Morgunblaðið - 02.07.1999, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 02.07.1999, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 1999 4t + Helgi J. Sveins- son fæddist í Reykjavík 7. nóvem- ber 1918. Hann and- aðist á Landspítal- anum 22. júní síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Sveinn Jónsson, f. 13.10. 1893, d. 26.4. 1938, sjómaður og verka- maður í Reykjavík, og k. h., Anna Sig- ríður Guðjónsdóttir, f. 5.9. 1894, d. 19.3. 1969, húsfreyja. Hinn 10. júlí 1945 kvæntist Helgi Sigríði Sigurð- ardóttur, f. 30.4. 1920, húsmóð- ur. Hún er dóttir hjónanna Sig- urðar Sigurðssonar, skipstjóra f. 20.6. 1891, d. 9.6. 1944 og Ágústu Ólínu Jónsdóttur, hús- freyju f. 19.2. 1893, d. 27.8. 1991. Börn Helga og Sigríðar eru: 1) Sigurður, f. 1.5. 1946, rekstrarhagfræðing- ur og forstjóri Flug- leiða, maki Peggy Oliver Helgason iðju- þjálfi. 2) Sveinn Gunnar, f. 28.10. 1947 viðskiptafræð- ingur hjá Lands- banka Islands. 3) Ágústa, f. 17.5. 1949, hjúkrunarfræðingur, maki Jón Karl Ein- arsson tónmennta- kennari. Synir þeirra eru Helgi Þór, f. 17.12. 1970, kerfis- fræðingur, Einar Geir, f. 18.6. 1974, háskólanemi, kvæntur Sigríði Völu Þórarins- dóttur, barn þeirra er Jón Karl, Daði, f. 2.5. 1979, nemi. 3) Jó- hann f. 8.10. 1951, jarðfræðing- ur, maki Þórhildur G. Egilsdóttir félagsráðgjafí. Börn þeirra eru Jökull, f. 27.11. 1992 og Anna Sigríður, f. 7.2. 1996. 4) Helgi Sæmundur, f. 22.6.1953, við- skiptafræðingur, framkvæmda- súóri að Keldum, maki Stein- unn Gunnarsdóttir meinatækn- ir. Börn þeirra eru Ingi Ulfar, f. 28.5. 1981, Stella Björk, f. 13.7. 1983, Gunnar Geir, f. 20.6. 1989 og Herdís Helga, f. 2.3. 1993. Helgi er fæddur á Norð- urstíg 3 Reykjavík. Hann gekk í barnaskólann við Vatnsstíg, var tvo vetur í æfingadeild Kennaraskólans og síðan tvo vetur í Austurbæjarskólanum, hóf þá nám í Gagnfræðaskóla Austurbæjar haustið 1932 og lauk þaðan burtfararprófí úr þriðja bekk vorið 1935. Hann réðst til Rafmagnsveitu Reykja- vikur árið 1936 og starfaði þar til ársins 1941. Þá hóf hann skrifstofustörf hjá Litir og lökk hf. en vann siðan hjá Hörpu hf. til ársins 1948. Það ár var hann ráðinn til innkaupadeildar Landssambands islenskra út- vegsmanna sem gjaldkeri og fulltrúi, þar sem hann starfaði samfellt til 1989. Útför Helga fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst afhöfnin klukkan 13.30. tíma til að klára gosið og hlusta á karlana spjalla. Seinna um daginn fór hann svo með okkur í Gamla Bíó að horfa á einhverja Bjöllu- myndina og hló síst minna en við guttarnir að uppátækjum Herbie. Afi hafði gaman að spila en vildi láta það ganga hratt fyrir sig, menn áttu að vera fljótir að gefa og raða spilunum, „Þú átt út“ eða „Ertu hættur?“ var þá viðkvæðið. Þá hafði hann gaman af að ferðast innanlands og utan, og fór víða um ævina. Á endanum var hann þó bú- inn að finna bestu staðina og hafði lítinn áhuga á að prófa nýja. Allir staðir voru því miðaðir við þá mælistiku sem strendur Flórída voru í hans huga, ekkert toppaði Flórída enda var hann mikill sól- dýrkandi. Afi okkar naut ekki góðrar heilsu síðustu misserin, þó var hann yfir- leitt rólfær. I minningunni er hann þó ekki á sjúkrabeði, heldur að sýsla í garðinum, að sinna gestum eða nýkominn úr vinnunni