Morgunblaðið - 11.06.1999, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.06.1999, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 1999 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Eignir þrotabús Aldins hf. á Húsavík seldar „Heilmikið átak fram- undan í verksmiðjunni“ EIGNIR þrotabús viðarvinnslufyr- irtaskisins Aldins hf. á Húsavík hafa verið seldar. Fulltrúi nýrra eigenda undirritaði kaupsamning í gær, en þeir eru Parket og gólf ehf. í Reykjavík, sænska fyrirtækið WMB - sem tvö sænsk fyrirtæki með mikla reynslu af timburvinnslu hafa stofnað vegna þessa verkefnis - og Hömlur hf., sem er í eigu Landsbanka íslands hf. Kaupverð fékkst ekki uppgefið og heldur ekki hvernig eignarhlutamir skiptast. Ómar Friðþjófsson aðaleigandi Parkets og gólfs ehf. sagði við Morgunblaðið í gær að allir sjö starfsmenn Aldins hf. yrðu áfram hjá fyrirtækinu. Hann sagði hins vegar gefa augaleið að breytingar á rekstrinum yrðu miklar. „I fyrsta lagi þarf að gera reksturinn skilvirk- ari, það þarf að hagræða á ýmsum stöðum og bæta aðeins við af tækj- um. Fyrsta tækið sem við þurfum að kaupa er svokallaður afbarkari; tæki sem flettir berkinum af trjábolunum og við það eitt náum við betri nýt- ingu og meiri vinnsluhraða.“ Ómar sagði að of lítið hefði farið í gegnum verksmiðjuna, að mati hinna nýju eigenda. „Okkur sýnist líka að menn hafí verið óheppnir með hráefni í upphafí og síðan hefur vantað heilmikið upp á sölumálin," sagði hann. Sænsku fyrirtækin tvö stofna nýtt fyrirtæki vegna hlutar þeirra í Aldini, sem fyrr segir. Annað sænska fyrirtækið er framleiðandi og seljandi parkets og „vinnur einnig úr, líkt og við hjá Parketi og gólfi; leggur, slípar og lakkar gólf. Hitt fyrirtækið er stór byggingar- aðili; byggir og endurgerir eignir sem það selur,“ sagði Ómar. „Við höfum verslað við Aldin frá því í nóvember í fyrra, fyrirtækið hefur verið með mjög góða fram- leiðslu sem við sáum að við vorum að tapa, og þess vegna fengum við Svíana til að leggjast á árina með okkur.“ Aldin hf. flutti inn trjáboli til vinnslu frá Bandaríkjunum en sænsku fyrirtækin hafa, að sögn Ómars, keypt trjáboli bæði frá Úkraínu og Hvíta-Rússlandi og efni kemur örugglega að einhverju leyti þaðan til Húsavíkur. „Við leitum bara að bestu vörunni og besta verðinu. Með því að fá Svíana inn fáum við þekkingu á framleiðslunni, þekkingu á innkaupum og sölu.“ Sænskur verkfræðingur sem unnið hefur í því að byggja upp verk- smiðjur eins og þá á Húsavík var væntanlegur hingað til lands í gær- kvöldi og á að fara til Húsavíkur í bítið í dag og hefst strax handa við þær breytingar sem þörf er á, að sögn Ómars. „Pað er heilmikið átak framund- an í verksmiðjunni. Við viljum fá tækifæri til að vinna að þessu og verðum svo bara að spyrja að leikslokum; hvað hafí farið úrskeiðis hjá okkur, ef svo fer. En við erum með eldmóð og erum bjartsýn á að við getum gert góða hluti,“ sagði Ómar. Hann sagði að heilmikill auð- ur væri í starfsfólki Aldins; „þama eru menn sem eru búnir að vinna við að saga og þurrka timbur og reka sig á. Þeir hafa lært, því það er ekki hægt neita því að við vorum líka að sækjast eftir því að hafa þessa þekkingu í landinu." Ómar sagði að yfirstjóm fyrir- tækisins yrði í höndum Parkets og gólfs í Reykjavík. „Þannig getum við samnýtt skrifstofuhald sem á að koma báðum fyrirtækjunum til góða.“ Slippstöðin hf. á Akureyri getur sinnt stærstu fískiskipum Morgunblaðið/Kristján BJÖRGVIN EA rennur inn í flotkvína á Akureyri. HÉR afhendir Ingi Björnsson, framkvæmdastjóri Slippstöðvarinnar, þeim Valdimar Bragasyni útgerðarstjóra og Arnari Amasyni skip- stjóra blóm og kampavín. B MENNTASKÓLINN Á AKUREYRI MA-hátíð í íþróttahöllinni 16. júní 1999 frá kl. 19.00-3.00 Fordrykkur frá 18.00-18.45 Miðaverð kr. 4.500 Stuðmenn leika fyrir dansi Forsala miða verður í íþróttahöllinni 15. júní kl. 16.00-19.00 16. júní kl. 14.00-17.00 Aðgöngumiðar á dansleikinn verða seldir við innganginn Hátíðarnefnd Hundrað- asta skipið í flotkvína STARFSMENN Slippstöðvarinnar hf. tóku í gær hundraðasta skipið í flotkvína á Akureyri. Það var Björgvin EA, fiystitogari Snæfells hf. í Dalvíkurbyggð, sem renndi sér í kvína í gærmorgun. Slippstöðin leigir flotkvína af Hafnasamlagi Norðurlands en hún var var tekin í notkun í september 1995. Fyrsta skipið sem fór í kvína