Morgunblaðið - 11.06.1999, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.06.1999, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Vísitala neysluverðs í 188,8 stigum Verðbólga mælist 7,5% seinustu þrjá mánuði VÍSITALA neysluverðs miðað við verðlag í júníbyrjun 1999 var 188,8 stig (maí 1988=100 stig), og hækkaði um 0,8% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis var 190,6 stig og hækkaði um 0,6% frá fyrra mánuði, að því er fram kemur í frétta- tilkynningu frá Hagstofu íslands. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 1,8% sem jafn- gildir 7,5% verðbólgu á ári. Undan- farna 12 mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,6%, en vísitala neysluverðs án húsnæðis hefur hækkað um 1,7%. Markaðsverð á húsnæði hækkaði um 3,4% sem olli 0,3% hækkun vísi- tölu neysluverðs. Verð á bensíni og olíu hækkaði um 6,6% sem hafði í för með sér 0,26% hækkun vísitölunnar, og 36% hækkun iðgjalda lögboðinna ökutækjatrygginga leiddi til 0,18% hækkunar vísitölunnar. Matur lækkaði í verði um 0,7% sem olli 0,1% lækkun vísitölunnar og drykkjarvörur lækkuðu í verði um 0,8% sem leiddi til lækkunar á neysluvísitölunni um 0,02%. Borðbún- aður, glös og eldhúsáhöld lækkuðu í verði um 1,2% sem hafði í fór með sér 0,01% lækkun neysluvísitölunnar. Hækkum líklega verðbólguspá Birgir ísleifur Gunnarsson, seðla- bankastjóri, segir að í ársfjórðungs verðbólguspá Seðlabanka Islands sem birt var í byijun apríl síðastlið- ins, hafi verið spáð 2,4% verðbólgu milli áranna 1998 og 1999, en 2,8% innan ársins 1999. Hann segir að næsta spá bankans verði ekki birt fyrr en eftir 10. júlí. „Mér sýnist af þessari niðurstöðu að þessi spá okk- ar frá í apríl sé of lág og muni hækka, þó ég þori ekki að segja neinar nákvæmar tölur. En mér sýn- ist að við séum að tala um 3% milli ára og vel yfir 3% innan ársins 1999,“ segir Birgir ísleifur. Hækkun neysluvísitölunnar nú, 0,8%, er meiri en hún var seinustu þrjá mánuði á undan þegar hún hækkaði um 0,5% hvem mánuð. Að- spurður um það segir Birgir ísleifur að í ýmsum spám frá öðrum aðilum hefði jafnvel verið búist við meiri hækkun en raunin varð. „Þessi hækkun kemur mér því ekki á óvart. En við höfum að sjálfsögðu áhyggjur, því við viljum ekki sjá verðbólguna fara af stað, og teljum að það þuríi að halda henni undir þremur prósentum á þessu ári,“ segir Birgir Isleifur. Viltu segja eitthvað um aðgerðir Seðlabankans til að spoma við verð- bólgu? „Nei, við erum auðvitað að hugsa okkar ráð næstu daga og sjá hvað rétt er að gera,“ segir Birgir. Hef von um að þetta sé kúfurinn Hannes G. Sigurðsson, hagfraað- ingur Vinnuveitendasambands ís- lands, segist hafa tilhneigingu til að líta á þetta „verðbólguskot" sem sér- stakt tilfelli, því það séu liðir sem lækki og hækki en jafnframt þrjú mjög sérstök tilvik sem hækki vísi- töluna þetta mikið núna. „Þetta eru bílatryggingamar, bensínhækkun og þenslan á fast- eignamarkaði," segir Hannes. „Svo era matvæli að lækka og engin sér- stök tíðindi af öðrum liðum.