í jakka- fötunum og rykfrakkanum. Skyldi hann eiga eitthvað C.K.? Helgi Þór, Einar Geir og Daði Jónssynir. HELGIJ. SVEINSSON Eina björtustu nótt sumarsins, þegar skilin milli dags og nætur voru óljós yfirgaf Helgi þessa jarð- vist. Hann hafði með nærveru sinni og sterkum persónuleika ofið til- finningabönd sem ekki slitna. Þau lifa áfram í minningunnni um hann og í trúnni á eilíft líf. Helgi var góður maður, hlýr og örlátur og kom til dyranna eins og hann var klæddur, hreinskiptinn og trygglyndur. Lífshlaup hans var farsælt og honum auðnaðist sú gæfa að eignast dyggan lífsförunaut og stóran barnahóp. Helgi var sannur Reykvíkingur og með frásögum af uppvaxtarárum sínum, sem eru samofin sögu borg- arinnar, gaf hann mér ómetanlega innsýn. Glöggur var hann og stálminnugur með brennandi áhuga á mönnum og málefnum. Ógleyman- legar eru ökuferðimar um vestur- bæinn þar sem hann rakti sögu heilu gatnanna. Þá breyttist borgin öll og varð í meðförum hans eins og lítið kunnuglegt þorp. Helgi átti auðvelt með að tileinka sér hvers konar fróðleik og lágu hæfileikar hans sérstaklega á sviði viðskipta. Hann var bam síns tíma og fyrir honum lá að fara beint út í atvinnulífið eftir gagnfræðiskóla, þó hugur hans stæði til langskólanáms. Hann mat því mikils þegar öll börn- in völdu að ganga menntaveginn og fáir skildu mikilvægi menntunar jafnvel og hann. Helgi reyndist mér góður tengda- faðir og vakti yfir velferð okkar og bamanna, var áhugasamur um hagi okkar og lá aldrei á liði sínu. Hjálp- semi hans var einstök. Bamgóður var hann og sýndi bamabömunum mikla ræktarsemi með tíðum heim- sóknum sínum. Hjá honum fengu þau athygli og ástúð. Helgi hafði gaman af bóklestri og íylgdist grannt með atburðum líð- andi stundar. Á efri árum, þegar verkefnunum fækkaði og nægur tími var til ráðstöfunar, nýtti hann sér upplýsingatæknina til hins ýtrasta. Hann fylgdist með fréttaflutningi jafnt í innlendum sem erlendum fjöl- miðlum og lét ekkert markvert fram hjá sér fara. Oft var hann fyrstur með fréttimar og miðlaði óspart til okkar hinna sem uppteknari vorum. Helgi hafði yndi af ferðalögum og var vel að sér í landafræði, enda hafði hann komið víða. Löngu áður en fólk fór almennt utan, eins og nú tíðkast, fóm Helgi og Stella til Evr- ópu á sumrin með millilandaskipum. Seinna, þegar samgönguhættir breyttust, veittu ferðalögin þeim mikla ánægju. Bar þá hæst haust- ferðimar til Flórida. Þau nutu til- breytingarinnái- og sólarinnar vestra þegar vetur var um það bil að ganga í garð hér. Þá var engum gleymt og ýmsum glaðningi laumað í litla lófa langt fram á vor. Ég sé Helga þar sem hann stend- ur í dyrunum, hár og glæsilegur. Úr andliti hans skín hlýja og væntum- þykja. Við höfum rætt um gamla tímann yfir kaffi og glóðvolgum pönnukökum. Enn ein samvem- stundin á enda, hann kveður með virktum og þakkar fyrir. Á sama hátt kveð ég Helga nú, þakka sam- fylgdina og bið guð að geyma hann. Þórhildur G. Egilsdóttir. Það em mikil forréttindi að hafa þekkt Helga J. Sveinsson. Þau kynni hófust fyrir tæpum tuttugu ámm þegar yngsti sonurinn, Helgi, kynnti mig fyrir tilvonandi tengdaforeldr- um. Mér var strax tekið opnum örm- um. Helgi vai' glæsilegur maður, myndarlegur og hlýr. Hann var svo lánsamur að eiga góða