Morgunblaðið - 22.06.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.06.1999, Blaðsíða 16
/ Örlygur með Njarð- víkingum KÖRFUKNATTLEIKUR Keflvíkingurinn Falur Harðarson gerist atvinnumaður í Finnlandi Það er alttaf gaman að prófa eitthvað nýtt Falur Harðarson, körfuknatt- leiksmaður úr Keflavík, hefur gengið frá eins árs samning við finnska liðið Torpan Pojat frá Helsinki. Torpan leikur í Evrópu- keppninni í vetur og eins í Norður- Evrópudeildinni. Liðið hefur verið eitt besta lið Finnlands undanfarin ár og var meistari fjögur ár í röð, 1995-1998, en komst aðeins í 8-liða úrslit deildarinnar sl. vetur. „Það er mjög spennandi fyrir mig að reyna mig í fmnsku deild- inni, sem er mun sterkari en hér heima. Eg ákvað að slá til því það er alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt. Ég tel að ég eigi að geta bætt mig sem leikmaður og það er ástæðan fyrir því að ég tók tilboði finnska liðsins. Nú get ég eingöngu einbeitt mér að körfuboltanum án þess að hafa einhverjar peningaá- hyggjur,“ sagði Falur, sem verður 31 árs í haust. „Með því að fara út á ég meiri möguleika á að lengja körfuboltaferilinn, en ég verð ekk- ert ríkur af því að spila þar.“ Falur. sem var kosinn besti leik- maður Islandsmótsins sl. vetur, heldur til Finnlands um miðjan næsta mánuð og fer síðan með lið- inu í æfingabúðir til Frankfurt í Þýskalandi í ágúst. Þrír erlendir leikmenn verða með Torpan í vetur, auk Fals kemur skotbakvörður frá Litháen og bandarískur framherji. KNATTSPYRNA Blikar stöðv- uðu sigur- göngu Vals Blikastúlkur stöðvuðu sigur- göngu Vals í efstu deild kvenna í gærkvöldi með því að sigra 2:0 í Kópavog- Stefán inum og skoraði Stefánson Katrín Jónsdóttir, skrifar gem er j ft-íj frá norskri knatt- spymu, fyrra markið eftir 10 mín- útur. „Það er frábært að spila með gömlu vinkonunum," sagði Katrín r' eftir leikinn en hún nær að spila tvo leiki með Blikum áður en hún heldur aftur utan. „En ég verð að segja að það er mildli munur á fót- boltanum hér heima og í Noregi. I fyrsta lagi er hraðinn mun meiri í Noregi og svo er meira um kerfi en það eru samt nokkrir leikmenn hér sem gætu sómt sér í deildinni í No_regi.“ Áhorfendur voru varla búnir að koma sér fyrir í sólskininu í Kópa- voginum þegar Margrét Ólafsdótt- ir gaf fyrir mark Vals á Katrínu, sem skallaði boltann í netið. Leik- menn reyndu að halda uppi hraða og kom það mikið niður á gæðum knattspyrnunnar en Blikastúlkur virtust þó hafa flest tök á leiknum. Gestirnir frá Hlíðarenda slógu að- eins af eftir markið og enn meira eftir að Erna Sigurðardóttir bætti við öðru marki Breiðabliks eftir hálftíma leik þegar hún skoraði eft- ir fyrirgjöf Hildar Sævarsdóttur. Eftir hlé komust Valsstúlkur meira inn í leikinn og fengu nokkur ágæt færi en Þóra Helgadóttir, mark- vörður Kópavogsliðsins, sá við þeim. Katrín, Þóra, Sigrún Óttarsdótt- ir, Bára Gunnarsdóttir og Rakel Ögmundsdóttir, sem lék sinn fyrsta leik í sumar, voru góðar hjá Breiðabliki og Margrét sýndi skemmtilega takta en þeir skiluðu ekki miklu. Hjá Val áttu Ásgerður H. Ingibergsdóttir, Bergþóra Lax- dal, Soffía Ámundadóttir, Katrín H. Jónsdóttir og Rakel Logadóttir ágætan leik. Morgunblaðið/Arnaldur KATRÍN Jónsdóttir fagnar hér marki sínu, sem hún skoraði fyrir Blika eftir ellefu mínútur. GENGIÐ var frá því um helg- ina að Orlygur Sturluson leiki með Njarðvík í úrvalsdeild- inni í körfuknattleik á næsta vetri. Örlygur, sem er 18 ára, hefur leikið undanfarin tvö ár með menntaskólaliði í Banda- ríkjunum þar sem hann hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína. Skólinn sem hann hefur ieikið með er í Norður-Karólínufylki og þykir með þeim betri í fylk- inu. Örlygur lók mjög vel með skólanum siðasta vetur og var meðal annars valinn í úr- valslið deildarinnar sem hann lékí. Friðrik Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkinga. er mjög ánægð- ur með að fá Örlyg í sínar raðir og segir hann vera einn efnilegasta leiksijórnanda landsins. „Það muna margir hvemig hann lék með okkur fyrir tveimur árum, þá aðeins 16 ára gamall. Nú er hann tveimur árum eldri og á sennilega eftir að styrkja liðið mikið.