Morgunblaðið - 06.07.1999, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 06.07.1999, Blaðsíða 58
• J)8 ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM ERLENDAR .OOOOOO Andrea Jónsdóttir útvarpsmaður skrifar um nýjustu plötu írsku sveitarinnar Cranberries, Bury the Hatchet. Irskir frændur vor- - ir með íslenzkan(?) útlitshönnuð • • • HLJÓMSVEITIN Cranberries frá Limerick á Irlandi sendi fyrir skömmu frá sér 4. breiðskífuna. „Bury the Hatchet" heitir hún, eða Grafið stríðsöxina, en ekki virðist titillinn hrífa á ensku popppress- una sem hefur haft önug hornin í síðu sveitarinnar næstum frá upp- hafi og hefur enn. Helzt virðist það vegna text- anna, sem skrifast held ég aðallega á Dolores O’Riordan, söngkonu, 40 gítar- og hljómborðsleikara. Það er svo sem rétt að textamir, sem margir hafa verið pólitískir (gegn stríði og vondu þjóðfélagsástandi á Irlandi og víðar), eru sumir dálítið barnalegir og klaufalega rímaðir, sem er náttúrulega ekki gott fyrir fólk sem er fætt og upp alið í bæn- um sem limran er kennd við. Ann- ars verð ég nú bara að segja að ég hef séð eins „vonda“ texta og eins klaufalegt rím hjá frægum tónlist- armönnum á ýmsum tímum án ^þess að enska pressan hafi verið að nudda höfundunum eins mikið upp úr því og aumingja Dolores. Astæðan fyrir þessari geð- vonzkulegu gagnrýni gæti verið sú að Bandaríkjamenn fóru að kaupa Cranberries í milljónavís á undan brezkum almenningi sem svo tók þó við sér og virðist láta þessa háðslegu gagnrýni sem vind um eyru þjóta. Það verður nefnilega ekki af Dolores og hinum gítarleik- aranum í Cranberries skafið, hon- um Noel Hogan, að þau kunna að búa til grípandi lög, en auk þeirra eru í hljómsveitinni Mike, bróðir Noels, sem spilar á bassa, og trommarinn Fergal Lawler. Undirrituð er enginn sérfræð- ingur í Cranberries og lét meira að segja söng Doloresar á köflum fara í taugarnar á sér, þ.e.a.s. þegar hún (Dolores) fer í Sinéad O’Connor-sveifluna. Samkvæmt nýju plötunni er Dolores að vaxa upp úr þessari Sinéad-stælingu (nema hér sé um írska sönghefð að ræða sem þá gæti líka hafa skilað sér til ýmissa bandarískra sveita- söngvara...?), en fyrir utan hana hef ég bara hlustað á eitt annað langspil (LP) með Cranberries: No need to argue, 2. plötuna sem kom út 1994 og hefur t.d. að geyma hin vinsælu lög „Ode To My Family“ og „Zombie". Svo hef ég eins og aðrir sem hlusta á útvarp heyrt vinsæl lög sveitarinnar af hinum langspilunum tveim, „Everybody Else Is Doing It, So Why Can’t We?“ (1993) og „To the Faithful Departed" (‘96). Ög hvernig er svo samanburður- inn? ... Jú, batnandi fólki er bezt að lifa, og að því er varðar góðar poppmelódíur þá er enginn skortur á þeim hjá Cranberries á nýju plöt- unni, sem mér finnst músíklega betri og skemmtilegri en sú frá ‘94. Þetta er gítarpopp, drífandi, út- koman er frískleg, og mér finnst virðingarvert að sveitin heldur sig við sín gömlu hljóðfæri og er ekk- ert að pæla í tölvutöfrum til að tolla í tízkunni. Textarnir eru ekkert merkilegir, hvorki slæmir né góðir, og bara einn sem mér finnst vandræðaleg- ur - eiginlega eini textinn sem er þjóðfélagsádeila. „Fee Fi Fo“ heit- ir umrætt lag og ér um kynferðis- lega misnotkun á börnum. Textinn stendur nefnfiega alveg fyrir sínu, fyrir utan titilinn... þegar söng- konan tekur til við að syngja þessi í raun fyndnu orð í þessu alvarlega samhengi hljómar það ósmekklega í mínum eyrum - en ég er nú svo sem ekki alin upp við enska tungu... Og talandi um textana - titill plötunnar, Bury the Hatchet, hefur líklega ekkert með enska gagnrýnendur að gera, heldur er vísað í þá staðreynd að textamir á þessari nýjustu plötu Cranberries em ekki eins pólitískir og farið var að gera ráð fyrir af sveitinni, held- ur aðallega persónulegar vanga- veltur og ástarsöngvar. Og hvað gerir þá enska popppressan þegar hún getur ekki gert grín að barnalegri póhtík, jafn- vel þótt pólitíkin sé einlæg? Jú, hún kemst að þeirri niðurstöðu að liðs- menn hafi ekki nægan frumleika til að skíra lögin heldur noti gamla og margnotaða lagatitla og hálfpartinn steli