. Spá BBC, byggð á samtölum við 4.000 skozka kjósend- ur á kjörstað, benti til, að Verka- mannaflokkurinn næði ekki meiri- hluta á skozka þinginu, fengi 55-61 þingsæti, en á þinginu sitja 129 þing- menn. Skozka þjóðernisflokknum, SNP, var spáð þingmannafjölda á bilinu 41-47, íhaldsflokknum 11-17 og Fijálslyndum demókrötum 10-16. Tvísýnar kosningar í Wales Kjósendur í Wales kusu einnig til heimastjórnarþings í gær. Spá BBC benti til að úrslitin yrðu mun tví- sýnni en búist hafði verið við; Verkamannaflokkurinn fengi 28-32 þingsæti, en á þingi sitja 60 manns, og var Verkamannaflokkurinn löng- um talinn öruggur um að ná meiri- hluta á velska þinginu. Samkvæmt sömu spá verður þingmannafjöldi velska þjóðernisflokksins á bilinu 13-17, íhaldsflokkurinn fengi 7-11 þingmenn og Frjálslyndir demó- kratar 4-8 þingmenn. Næturdvöl á Everest Kathmandu. Reuters. 33 ÁRA sherpi kleif í gær upp á Everest-tind og hugðist dvelja þar í 20 klukkustundir, sem yrði lengsta viðdvöl á hæsta fjallstindi heims. Ekki er vitað hver hefur dvalið lengst á Everest-tindi en sérfræðingar segja að aðeins örfáir fjallgöngumenn hafi ver- ið þar lengur en í nokkrar klukkustundir. Tveir fjall- göngumenn grófu sig niður í snjó 20 m neðan við tindinn og voru þar í 13 klukkustundir ár- ið 1988 þar sem annar þeirra var of þreyttur til að ganga nið- ur fjallið. Sherpinn ætlaði að dvelja í tjaldi á tindinum án þess að nota súrefniskúta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.