Morgunblaðið - 22.07.1999, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 22.07.1999, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 1999 49* OLAFUR KETILSSON + Ólafur Ketilsson fæddist á Álfs- stöðum á Skeiðum 15. ágúst 1903 og andaðist hinn 9. júlí s.I. Foreldrar hans voru þau Ketill Helgason, bóndi á Álfsstöðum, og kona hans, Kristín Hafliðadóttir. Systkini hans voru Brynjólfur, Val- gerður, Helgi, Sig- ríður (dó ung), Sig- urbjörn, Ellert, Kristín, Hafliði og Guðmundur. Systkinin eru nú öll látin nema Hafliði. Ólafur kvæntist 1931 Svan- borgu Þórdísi Ásmundsdóttur frá Neðra-Apavatni í Grímsnesi, f. 11. febr. 1905, en hún lést 4. apríl 1988. Börn þeirra eru: 1. Asrún, f. 1931, maki Þórhallur Jónsson. 2. Katla Kristín, f. 1934, maki Frosti Bjarnason. 3. Föðurbróðir minn, Ólafur Ketils- son, bílstjóri og sérleyfishafi á Laug- arvatni, andaðist hinn 9. júlí sl. Þar hefur Elli kerling mikinn öldung að velli lagt. Foreldrar hans voru þau Ketill Helgason, bóndi á Álfsstöðum og kona hans Kristín Hafliðadóttir. Ketill var sonur Helga Ólafssonar bónda í Skálholti og síðar í Drangs- hlíðarkoti undir Eyjafjöllum og konu hans Valgerðar Eyjólfsdóttur Gests- sonar frá Vælugerði í Flóa. Kristín var dóttir Hafliða Jónssonar, bónda á Birnustöðum á Skeiðum, næsta bæ við Álfsstaði, og konu hans Sigríðar Brynjólfsdóttur frá Bolholti. Hann var kominn af sunnlenskum bændum í báðar ættir mann fram af manni. Systkinin á Álfsstöðum urðu tíu, sjö bræður og þrjár systur. Ein systirin, Sigríður, lést í barnæsku, en hin komust öll til fullorðinsára. Þar ólst einnig upp sem einn af systkinunum Helgi Olafsson, bræðr- ungur þeirra. Þau eru nú öll látin, nema Hafliði. Stutt var á milli þriggja bræðra því Guðmundur dó hinn 9. maí sl., Sigurbjörn hinn 11. júní og nú Ólafur. Álfsstaðaheimilið varð fyrir því áfalli að heimilisfaðirinn varð ör- kumla maður á besta aldri og ekki til erfiðisvinnu fær. Það kom því snemma í hlut elstu bræðranna, og þá sérstaklega Brynjólfs og Ólafs, að vinna fyrir heimilinu. Ólafur stundaði alla þá vinnu sem hægt var að fá strax og hann hafði aldur til. Hann vann að gerð Skeiða- áveitunnar ásamt bræðrum sínum, Brynjólfí og Helga. Þegar þeir unnu þar að garðhleðslu þannig að Ólafur stakk, Helgi kastaði frá og Brynjólf- ur hlóð, þá var sagt að rösklega væri að verki staðið og að fáir myndu fínnast þeirra jafnokar við það verk. Síðar var Ólafí falið að standa fyrir sprengingum á klöppinni óbilgjörnu, sem kölluð var. Einnig var hann þrjár vertíðir á togaranum Arinbirni hersi. Það var strangur skóli fyrir ungan mann. Árið 1927 tók Ólafur bflpróf og ár- ið eftir keypti hann sér sinn fyrsta bfl, vörubíl af Chevrolet gerð, sem bar heilt tonn. Með þessu var stefn- an tekin á ævistarfið. Hann byrjaði að aka vörum til ný- stofnaðs Kaupfélags Grímsnesinga á Borg, en þar voru forystumenn tveir bræður, báðir tengdasynir Böðvars á Laugarvatni, þeir Stefán á Borg og Páll á Búrfelli. Skömmu síðar hófst bygging héraðsskólans á Laugar- vatni. Þá var ekki auðvelt með flutn- inga, því akvegur var ekki kominn nærri alla leið og um langan veg að fara um götuslóða