Morgunblaðið - 12.06.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.06.1999, Blaðsíða 1
130. TBL. 87. ÁRG. LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Rússneskar hersveitir halda inn í Kosovo á undan friðargæslusveitum KFOR Ivanov skipar Rússum að yfírgefa Kosovo Podujevo, Skopje, Blace, Brussel. AP, AFP, Reuters. AP RÚSSNESKAR hersveitir héldu inn í Pristina, héraðshöfuðborg Kosovo, í gærnótt, þvert á vilja Atlantshafs- bandalagsins. Var komu þeirra fagnað af þúsundum Serba í höfuðborginni. ígor ívanov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði inngöngu þeirra í héraðið mistök og skipaði hersveitunum að snúa til baka frá Kosovo. ÍGOR ívanov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði í nótt að rússnesk- ar hersveitir er héldu inn í Pristina, héraðshöfuðborg Kosovo, hefðu gert það í leyfisleysi og að þeim hefði verið skipað að yfírgefa Kosovo þegar í stað. „Það er óheppilegt að rússneskar hersveitir skuli hafa komið til Pristina. Það er verið að grafast fyrir um ástæðum- ar. Þeim hefur verið skipað að yfír- gefa Kosovo þegar í stað og bíða frekari fyrirmæla," sagði Ivanov í samtali við sjónvarpsstöðina CNN í nótt. Bandaríkjastjóm sagðist í gær hafa tekið þessa skýringu til greina. „Við höfum enga ástæðu til að ætla annað en að sveitir Rússa verði dregnar til baka þegar í stað,“ sagði Mike Hammer, talsmaður Hvíta hússins. Vestrænir sérfræðingar létu hins vegar þegar í ljós efa- semdir um að rússneskar hersveitir hefðu óhlýðnast skipunum með þessum hætti og kom það glögglega fram í fréttaskýringu fréttaritara Sky í Pristina í nótt. Rússnesku hersveitimar héldu inn í Kosovo skömmu eftir miðnætti að staðartíma þrátt fyrir að vestræn stjórnvöld teldu sig hafa fengið lof- orð fyrr um daginn um að Rússar myndu ekki fara inn í héraðið á undan KFOR, friðargæsluliði undir stjórn Atlantshafsbandalagsins (NATO). Höfðu Rússamir fyrr um daginn ekið frá Bosníu í gegnum Serbíu. Þúsundir Serba fögnuðu komu rússnesku hermannanna til Pristina en ekki var vitað hversu fjölmennar hersveitimar væm, né heldur hvaða skýringar lægju að baki. Lýstu margir borgarbúa yfir gleði sinni með að um rússneskar sveitir væri að ræða en ekki sveitir NATO. Júgóslavneska fréttastofan Tanjug sagði að um tíu brynvarðar bifreið- ar og 30 vömbíla hefði verið að ræða. Rússnesku sveitirnar héldu til Polje, bæjar skammt frá flugvell- inum í Pristina, þar sem Serbar era í meirihluta. Sagði Jevgení Sadov- skí, einn Rússanna, við AFP að þeir ættu að undirbúa flugvöllinn fyrir komu rússneskra hersveita. Hann sagði að þeim hefði verði tjáð að þeir ættu að vera í Kosovo í tvær vikur. Að því er CNN hafði eftir bandarískum embættismönnum í gær, mun atburðurinn ekki hafa áhrif á framgang friðai-gæslunnar í Kosovo, dragi Rússar sveitir sínar til baka. Hins vegar kynni þetta að hafa áhrif á frekara samstarf við Rússa í Kosovo. í gær hafði síðasta hönd verið lögð á undirbúning þess að fyrstu sveitir KFOR, 19.300 friðargæslu- liða, haldi inn í Kosovo við dögun í dag, en allt útlit var fyrir í gær að inngöngunni yrði flýtt í kjölfar inn- göngu Rússa. Þegar í gærmorgun skýrðu rúss- neskar og serbneskar fréttastofur frá því að allt að þúsund rússneskir friðargæsluliðar væm á leið til Kosovo frá Bosníu og Rússlandi, og myndu hugsanlega vera komnir til héraðshöfuðborgarinnar Pristina fyrir kvöldið. Síðar um daginn skýrði ITAR- Tass fréttastofan