Morgunblaðið - 10.07.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.07.1999, Blaðsíða 1
153. TBL. 87. ÁRG. LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Samsetning næstu framkvæmdastjórnar ESB kynnt í Brussel Reuters Hörð átök námsmanna í Iran við lögregluna Teheran. AFP. ÁTÖK brutust út í gærdag í Teher- an milli öryggissveita írönsku lög- reglunnar og um 500 námsmanna er mótmæltu hömlum sem fjölmiðlum í Iran hafa verið settar. Talið er að tugir námsmanna hafi særst í átök- unum og a.m.k. einn hafí látið lífíð. Síðdegis brutust átök út á ný á svæð- inu umhverfis háskólann í höfuð- borginni og urðu erlendir frétta- menn vitni að því er námsmenn lögðu eld að vegatálmum sem lög- reglan hafði komið fyrir. „Fjöldi námsmanna og lögreglu- manna særðist í átökunum og voru þeir fluttir á nærliggjandi sjúkra- hús,“ sagði talsmaður innanríkis- ráðuneytisins í viðtali við írönsku fréttastofuna IRNA Sagði hann að lögreglan hefði skipt sér af mótmæl- unum án þess að ráðfæra sig við ráðuneytið og handtekið fjölda námsfólks. Talið er að upp úr hafi soðið er íylgjendur harðlínuafla í Ir- an reyndu að stöðva mótmæli náms- mannanna. Efnt var til aðgerða námsmann- anna til að mótmæla lögbanni því er valdamikill hópur harðlínumanna innan írönsku klerkastéttarinnar hefur sett á viss dagblöð í landinu. Samkvæmt banninu hefur t.a.m. eig- endum Salams, útbreiddasta dag- blaðs hófsamra afla í Iran, verið bannað að gefa út blaðið. Samkvæmt dómnum er írönskum dagblöðum óheimilt að birta efni sem getur vald- ið „ólgu meðal almennings“. Flóð í Las Vegas MIKIL röskun varð á umferð í Las Vegas í Nevada í Bandaríkjunum í gær vegna flóða. Hér vaða bflar elginn á hraðbrautinni Interstate 15, sem liggur þvert í gegn um borgina. Urhellisrigning á fimmtu- dag olli flóðunum, sem eyðilögðu meðal annars hjólhýsasvæði og gerði ófáa ökumenn innlyksa f bfl- um sínum. Tvö dauðsföll eru rakin til flóðanna. General William Cohen vonar að Júgóslavíuforseta verði steypt af stóli Motors dæmt til að greiða metupphæð Los Angeles. AP. KVIÐDÓMUR í Kalifomíu dæmdi í gær bílaframleiðandann General Motors til að greiða 4,9 milljarða bandaríkjadala, um 350 milljarða ísl. króna, í skaðabætur til sex- menninga sem hlutu slæm brunasár þegar eldsneytistankur í Chevrolet Malibu-bifreið þeirra sprakk í loft upp. Þetta er hæsta upphæð sem nokkrum hefur verið dæmd í skaða- bótamáli í Bandaríkjunum. GM hefur þegar áfrýjað úrskurðinum. Sexmenningamir hlutu slæm bmnasár þegar mikill eldur kviknaði í Malibu-bifreið þeirra af árgerðinni 1979 eftir að dmkkinn ökumaður hafði keyrt aftan á hana árið 1993. Lögmenn fólksins héldu því fram að GM hefði um árabil vitað að elds- neytistankur bifreiðarinnar var gall- aður, en þessu neitar GM og segir ekkert athugavert við útbúnaðinn. Brussel. AP, Reuters. ROMANO Prodi, næsti forseti framkvæmdastjórnar Evrópu- sambandsins (ESB), batt í gær enda á margra vikna vangaveltur og sögusagnir með því að kynna á blaðamannafundi í Brussel þá 19 einstaklinga, sem ráðherraráð ESB og Prodi tilnefna til setu í nýrri framkvæmdastjórn. Lýsti hann því yfir að skipun hinnar nýju framkvæmdastjórnar markaði upphaf mikils umbótaátaks. Reuters ROMANO Prodi var ánægður á svip er hann kynnti á blaðamannafundi í gær hvetjir hefðu verið til- nefndir til að skipa með honum nýja fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins. „Þegar ég var útnefndur hét ég því að hrinda af stað nýju umbótaskeiði innan framkvæmdastjórn- arinnar (...) Þetta er það sem borgaramir, almenn- ingur í Evrópu, vænta af okkur. Þetta er það sem ég ætla mér að koma í framkvæmd, frá og með deginum í dag,“ lýsti Prodi yfír fyrir troðfullum sal blaða- og fréttamanna. Prodi lýsti því ennfrem- ur yfir að verkaskiptingu í framkvæmdastjóminni yrði breytt og að skipting málefna í stjórnardeildir (,,DG“) yrði stokkuð upp til að gera starfsemi fram- kvæmdastjómarinnar hagkvæmari og skilvirk- ari. Yfimmsjón með þess- ari