og óbrúaðar ár og læki. Akvegur náði ekki til Laugar- vatns fyrr en árið 1932. Frá því er sagt að fjórir vörubflar lögðu af stað með vatnsrör í bygg- inguna. Einum þeirra stýrði Ólafur og fór síðastur, því hann var yngstur og óvanastur akstri. Hann var samt sá eini sem komst á áfangastað. Hin- Elfa, f. 1938, maki Sigurður G. Sig- urðsson 4. Kjörson- ur þeirra er Börkur Siguijón, f. 1949, maki Elma Eide Pétursdóttir. _ Ólafur ólst upp á Álfsstöðum. Hann stundaði almenn sveitastörf, verka- mannavinnu og sjó- mennsku áður en hann hóf bifreiða- akstur árið 1928. Hann annaðist vöru- flutninga og síðar jafnframt fólksflutninga milli Reykjavíkur og uppsveita Ár- nessýslu í hartnær sextíu ár og var lengst af búsettur á Laugar- vatni og við þann stað kenndur. Ólafur var þjóðkunnur bflsljóri og ötull baráttumaður fyrir um- bótum í samgöngu- og umferð- armálum. títför Ólafs hefur verið gerð í kyrrþey. ir þrír gáfust upp við Djúpá og töldu þar sínu verki vera lokið enda ófær leið framundan, en Ólafur lét sig hafa það að draga rörin yfír með handafli og koma þeim síðan á áfangastað. Það var aldrei hans stfll að gefast upp við hálfunnið verk. Nú tóku við miklar starfsannir sem stóðu í hartnær sextíu ár. Ólafur hafði með höndum flutningaakstur til Laugarvatns og uppsveita Árnes- sýslu og fljótlega bættist við akstur með farþega, sem síðar varð aðal- starfíð. Hann settist að á Laugar- vatni og var jafnan síðan kenndur við þann stað. Árið 1932 eignaðist Ólaftir tíu manna hálfkassabíl og árið 1940 22ja manna bíl. Umsvifín jukust með hverju ári. Þegar mest var, um 1960, gerði hann út 10 bíla flota. Og árið 1978, á fímmtíu ára starfsafmæli sínu sem bílstjóri, flutti hann til landsins stærstu og glæsilegustu bif- reið sem þá var í fólksflutningum á Islandi. En tímarnir breyttust, einkabíll- inn yfirtók sífellt stærri hluta far- þegaflutninganna og staða þeirra sem héldu uppi áætlunarferðum veiktist. Ólafur tók að reskjast og að finna fyrir ættarfylgjunni, sem lék föður hans svo grátt. Nú voru þó læknavísindin komin lengra og ekki sjaldnar en fjórum sinnum var gert við mjaðmarlið í Ólafí Ketilssyni. Ólafur var ekki sáttur við þessa þróun, hann gerði tilraun til að breyta rekstrarfonni fyrirtækis síns, en þegar hann sjálfur gat ekki leng- ur lagt fram ómælda vinnu og marg- falda starfskrafta kom að því að ekki var lengur grundvöllur fyrir rekstrin- um með þeim hætti sem verið hafði. Það var ekki aðeins á vettvangi farþega- og vöruflutninga, sem Ólaf- ur lét til sín taka. Hann var alla tíð mikill áhugamaður um vegagerð og gagnrýndi óvægilega þau vinnu- brögð sem honum fannst brjóta í bága við reynslu sína. Sjálfur tók hann sig til og lagði veg frá Laugar- vatni að Miðdal í Laugardal fyrir eigin reikning á árunum 1945-1947. Áður hafði verið áformað að leggja þann veg með hlíðinni, þar sem þurrt var. Ólafur var á annarri skoðun. Vegurinn með hlíðinni mundi ekki verða til friðs í snjóalögum og eina vitið væri að fara beint yfir mýrina og það gerði hann. Viðskipti hans við yfirvöld og stjórnendur vegamála væru efni í heila bók. Hann hafði ákveðnar skoð- anir í þeim