konu, Stellu, sem var hans stoð og stytta meðan heilsa beggja leyfði. Þau vom ein- staklega samrýnd og létu sér annt um fjölskylduna og vini. Bamahóp- urinn var stór, fimm böm á sjö ár- um, ásamt ömmunum þremur sem bjuggu á neðri hæðinni og í kjallar- anum á Hagamelnum en þar bjó fjöl- skyldan meðan bömin uxu úr grasi. Hagamelsárin vom dýrmæt í minn- ingunni hjá Helga. Seinna byggðu þau hús í Skeijafirðinum sem var heimili þeirra næstu tuttugu árin. Alla tíð var mikill samgangur milli okkar og tel ég það mitt lán að hafa kynnst því góða fólki sem Helgi og Stella vom mér og mínum. Helgi var mikill bamakarl og bamabömin vom í sérstöku uppá- haldi. Þau vom ekki há í loftinu þeg- ar þau laumuðu lítilli hendi í stóra lófann hans og teymdu hann fram í eldhús því þar var alltaf til kók í ís- skápnum fyrir þyrsta munna og smá súkkulaði með. Þeir vora líka ófáir bíltúrarnir sem hann fór með þau í. Matarboðin í Gnitanesinu vom ófá. Þá var Helgi í essinu sínu. Þá vora rifjaðar upp sögumar af skemmti- legum uppákomum sem virtust ótelj- andi og alltaf var hlegið jafnmikið. Þó að maður hefði heyrt sömu sög- una margoft varð hún bara betri því oftar sem maður heyrði hana. I þau tuttugu ár sem ég hef til- heyrt fjölskyldunni held ég að hann hafi varla misst af einum einasta fréttatíma. Það var helgistund þeg- ar fréttimar vom og dagblöðin vom lesin spjaldanna á milli. Helgi hafði gaman af ferðalögum erlendis og meðan heilsan leyfði var farið á hveiju ári til Flórída í sólina. Allt var gott í henni Ameríku og engir aðrir sólarstaðir stóðust saman- burðinn við Flórída. Það er með miklum söknuði sem við Helgi og bömin kveðjum Helga afa og ég er viss um að hann fylgist með okkur sem eftir lifum af sama áhuga og hann gerði í lifanda lífi. Hvíl í friði, far vel. Þín tengdadóttir, Steinunn. Helgi Jónsson Sveinsson, verður jarðsunginn föstudaginn 2. júlí í Fossvogskappellu. Afi okkar hét Helgi Jónsson Sveinsson, skírður í höfuðið á föðurbróður sínum eins og tíðkaðist í þá daga, en hann hafði dmkknað skömmu áður. Afi var af kynslóð sem upplifði gífurlegar breytingar á íslensku samfélagi, venjur og viðhorf tóku sífellt stakkaskiptum. Sem unglingur vann hann meðal annars við að leggja fisk til þerris á tún austan við Höfða, þar sem nú er Borgartún. Stundum þurfti að bíða dágóða stund eftir að bátamir kæmu inn með fiskinn. Ef tekið var að líða Á daginn án þess að nokkur sæist bát- urinn og sýnt þótti að enginn yrði fiskurinn þann daginn þá tilkynnti verkstjóri að það yrði engin vinna og að sjálfsögðu ekkert kaup. Afi vann líka við blaðburð eins og við strákamir hálfri öld síðar, og minnti okkur gjaman á að hann hefði nú borið út helmingi fleiri eintök en við. Þó að Vísir hefði þykknað tals- vert og sameinast öðra dagblaði, var hann ekkert að taka það inní reikninginn. Samt vann hann hálfa ævina sem gjaldkeri. Afi hafði brennandi áhuga á at- burðum líðandi stundar og ættar- tengslum manna og gat tengt flesta Reykvíkinga við einhvern af sinni kynslóð eða þannig virtist það okk- ur í það minnsta. Þess utan var hann var oft fámáll og átti til feimni í margmenni og innan um ókunn- uga, en setti þá stundum upp svip sem engin leið var að skilja. Pabbi átti erfitt með að átta sig á honum við fyrstu kynni og fannst