Morgunblaðið - 22.07.1999, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.07.1999, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Barak lofar að flýta fnðarumleitunum Kveðst ekki setja sér föst tímamörk London. Reuters, The Daily Telegraph, Ap. EHUD Barak, forsætisráðherra ísraels, kvaðst í gær telja sig geta tryggt skjótan árangur í friðarum- leitunum í Miðausturlöndum en sagðist ekki setja sér nein föst og ófrávíkjanleg tímamörk. Barak ræddi við Tony Blair, for- sætisráðherra Bretlands, í London í gær eftir sex daga ferð til Bandaríkj- anna. Hann kvaðst vera ánægður með ýmsar vísbendingar um að Sýr- lendingar vildu friðmælast við Isra- ela og lofaði að semja einnig við Pa- lestínumenn „í góðri trú“. „Ég tel að ég geti staðið við orð mín,“ sagði Barak og lagði áherslu á að nýta þyrfti tímann vel á næstu mánuðum til að tryggja varanlegan frið í Miðausturlöndum. „Við getum ekki setið aðgerðalausir og beðið eft- ir því að allt verði leyst á einhvern undraverðan hátt.“ Barak lét þau orð falla í Banda- ríkjunum á sunnudag að hann hygð- ist gefa sér fimmtán mánuði til að ná friðarsamkomulagi við Palestínu- menn, Sýrlendinga og Líbana. Hann sagði þó í gær að ekki bæri að túlka þá yfirlýsingu þannig að hann hefði sett sér föst tímamörk. „Ég ætla ekki að biðja um orðu taki þetta níu mánuði, en ég ætla ekki heldur að stökkva af einhverjum turni taki það 24 mánuði." Palestínumenn sögðust vænta þess að friðarviðræðum þeirra við Israela lyki ekki síðar en í maí á næsta ári. Vill fresta nokkrum þáttum Wye-samningsins Barak lofaði einnig að beita sér fyrir samkomulagi við Palestínu- menn, sem óttast að friðarviðræður hans við Sýrlendinga og Líbana verði til þess að viðræðumar um endanlega stöðu palestínsku sjálf- stjómarsvæðanna dragist á langinn og Palestínumenn fái aðeins tak- markaða sjálfstjórn. Hann kvaðst hins vegar vilja ræða við Yasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna, um að ákveðnum þáttum Wye-samn- ingsins svokallaða, síðasta samnings ísraela og Palestínumanna um stækkun sjálfstjórnarsvæðanna, yrði frestað þar til samkomulag næðist um endanlega stöðu þeirra. Barak sagði í fyrrakvöld, áður en hann hélt til London, að hann teldi enga þörf á að fresta því í fimmtán mánuði að koma Wye-samningnum í framkvæmd. Með þessum ummæl- um vildi forsætisráðheiTann sefa áhyggjur Arafats, sem hafði sagt að hann gæti ekki sætt sig við að bíða í fimmtán mánuði eftir því að ísraelar stæðu við gerða samninga. Haft var eftir Danny Yatom, helsta ráðgjafa Baraks, að Israels- stjórn kynni að hefja friðarviðræður við Sýrlendinga innan nokkinra vikna. Leiðtogar PFLP samþykkja fund með Arafat Leiðtogar róttækrar hreyfingar Palestínumanna, PFLP, sem leggst gegn friðarsamningunum við Isra- ela, samþykktu í gær að ræða við Yasser Arafat á næstunni eftir fund með einum af helstu ráðgjöfum hans í Amman. Pessi ákvörðun er til marks um mikla stefnubreytingu af hálfu PFLP, sem hafði lofað að eyði- leggja friðarsamninga Arafats við ísraela. Hreyfingin er með höfuðstöðvar í Damaskus og hermt er að sýrlenskir ráðamenn hafi lagt að henni að hætta vopnaðri baráttu sinni gegn ísraelum. Romano Prodi ávarpar nýtt Evrópuþmg Biður um snarlega afgreitt samþykki Strassborg. Reuters, AP. ' ___ - ROMANO Prodi, nýr forseti fram- kvæmdastjórnar Evrópusambands- ins (ESB), fór auðmjúklega fram á það við Evrópuþingið í gær, að það samþykkti