“ Þegar Örlygur lék síðast á íslandi var hann valinn nýliði ársins og var einn af máttar- stólpum íslandsmeistaraliðs Njarðvíkur. Eyjamenn kæra ekki í SAMRÁÐI við þjálfara meist- araflokksliðs ÍBV í kvenna- flokki hefur sijóm knatt- spyrnudeildar ÍBV ákveðið að kæra Valsmenn ekki fyrir að nota ólöglegan leikmann í viðureign félaganna í meistara- deild kvenna í sl. viku sem greint var frá í Morgunblaðinu. Segir í fréttatilkynningu frá IBV að um mannleg mistök hafi verið að ræða af hálfu Vals við útfýllingu leikskýrslu leiks- ins. Fjórir varamenn hafi verið skráðir í stað fímm eins og leyfilegt er, en þessi fimmti maður var einmitt notaður. Leikmaðurinn hafi komið við sögu í síðari hálfleik en hafi ekki haft afgerandi áhrif á gang leiksins. I tilkynningu sinni bendir ÍBV ennfremur á „gat“ í lögum KSÍ er varðar útfyllingu á leik- skýrslum því hvergi mun vera kveðið á um viðurlög við mis- tökum á borð við þau sem áttu sér stað í leik Vals og ÍBV. Val- ur vann áðumefndan leik, 2:1. GOLF / U.S. OPEN Slewait fagnaði sigri Deschamps til Chelsea FRANSKI landsliðsmaðurinn Didier Deschamps gekk til liðs við Chelsea í gær. Liðið borgaði Juventus 360 miiy. ísl. kr. fyrir Deschamps, sem skrifaði undir þriggja ára samning. Marceiino til Newcastle NEWCASTLE tryggði sér í gær Spánveijann Marcelino Elena frá Mallorca - kaupverð var 689 millj. ísl. kr. Elena skrifaði undir íjögurra ára samning. Payne Stewart sigraði U.S. Open í annað sinn á sunnudaginn. Mótið var æsispennandi og úrslit réðust ekki fyrr en á lokaholunni. Stewart grét af gleði eftir að hafa tryggt sér titilinn og eignaði drottni sigurinn að hætti trúaðra manna. Stewart lék lokahringinn ásamt Phil Mickelson og lék sá síðarnefndi betur framanaf og flestir héldu að hann myndi fara með sigur af hólmi. Tiger Woods og Vijay Sing blönduðu sér einnig í baráttuna á tímabili. Þegar Stewart og Mickelson stigu á teiginn á 18. holu hafði sá fyrmefndi eins höggs forystu. En blikur voru á lofti. Holan þykir með þeim erfiðari og er mjög löng miðað við að hún er par fjögur. Stewart átti slæmt upphafshögg og lenti utan brautar á meðan Mickelson lék örugglega og var kominn inn á flöt eftir tvö högg. Mickelson þurfti að setja niður 5 metra langt pútt til að ná fugli og eiga með því möguleika á bráðabana og ef til vill sigri ef Stewart næði ekki pari. En Mickelson brást bogalistin þótt litlu hefði munað að kúlan færi ofan í holuna. Stewart náði hins vegar að bjarga sér fyrir hom, hann var kominn inn á flöt eftir þrjú högg og gat tryggt sér sigur með því að setja 6 metra langt pútt ofan í. Það tókst og Stewart stóð uppi sem sigurvegari. Stewart og Miekelson skiptust á forystunni á síðustu níu holunum. Stewart fékk þrjá skolla á meðan Mickelson var öryggið uppmálað. En púttin komu Stewart til bjargar og hann setti þrjú erfið pútt niður á lokaholunum. Þegar blaðamenn spurðu Stewart um galdurinn á bak við hin góðu pútt sagði hann að Tracey, eiginkona sín, hefði bent honum á kvöldið fyrir lokahringinn að hann hreyfði höfuðið full mikið við púttin en það þykir ekki líklegt til árangurs. Sigurinn var sætur fyrir Stewart því að hann glutraði niður nánast öruggum sigri á sama móti í fyrra. En þá hafði hann fjögurra högga forystu fyrir síðasta keppnisdag en lét að lokum í minni pokann fyrir Lee Janzen. ■ Úrslit / B15

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.