Morgunblaðið - 29.06.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.06.1999, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR MÖL og gijót þyrlaðist upp þegar öflug þyrlan hóf sig á loft og skemmdust nálægir bflar við það. á minnismerkið þaðan blasir Drangajökull við í baksýn. Ymsar tilfæringar voru við að koma minnismerkinu af stað en því var ekið frá steinsmiðjunni á Reykjavíkurflugvöll þar sem hugmyndin var að setja það um borð í þyrluna. Ekki reyndist það unnt þegar til kom og því var ákveðið að fljúga með bjarg- ið hangandi í þyrlunni. Varð þá að fá nógu sterk bönd til að þau sörguðust ekki sundur á beittum steininum og ekki máttu þau heldur nuddast við hann á tveggja tíma ferðinni norður eft- ir. Loks var brugðið á það ráð að setja bjargið í gám en ekki var erfíðleikunum við flutningana lokið við svo búið, þar sem skilja þurfti merkið eftir í Melasveit vegna fyrrgreindrar bilunar þyrlunni. í Kaldalóni hefur Vegagerou útbúið sæti fyrir minnismerkið og bflastæði og um verslunar- mannahelgina er ráðgert ættar- mót þar. Minnismerki um Sigvalda Kaldalóns ekki á leiðarenda Þyrla Bandaríkja- hers varð að snúa við ÞYRLA Bandaríkjahers var í gær fengin til að flytja minnis- merki um Sigvalda Kaldalóns, tónskáld og lækni, frá Reykjavík norður í Kaldalón. Er það úr til- höggnu gijóti eftir Pál Guð- mundsson á Húsafelli. Lagt var upp laust eftir klukkan 17 eftir nokkrar bollaleggingar um hvernig flutningnum skyldi hag- að. Um kvöldmatarleytið varð hins vegar bilunar vart í þyrl- unni og brugðu flugmenn hennar á það ráð að skilja gáminn sem minnismerkið var flutt í eftir í Melasveit. Reyna á að nýju í dag að koma minnismerkinu á áfangastað, að sögn Friðþórs Eydals, upplýsingafulltrúa varn- arliðsins. Minnisvarðinn er tilkominn fyrir sameiginlegt átak landeig- enda í Ármúla við ísafjarðardjúp og afkomenda Sigvalda, sem vilja með þessu minnast tónskáldsins á þeim stað sem honum var kær. „Hann var héraðslæknir í Ár- múla árin 1910 til 1921 og hefur minnismerkinu verið valinn stað- ur á Seleyri við Kaldalón en hann tók miklu ástfóstri við þennan stað,“ sagði dr. Gunnlaugur A. Jónsson, dóttursonur Sigvalda, sem fylgdist með undirbúningn- um ásamt fleiri ættingjum. Ester Kaldalóns, sonardóttir Sigvalda, tók undir það. „Þarna varð hann Morgunblaðið/Sverrir ÞEGAR Ijóst varð að bjargið kæmist ekki inn í þyrluna átti fyrst að flytja það hangandi í böndum en síðan var ákveðið að fá gám eða pramma undir það. Á minnismerkinu sést vel mynd Páls af Kaldalóns. fyrir sterkum áhrifum og samdi mörg af bestu lögum sínum. Halla Eyjólfsdóttir, skáldkona í Laugabóli, samdi texta og var það ýmist þannig að hún samdi ljóðin fyrst eða að hann samdi fyrst lag sem hún orti síðan við. Það á til dæmis við um lagið „Ég lít í anda liðna tíð“ sem hann spilaði nokkrum sinnum fyrir hana og sagði henni hvaða minn- ing og hugsun bjó með honum þegar hann samdi lagið og út frá því orti hún,“ sagði Ester. Hún sagði afa sinn oftlega hafa geng- ið yfir í Kaldalón frá Ármúla og gjarnan staldrað við á Seleyri og sótt sér innblástur. Komst ekki inn í þyrluna Páll Guðmundsson vann að verkinu á liðnum vetri hjá Steinsmiðju Sigurðar Helgason- ar. Er það höggvið í allstórt bjarg sem vegur 6,7 tonn. Ann- ars vegar er mörkuð í það mynd af Sigvalda við flygil og með óskrifað nótnablað fyrir framan sig. Segir Páll þessa hlið snúa að sjónum þannig að þegar horft er Tillaga að deiliskipulagi kynnt í skipulags- og umferðarnefnd Gert ráð fyrir tveim- ur lóðum í Laugardal Borgin tekur við leik skólum spítalanna í TILLÖGU að deiliskipulagi fyrir Laugardal sem kynnt hefur verið í skipulags- og umferðamefnd er gert ráð fyrir að Landssímanum verði úthlutað 25.700 fermetra lóð undir 14.000 fermetra hús auk þess sem gert er ráð fyrir 11.500 fer- metra lóð við hliðina en ekki kemur fram hveijum hún er ætluð. Gert er ráð fyrir að tillagan verði tekin til umfjöllunar og afgreiðslu á auka- fundi nefhdarinnar á næstunni. Samhljóða samþykkt I bókun Júlíusar V. Ingvarsson- ar, borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins, í skipulags- og umferðar- nefnd er vakin athygli á að verið sé að samþykkja að taka 37.000 fer- metra af Laugardalnum undir at- vinnustarfsemi. Slíkt deiliskipulag væri andstætt þeirri stefnu sem fylgt hafi verið í áratugi um upp- byggingu dalsins. Fram kemur að íþróttabandalag Reykjavíkur hafi skorað á borgarstjóm að ráðstafa landinu ekki undir aðra starfsemi en þá er snúi að íþróttum og útivist. Minnir hann á að hann hafi lagt fram tillögu um að kannað yrði hvort ekki væri rétt