var nótaskip- ið Guðmundur Ólafur ÓF frá Ólafs- firði. Ingi Bjömsson framkvæmda- stjóri Slippstöðvarinnar sagði að flotkvíin skipti miklu máli fyrir stöðina og hafi alla tíð reynst mjög vel. Hann sagði að vinnuaðstaðan væri mjög góð og mun betri en í dráttarbrautinni. Þar skipta tveir ölfugir kranar miklu máli og einnig að gólfið er slétt. Þá hafi nýting flotkvíarinnar verið 70-80% á ári, sem sé mjög gott. Blóm og kampavín Ingi sagði að stærstu fiskiskip ís- lenska flotans hafi verið tekin í kvína og nefndi frystitogarana Baldvin Þorsteinsson EA, Guð- björgu ÍS og Arnar HU í því sam- bandi. Lengsta skipið sem farið hefur í kvína er flutningaskipið Hofsjökull, sem er 118 metra langt. Hámarksþungi skipa í kvína er 5.000 þungatonn og hámarkslengd 120 metrar. í tilefni þessara tímamóta færði Ingi Björnsson Valdimari Braga- syni útgerðarstjóra Snæfells og Arnari Arnasyni skipstjóra Björg- vins EA, blóm og kampavínsflösku, auk þess sem boðið var upp á rjómatertu og kaffi í kvínni. -------------- Fermingarguðs- þjónusta LAUFÁSPRESTAKALL: Ferm- ingarguðsþjónusta verður í Laufás- kirkju sunnudaginn 13. júní kl. 11.00. Fermdar verða Heiða Björk Pétursdóttir, Laufási og Hildur Björk Benediktsdóttir, Artúni. Sóknarprestur. 27 þúsund gestir heimsóttu byggða- safnið á Skógum Morgunblaðið/Halldór ÞÓRÐUR Tómasson, safnstjóri á Skógum, við olíumálverk af sr. Magnúsi Bjarnasyni prófasti. Niðjar Magnúsar Bjarnasonar gáfu málverk Skógum - Afkomendur sr. Magnús- ar Bjamasonar, prófasts á Prest- bakka á Síðu, færðu byggðasafninu í Skógum olíumálverk að gjöf 15. maí sl. Málverkið er eftir Jón Stef- ánsson listmálara af sr. Magnúsi á hestbaki, sem söfnuðir hans gáfu honum er hann lét af störfum á Prestbakka 1931. Þórður Tómas- son, safnstjóri byggðasafnsins, sagði að safninu væri sæmd af þess- ari veglegu gjöf. Sr. Magnús pró- fastur í Vestur-Skaftafellsprófasts- dæmi hefði verið kirkju- og sveitar- höfðingi, sem hefði sett mikinn svip á samfélag sitt á sínum tíma og hann hefði með konu sinni, frú Ingi- björgu Brynjólfsdóttur, rekið rausnargarð um langt árabil á Prestbakka. Þá hefði Vegagerð ríkisins gefið eitt brúarhaf uppgert af brúnni yfir Jökulsá á Sólheimasandi, sem byggð var 1921 og markaði þá þáttaskil í samgöngum héraðsins. Brúarhafið minnti á liðna baráttu- sögu og myndi væntanlega fá nýjan tilgang við byggðasafnið í tengslum við nýtt samgöngu- og tæknisafn sem áformað er að reisa við safnið. Þá er fyrirhugað að endurreisa bamaskólann, sem var byggður við Litla-Hvamm árið 1901 og er með elstu bamaskólum í sveit, þar sem Stefán Hannesson, bamafræðari og hugsjónamaður, starfaði um langt árabil. Búið er að staðsetja húsið ekki langt frá kirkjunni og steypa gmnninn. Það er mikill fengur fyrir safnið að fá þetta hús, sagði Þórður og búa það kennslugögnum síns tíma. Byggðasafninu í Skógum berast árlega veglegar gjafir víðsvegar að og árlega er unnið að áframhald- andi uppbyggingu við safnið, sem nýtur sífellt aukinnar aðsóknar. A síðasta ári heimsóttu safnið rúm- lega 27.000 gestir og bjóst Þórður við áframhaldandi aukinni aðsókn miðað við aðsóknina nú í vor og sumarbyrjun. Morgunblaðið/Hallfrfður JÓN Tryggvi Jónsson, þjónn á Fosshóteli, Bjarni Ágúst Sveinsson hót- elstjóri og Sveinn Jónsson matreiðslumeistari. Fosshótel opnað á Reyðarfirði Reyðarfirði - Nýlega opnaði Brunnur ehf. Fosshótel á Reyð- arfirði. Gisting er fyrir rúmlega 40 manns í 20 herbergjum. Sérstök aðstaða er fyrir fatl- aða í herbergjum á neðri hæð. Sími, sjónvarp og önnur þæg- indi eru í hverju herbergi. I ráð- stefnusal er tölvutengi og sér simalína svo hægt verður að vera í sambandi við aðra staði. í matsal er rými fyrir rúmlega 60 manns. Matseðill er íjölbreyttur, m.a. hreindýrakjöt og svartfugl og sérstök áhersla verður lögð á fiskrétti. Sérstakur hádegis- verðarmatseðill verður daglega svo flestir ættu að fá eitthvað við sitt hæfi, að ógleymdum kökunum með kaffinu. Góð bók- un er í gistingu í sumar og er það von starfsmanna hótelsins að Fjarðamenn sem ferðamenn nýti sér þá góðu aðstöðu sem þarna er. Arkitekt hússins er Björn Kristleifsson á Egilsstöðum og málaði hann einnig landslags- mynd sem prýðir gestamóttök- una. Eigandi hótelsins er Brunn- ur ehf. og tók bygging þess sex mánuði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.