Morgunblaðið - 11.06.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.06.1999, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Lífeyrissjóður Vestmannaeyja í hlutatjárkaupum: VIÐ getum víst bara farið að rölta okkur upp í garð, Sigga mín, þama fór lífeyririnn okkar líka. GUÐMUNDUR Á. Pétursson með fyrsta iaxinn úr Laxá í Kjós í ár, tæplega níu punda hæng úr Kvíslafossi. ERU ÞEIR AÐ FA’ANN? Hörkubyrjun í Kjós og Aðaldal VEIÐI hófst með miklum glæsi- brag í Laxá í Kjós í gærmorgun. AIls komu tíu laxar á land, einum meira heldur en leigutakinn Asgeir Heiðar hafði spáð. Hálfur mánuður er síðan menn sáu fyrstu göngum- ar í ánni og virtist talsvert vera af laxi á svæðinu frá Laxfossi og nið- ur að brú. Ofar urðu menn aðeins fisks varir í Hvassneskvöm, en eft- ir er að leita betur ofan fossa. Fyrsti laxinn veiddist kortér yfír sjö í Kvíslafossi að norðanverðu og var veiðimaðurinn Guðmundur 0. Pétursson, nýkominn úr Laxá á Ásum með sex stórlaxa í bflskott- inu. Laxinn var rúm 8 pund eða tæp 9 pund, eftir því hver segir frá. Laxamir sem síðar vom dregnir vora allir stærri, frá 10 og upp í 16 pund. Frekar mikið vatn var í ánni og dreifðist veiðin eftir því, t.d. var lítið líf í Kvíslafossi að sunnan og þótt fiskur væri í Holunni gekk illa að setja í ‘ann vegna flaums. Kvíslafoss að norðan, Fossbreiða, pallur undir brúnni og Laxfoss að sunnan vora með megnið af veið- inni. Haraldur Eiríksson leiðsögu- maður við ána sagði að Bubbi Morthens tónlistarmaður hefði sett í stærsta lax morgunsins, en hann missti laxinn eftir harða rimmu. „Hann setti í laxinn á flugu í Ská- fossum og átökin vora mikil. I lokin var fiskurinn kominn niður á Kvíslafossbrún og Bubbi reyndi að halda honum þar í stað þess að láta hann fara og freista þess að elta. Það gekk ekki upp, laxinn gaf sig ekki og önglamir á flugunni réttust upp,“ sagði Haraldur. Lífleg opnun í Aðaldalnum Átta laxar veiddust fyrsta morg- uninn í Laxá í Aðaldal, en aðeins er veitt á tvær stangir neðan Æðar- fossa. Laxarnir veiddust allir á Kistuhyl og í Kistu að vestan og allir á maðk. Laxamir vora allir mjög áþekkir, nýrannar hrygnur, ein 12 punda, sex 13 punda og ein 14 punda. Talsvert hefur sést af laxi síðustu daga og menn hafa ekki síður séð lax að austan, en veiðin var eigi að síður öll að vest- anverðu þennan fyrsta morgun. Næturgöngur Útivistar Góð kvöld- skemmtun Steinar Frímannsson TIVIST stendur í sumar fyrir kvöld- og næturferðum á föstudagskvöldum um ná- grenni Reykjavíkur. Þetta var að sögn Stein- ars Frímannssonar reynt í fyrra og tókst sú tilraun svo vel að ákveðið var að fram halda henni í sumar. Steinar á sæti í dagsferð- amefnd Utivistar. Hann var spurður hvert ráð- gert væri að ganga í þessum ferðum. „Yfirleitt verða þetta léttar fjallgöngur eða göngur um fjallvegi í ná- grenni höfuðborgarsvæð- isins. Nefna má sem dæmi að farin var ferð frá Grindarskörðum að Vatnskarði við Kleifar- vatn. I kvöld á að fara á Leggjabrjót ef veður leyfir." - Hvaða útbúnað þarf fólk að hafa til að fara í svona ferðir? „Það er rétt að vera með vind- og regnheldan klæðnað og góða gönguskó. Nesti til ferðarinnar þarf fólk einnig að hafa, mat og drykk. Annað þurfa menn ekki í þessar ferðir. Gaman gæti þó verið að hafa með sér mynda- vél.