að reisa vík- ingaaldargarðj Reykjavík og er sú tillaga til skirounar en ákjósanleg- asta svæðið væri Laugardalurinn í nágrenni við grasa-, húsdýra- og fjölskyldugarðana. í bókun Guðrúnar Ágústsdóttur, borgarfulltrúa Reykjavíkurlista og formanns skipulags- og umferðar- nefndar, segir að borgarráð hafi samþykkt samhljóða að semnja við Landssímann um hluta af þeirri lóð sem ætluð var Tónlistarhúsinu í Laugardal. Nú sé verið að kynna nefndinni hugmynd að deiliskipulagi á þeirri lóð og að þær hugmyndir séu ekld í andstöðu við stefnu borg- arinnar í áratugi. Þá segir: „Lóð þessi hefur um langt skeið verið ætl- uð undir byggingu/ar sem ekki get- ur talist til íþrótta- eða útistarfsemi. Beðið er umsagnar þróunar- og fjöl- skyldusviðs um tillögu J.V.I. um vík- ingaaldargarð á lóðinni." BERGUR Felixson framkvæmda- stjóri Dagvistar bama hefur undir- ritað samkomulag með fyrirvara um samþykki stjómar og borgarráðs um að Reykjavíkurborg taki við rekstri þriggja leikskóla, sem spít- alarnir hafa rekið til þessa frá og með 1. september n.k. Um er að ræða samtals 85-90 heilsdagspláss á Furuborg, Skógarborg og í Öldu- koti. Að sögn Bergs hefur lengið staðið til að borgin tæki við rekstri leik- skólanna eða allt frá því samið var við ríkið um að taka yfir Sjúkrahús Reykjavíkur. Borgin hefur styrkt rekstur leikskólanna um 12 þús. krónur fyrir hvert barn á mánuði en Bergur sagði að eftir að Dagvist barna tæki við rekstrinum mætti gera ráð fyrir um 20-24 þús. krón- um á barn á mánuði. Skógarborg og Öldukot eru í eigu spítalanna og hefur verið gerður leigusamningur um húsnæðið en Reykjavíkurborg byggði Furaborg og var húsnæðinu haldið utan við eignarsamning ríkis- ins og borgarinnar. „Þessir skólar hafa verið reknir með öðram hætti en leikskólar borgarinnar og hefur verið boðið upp á 80% pláss, þar sem bömin koma fjóra daga í viku,“ sagði Berg- ur. „Við tökum við rekstrinum með þeim starfsmannabömum sem eru á leikskólunum og engu samkomu- lagi verður sagt upp en við munum ekki gera nýja 80% samninga. Við vonum að þetta verði einföld yfir- færsla sem ekki mun hafa mikil áhrif á bömin, foreldrana eða starfsfólkið. Þarna hefur verið góð starfsemi og ég vona að svo verði áfram því það verða ekki gerðar neinar breytingar gagnvart starfs- fólki.“ , Þjónusta númer eitt! Til sölu MMC Pajero, árg. 1997, Turbo Diesel. 5 dyra, 5 gíra, kastarar, spoiler, geislaspilari. Nánari upplýsingar hjá Bíia- þingi Heklu í síma 569 5500. Opnunartími: Mánud. - föstud. kl. 9-I8 laugardagar kl. 12-16 BÍLAÞING HEKLU Nvme-r c-'rH~ í ncrbpvm bfli/rtt/ Laugavegi I74,105 Reylgavik, sími 569-5500 www.lijlathing.is ■ www.bilathing.is • www.bilathmg.is Formaður samgöngxinefndar um útboð á rekstri Herjólfs Segir útboðið vera sýndarmennsku ÁRNI Johnsen, formaður sam- göngunefndar Alþingis, telur að það sé sýndarmennska að bjóða út rekstur Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs. Útboðið fer fram f sam- ræmi við EES-reglur, en Ámi telur að skoða hefði þurft hvernig aðrar þjóðir hafa túlkað þessar reglur og segir öragglega fordæmi fyrir því að vikið sé frá þeim. Árni sagði að útboðið kæmi í sjálfu sér ekki á óvart. Það hefði lengi legið í loftinu að reksturinn yrði boðinn út vegna reglna sem ís- land hefði undirgengist á EES- svæðinu. Ami taldi að það hefði ver- ið mistök af hálfu Islands að sam- þykkja þessar reglur án frekari skoðunar. Ítalía og Spánn hefðu samþykkt þær með fyrirvara og hefðu meira svigrúm til að túlka þær en aðrar þjóðir. Hann sagðist telja að það væri of mikið um að embættismenn okkar teldu sig eiga að þjóna Brasselvaldinu í stað þess að taka eingöngu mið af íslenskum hagsmunum. Ami sagðist telja þetta útboð á rekstri ferjuflutninga til Vest- mannaeyja sýndarmennsku. Það væri augljóst að Herjólfur, sem séð hefur um þessa flutninga síðustu áratugina, myndi gera tilboð í flutn- ingana. Jafnframt lægi fyrir að það væra tæplega aðrir sem gætu séð um þennan flutning en Heijólfur. Þetta væri sérhæfð, erfið og dýr leið. Það mætti ekki gera neitt sem yrði til þess að minnka flutninga- þjónustu við þennan landshluta. Stjómvöld mættu ekki gera neinar breytingar í samgöngumálum nema þau væra viss um að þær horfðu til framfara. Ámi sagði að það væri sín skoðun að þetta útboð væri óþarft. Ami sagði að ákvörðun sam- gönguráðherra að bjóða út alla ferjuflutninga á vegum ríkisins hefði ekki verið rædd í samgöngu- nefnd. Á þessu ári ver ríkið 90 milljónum króna til að greiða niður kostnað við ferjuflutninga til og frá Vestmanna- eyjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.