endurskipulagningu verður á könnu Neils Kinnocks, fyrrverandi leiðtoga brezka Verka- mannaflokksins, sem jafnframt verður annar varaforseti fram- kvæmdastjómar Prodis. Óvænt val manna í sum lykilhlutverk Fimm konur verða í nýju fram- kvæmdastjóminni. Ein þeirra gegn- ir jafnframt embætti annars af tveimur varaforsetum hennar, Loyola de Palacio frá Spáni, en þeir málaflokkar sem hún mun stýra eru samskipti framkvæmdastjómarinn- ar við Evrópuþingið, samgöngu- og orkumál. Daninn Ritt Bjerregaard, sem fór með umhverfismál í fráfar- andi framkvæmdastjóm, er ekki í þessum kvennahópi, þótt hún hafi gert sér vonir um að danska stjóm- in tilnefndi hana áfram. I hennar stað kemur Poul Nielson, sem fram að þessu hefur gegnt embætti orku- og þróunarhjálparmála í dönsku stjóminni. Hann mun fara með þró- unarhjálparmál í framkvæmda- stjóminni. Nokkuð kom á óvart hveijir völd- ust í sum lykilhlutverkin í liði Prodis. Pedro Solbes, fjármálaráðherra Spánar, verður falið að fara með mál- efni myntbandalagsins, Frakkinn Pascal Lamy mun taka við viðskiptamálum af Sir Leon Brittan, Þjóðverjinn Gúnt- er Verheugen verður settur yfir „stækkunarmál" ESB, og Bretinn Chris Patten, íyrrverandi rfldsstjóri Hong Kong, mun hafa yfir- umsjón með utanrfldssam- skiptum sambandsins. Italinn Mario Monti er einn af aðeins fjómm sem sæti áttu í síðustu fram- kvæmdastjóm og halda áfram. Hann mun bera ábyrgð á samkeppnismál- um innan ESB, en sá áður um málefni innri markað- arins. Austurrfldsmaður- inn Franz Fischler heldur landbúnaðarmálunum á sinni könnu, en hátt í helm- ingur allra fjárlaga ESB fer í hið flókna landbúnað- arkerfi sambandsins. Á valdi Evrópuþingsins Er Prodi kynnti teymi sitt fullyrti hann að pólitískt jafnvægi ein- kenndi það, auk þess að vægi kvenna í því væri viðunandi. Hann sagðist vongóður um að Evrópu- þingið tæki þessu fulltrúavali vel. Það er þó óvíst, þar sem meirihluti hinna tilnefndu er af vinstri væng stjómmálanna, en í Evrópuþings- kosningunum í júní styrktu hægri- menn mjög stöðu sína. Segir Milosevic ekki eiga í nein hús að venda Kaupmannahöfn, Bclprad, Nis, Pristina. AFP, Reuters. WILLIAM Cohen, vamarmálaráð- herra Bandaríkjanna, sagðist í gær vona að Serbar steyptu Slobodan Milosevic Júgóslavíuforseta af stóli og legðu þannig gmnn að lýðræðisum- bótum í landinu. Wesley Clark, yfir- maður herafla Atlantshafsbandalags- ins (NATO) í Evrópu, tók í sama streng og sagði kröíúr um afsögn Milosevics, sem gerst hafa háværar síðustu dagana, vita á gott. „Það er góðs viti að sjá þann kraft sem býr í íbúum Serbíu nú þegar þeir hafa gert sér grein fyrir að Milosevic forseti á sök á hörmungunum sem yfir Jú- góslavíu hafa dunið, og að þeir hyggj- ast láta hann svara til saka,“ sagði Clark. Kröfur um afsögn Milosevics fær- ast nú í aukana og í gær samþykkti borgarráð í Nis, þriðju stærstu borg William innar í Belgrad, Cohen sagði að stjórnar- andstaðan hygðist efna til daglegra mótmælaaðgerða gegn Milosevic næstu vikumar sem ná myndu hámarki með fjöldamót- mælum í Belgrad um miðjan ágúst. Dagblaðið The Washington Times greindi frá því í gær að stjómarand- stæðingar í Júgóslavíu hefðu nýlega kannað hvort eitthvert erlent ríki myndi reynast reiðubúið að veita Milosevic hæli, í þeirri von að það gæti hjálpað til við að koma forsetan- um frá völdum. William Cohen sagði hins vegar að Milosevic ætti ekki í nein hús að venda, og að hann ætti að gefa sig fram við stríðsglæpadómstól- inn í Haag. Fjöldagröf með allt að 350 líkum Liðsmenn KFOR-friðargæslusveit- anna sögðust í gær hafa fundið nýja íjöldagröf nærri bænum Ljubenic, suður af bænum Pec í Vestur-Kosovo, þá stærstu fram að þessu, en óttast er að allt að 350 Iflc sé að finna í gröfinni. Það vom ítalskir hermenn sem fundu fjöldagröfina og hefur svæðið nú verið girt af og von var á sérfræð- ingum Alþjóðaglæpadómstólsins til að rannsaka verksummerki. Prodi segir mikið umbótaátak hafíð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.