Morgunblaðið - 11.06.1999, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.06.1999, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ1999 MORGUNBLAÐIÐ UR VERINU Sjórinn við landið hlýr og áta yfir meðallagi NIÐURSTÖÐUR nýlokins vorleið- angurs Hafrannsóknastofnunar sýna mikil áhrif selturíks hlýsjávar fyrir Suður- og Vesturlandi. Áhrif hlýsjávar eru einnig með mesta móti á norðurmiðum miðað við und- anfarin ár. Kalda tungan í Austur- íslandsstraumi norðaustur og aust- ur af landinu var ekki eins köld og seltulág og undanfarin ár. Atumagn við landið er yfir langtímameðaltali á flestum rannsóknastöðvum. Úr- vinnslu leiðangursgagna er enn ekki lokið en Hafrannsóknastofn- unin mun á næstunni kynna frekari niðurstöður með tilliti til áhrifa þeirra á lífríkið við landið. 3. júní sl. lauk árlegum vorleið- angri Hafrannsóknastofnunarinnar á rannsóknaskipinu Bjama Sæ- mundssyni til langtímavöktunar á ástandi sjávar, næringarefnum, gróðri og átu á hafsvæðunum við Island. Athuganir voru gerðar á alls 97 stöðvum í hafinu umhverfis landið, bæði á landgrunninu sjálfu og utan þess. Auk hinna hefð- bundnu rannsókna var á völdum stöðvum safnað sýnum til erfða- fræðirannsókna á rauðátu, mælinga á geislavirkum efnum í sjó, gerðar athuganir á koltvísýringi, og hugað að straummælingalögnum og svokölluðum setgildrum. Þá var og safnað gögnum í tengslum við alþjóðlegt samstarfs- Hafrannsókna- stofnun lýkur vor- leiðangri sínum verkefni um hafeðlisfræði Norður- hafa sem Hafrannsóknastofnun er aðili að og styrkt er af Evrópusam- bandinu. Helstu niðurstöður vor- leiðangurs voru eftirfarandi: Ástand sjávar Sjávarhiti í hlýsjónum suður og vestur af landinu var 7-8° og seltan 35,2 sem er vel yfir meðal- lagi eins og undanfarin þrjú ár. Þessi auknu áhrif selturíka hlýsjávarins hafa í ár skilað sér í verulegum mæli inn á norðurmið. Á landgrunninu fyrir Norðurlandi gætti hlýsjávar austur íýrir Siglu- nes (hiti 3-5°, selta 35,0) og var sjávarselta þar í vor hærri en um árabil. I Austur-íslandsstraumi (kalda tungan), utan landgrunns- ins norðaustur af landinu, voru bæði hiti (0°) og selta (34,7) fremur há. Á landgrunninu fyrir Aust- fjörðum og djúpt úti suður með Austfjörðum var hiti um 1-2°, sem er heldur lægri hiti en 1998. Skilin milli kalda og heita sjávarins fyrir Suðausturlandi voru að venju í nánd við Stokksnes. Næringarefni og þörungar í Faxaflóa var vorvöxtur þör- ungasvifsins afstaðinn og næring- arefni á þrotum. Við mynni flóans og norður með Vesturlandi var gróður hins vegar í miklum vexti. Djúpt vestur af landinu var voraukning varla byrjuð nema við ísröndina vestur af Látrabjargi. Mikill gróður var fyrir öllu Norður- , Austur- og Suðurlandi. Áta Á heildina litið var átumagn við landið í vorleiðangri meira en í meðallagi. Vestan- og norðanlands var átumagn einnig nokkuð yfir langtímameðallagi. Úti fyrir Aust- urlandi var átumagn nálægt meðal- lagi en hins vegar undir meðaltali við suðausturströndina. Suður og suðvestur af landinu var áta undir meðallagi. Séu niðurstöður um átu bornar saman við vorið 1998 kemur í ljós að á suður-, norður- og austurmið- um er átumagn svipað og þá, en meira á vesturmiðum. Leiðangursstjóri í vorleiðangri var Ólafur S. Ástþórsson, en alls tóku 10 rannsóknamenn frá Haf- rannsóknastofnuninni þátt í leið- angrinum, auk tveggja frá banda- rískum samstarfsmönnum. Skip- stjóri var Ingi Lárusson. Aukið framboð af rækju MARKAÐUR fyrir kaldsjávar- rækju virðist nokkuð stöðugur en á ráðstefnu í Tromsp í Noregi fyrir skömmu kom fram ótti við verð- lækkun vegna aukins framboðs. Þar var gert ráð fyrir að heildar- aflinn í Barentshafi og austur af Kanada yrði 350.000 tonn í ár sem er aukning um 30.000 tonn frá 1998 en ekki er tekið tillit til þess að kvóti íslands var lækkaður um 20.000 tonn. Rækjukvóti Kanadamanna við austurströnd Kanada var 37.600 tonn 1996 en er 96.540 tonn í ár. Grænland á 81.000 tonna kvóta, Noregur 70.000 tonn og ísland 40.000 tonn fyrir utan 15.000 frá fyrra ári en önnur ríki, þar á meðal Danmörk, Rússland og Færeyjar, eru með minni kvóta. Rækjuútflutningur til Japans hefur minnkað undanfarin ár. 1997 seldu Norðmenn 1.584 tonn þang- að en 1.060 tonn í fyrra. Hins veg- ar hefur markaður í Bandaríkjun- um aukist til muna en útflutningur Norðmanna þangað í fyrra var 1.050 tonn samanborið við 156 tonn 1997. Þetta vegur samt lítið í