Morgunblaðið - 22.07.1999, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 22.07.1999, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 1999 59 RÉTT eins og illmennin í James Bond-myndunum er dr. Loveless um- kringdur glæsilegum konum. KVIKMYNDIR/Bíóhöllin, Kringlubíó, Laugarás- bíó og Nýjabíó Keflavík og Akureyri hafa tekið til sýninga myndina Wild Wild West með Will Smith og Kevin Kline í aðalhlutverki. James Bond í villta vestrinu Frumsýning LEYNILÖGREGLUMENNIRNIR James West (Will Smith), sem er sjarmerandi og úrræðagóður, og Artemus Gordon (Kevin Kline), sem er meistari í dulargervum og snjall uppfinningamaður, eru sendir hvor fyrir sig til að hafa hendur í hári hins illa snillings dr. Arliss Loveless (Kenneth Branagh). Loveless ætlar sér að ráða for- seta Bandaríkjanna af dögum með hjálp risavaxins vopns sem hann hefur smíðað og kallast tarantúlan. West og Gordon eru keppinautar í upphafi en leggja fljótt saman hæfileika sína og verða óárenni- legt teymi þar sem hvor treystir hinum, oftast. Hin fagra og dularfulla Rita Escobar (Salma Hayek) flækir samstarfið hjá tvímenningunum með því að blanda sér í ráðagerðir þeirra um að hafa hendur í hári Loveless. Sjálfur hefur Loveless á sínum vegum hóp af glæsimeyjum sem hann gerir út af örkinni til að gera út af við West og Gordon. Auk stjarnanna í aðalhlutverk- um eru mennirnir á bak við mynd- ina leikstjórinn Barry Sonnenfeld, leikstjóri Men in Black og Get Shorty, og framleiðandinn Jon Peters, sem framleiddi m.a. Bat- man og Rain Man. „Barry á engan sinn líka; myndirnar hans hafa sérstakan tón og sérstakan frum- leika,“ segir Peters. „Pessi mynd minnir á James Bond með fullt af sniðugum tækjum og kynþokka- fullum konum,“ segir Sonnenfeld. Leikstjórinn fór að svipast um eft- ir leikurum til að vinna með og ákvað að reyna fá Will Smith til að leika James West. Sonnenfeld og Smith þekkjast vel en þeir unnu saman við gerð Men in Black. „í raun og veru sagði ég við Will að ég vildi aldrei vinna með neinum öðrum en honum aftur,“ segir Sonnenfeld. „Það gæti orðið vandamál ef ég lendi einhvern tím- ann í því að gera söngvamynd fyrir konur í öllum hlutverkum." „Mér finnst Barry hafa hæfi- WJMt^arðpCöntíístöðin „ □O0TOD0 Ýmis tilboð í hverri viku. Opi6 alla daga frá kl. 1« Sfmi 483 484I 19 WILL Smith og Kevin Kline eru í aðalhlutverkum myndarinnar. leika til þess að vinna úr einhverju sem er örlítið óvenjulegt á þann hátt að það verði einstakt, skemmtilegt og spennandi," segir Will Smith. Um karakterinn sinn, James West, segir hann: „West er „aksjón-maður“, mjög hvatvís. Hann er blátt áfram og fábrotinn. Hann lítur svo á að það eigi að gera hlutina á ákveðinn hátt; eftir reglum sem hann lifir og starfar eftir.“ Hinn aðalleikari myndarinnar er Kevin Kline, sem er þekktastur úr A Fish Called Wanda og In and Out. „Artemus er frekar hugsuður og gerir ekki margt af því að eðlis- ávísunin býður honum það,“ segir Kline. „Hann hatar ofbeldi og skort á fágun. Hann notar gáfur sínar til að lifa af; finnur upp alls konar hluti og dulargervi." „Kevin hefur mikla tækni, sem hann hefur lært í leikhúsinu," segir Sonnen- feld um Kline. „Eg vildi fá topp- leikara í hlutverkið; einhvern sem hefur háar hugmyndir um lífið. Kevin var fullkominn.