hann sí- fellt vera að glotta að sér, en það hvarf nú eftir fyrstu skiptin og hef- ur síðan verið kallað ættarglottið. Afi hafði gott skap og reiddist seint. Hann hafði líka gott minni og mundi jafnan ýmis smáatriði varð- andi viðskipti og ferðalög langt aft- ur í tímann. Hann sást aldrei í úlpu, heldur notaði hann yfirleitt léttar sumarblússur vetur sem sumar. Honum var annt um menntun bama sinna og bamabarna og fylgdist vel með skólagöngu okkar. Það var gott aðhald og hvatning í próflestri, að vita til þess að afi yrði fyrstur manna til að spyrja mann um einkunnir. Þegar við strákarnir vomm að alast upp á Akranesi, var reglulega farið í bæinn að heimsækja ömmu og afa í Reykjavík. Það var fastur liður að fara með afa í Vesturbæj- arlaugina á laugardagsmorgnum og eftir sundið bauð afi uppá kók úr gosdrykkjarsjálfsala laugarinn- ar, sem var engu öðra kóki líkt. En einhvern tíma gaf sjálfsalinn upp öndina og þá fómm við að versla Sinalco í hornbúðinni hans Árna á Fálkagötunni. Afi keypti aldrei glerið, heldur teygaði gosið í einum teyg, leit á okkur peðin og spurði: „Hva, eruð þið ekki að verða búnir strákar?" Það voru iðulega upp- þembdir og ropandi snáðar sem skiluðu sér í Gnitanesið, að minnsta kosti þangað til afi tók upp þann sið að þiggja neftóbak hjá Árna, þá höfðum við aðeins meiri Minningar frá liðinni tíð komu upp í hugann er mér 22. júní sl. barst sú harmafregn að samstarfs- maður minn til margra ára og Odd- fellowbróðir, Helgi J. Sveinsson, væri allur. Fregnin kom mér ekki á óvart, því undanfarin þrjú ár eða svo, hef- ur mörg krömin plagað vin minn Helga og hrumleiki hefur sótt að honum, hægt og sígandi. Undanfar- in eitt eða tvö misseri hefur Helgi verið vistmaður á Hrafnistuheimil- inu í Hafnarfirði, því heilsuleysi hans og eiginkonu hans, Stellu, hafði elnað svo, að vistun þeirra á hjúkranarheimili varð óumflýjan- leg. Einum tíu dögum fyrir andlát sitt hafði hann hnotið á göngu inn- andyra á heimilinu, fékk væga heilablæðingu, var lagður inn á sjúkrahús og átti þaðan ekki aftur- kvæmt. Hann hét fullu nafni Helgi Jóns- son Sveinsson og var fæddur í Reykjavík 7. nóvember 1918, einka- sonur Sveins Jónssonar verka- manns og Önnu S. Guðjónsdóttur. Ekki kann ég nægjanleg deili á ætt- um Helga og eftirlæt því öðmm mér fróðari að greina frá þeim. Eins og öll reykvísk böm þessa tíma, gekk Helgi í Miðbæjarbama- skólann og að honum loknum hélt hann haustið 1932 áfram námi í Gagnfræðaskólanum í Reykjavík og lauk þaðan gagnfræðaprófi vorið 1935. Heimskreppan var í algleymingi hér á landi þegar Helgi lauk námi og því ekki hlaupið að því fyrir unga gagnfræðinga að fá vinnu. Snemma árs 1936 hóf Helgi störf hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur sem línumaður og starfaði þar til 1941, er hann réðst til Litir og Lökk hf., sem skrifstofumaður, og starfaði þar til vors 1947, að fyrir- tækið var selt Hörpu hf. Hjá Hörpu starfaði Helgi fram á vor 1948 er hann réðst til Innkaupadeildar Landssambands ísl. útvegsmanna, þar sem hann starfaði samfleytt í 43 ár, sem bókari, gjaldkeri og sölumaður. Hjá L.I.U. lágu leiðir okkar Helga saman, fyrst sumarið 1952, er ég að afloknu stúdentsprófi fór að vinna hjá Sverri Júlíussyni, form. L.Í.