Morgunblaðið - 21.05.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.05.1999, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 112. TBL. 87. ÁRG. Reuters Kosningabarátta í S-Afríku STUÐNINGSMAÐUR Afríska þjóðarráðsins (ANC) og Thabos Mbekis, sem er forsetaefni ANC í komandi kosningum í Suður-Afríku í stað Neisons Mandelas, býst til að hengja auglýsingaskilti flokksins upp beint fyrir neðan auglýsingaskilti höfuðandstæðingsins Sameinuðu Iýðræðishreyfingarinnar (UDM). Baráttan fyrir kosningarnar, sem fara fram 2. júní næstkomandi, er nú í hámarki en þetta verður í ann- að skipti sem iýðræðislegar kosningar fara fram í S-Afríku eftir að aðskilnaðarstefna hvítra manna var afnumin. FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Bústaður svissneska sendiherrans skemmist í árásum NATO Leit að pólitískri lausn haldið áfram IRENA Dinic heldur á nýfæddu bami sínu í gær eftir að hafa verið flutt á nýtt sjúkrahús en hún komst naumlega lífs af þegar sprengja sprakk á sjúkrahúsi í Belgrad í fyrrindtt. Belgrad, Mflanó, Moskvu. Reuters, AFP, AP. HÖRÐUM loftárásum Atlantshafsbandalagsins (NATO) var haldið áfram á skotmörk í Júgóslavíu í gærkvöldi og varð bústað- ur svissneska sendiherrans í Belgrad fyrir skemmdum þegar sprengjum var varp- að á olíuhreinsistöð í ná- grenninu. Ekki er vitað til að neinn hafi orðið fyrir meiðslum en veisla stóð yf- ir í sendiherrabústaðnum þegar atburðurinn átti sér stað og meðal gesta var sænski sendiherrann í Júgóslavíu, en sænska sendiráðið hafði orðið fyrir skemmdum í loftárásum NATO í fyrrakvöld. Leitin að pólitískri lausn í Kosovo-deilunni hélt áfram en fundi þeirra Viktors Tsjernomyrd- íns, sendimanni Rússa í Kosovo- deilunni, Strobes Talbotts, aðstoð- arutanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Marttis Ahtisaaris, forseta Finn- lands, í Moskvu lauk án þess að Rússum og vesturveldunum tækist að leysa ágreining sinn um hvernig binda mætti enda á átökin í Júgó- slavíu. Sem fyrr er það ásteytingar- steinn hjá vesturveldunum og Rúss- um hvemig brottflutning herliðs Serba frá Kosovo skuli bera að, hvenær NATO hætti loftárásum sínum á Júgóslavíu, hvernig tryggt sé að flóttafólk frá Kosovo geti snú- ið óhult til síns heima og hvert hlut- verk NATO yrði í friðargæslusveit- um í Kosovo. Svíar bera fram formleg mdtmæli Talsmenn NATO viðurkenndu á fundi í Brussel í gærdag að ein af sprengjum þess hefði geigað í loft- árásum á Belgrad í fyrrakvöld en seint í gærkvöldi hafði bandalagið ekki enn viljað staðfesta að sprengj- an hefði hafnað á sjúkrahúsi í Dedinje-hverfi í Belgrad, eins og þó allt benti til. Serbar sögðu fjóra hafa fallið í árásinni. Sprengjan sprakk í nágrenni sænsku, spænsku og norsku sendi- ráðanna og sprungu glugg- ar í þeim öllum, auk þess sem frekari eyðilegging varð á sænska sendiráðinu. Bar Göran Persson, for- sætisráðherra Svíþjóðar, fram formleg mótmæli sænsku stjórnarinnar vegna þessarar árásar. Massimo D’Alema, for- sætisráðherra Italíu, sagði að stuðningur almennra borgara við aðgerðir NATO væri í húfi ef árásir væru gerðar á annað en hernaðarmannvirki. „Við erum á þeirri skoðun að leggja verði áherslu á að komast hjá hörmulegum mistökum sem verða til þess að auka óánægju og skilningsleysi meðal fbúa aðildar- landa NATO,“ sagði D’Alema við blaðamenn í Brussel. Fregnir hermdu að íbúar Kru- sevac í Júgóslavíu hefðu efnt til mótmæla gegn aðgerðum serbneska hersins í Kosovo. Jafnframt var staðhæft að um eitt þúsund serbneskir hermenn hefðu gerst lið- hlaupar og snúið aftur til Krusevac eftir að fréttist af mótmælunum þar. Samtök íbúa í bænum Cacak sendu aukinheldur Milosevic skrif- lega áskorun í gær þar sem hann var hvattur til að binda enda á Kosovo-stríðið. ■ Allt að/26 Sex særast í skot- árás í bandarísk- um menntaskóla Arásin sögð undirstrika nauðsyn strangari byssulöggjafar Conyers, Washington. Reuters, AFP. Branson hyggur á hótelrekstur í geimnum London. Reuters. BRESKI athafnamaðurinn