Nýkomið mikið úrval af vönduðum og fallegum herraskóm. Margair tegundir heildinni því útflutningur til landa innan Evrópusambandsins hefur verið stöðugur á síðustu árum, meira en 200.000 tonn. I því sam- bandi má nefna að Norðmenn fluttu út 53.830 tonn til Bretlands 1997 en 64.700 tonn í fyrra. John Angel, sem var fulltrúi Samtaka kanadískra rækjufram- leiðenda á ráðstefnunni í Tromso, sagði að Kanadamenn hefðu á ný- liðnum tveimur árum lagt mikið undir í uppbyggingu rækjuvinnsl- unnar. Meira en 300 skip stunduðu veiðamar, þar á meðal 14 frysti- togarar, en 14 verksmiðjur með samtals 75 pillunarvélar bitust um hráefnið. Hann sagði að fjárfest- ingamar næmu meira en sem svarar 3,5 milljörðum króna og ljóst að í of mikið hefði verið ráð- ist, bæði á sjó og landi, en sam- keppni hefði aukist um markaðinn. Hann sagði Kanadamenn helst horfa til Bandaríkjanna en lönd Evrópusambandsins væm líka áhugaverð, einkum Stóra-Bret- land. Morgunblaðið/Snorri Snorrason SKUTULL ÍS á leið til ísafjarðar eftir miklar endurbætur í Póllandi. Endurbætur á tog- aranum Skutli IS RÆKJUTOGARINN Skutull IS kom til Isafjarðar fyrir skömmu eftir gagngerar endurbætur í Póllandi en kostnaður vegna breytinganna nemur alls tæp- lega 200 milljónum króna, að sögn Eggerts Jónssonar útgerð- arstjóra Básafells hf. Skutull, sem var áður varð- skip og hafrannsóknaskip, var smiðaður í Póllandi 1974 og segir Eggert að tími hafi verið kominn á endurnýjun auk þess sem þörf hafi verið á endurbót- um þar sem veiðamar hafi færst fjær landinu og menn ver- ið farnir að sækja vítt og breitt. Skipið var lengt um tæplega 11 metra og millidekkið skorið aftur úr og hækkað um 50 sentímetra. Skutnum var slegið út og til að auka togkraftinn var skrúfuhring komið fyrir. Keypt var ný tæplega 1.000 vatta Ijósavél og aflstýribúnað- ur, sett nýtt stýri og frystigetan aukin auk annarra breytinga. Oliutankarair rúma nú um 400 tonn og burðargetan af rækju verður um 350 til 370 tonn. „Skipið er að stóram hluta end- urnýjað," segir Eggert. Hálfan mánuð tók að ganga frá millidekkinu eftir að skipið kom heim en í gær fór það í fyrsta túrinn eftir endurbæt- urnar og var farið á heimamið en síðan verður stefnan annað- hvort tekin á Barentshafið eða Flæmingjagrunn. Rækjuveiðar í Smugunni ganga vel Skaða málstað Islendinga TVÖ íslensk skip eru nú við rækju- veiðar í Smugunni í Barentshafi, Stakfell ÞH og Baldur Áma RE, en auk þeirra hafa Bessi IS og Húsvík- ingur ÞH verið við veiðar á svæð- inu. Þau eru nú í Tromsö þar sem verið er að landa aflanum úr skip- unum. Veiðar íslendinga eru harð- lega gagnrýndar af þingmönnum norska Stórþingsins og vilja sumir þeirra að Smugusamningurinn svo- kallaði verði felldur í þinginu vegna þeirra. Veiðar íslensku togaranna í St. 41-46 Verð frá kr. 6.995 Kringlunni 8-12, sími 568 9345 Helíumblöðrur BÁR-FESTI Sundaborg 9 Sími: 568 4883 BÁRTTSTI am Smugunni hafa gengið ágætlega að undanförnu og var þannig landað um 360 tonnum upp úr Húsvíkingi ÞH fyrr í vikunni, eftir um 35 daga að veiðum. Um 85 tonnum af rækju var landað úr Bessa ÍS, en skipið var nokkuð styttri tíma að veiðum. Stærstur hluti afla skipanna beggja er iðnaðarrækja. Veiðaraar Iýsa hroka Islendinga Rækjuveiðar íslensku skipanna hafa fallið í grýttan jarðveg í Noregi og segja norskir stórþingsmenn veiðarnar skaða mjög málstað Is- lands nú þegar Smugusamningur- inn svokallaði sé að koma til um- ræðu í utanríkisnefnd þingsins. Engu að síður er búist við að samn- ingurinn verði samþykktur í Stór- þinginu að því að kemur fram í norska blaðinu Fiskaren. Þar er m.a. haft eftir Steinari Bastesen, þingmanni í Stórþinginu, að veið- arnar sýni vel hroka Islendinga í Smugudeilunni. Islendingar hafi þvingað Norðmenn til að veita sér þorskveiðiheimildir í Barentshafi og fari nú af stað með næstu tegund. Steinar hefur því hvatt til þess að samningurinn verði felldur í norska þinginu. Ivar Kristiansen, þingmaður norska Hægriflokkins, segir í Fiskaren að rækjuveiðar íslendinga sýni enn lakari stöðu norskra sjó- manna gagnvart þeim íslensku. „Is- lendingar hafa fengið þorskkvóta í Barentshafi en geta í staðinn sótt frjálst í rækjuna. Norskir rækjusjó- menn búa hinsvegar við mun strangari reglur hvað þetta varðar. Veiðar Islendinganna koma því ekki til með að liðka fyrir afgreiðslu samningsins," segir hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.