málum, byggðar á ára- tuga reynslu, og hann hafði bæði ein- urð og þrek til að koma þeim á fram- færi með þeim hætti að eftir var tek- ið, en því miður of sjaldan eftir farið. Hann var stundum of langt á undan sinni samtíð. Ólafur var stórskorinn í andliti og líkur sumum frændum sínum frá Birnustöðum. Hárið var skolleitt og þynntist með árunum en gránaði seint. Hann var meðalmaður á hæð en afar sterklega vaxinn, hálsdigur, herðimikill og þykkur undir hönd, úlnliðirnir gildir, höndin þykk og stór; handtakið fast. Hann var enda afrendur að afli, svo orð var á haft. Þegar ég var unglingur í skóla á Laugarvatni man ég það að strákar tóku sig til og veltu stóra steinmum á hlaðinu í veg fyrir rútuna Ólafs. Síðan stóðu þeir uppi á bakkanum og ætluðu að hafa gaman af að sjá Ólaf fást við steininn. Ólafur stöðvaði bíl- inn, gekk að steininum, tók hann upp og lagði á sinn stað. Enginn hló. Ólafur var vel að sér í íslendinga- sögunum og vitnaði oft í þær. Samt las hann varla nokkra bók eftir að hann komst til fullorðinsára. Hann hafði ekki tíma til slíkra hluta. Starf- ið tók allan hans tíma. Ekki veit ég hvaða kappa hann hafði mest dálæti á, en gifsmynd af Agli Skallagríms- syni, gjöf frá Ríkarði Jónssyni, hékk í stofu hans alla tíð. Yfírborðið á Ólafi var hrjúft og mörgum fannst hann vera hranaleg- ur. Þetta var þó aðeins yfirborðið, því undir niðri var viðkvæmur strengur. Hann var skjótur til svars og mörg tilsvör hans urðu fræg og gerðu hann landsþekktan. Hann þótti vera einþykkur maður og óráð- þæginn en hann var manna greið- viknastur. „Já, hvað get ég gert fyrir þig?“ máttu heita hans einkunnarorð. Ekki verður svo um Ólaf fjallað að ekki sé minnst á Svanborgu, konu hans. Hún var dóttir þeirra hjóna Guðrúnar Jónsdóttur frá Skógarkoti og Ásmundar Eiríkssonar frá Nesja- völlum, sem bjuggu á Neðra-Apa- vatni. Hún þótti einhver bestur kvenkostur í Árnessýslu. Þau opin- beruðu trúlofun sína á Alþingishátíð- inni á Þingvöllum 1930. Árið eftir giftu þau sig og reistu sér hús á Laugarvatni, sem þau nefndu Svana- hlíð, en þar bjuggu þau síðan nánast allan sinn búskap, en Svanborg and- aðist hinn 4. apríl 1988, þegar þau voru í þann veginn að flytja þaðan í Sunnuhlíð í Kópavogi. Svanborg bar af öðrum konum að reisn og glæsileik. Hún stóð svo sann- arlega við hlið manns síns í blíðu og stríðu, annaðist farmiðasölu, síma- svörun, afgreiðslu og hvers kyns fyr- irgreiðslu sem fai-þegar þurftu að hafa, jafnframt húsfreyjustörfum á stóru heimili þar sem var endalaus gestagangur og annar erill. I kjallar- anum í Svanahlíð var barnaskóli sveitarinnar til húsa allt til ársins 1947 og bjó kennarinn þar einnig. Á sumrin var þar enn fleira fólk, stund- um bjuggu þar þrjár fjölskyldur í einu. Þau voru að mörgu leyti ólík hjón, en saman stóðu þau í blíðu og stríðu. Hjónaband þeirra einkenndist af gagnkvæmri virðingu. ðlafur skipti sér ekki af stjórn- málum, en hafði gríðarlegan áhuga á þjóðmálum og þá ekki aðeins sam- göngu- og vegamálum, sem þó voru oftast efst í huga hans. Hann hafði yfirleitt ákveðnar skoðanir á málun- um og fór ekki dult með þær, hvort sem hann var sammála