Morgunblaðið - 22.07.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.07.1999, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ 1 FRÉTTIR ________________ Fyrsta vígsla íslensks búdda- munks hér á landi Morgunblaðið/Jim Smart ÁSBJÖRN Leví Grétarsson verður vígður búddamunkur á sunnudaginn. ÁSBJÖRN Leví Grét- arsson, 23 ára húsa- smiður úr Hafnar- firði, verður vígður búddainunkur fyrstur Islendinga hér á landi á sunnudag. Ásbjörn segist hafa gengið í Búddistafélag Islands fyrir tveimur árum, en áður hafi hann mikið lesið sér til um trúarbrögðin. Hann stundar svokallaðan Therevada búddisma, sem er af elsta skóla búddismans og leggur áherslu á göfuglyndi. Á sunnudaginn verður hann vígður Samanera-munkur og verður þá meðlimur í samfélagi búddamunka, sem heitir Sangha. Hann verður Samanera-munkur í þrjá mánuði, þar til önnur vígsla fer fram og verður hann þá fullgildur munk- ur. Hefur þýtt texta yfir á íslensku Ásbjörn Leví hefur verið virk- ur í starfi Búddistafélagsins síð- an hann gerðist félagi og m.a. þýtt texta um búddisma yfir á ís- lensku. „Búdda kenndi að skilvit eru undirgefín lönguninni. Á flókinn hátt, hulinn okkur sjálfum, móta langanir okkar skilning okkar, með því að þrengja honum í ákveðið mót sem þær sjálfar vilja troðíi sér í. Af þessum sökum vinnur hugur okkar í því skyni að velja og hafna. Hin sanna leið til öryggis liggur í gegnum rétt- an skilning, ekki í gegnum ósk- hyggju hugsunar," sagði Ásbjörn Leví Grétarsson, sem fyrstur Is- lendinga þiggur vígslu sem búddamunkur hérlcndis. Morgunblaðið/Ragnar Th. Sigurðsson ÍBV komið áfram í forkeppni Meistarardeildarinnar C/1 Valsmenn unnu mikilvægan sigur á Blikum C/2 Sigketill í Eystri-Hagafellsjökli GREINILEGA má sjá merki hlaupsins í Haga- vatni á dögunum í Eystri-Hagafellsjökli, þar sem jökullinn hefur krosssprungið í kjölfar þess að vatnið undir jöklinum hljóp fram og myndast hef- ur stór sigketill. Ef grannt er skoðað má í fjarska greina Hagavatn. Mál skipstjóra og útgerðar norska loðnuskipsins Österbris Kröfu um frávísun hafnað í Héraðsdómi KRÖFU Gunnars Sólnes verjanda John Haralds Östervold skipstjóra á norska loðnuskipinu Österbris og Havbraut AS, útgerðar skipsins, um að máli þeirra verði vísað frá dómi var hafnað í Héraðsdómi Norðurlands eystra síðdegis í gær. Málið var tekið fyrir í Héraðs- dómi Norðurlands eystra í fyrradag og stóðu vitnaleiðslur einnig yfir í gær. Við eftirlit varðskipsmanna á Oðni á sunnudagsmorgun kom í ljós við mælingar að möskvar í poka í loðnunót skipsins voru of smáir. Skipið var fært til hafnar á Akur- eyri og sýslumaður gaf á mánudag út ákæru á hendur skipstjóra þess og útgerð. Gunnar Sólnes verjandi ákærðu krafðist þess við þinghald í gær að málinu yrði vísað frá dómi þar sem málatilbúnaður á hendur þeim væri byggður á ófullkomnum mælingum Landhelgisgæslunnar og að ákæru- valdið vildi ekki stuðla að eðlilegri rannsókn málsins. Jafnframt krafð- ist verjandi þess að honum yrði til- dæmd hæfileg málsvamarlaun. Sýslumaðurinn á Akureyri hafn- aði þessu og taldi að verjandinn hefði ekki bent á neitt það sem frek- ari rannsóknar væri þörf á sem full- nægjandi rannsóknargöng lægju ekki þegar fyrir um og því væri lagaákvæðum um rannsóknar- skyldu fullnægt. Sönnunarfærslu málsins ekki lokið í úrskurði Ásgeirs Péturs Ás- geirssonar héraðsdómara kemur fram að þó að gagnaöflun í málinu sé lokið af ákæruvaldsins hálfu hafi verjandi ákærðu ekki gert hið sama og þar af leiðandi sé sönnun- arfærslu í málinu ekki lokið. Burt- séð frá sjónarmiðum verjanda málsins telur dómurinn að ekki hafi verið nægilega gætt að nokkrum ákvæðum laga um með- ferð opinberra mála við rannsókn málsins. Þá er bent á að aðilum máls er samkvæmt þessum lögum heimilað að afla frekari sönnunargagna og þá meginreglu að dómari skuli ekki ákveða þing til aðalmeðferðar fyrr en aðilar hafi lýst yfir að lokið sé öflun skjala og annarra sýnilegra sönnunargagna. Kröfu lögmanns ákærðu um frávísun málsins er því hafnað. Málskostnaður er felldur niður. Fluttur í gæslu- varðhaldsfangelsi ÞÓRHALLUR Ölver Gunn- á meðan rannsókn málsins fer laugsson, sem Héraðsdómur hef- ur úrskurðað í varðhald til 21. desember vegna rannsóknar lög- reglunnar á manndrápi á Leifs- götunni, var fluttur úr Hegning- arhúsinu við Skólavörðustíg í gæsluvarðhaldsfangelsi á Litla- Hrauni í gær. Þar mun hann sitja í varðhaldi fram, sem og ákæru- og dóms- meðferð. Þórhallur var ekki yfir- heyrður í gær en rannsókn máls- ins miðar vel áfram. Gæsluvarðhaldsúrskurður hér- aðsdóms var kærður til Hæsta- réttar í fyrradag og á Hæstirétt- ur eftir að taka afstöðu til hins kærða úrskurðar. Heimsmarkaðsverð á áli á uppleið Tonnið á um 1.450 dollara ÁLVERÐ á heimsmarkaði fór yfir 1.400 dollara á tonn á heimsmarkaði um síðustu mánaðamót í fyrsta skipti á þessu ári. Það hefur síðan haldið áfram að mjakast upp á við og er nú um 1.450 dollarar tonnið. Alverð er þó enn lágt í sögulegu samhengi. Hrannar Pétursson, blaðafulltrúi íslenska álfélagsins í Straumsvík, sagði að álverð væri nú talsvert hærra en það hefði verið í vetur, en það hefði farið alveg niður í 1.160 dollara tonnið í mars, sem hefði ver- ið það lægsta sem álverð hefði farið í í nokkur ár. Hrannar sagði að spáð væri svip- uðu verði næstu vikurnar eða 1.440 til 1.470 dollurum fyrir tonnið. Hins vegar breyttust spárnar frá degi til dags, en verðið hefði verið nokkuð stöðugt síðustu vikurnar. Sérblöð í dag % steun Viðskiptablað Morgunblaðsins Sérblad um viðskipti/atvinnulíf Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.