vífilengjulaust skipan hinnar nýju framkvæmdastjórnar og hvatti þingmenn til að láta ekki freistast til að teygja enn meira á því uppnámsástandi sem stjórnkerfi sambandsins hefur verið í frá því í marz sl„ þegar framkvæmdastjórn Jacques Santers sagði öll af sér. En Prodi rakst strax á vand- kvæði. Talsmenn stærsta þing- flokksins, Evrópska þjóðarflokksins, sem skipaður er fulltrúum frjáls- lyndra hægriflokka frá öllum ESB- löndunum 15, gagnrýndu það sem þeir kalla pólitískt ójafnvægi í samstetningu hinnar 20 manna framkvæmdastjómar. Héldu þeir því auk þess fram að jafnaðarmað- urinn Gerhard Schröder, kanzlari Þýzkalands, hefði haft óeðlilega mikil áhrif á hverjir völdust í lið með Prodi. Prodi sagði í ávarpi sínu til þings- ins að hin minnsta töf á staðfestingu þingsins á nýju framkvæmdastjórn- inni, sem áætlað er nú að ljúki um miðjan september, myndi spilla enn meira en orðið er fyrir opinberri ímynd ESB og trausti almennings til stofnana sambandsins. Hið nýkjörna Evrópuþing, sem kom í fyrsta sinn saman á mánudag, mun dagana 30. ágúst til 7. septem- ber halda yfirheyrslur yfir öllum nýju fulltrúunum í framkvæmda- stjóm Prodis. Aætlað er að hinn 15. september gangi þingið svo til at- kvæða um staðfestingu nýju fram- kvæmdastjómarinnar í embætti. Deilt um pólitískt jafnvægi Aður en Prodi sté í pontu hafði nýkjörinn forseti þingsins, franski hægrimaðurinn Nicole Fontaine, að þingið myndi ekki fallast á neitt annað en óvéfengjanlega hæfa ein- staklinga sem sannanlega hafi hreinan feril að baki og endurspegli pólitískan vilja kjósenda. Eftir Evr- ópuþingkosningarnar í júní sl. hafa hægrimenn tögl og hagldir í þing- inu, en jafnaðarmenn eru í forystu 11 af 15 ríkisstjórnum ESB. Ríkis- stjórnirnar útnefna fulltrúa hvers lánds í framkvæmdastjórnina og meirihluti þeirra er af vinstri væng stjórnmálanna. FERÐALÖG GÓÐUR áningarstaður á leið yfir Kjöl. Nýr áningarstaður á Kili Skagaströnd. HLÝLEGT viðmót og gestrisni ein- kennir andrúmsloftið í Áfanga sem er skáli við Kjalveg. I skálanum, sem er í eigu Svínavatnshrepps, er rekin greiðasala á sumrin og einnig er hægt að fá þar gistingu. Þá er fólki líka velkomið að koma í skál- ann með nestið sitt og neyta þess þar án þess að greiðsla komi fyrir. Áfangi er um 75 km frá Blönduósi og 40 km norður af Hveravöllum og er því upplagður áningarstaður á leiðinni yfir Kjöl. Þar er gistirými íyrir um 30 manns í svefnpokapláss- um með aðgangi að velbúnu eldhúsi, snyrtingu og sturtu. Við hlið skálans er nýtt og stórt hesthús þar sem ferðalangar á hestum geta fengið að geyma hesta sína. „Hér eru allir velkomnir. Fólk getur fengið keypt kaffi og með því, ef það vill, eða bara komið og borðað nestið sitt. Við getum líka bjargað því ef einhver vill kaupa sér mat hjá okkur eða til dæmis morgunverð eftir gistingu á staðnum. Við seljum veiðilejrfi hérna í Blöndulónið og stokkana og hestamenn geta fengið keypt hey handa hestunum sínum. Hér eru svefnpokapláss í fjögurra manna herbergjum fyrir 30 manns, gott eldhús og matsalur, setustofa, snyrting og sturtur," sagði Ari Ein- arsson sem sér um rekstur skálans í sumar. „Norðurleiðarrútan keyrir hér MorgLmblaðið/Ólafur Bemódusson ARI og Halla, kona hans, láta fara vel um sig á veröndinni sunnan við Afanga ásamt heimilistíkinni, Sif. framhjá á hveijum degi og setur úr og tekur upp í þá sem það vilja þannig að samgöngurnar hingað eru góðar. Þetta er líka