og auðkýfingurinn Richard Bran- son hyggst byggja hótel úti í Igeimnum og hefur nú þegar stofnað fyrírtæki, sem hann kallar „Virgin-vetrarbrautar- flugfélagið“, í því skyni að ferja viðskiptavini sína út í geim. „Við erum að skoða ýmsar leiðir til þess að geta flogið með fólk út í geim fyrir við- ráðanlegt verð,“ sagði Bran- son á umræðufundi á Netinu á miðvikudagskvöld. Bætti hann því að hann myndi byggja hót- el einhvers staðar úti í geimi. „Ég vona að á næstu fimm árum muni hafa tekist að smíða geimflaug sem farið getur í fjölda geimferða, og sem getur flutt allt að tíu manns í senn til gistingar á Virgin-hóteli í tvær vikm-. Ég er afar spenntur yfir þessari hugmynd og vona að mér muni takast að hrinda þessum draumi í framkvæmd," sagði Branson. SEX særðust þegar unglingspiltur hóf skothríð í menntaskóla í bænum Conyers í Georgíu-ríki í Bandaríkj- unum í gær, og vakti árásin þegar minningar um atburðina í Littleton í Colorado íyrir mánuði, þar sem tveir menntaskólanemar myrtu þrettán og réðu sjálfum sér bana að því loknu. Sagði Bill Clinton Banda- ríkjaforseti árásina í gær undir- strika enn frekar nauðsyn þess að sett yrðu lög sem hömluðu byssu- eign í Bandaríkjunum. Að sögn lækna hlaut eitt fórnar- lamba byssumannsins í gær skotsár á baki og kviðarholi en áverkar ann- arra fórnarlamba árásarinnar voru minniháttar og er gert ráð fyrir að þau nái sér að fullu. Skotárásin í Conyers, sem er um fjörutíu kílómetra frá Atlanta, átti sér stað á samkomustað nemenda í hádeginu og sögðu vitni að pilturinn hefði skotið handahófskennt á hóp nemenda með riffli og skammbyssu áður en hann lagði vopn sín frá sér og brast í grát. Öryggismenn skól- ans gripu piltinn þá höndum og af- hentu lögreglu þegar hún kom á staðinn. Ódæðismaðurinn var fimmtán ára nýnemi og sögðu skólayfirvöld að hann hefði verið afar rólegur piltur. Einn skólabræðra hans sagði að hann hefði verið afar leiður þeg- ar slitnaði upp úr sambandi hans og kærustu hans en lögregla vildi ekki staðfesta þessar upplýsingar og sagði tilefni árásarinnar óþekkt. Clinton heimsækir Littleton Bill Clinton var að undirbúa heimsókn sína til Littleton í gær, þar sem hann hugðist ræða við nemendur og fjölskyldur fórnar- lamba árásarinnar fýrir mánuði, þegar tíðindi bárust af skotárásinni í Georgíu. „Þessi atburður ætti að undirstrika enn frekar hversu mik- AP LÖGREGLUMENN leiða byssu- manninn unga inn í dómshúsið í Conyers í Georgíu í gær. ilvægt það er fyrir alla Bandaríkja- menn að sameinast um það að verja börn okkar fyrir ofbeldi," sagði Clinton. Bæði Clinton og Janet Reno, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sögðu atburðinn í Georgíu ítreka nauðsyn þess að herða lög um eign skotvopna en síðustu dagana hefur öldungadeild Bandaríkjaþings einmitt haft td umræðu þess háttar lagafrumvarp sem Clinton lagði fram eftir atburðina í Littleton. Sljórnarmyndun Stepashíns Snurða hlaupin á þráðinn Moskvu. Reuters. SERGEJ Stepashín, nýi forsætisráð- herrann í Rússlandi, hófst í gær handa við að mynda nýja ríkisstjóm en snurða hljóp strax á þráðinn þar sem hagffæðingurinn Alexander Zhukov, formaður fjárlaganefndar dúmunnar, hafnaði tilboði um að verða aðstoðarforsætisráðherra. Frjálslyndi flokkurinn Jabloko neit- aði einnig að ganga í stjómina. Zhukov kvaðst ekki ætla að taka sæti í stjóminni nema hann fengi embætti fyrsta aðstoðarforsætisráð- herra, sem er mun áhrifameira en sú staða sem honum var boðin. Hann setti einnig það skilyrði að tryggt yrði að eining ríkti í stjórninni. Búist er við að Míkhaíl Zadomov, sem er félagi í Jabloko, verði áffarn fjármálaráðherra. Leiðtogi Jabloko, Grígorí Javlínskí, tók þó fram að flokkurinn í heild hygðist ekki ganga í stjórnina. Rússnesk dagblöð spáðu því að Stepashín yrði fyrir vonbrigðum með samstarfið við Borís Jeltsín og sögðu forsetann vilja takmarka sjálfstæði forsætisráðherrans. ■ Sáu sér akk í að bíða/37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.