Morgunblaðið - 22.07.1999, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 22.07.1999, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. UPPL Y SIN G ATÆKNI OG SKÓLI UPPLÝSINGATÆKNIN verður sífellt stærri þáttur í lífi landsmanna. Nú þegar eru íslendingar reyndar komnir í hóp mestu Netnotenda í heimi en um 80% lands- manna hafa aðgang að Netinu á heimili eða í vinnu sam- kvæmt nýlegri könnun. Það er því augljóst að nauðsynlegt er að taka upp markvissa notkun þessarar tækni í skólum landsins svo að ungt fólk sé vel búið undir að takast á við þennan síbreytilega veruleika. Menntaskólinn á Akureyri vinnur nú að framþróun upp- lýsingatækni í kennslu, námi og skólastarfi í samvinnu við menntamálaráðuneytið. Markmiðið er að upplýsingatækn- in komi inn í almenna kennslu og verði hluti af skólastarf- inu til framtíðar. Til þess að svo megi verða þarf að mennta kennara á þessu sviði og er stefnt að því að koma á endur- menntunarnámskeiðum í þeim tilgangi, flest með fjar- námssniði á Netinu. Það má þó ljóst vera að upplýsinga- tæknin þarf að verða stærri þáttur í grunnmenntun kenn- ara innan tíðar. Hitt er svo einnig ljóst að til þess að hægt sé að nýta þessa tækni í skólastarfi þá þarf hún að vera til staðar í skólum landsins. Aðgangur landsmanna að upplýsingatækninni og færni í notkun hennar getur skipt höfuðmáli um samkeppnishæfni þjóðarinnar á komandi árum. Það er því afar mikilvægt að skólarnir séu í stakk búnir til þess að sinna þessu sviði. ÚTBOÐ Á KENNSLU Allt með kyrrum kjörum á Mýrdalsjökli Morgunblaðið/Rax HAFSTEINN Jóhannesson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps. Almannavarna- nefnd hreppsins afnam í gær viðbúnaðarstig vegna umbrotanna. JÓHANNES Kristjánsson á E á að Katla gjósi og óttas Morgunblaðið/Rax SMÁRI Tómasson og Svanhvít Sveinsdóttir urðu vitni að því ÞAU (f.v.j Birgir Haraldsson, Rútur er hlaupið í Jökulsá á Sólheimasandi náði hámarki. Hjördís Asta Þórisdóttir og Hildur l eru alls óhrædd við Kötlu HAFNARFJARÐARBÆR hefur lagt fram tillögu til umsagnar hjá menntamálaráðuneytinu og Kennara- sambandinu um að bjóða út kennslu í grunnskólanum í Ás- landi, sem taka á til starfa árið 2000. Menntamálaráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið að hugmyndirnar væru spennandi en verið er að kanna hvort þær stangist á við grunnskólalög og aðalnámskrá eins og Kennarasambandið telur þær gera. I fljótu bragði virðast grundvallarrökin með og á móti slíku fyrirkomulagi í rekstri skóla vera ljós. Það hefur sýnt sig að líklegra er að einkaaðilar rati hagkvæmari leiðir í rekstri en opinberir aðilar, auk þess sem aukinni ábyrgð fylgir oft meiri metnaður. Hins vegar má vera að rekstrar- leg sjónarmið geti að einhverju leyti rekist á við ýmis kennslufræðileg sjónarmið, svo sem um sérkennslu. Sú tilraun sem Hafnarfjarðarbær hefur í huga er afar hnýsileg og gæti varpað nýju ljósi á íslenskt skólastarf. Reynslan af henni gæti vafalaust nýst við uppbyggingu á nýrri skólastefnu. GLERALL GLERÁLL veiddist í fyrsta sinn í sjó hér við land fyrir skömmu, en það var fiskifræðingi við Veiðimálastofnun að Hólum, Bjarna Jónssyni, sem tókst að háfa um 200 seiði úr glerálsgöngu við Álftárósa á Mýrum. Fundur gleráls- göngunnar þykir merk tíðindi, því jafnvel var talið, að seið- in bærust ekki lengur upp að Islandsströndum. Állinn hrygnir í Þanghafinu og berast seiðin, eða glerállinn, með Golfstraumnum til yestur-Evrópustranda og Islands, svo og Norður-Afríku. Álastofnar eru tveir, kenndir við Evr- ópu og Ameríku, og er talið, að ísland sé eini staðurinn, þar sem þessir stofnar mætast og jafnvel blandast. Vís- indamenn víða um heim hafa því mikinn áhuga á því að taka þátt í rannsóknum á álnum í samvinnu við íslenzka vísindamenn. Gleráll þykir lostæti og svo verðmætur á mörkuðum, eins og t.d. í Japan, að teljast verður með ólíkindum miðað við verð á öðru sjávarfangi. Fást allt að 60 þúsund krónur fyrir kílóið eða 60 milljónir fyrir tonnið. Það eitt ætti að vera hvatning til þess, að íslenzk stjórnvöld legðu fjár- magn