viðmælanda eða ekki. Hann tók oft til máls á mannfundum um þjóðmálin og ritaði fjölda blaðagreina um áhugamál sín. Hann var óþreytandi í að benda ráðamönnum, bæði embættismönn- um, alþingismönnum og ráðherrum, á það sem að hans áliti betur mætti fara í samgöngumálunum. Síðustu árin bjó Ólafur í íbúð sinni í Sunnuhlíð í Kópavogi og sá að mestu um sig sjálfur fram undir það síðasta, en dætur hans voru skammt undan, boðnar og búnar til að að- stoða hann, þegar á þurfti að halda. Aldurinn færðist samt yfir og líkam- legt þrek fór smám saman þverrandi en hann átti því láni að fagna að komast sjálfur ferða sinna fram und- ir það síðasta. Hann hélt fullri and- legri heilsu allt fram í andlátið og beið þess rólegur og ókvíðinn sem framundan var. Hann fylgdist vel með öllu sem gerðist og hafði sama áhugann á þjóðmálunum sem fyrr. Aldrei kvartaði hann og hann var jafnan glaður í bragði og alltaf tilbú- inn til að ræða málin. Nú er síðustu vegferð hans lokið. Með Ólafi Ketilssyni er genginn einn af frumherjunum í samgöngu- málum á íslandi. Hann varð lands- frægur maður fyrir störf sín, afskipti af þjóðmálum og tilsvör, sem gerðu hann nánast að þjóðsagnapersónu í lifanda lífi. Minning hans mun lengi lifa. Tryggvi Sigurbjarnarson. Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar, fósturfaðir og sonur, BARÐI HELGASON, Bæjarási 11, Bakkafirði, lést föstudaginn 16. júlí síðastliðinn. Jarðsungið verður frá Skeggjastaðakirkju laugardaginn 24. júlí kl. 14.00. Aldís Gunnlaugsdóttir, Sigrún Alla Barðadóttir, Valgeir Helgi Barðason, Ingibjörg Kristín Barðadóttir, Lovísa Eva Barðadóttir, Ingimundur Barðason, Gunnar Hreinn Hauksson, Gunnlaugur Jónsson, Ingibjörg Ingimundardóttir, tengdabörn, barnabörn og aðrir aðstandendur. t Ástkær rnóðir okkar, tengdamóðir og amma, ÞÓRANNA STEFÁNSDÓTTIR sjúkraliði, Klapparstíg 1, Reykjavík, sem andaðist fimmtudaginn 15. júlí, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju á morgun, föstu- daginn 23. júlí kl. 15.00. Rúnar Ármann Arthúrsson, Brynja Arthúrsdóttir, Rut Arthúrsdóttir, Pétur Friðrik Arthúrsson, Stefán Júlíus Arthúrsson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför hjartkærrar móðursystur minnar og vinkonu, KRISTÍNAR MARGRÉTAR KONRÁÐSDÓTTUR, Hafnargötu 26, Siglufirði, fer fram frá Siglufjarðarkirkju laugar- daginn 24. júlí, kl. 14.00. Fyrir hönd systkina hennar og annarra vandamanna, Fanney Vernharðsdóttir, Skarphéðinn Guðmundsson. t Ástkær eiginkona mín, ERLA GUÐNADÓTTIR frá Miðbæ, Vestmannaeyjum, síðast til heimilis í BólstaðarhKð 48, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstu- daginn 23. júlí kl. 10.30. Helgi I t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG MARÍA (EBBA) JÓNSDÓTTIR, Flugumýrarhvammi, verður jarðsungin frá Flugumýrarkirkju laugardaginn 24. júlí kl. 14.00. Rögnvaldur Jónsson, Sigurveig Rögnvaldsdóttir, Jón Rögnvaldsson, Ásdís Björnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför LILJU ÞORVARÐARDÓTTUR, Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, áður til heimilis að Eskihlíð 33. Aðstandendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.