“ - Eru þetta erfíðar ferðir? „Nei, þetta era ekki erfiðar ferðir en auðvitað verða menn að vera í ákveðinni líkamsþjálfun til þess að taka þátt í þessu. Ef menn geta gengið neðan úr bæ og upp í Elliðaárdal þá geta þeir tekið þátt í þessum ferðum, svo reynt sé að meta kröfumar laus- lega. Það er ekki keppni um að komast fyrstur í mark í þessum ferðum. Sumir vilja endilega vera á undan öðram en það er ekki sniðugt." - Hvað teljið þið að margir mæti að jafnaði í svona göngu- ferðir? „Við rennum dálítið blint í sjó- inn með það, geta verið frá tíu og upp í sextíu. Fólk mætir á Um- ferðarmiðstöðina BSI og þar kaupir það bara miða í þessa ferð í afgreiðslunni. Síðan er farið með rútu, stærsti kosturinn við þetta er kannski sá að við þurfum ekki að koma niður á sama stað og við lögðum frá, eins og fólk verður að gera ef það er á eigin bílum.“ - Er mikill áhugi á gönguferð- um yfírleitt? „Mér finnst hann vera heldur vaxandi og sumarið í sumar lofar eiginlega mjög góðu. Við höfum t.d. verið að fara oftar en einu sinni með 40 manna hópa í ferðir sem okk- ur finnst ekki vera neitt sérstakar. Það virðast vera fleiri sem era að uppgötva gönguferðir en verið hefur und- anfarin ár.“ - Á hvaða aldri er þetta fólk almennt? ,fy]gengast er frá 35 ára upp í rösklega sextugt en yngstu far- þegamir hafa kannski verið tíu ára og sá elsti 78 ára, en hann hefur raunar farið í margar ferð- ir með okkur og er afar vel á sig kominn og unglegur í sjón og raun.“ - Eru þið með ferðir á öðrum tímum í líkingu viðþessar nætur- ferðir? „Já, það era ferðir á sunnu- dögum klukkan 10.30. Það er ►Steinar Frímannsson er fæddur 1954. Hann lauk prófi sem vélaverkfræðingur frá Há- skóla íslands 1980 og var fyrir skömmu að ljúka viðskipta- og rekstrarnámi frá Endurmennt- unarstofnun Háskóla íslands. Steinar vinnur núna hjá Orku- veitu Reykjavíkur en hefur starfað á verkfræðistofum og hjá Iðnaðardeild SÍS. Hann starfar með Útivist, oft sem fararsljóri. Hann er ókvæntur og barnlaus. svokölluð fjallasyrpa, en það er gengið á fjall og oft boðið upp á láglendisgöngur líka, fyrir þá sem kjósa léttari göngur. Einnig er raðganga sem byrjaði í fyrra þegar gengið var frá Reykjavík austur að Gullfossi í slóð Frið- riks VIII frá 1907. f sumar höld- um við áfram og göngum frá Gullfossi niður Hreppa og Skeið að Þjórsárbrú og þaðan til Reykjavíkur, sem var sú leið sem konungur fór til baka. Enda köll- um við raðgönguna Bakaleiðina. Rétt er að taka fram að við höf- um verið með árlega nætur- göngu yfir Fimmvörðuháls á Jónsmessunni. Þá er farið á föstudagskvöldi yfir hálsinn og menn eyða helginni síðan í Bás- um, sem era okkar höfuðstöðvar á sumrin." - Kemur fyrir að fólk slasist í svona ferðum? „Það kemur fyrir að fólk snýr sig eða jafnvel brotnar eins og alltaf getur gerst í gönguferðum en sem betur fer er það ákaflega sjaldgæft. Við reynum þó að vera viðbúnir slíku, bæði að farar- stjórar séu með þjálf- un í skyndihjálp og eins að þeir hafi síma til að geta kallað á hjálp ef þörf krefur.“ - Hvernig á fólk að þjálfa sig svo það geti tekið þátt í fjallgönguferðum? „Utivist hefur staðið í nokkur ár fyrir gönguferðum í miðri viku sem era ætlaðar fyrst og fremst til að þjálfa fólk en einnig til að leyfa því að hittast. Þá er gengið ýmist frá Skógræktarstöðinni við Rauðavatn inn á Hólmsheiðina eða gengið frá gömlu Fákshest- húsunum við Reykjanesbraut upp Elliðaárdalinn. Yfirleitt er lagt af stað um klukkan sex að kvöldi og gengið í klukkutíma. Hægt er að fá nákvæmari upp- lýsingar um þetta á skrifstofu Utivistar.“ Ekki keppni um að verða fyrstur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.