til rannsókna á glerálsgöngum til Islands og uppeldi áls í mýrum og á vatnasvæðum, sem er helzt talið vera við suður-, vestur- og norðvesturströndina. Um alllangt árabil hafa íslenzkir athafnamenn haft áhuga á því að veiða og ala upp ál í atvinnuskyni, en allar tilraunir hafa farið út um þúfur, m.a. vegna skorts á vitneskju og rannsóknum á þessu fyrirbrigði. Eldstöðin lætur lítið á sér kræla Almannavarnanefnd Mýrdalshrepps ákvað á fundi í gær að fella úr gildi viðbúnaðarstig á svæðinu undir Mýrdalsjökli og heimila á ný ferðir um jökulinn. Hefur eldstöðin undir jöklinum lítið látið á sér kræla síðustu tvo sólarhringa og eru líkurnar á Kötlugosi því ekki lengur taldar meiri en venjulega. AÐ loknum fundi almanna- vamanefndar Mýrdals- hrepps í hádeginu í gær var gefin út tiikynning þar sem fram kemur að ákvörðunin um að fella viðbúnaðarstig úr giidi sé byggð á áliti jarðvísindamanna, lítillar skjálftavirkni á svæðinu, minnkandi vatnsmagns í ám úr jöklinum og því að útsýnisflug hafí ekki leitt neinar verulegar breytingar í ljós á jöklin- um. Sé því á ný leyfilegt að fara á jökulinn, en fólk er þó sem fyir beðið um að hafa varann á og tjalda ekki nærri honum og gefa gaum öliu óvenjulegu við hann. Sérstakt almannavarnakerlí fyrir hræringar í Kötlu Morgunblaðið náði tali af Hafsteini Jóhannessyni, sveitarstjóra Mýrdals- hrepps, fljótlega eftir að hann kom af fundi almannavarnanefndarinnar. Sagði hann að eftirliti yrði haldið áfram á svæðinu þótt viðbúnaðarstig- ið hefði verið fellt úr gildi. Verður því fylgst með ám sem falla úr jöklinum og flogið reglulega yfir hann. Að sögn Hafsteins er notast við sérstakt almannavamakerfi þegar Katla minnir á sig með þeim hætti sem hún gerði nú. Skiptist það í þrjú stig; viðbúnaðarstig, hættustig og neyðarstig. ,Á viðbúnaðarstigi em viðeigandi aðilar látnir vita hvað er í gangi. Þar er farið eftir ákveðnum tékklista og hringt út. AJmannavarnir í-íkisins hringja í ríkisstofnanir en við hér heima fyrir komum skilaboðum áleiðis innan svæðisins til t.d. björg- unarsveita og Rauða krossins. Á þessu stigi eru menn beðnir um að vera til taks, en í sjálfu sér er ekki farið út í neinar aðgerðir. Þegar þessu er svo aflétt, eins og við gerð- um nú í hádeginu, þarf auðvitað að hringja í alla aftur og láta vita af því.“ ,A næsta stigi, þ.e. hættustigi, er hins vegar farið að grípa til ákveðinna aðgerða eins og að loka vegum á Mýr- dalssandi, biðja björgunarsveitir um að vera viðbúnar með báta og önnur farartæki og aðvara fólk. Á neyðar- stigi er svo öllu lokað og hús hér á ákveðnu hættusvæði rýmd. Þá er fólk sótt víða, en yfir sumartímann liggur hér ansi stórt svæði undir, t.d. Þórs- mörk og Mælifellssandur. Á þessu stigi er allt kerfið komið í gang og t.d. þyrlum og flugvélum beitt.“ Meiri áhyggjur af ferðamanna- straumi en búskap Á Höfðabrekku, skammt austan Víkur, rekur Jóhannes Kristjánsson ferðaþjónustu bænda, auk þess að stunda hefðbundinn búskap. Hafði hann meiri áhyggjur af áhrifum hræringanna í Mýrdalsjökli á ferða- mannastrauminn en búskapinn. „Hefði komið eitthvað meira þarna á Sólheimasandi og brúin farið hefði ferðaþjónustan hér eyðilagst. Það nennir ekki nokkur maður að fara norðurleiðina til að komast hingað.“ Jóhannes kvaðst hins vegar ekki hafa verið smeykur um búskapinn. „Ég held að menn hér hafi ekkert verið farnir að grípa til sérstakra ráð- stafana, enda reiknaði enginn með gosi nema fréttamenn. Hitt er þó ljóst að ef hér hefði gosið hefði þurft að smala og taka bústofninn heim. Vind- áttin réði hins vegar miklu hvað varð- ai- heyskapinn; hvort askan hefði borist hér yfir eða farið eitthvert ann- að.“ Segir Jóhannes það helst hafa valdið sér áhyggjum hve hlaupið í Jökulsá kom mönnum á óvart, jafnt vísindamönnum sem öðrum. „Þetta sýnir hvað við vitum í raun lítið um þessa hluti.“ Óvenjulegur litur á Jökulsá Smári Tómasson og Svanhvít Sveinsdóttir frá Vík voru á heimleið frá Reykjavík ásamt dætrum sínum tveimur aðfaranótt síðastliðins sunnu-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.