Morgunblaðið - 06.07.1999, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.07.1999, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 1999 23 Samningur um ís~ lensku ánægju- vogina GÆÐASTJÓRNUNARFÉLAG ís- lands, Samtök iðnaðarins og Gallup hafa gert með sér sam- starfssamning um mælingar á svonefndri evrópskri ánægjuvog, en íslenski hluti verkefnisins nefnist Islenska ánægjuvogin. Evrópska ánægjuvogin er sam- ræmd mæling á ánægju við- skiptavina fyrirtækja í fjölmörg- um greinum atvinnuiífs tólf Evr- ópuþjóða sem standa að verkefn- inu. Samstarfsverkefnið er m.a. styrkt af ESB og samtökum nokkurra rannsóknarháskóla í Evrópu. Aðalviðskiptavinir stærstu fyr- irtíckja í hverri atvinnugrein eru spurðir margvíslegra spurninga um ánægju þeirra með vörur og þjónustu fyrirtækjanna. Svör við- skiptavina eru sett á svokallaða ánægjuvog, sem er samræmdur mælikvarði á milli fyrirtækja, at- vinnugreina og landa. Ánægjan er metin á kvarðanum 0-100 og með ánægjuvoginni má bera saman ánægju viðskiptavina, at- vinnugreinar og þjóðir. Hliðstæðar samræmdar mæl- ingar á ánægju viðskiptavina hafa verið gerðar í Svíþjóð frá árinu 1989 og í Bandaríkjunum frá árinu 1994 og ná þær nú til meirihluta hagkerfis þessara þjóða. Um þessar mundir er verið að mæla ánægju viðskiptavina stærstu fyrirtækja á fslandi í nokkrum atvinnugreinum. Þær eru starfsemi banka og spari- sjóða, tryggingafélaga, farsíma- fyrirlækja og framleiðenda gos- drykkja og kjötáleggs. --------------- Reglum breytt vegna Hæsta- réttardóms FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur breytt reglum um útreikning stimp- ilgjalds af endurútgefnum og skil- málabreyttum skuldabréfum, í til- efni af dómi Hæstaréttar í máli nr. 63/1999, frá 10. júní 1999. Breyting- arnar eru sem hér segir, samkvæmt því sem segir í tilkynningu frá fjár- málar áðuneytinu: „Endurútgefið bréf: Þegar skuld er endumýjuð með nýju skuldabréfi skal taka hálft stimpilgjald af höfuð- stól nýja bréfsins, án tillits til þess hvort hann er vegna gjaldfallinna eða ógjaldfallinna eftirstöðva, vaxta, dráttarvaxta eða annars kostnaðar. Skilmálabreyting: Þegar skilmál- um skuldabréfs er breytt skal taka fullt stimpilgjald af mismuni upp- haflegs höfuðstóls bréfsins og þess höfuðstóls sem er á bréfinu skil- málabreyttu. Þeir aðilar sem hafa greitt hærra stimpilgjald en leiðir af þessum reglum, eiga rétt á endurgreiðslu á mismuni þess sem þeir greiddu og þess sem greiða skal samkvæmt framangreindum reglum. Það skal tekið fram að krafa um endurkröfu fyrnist á fjórum árum frá greiðslu gjaldsins. Þeim sem eiga rétt á • endur- greiðslu er bent á að snúa sér til viðkomandi sýslumanns. Beiðni um endurgreiðslu skal fylgja frumrit endurútgefna eða skilmálabreytta skuldabréfsins og kvittun þar sem fram kemur hver greiddi stimpil- gjaldið eða yfirlýsing lánastofnun- ar þar um,“ að því er fram kemur í tilkynningu frá fjármálaráðuneyt- Morgunblaðið/Jón Svavarsson Haraldur Á. Hjaltason, formaður Gæðasljórnunarfélagsins, og Sveinn Hannesson, framkvæmdasljóri Sanitaka iðnaðarins, undirrita samn- inginn. Fyrir aftan stendur stjórn íslensku ánægjuvogarinnar: Andrea Þ. Rafnar, frá Gæðastjórnunarfélaginu, Þorlákur Karlsson, frá Gallup, og Davíð Lúðvíksson, frá Samtökum iðnaðarins. m © © FJÖLPOST íí r O I PÓSTURINN www.postur.is/fjolpostur Nýr stoöur furir irl notoöo bflo Bílaland B&L er ein stærsta bílasala landsins með notaða bíla af öllum stærðum og gerðum. Bílaland er í nýja B&L húsinu við Grjótháls 1 (rétt ofan við Select við Vesturlandsveg) og þú gengur inn frá Fosshálsi. iiTi GMC Jimmy SLS, árg. 96, 4300, ssk., 5 d., rauóur, ek. 46 þ. km. Renault Megané RN Berline, árg. 98, 1400, 5 g. 5 d., silfurgr., ek. 6 þ. km. Honda CR-V, árg. 98, 2000. ssk., 5 d., svartur, ek. 24 þ. km. Hyundai Sonata GLSi. árg. 97, 3000, V6, ssk., 4 d., silfurgr., ek. 31 þ. km. ^ BMW 523iA, árg. 98, 2300, ssk., 4 d., svartur, ek. 16 þ. km, mikið af aukahlutum. já Renault Megané RT Berline, árg. 97, 1600, 5 g., 5 d., grænn, ek. 32 þ. km. i veró 1.660 þús. Hyundai Coupe, árg. 98, 1600, ssk., 2d., * rauður, ek. 15 þ. Land Rover Freelander, árg. 98, 1800, 5 g., 5 d., d- grænn, ek. 14 þ. km, ýmsir aukahlutir. BMW 520iA, árg. 96, 2000, ssk., 4 d., svartur, ek. 71 þ. krrw^gg! Hyundai Elantra, árg. 98, 1600, ssk., 5 d., blár, ek. 20 þ. km. VWGolfCL, árg. 96, 1400, 5 g., 3 d., rauðun ek. 60 þ. km. Hyundai Atos, árg. 98, 1200, 5 g., 5 d., grænn. ek. 22 þ. km. Fiat Brava ELX, árg. 97, 1800, 5 g., 4 d. Ij.-grænn, dm ek. 55 þ. km. . Hyundai Accent GLSi, árg. 97, 1500, ssk., 4 d., rauður, ek. 22 þ. km. Grjóthálsi 1, sími 575 1230 notaóir bi'lar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.