laglínum. Og það er svo skemmtilega óheppilegt að sitt- hvort blaðið nefnir sama lagið sem illa fengið. „Saving Grace“ heitir það, huggulegasta lag, en í öðm blaðinu er það sagt óþægilega líkt gamla Bread-laginu, sem Culture Club gerði líka vinsælt, „Everyt- hing I Own“, en í hinu segir að það líkist um of lagi Cats Stevens „The First Cut Is the Deepest. Ég meina’ða - kannski stal Bread frá Cat eftir allt saman...? Jæja, þetta er kannski frekar orðin gagnrýni um ensku popppressuna en nýjustu plötu Cranberries, en ég varð bara að láta þennan gamla pirring í ljós sem endurnýjaðist við lestur um- sagna um „Bury the Hatchet". Sykurmolarnir lentu nefnilega í þessu sama... hampað óþekktum og síðan hent þegar aðrir voru famir að fíla þá. Ekki dettur mér þó í hug að líkja hljómlist þessara sveita saman, en hvað sem hver nú segir um hvem, þá finnst mér lík- legt að Cranberries muni geta tínt mörg lög af þessari nýjustu 14 laga plötu sinni til að gefa út á smáskíf- um með góðum árangri á vinsælda- listum. Loks er rétt að nefna að yfir- hönnuður bæklingsins með Bury the Hatchet er aðalútlitshönnuður hjá Pink Floyd, sjálfur Storm Thorgerson, ættaður frá Cambridge en með grunsamlega íslenzkulegt nafn ... verkefni fyrir ættfræðinga og skrítið að enginn skuli vera búinn að athuga þetta fyrir löngu. SUMARTILBOÐ Rauðarárstíy 16, sími 561 0120. MYNDBOND Agæt en ofmetin Björgun óbreytts RyanS (Saving Prívate Ryun)_ Strfðsmynd ★★★ Leikstjórn: Steven Spielberg. Aðal- hlutverk: Tom Hanks, Edward Burns, Tom SiZEmore og Matt Damon. 169 mín. Bandarísk. CIC myndbönd, júní 1999. Aldurstakmark: 16 ár. STEVEN Spielberg hefur gerst metnaðarfylhi með áranum og er þessari stóru og miklu mynd greini- lega ætlað að vera mesta stríðs- mynd alh’a tíma. Mildð er um stór- fengleg og íburð- armikil atriði og enginn vafi leikur á að miklir fjár- munir hafa farið í gerð hennar. Mikil áhersla er lögð á raunsæi í sviðsetn- ingum bardagaat- riða og upphafsat- riði myndarinnar (ef frá er talin bjánaleg rammasag- an) mjög tilkomumikið. Leikarahóp- urinn er sannarlega í sérflokki og allir standa sig nokkum veginn óað- finnanlega. Nokkrar eru þó brotala- mir og má þar nefna tilfinningasemi, sem er undarlega ágeng á köflum og svo rammasöguna sem er í besta falli óþörf. Myndin tapar miklu af mildlfengleik sínum við að færast af breiðtjaldi á sjónvarpsskjáinn, auk þess sem gallar hennar verða ber- sýnilegri við endurskoðun. Engu að síður er þessi risastórmynd úrvals stríðsmynd sem ekld ætti að svíkja nokkum aðdáenda þein-ar tegundar kvikmynda. Guðmundur Asgeirsson Háskaleikur Sjálfsvígskóngarnir (Suicide Kings) _______ Spennumynd ★ ★>/2 Framleiðsla: Wayne Rice. Leiksfjórn: Peter O’Fallon. Handrit: Josh McKinney og Gina Goldman. Kvik- myndataka: Christopher Baffa. Tón- list: Graeme Revell. Aðalhlutverk: Henry Thomas, Sean Patric Flanery, Christopher Walken og Dennis Le- ary. 102 mín. Bandarisk. Sam- myndbönd. Aldurstakmark: 16 ár. Ófáar frásagnir af mannránum hafa birst á hvíta tjaldinu og á sjónvarpsskjánum. Þetta er nokk- uð skemmtilegt eintak af tegund- inni. Sagan er óvenjuleg og ríku- lega búin skraut- legum persónum leiknum af úrvals leikurum, en nær þó ekki alveg flugi og verður það að skrifast á reikn- ing leikstjórans. Nokkuð vantar upp á heildarsvip- inn því myndin er of sundurlaus og ómarkviss í bygg- ingu. Sagan gerist á nokkrum tímaplönum, sem getur verið vand- meðfarinn frásagnarstíll. Hér er þetta frekar saklaust, þótt það geri ekki mikið fyrir myndina. Leikar- arnir bjarga því sem bjargað verð- ur, sérstaklega Dennis Leary og Christopher Walken. Þetta er mynd sem hefði getað verið þó nokkru betri en nær ágætlega að halda afþreyingar- og skemmtigildi. Guðmundur Ásgeirsson ^mb l.is ALLTAf= £ÍTTH\0\£J A/ÝT7 KIS MED 5 GE5TASTJ0RNUM FRÁ EISTLANDI HÁTIE>ARSÝNIN6 FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA 1100 kr. fyrir fullorðna 700 kr. fyrir börn LAUG. 10/7 + SUN. 11/7 KL. 14.30 HÁSKÓLABÍÓ ; / 1 [Mí5qsqIq opin fro kl. 16.30-23.15 SílTU 530 1919
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.