“ Auk tvímenninganna er breski Shakespeare-leikarinn og leikstjór- inn Kenneth Branagh í hlutverki illmennisins. „Það er virkilega gaman að leika einn af þessum klassísku illmennum sem láta sig dreyma um að taka öll völd í al- heiminum," segir Branagh. „Lovel- ess er öfgafullur, elegant en karl- mannlegur og trúir því að hann sé hápunktur sköpunarverksins. Hann er líka mjög reiður maður.“ FÓLK í FRÉTTUM KVIKMYNDIR/Stjörnubíó hefur tekið til sýninga spennumyndina Dauða- gildruna, eða „Cube“ með Maurice Dean Wint, Nicole de Boer og Nicky Guadagni í aðalhlutverkum. Tauga- spenna í völundar- húsi Frumsýning SEX ólíkir einstaklingar vakna upp við vondan draum þegar þeir komast að þvi' að þeir eru innilok- aðir í völundarhúsi þar sem dauða- gildrur eru við hvert fótmál. Qu- entin (Maurice Dean Wint) er lög- reglumaðurinn borubratti í hópn- um sem virðist hafa leiðtogahæfi- leikana. Leaven (Nicole de Boer) er unglingsstúlka sem býr yfir miklum stærðfræðihæfileikum og hver veit nema þeir gætu nýst hópnum - eða hvað? Holloway (Nicky Guadagni) er sálfræðingur og návist hennar styrkir hópinn. Rennes (Wayne Robson) stundar þjófnaði og er því ýmsu vanur. Worth (David Hewlett) er dular- full persóna sem gæti átt meiri þátt í sköpun dauðagildrunnar en í upphafi virðist. Er hann kannski orðinn fangi eigin sköpunarverks? Kazan (Andrew Miller) er ein- hverfur maður sem býr yfir mikl- um hæfileikum. Mikil taugaspenna skapast í hópnum og þessir sex ólíku ein- staklingar þurfa að stilla saman strengi sína til að reyna að komast út úr völundarhúsinu. Eftir því sem taugaspennan magnast vakna grunsemdir um heilindi allra í hópnum því enginn veit hvernig þeir vakna af þessari martröð. Dauðagildran er fyrsta mynd leikstjórans Vincenzo Natali sem ÞAÐ reynir á samskiptin í völundarhúsinu þar sem hættur leynast við hvert fótmál. f einnig skrifaði handritið í félagi við Andre Bijelic og Graeme Manson. Natali hefur unnið mikið við gerð myndaramma fyrir kvik- myndir og teiknaði hann meðal annars ramma fyrir Johnny Mnemonic sem skartaði Keanu Reeves í aðalhlutverki. Frumraun Natali á hvíta tjaldinu vakti athygli í heimalandi hans, Kanada, og var myndinni veitt viðurkenn- ing sem besta fyrsta mynd leik- stjóra á kvikmyndahátíðinni í Toronto 1997. Ungir leikarar fara með flest hlutverkin í Dauðagildrunni. Maurice Dean Wint á að baki leik- feril í kanadísku sjónvarpi, en auk þess hefur hann leikið í nokkrum kvikmyndum. Nicole de Boer hef- ur mest leikið í sjónvarpsþáttum og er núna að leika í sjónvarps- þáttunum Mission Genesis. Nicky Guadagni lék m.a. í kvikmynd Da- vid Cronenberg’s, Crash. David Hewlett hefur leikið í nokkrum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum en hann hannaði vefsíðu Dauða- gildrunnar sem er á slóðinni www.cubethemovie.com Þekktasti leikai’inn í hópnum er eflaust Way- ne Robson, en hann hefur m.a. leikið í sjónvarpsþáttunum Twilight Zone, Ray Bradbury Theatre og í kvikmyndunum Dolores Clairborne og nú síðast í Affliction, þar sem hann lék á móti kempunum Nick Nolte og James Coburn. Kringlunni sími 533 1720 Meiriháttar útsala hefst í dag kl. 10 20-70% afsláttur ■?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.