Ú., sem bókari í Sölunefnd gjaldeyrisréttinda bátaútvegsins, Legsteinar í Lundi v/Nýbýlaveg SOLSTEINAK 564 3555 sem almennt gekk undir nafninu bátagjaldeyrir og var eitt af þessum furðulegu fyrirbrigðum í íslenskri peningapólitík um miðbik aldarinn- ar. Helgi var þá í blóma lífsins, 34 ára gamall, og búinn að vera í hjónabandi í 7 ár með stórglæsilegri skipstjóradóttur úr Vesturbænum, Sigríði (Stellu) Sigurðardóttur Sig- urðssonar, skipstjóra á hinu frækna aflaskipi „Geir RE“ og hafði eignast með henni þrjá drengi og eina dótt- ur. Ári síðar eignuðust þau svo fjórða drenginn. Við náðum strax vel saman, hann var léttur í lund, ræðinn og kunni frá mörgu að segja. Hann og svili hans, Gunn- laugur heitinn Bjömsson, ásamt framkvæmdastjóranum Sigurði Egilssyni, ráku Innkaupadeild* L.I.Ú. af miklum dugnaði. Helgi fór tíðum með erlendum sölumönnum hringinn í kringum landið, venju- lega sjóleiðis, og seldi útvegsmönn- um veiðarfæri og aðrar rekstrarvör- ur og kynntist því á þessum ferðum sínum íslenskum útvegsmönnum betur en nokkur annar. Leiðir okk- ar Helga skildu haustið 1953 er ég fór til framhaldsnáms erlendis. Ör- lögin höguðu því þó þannig, að 22 ámm síðar tók ég við rekstri Inn- kaupadeildarinnar og Helgi varð einn af mínum nánustu samstarfs- mönnum næstu 17 árin eða til 1991 og naut ég góðs af mikilli reynslu hans og þekkingu á þörfum útgerð- ar. Helgi fór á eftirlaun á 73. ald- ursári. í kringum 1960 stofnaði Helgi heildverslunina H. J. Sveinsson hf. ásamt þremur Oddfellow-bræðrum sínum, þeim Bergi Kristinssyni, Hilmari Garðarssyni og Hafliða Halldórssyni. Bergur var fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, en fyr- irtækið sérhæfði sig í innflutningi og heildsöludreifingu á alls konar skófatnaði, en rak einnig sjálft þrjár skóverslanir í borginni. Fyrirtækið átti góðu gengi að fagna um nokk^, urt skeið og nutu þeir félagar góðs af. Helgi gekk ungur í Oddfellow- regluna og reyndist henni dyggur liðsmaður og náði þar miklum frama og komst til æðstu metorða og hlaut viðurkenningar fyrir rækt- arsemi og vel unnin störf í hennar þágu. Ég varð þeirrar ánægju að- njótandi að lúta handleiðslu hans við inngöngu í Oddfellowregluna og er ég honum ævarandi þakklátur fyrir það. Helgi og Stella reistu sér árið 1947 veglegt hús á Hagamel 19 og bjuggu þar um langt árabil, í fyrstu í sambýli með tengdamæðram sín- um, sem báðar vom ekkjur. Seint áttunda áratugnum byggðu þau sér svo einbýlishús í Skerjafirði, stein- snar frá tveim sona sinna og dóttur. Heimilishald þeirra Helga og Stellu var með miklum myndarbrag og var gott og ánægjulegt að sækja þau heim. Eftir að þau Helgi og Stella höfðu komið hinum myndarlega bama- hópi sínum á fót, menntað þau, eins og best verður á kosið, tóku þau til við að ferðast og fóm víða. Sl. tutt- ugu ár höfðu þau það fyrir sið að dvelja á Flórída á haustin, alltaf á sama stað, enda Helgi íhaldsmaður, eins ogþeir gerast bestir. Við Ása sendum Stellu og böm- um hennar okkar einlægustu sam- úðarkveðjur og biðjum góðan Guð að styrkja þau í sorg þeirra. Gylfi Guðmundsson. Persónuleg, alhlíða útfararþjónusta. Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 AUan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.isT^j
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.