mjög vinsæll staður hjá hjóla- og göngufólki sem er að ferðast um Kjalveg. Það kem- ur nánast allt við hér hjá okkur. Hestamenn eru líka mikið hér og gista þá gjarnan eina, tvær nætur. Svo er þeim alltaf að fjölga sem koma hingað í sunnudagsrúnt úr Skagafirði og Húnavatnssýslu og mæta í kaffihlaðborðið hjá okkur, sem er alla sunnudaga," sagði Ari þegar hann var spurður hvort Áfangi væri ekki afskekktur og fáir sem færu þar um. „Ég vil bara hvetja fólk, sem á leið um Kjalveg, til að koma hér við og nýta sér þessa fínu aðstöðu og finna hvernig stress- ið hverfur eins og dögg fyrir sólu í kyrrðinni.“ Ferðafélag fslands um hálendið og Vestfírði Sumarleyfis- og helgarferðir Morgunblaðið/Rax UM verslunarmannahelgina fer Ferðafélag Islands m.a. í Landmanna- laugar og býður upp á hraðgöngu um Laugaveginn. Hér gefur að líta Brennisteinsöldu í Landmannalaugum nálægt téðri gönguleið. Á VEGUM Ferðafélags fslands eru framundan margvíslegar ferðir um öræfi, Vestfírði og fleira. Um er að ræða helgar- ferðir og lengri sumarleyfisferð- ir í seinni hluta júlí og ágúst. Um hálendið norðan Vatnajök- uls verða tvær átta daga sumar- leyfisferðir og ein helgarferð undir nafninu „Háiendið heillar". Sigurður Kristinsson annast far- arstjórn í ferðinni 8.-15. ágúst en í hana er fullbókað. Onnur ámóta ferð verður dagana 7.-14. ágúst undir leiðsögn Hjalta Kristgeirs- sonar. í henni verður ekið inn á Sprengisandsleið og áfram Gæsavatnaleið í Öskju, Herðu- breiðarlindir og í Kverkíjöll. Við sögu koma ýmsir staðir s.s. Há- göngulón, Nýidalur, Hafra- hvammagljúfur, Eyjabakkar og fleiri. Helgarferð um þessa umræddu staði verður dagana 24.-25. júlí. Þá verður flogið frá Reykjavík að Egilsstöðum og ekið upp Jök- uldal, að Dimmugljúfrum og áfram Hrafnkelsdal og Fljóts- dalsheiði. Á öðrum degi verður ekið inn með Snæfelli og þaðan í Laugabúðir. Á þessari ferð verða ýmsir staðir skoðaðir t.d. Hafra- hvammar, Þjófadalir, Eyjabakka- foss, fossar í Jökulsá í Fljótsdal og fleira. Fararstjórar eru Helgi Hallgrímsson og Inga Rósa Þórð- ardóttir. Árbókarferð til Vestfjarða Dagan 6.-8. ágúst verður sér- stök Arbókarferð í tilefni út- komu Árbókar Ferðafélags fs- lands 1999. Farið verður um slóðir sem fjallað er um í bókinni. Ferðin hefst á ísafirði og þaðan er farið um Dýrafjörð, Arnar- fjörð og nágrenni. Fararstjórar verða Kjartan Ólafsson, höfund- ur bókarinnar, og Jón Reynir Sigurvinsson, formaður Ferðafé- lags Skagfirðinga. Ferðir um verslunar- mannahelgina Fjórar ferðir verða á vegum Ferðafélagsins um verslunar- mannahelgina. Sú fyrsta er öku- og skoðunarferð um Fjallabaks- leið nyrðri og syðri frá föstu- dagskvöldi til mánudags. Gist verður í Landmannalaugum fyrstu nóttina, en siðan ekið aust- ur í Eldgjá og þaðan um Fjalla- baksleið að Alftavatni þar sem gist verður aðra nóttina. Síðasti gististaðurinn er svo í Þórsmörk. Samhliða þessari ferð verður hraðganga um Laugaveginn og verður farangur fluttur með öku- ferðinni. Leiðin er gengin á tveimur dögum og gist á áður- nefndum stöðum. Af öðrum ferðum um verslun- armannahelgina má nefna „Öræfin heilla“ þar sem ekið er í Nýjadal við Sprengisandsleið. Þaðan er ekið í Vonarskarð ann- an daginn en hinn daginn að Laugafelli. Síðast en ekki síst verður Þórsmerkurferð uin verslunarmannahelgina þar sem gist er í Skagfjörðsskála og farið í skipulagðar gönguferðir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.