“ Hannes segist því frekar hafa trú á að þetta sé kúfurinn „og svo komumst við aftur á svipað stig og við höfum verið á fyrir þetta þriggja mánaða tímabil sem nú er að líða. En vissulega vekur það manni ugg hvað þetta hefur verið mikið núna fjóra mánuði í röð,“ segir Hannes og bætir við að vitað sé að næst verði einnig tilefni til hækkana, til dæmis gegn- um hækkanir á rafmagni og hita. „En ég vona að þegar líða tekur að hausti hjaðni þetta aftur, og að það sé ekki ástæða til að ætla að verð- bólga á árinu fari mikið yfir 3%,“ segir Hannes G. Sigurðsson að lok- um. Verðbólga í helstu viðskiptalöndum 1,5% Vísitala neysluverðs í júní 1999, 188,8 stig, gildir til verðtryggingar í júlí 1999. Vísitala fyrir eldri fjár- skuldbindingar, sem breytast eftir lánskjaravísitölu, er 3.728 stig fyrir júlí 1999. Verðbólga í EES ríkjum frá apríl 1998 til apríl 1999, mæld á sam- rýmda vísitölu neysluverðs, var 1,2% að meðaltali. í Austurríki hækkaði vísitalan um 0,1% og í Svíþjóð hækk- aði neysluverðlag um 0,3%. A sama tíma var verðbólga á Islandi 0,8% og í helstu viðskiptalöndum Islendinga 1,5%. Breytingar á vísitðlu neysluverðs Mars 1997 = 100 Frá maí til júní ’99 -0,1% l 01 Matur og óáfengar drykkjarvörur (16,7%) -0,7% l 02 Áfengi og tóbak (3,3%) 021 Áfengi (1,6%) 03 Föt og skór (5,8%) ^ ffl 04Húsnæði, hiti og rafmagn (17,8%) ; [Jj 0Q 042 Reiknuð húsaleiga (8,8%) 05 Húsgögn, heimilisbúnaður o.fl. (5,4%) 06 Heilsugæsla (3,0%) 07 Ferðir og flutningar (17,8%) 0722 Bensin og olíur (4,1 %) 08 Póstur og sími (1,6%) 09 Tómstundir og menning (13,1 %) 093 Tómstundavörur, leikföng o.fl. (1,7%) 096 Pakkaferðir (1,8%) 10Menntun(1,0%) 11 Hótel og veitingastaðir (5,2%) 12 Aðrar vörur og þjónusta (9,3%) 124 Tryggingar (2,7%) 1 +0,4% □ +0,9% 1 +0,1% MM +1,7% czzz Q +0,4% +3,4% +1,6% ---- 0,0% m +o,8% | 1+1,5% I 1+2,3% 0+0,7% 0 +0,3% IHB +2,0% I VÍSITALA NEYSLUVERÐS í JÚNÍ: 188,8 stig ■ +0,8% Breytingar á vísitölu neysluverðs frá 1997 IBM Aptiva Lptiva t: 119.900 -1 Miklll fjöldi ánægðra notenda IBM Aptiva tölvanna á íslandi ber glöggt vitni um ágæti þeirra. Qflugur vél- og hugbúnaður þeirra skilar sér í skemmtilegri vinnslu sem er bæði hröð og auðveld. Þessir einstöku eiginleikar og frábært verð gera Aptiva- tölvurnar mjög hentugar til heimilisnota. Fjölmargir notendur IBM Aptiva á íslandi gera sér grein fyrir þessu. - Hvað um þig? NÝHERJI Skaftahlíö 24 Slmi 589 7700 www.nyherji.is IBM Aptiva turntölva / margmiölunartölva AMD K6 II 4QDMHz 3DNow örgjörvl. 512KB Bkyndiminni, 64MB SDHAM vlnnsluminni (mest 256MB) 8,0GB EIDE harður diskur, ATI Rage Pro 3D 2X AGP 8MB SGRAM skjákort Innbyggt 56K mótald (v.90) 32 hraða gelsladrif, Víðóma SRS 3D hljóðkort, Hugbúnaður Wtodowi 98 Conflgiaie (tskur örygglsafrit af itýrlkarfi) Norton AnUvlrui víruivarnarforrit Battlezona litkur IBM Worldbook allraðiorðabók Intarnathugbúnaður Hjálparhugbónaður of). ofl. 40W Infinlty hátalarar með góðum hljómburðl IBM lyklaborð með flýtlhnöppum og IBM Scrollpoint flýtimús IBM 17" Aptiva lággeisla lltaskjár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.