svo frá því að áætluð innganga í Kosovo hefði ver- ið afturkölluð eftir að A1 Gore, vara- forseti Bandaríkjanna, og Madel- eine Albright utanríkisráðherra hefðu rætt símleiðis við ívanov og varað hann við afleiðingum þessa. Þá vísuðu rússneskir embættis- menn því á bug að flutningur her- manna frá Rússlandi hefði verið fyrirhugaður. Strobe Talbott, aðstoðaratanrík- isráðherra Bandaríkjanna, var á leið frá Moskvu af árangurslausum fundi við rússneska ráðamenn en sneri til baka er fréttist af því að Rússar væra á leið að landamæram Kosovo. Rússar vilja yfirráðasvæði í Kosovo Rússneskir ráðamenn ítrekuðu í gær að þeir myndu ekki sætta sig við að þurfa að lúta stjóm NATO í Kosovo. ítrekuðu þeir kröfur sínar um að Rússar hefðu umsjón með sérstöku svæði innan héraðsins, en því hefur NATO hafnað á þeim for- sendum að það myndi jafngilda uppskiptingu Kosovo. Sagði James Rubin, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, að ívanov hefði sagt að „Rússum væri það kunnugt að friðargæslulið í Kosovo yrði undir sameiginlegri stjóm“. Júgóslavíuher jók í gær hraðann á brottflutningi í norðurátt frá Kosovo-héraði og sögðu embættis- menn NATO framkvæmd Júgó- slavíuhers ganga „vel fyrir sig og samkvæmt áætlun“. Sumir júgóslavnesku hermann- anna veifuðu júgóslavneska fánan- um og hrópuðu „Serbía“ er þeir héldu leið sína út úr héraðinu. Virt- ust margir hermannanna þó ekki vilja yfirgefa héraðið friðsamlega, en talsmaður Öryggis- og sam- vinnustofnunar Evrópu sagði þá hafa kveikt í húsum í Gorozhup í Kosovo, skammt frá Albaníu. I Pristina mátti sjá öran flutning lögreglu- og herbíla í átt að Serbíu. Sex MiG-21 herþotur yfirgáfu hér- aðið frá Goles-herflugvelinum skammt frá Pristina, en þar hefur NATO gert loftárásir nánast á hverjum degi frá því að árásimar hófust 24. mars sl. Yfir 400 herflutningabílar héldu Morgunblaðið/JEG Staðsetning friðargæslusveita o Sarajevo Sorbia JÚGÓSLAVÍA ^SVARTFJALLA^-' . ; LAND Pristina- Fyrirhuguð svæðaskipting NATO JUGÓSLAVÍA • Pristma tm OSkopje MAKEDONIA Ap 20 km áleiðis að Merdare, á landamæran- um við Serbíu, hlaðnir hergögnum og hermönnum. Samkvæmt því samkomulagi sem ráðamenn júgóslavneskra heryfirvalda og NATO komust að sl. miðvikudag í Kumanovo í Makedóníu, er Júgó- slavíuher ætlað að flytja burt öll radarmælitæki, SAM-flugskeyti og loftvarnarbyssur fyrir kvöldið. í um tólf km fjarlægð frá Merdare hélt önnur lest 33 her- flutningabíla í átt að Serbíu með þungavopn og hermenn innanborðs. Þá streymdu bílalestir óbreyttra serbneskra borgara úr héraðinu, en margir þeirra óttast nú mjög að Frelsisher Kosovo (UCK) nýti sér það tómarúm sem skapast getur frá því að Júgóslavíuher hefur dregið lið sitt til baka frá Kosovo og þar til alþjóðlegt friðargæslulið hefur komið sér fyrir í héraðinu. ■ Frelsisher/32 Heimilis- laus eftir óveður HJÓNIN Orville og Judy Bern- höft standa fyrir framan ramm- gerða skemmu er gjöreyðilagðist er skýstrokkur gekk yfir íslend- ingabæinn Mountain í Norður- Dakóta í Bandarikjunum fyrr í vikunni. Þau er meðal fimm Vestur-íslendinga er misstu heimili sitt í veðrinu. Wayne son- ur þeirra var að koma vinnuvél- um fyrir í skemmunni er ský- strokkurinn nálgaðist og náði naumlega að koma foreldrum sínum út í bfl og bruna í burtu áður en skýstrokkurinn tætti íbúðarhús og aðrar byggingar á Bernhöfts-býlinu í sundur. ■ Tætti sundur/42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.