Morgunblaðið - 24.07.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.07.1999, Blaðsíða 1
165. TBL. 87. ÁRG. LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Hassan Marokkó- konun&fur látinn Rabat. Reuters. Þetta varð til að bæta samskipti konungs við bandaríska og evr- ópska ráðamenn, sem höfðu gagnrýnt mann- réttindabrot hans en stutt fjölflokkakerfið og fi'jálsa hagkerfið í landinu. Nokkrir tugir pólitískra fanga eru enn í haldi, flestir þeirra íslamskir and- stæðingar konungsins. Hassan var mikil- vægur milligöngumað- ur í friðarumleitunum í Miðausturlöndum og samband hans við leið- toga Israels leiddi til friðarsamkomulags Egypta og Israela 1978. Hann kom einnig á tengslum milli HASSAN Marokkókonungur og sonur hans, Sidi °& 'srae*s ar' Mohammed ríkisarfi. le ' Mótmælin í Kína Herjað á Falun Gong Peking. Reuters, AFP, AP. KÍNVERSKAR öryggissveitir handtóku um tvö hundruð manns sem mótmæltu banni yfirvalda við starfsemi hreyfingarinnar Falun Gong á Torgi hins himneska friðar í Peking snemma í gær. Kínversk dagblöð fóru hörðum orðum um hreyfinguna, sem iðkar aðallega íhugun og andlegar æfingar, og sök- uðu leiðtoga hennar um að afvega- leiða og misnota fylgismenn sína. Þá sökuðu yfirvöld hreyfinguna um að hafa í hyggju að valda óeirðum í landinu sem leitt gætu til uppreisn- ar gegn yfirvöldum, en í yfirlýsingu leiðtoga Falun Gong, Lis Hongzhis, segir að hópurinn hafi engin pólitísk markmið. Sagði hann að árásir yfir- valda á fylgismenn Falun Gong gætu orðið til þess að vantrú á ríkisstjóm- inni skapaðist meðal almennings. Þúsund hermenn á varðbergi Allt að þúsund hermenn Alþýðu- hersins voru á varðbergi á Torgi hins himneska friðar í gær og hundruð öryggisvarða voru víðsveg- ar um borgina. Var Torgi hins himneska friðar lokað eftir hand- tökuna en síðar um daginn var það opnað ferðamönnum. Fólk safnaðist saman víðsvegar í Peking til að mótmæla en skammt frá Beihai-garðinum vora um eitt hundrað menn handteknir. Þúsund- ir meðlima Falun Gong hafa verið handteknar frá því á þriðjudag er þær reyndu að mótmæla, á friðsam- legan hátt í þrjátíu borgum í Kína, handtöku um hundrað leiðtoga hreyfingarinnar. Mannréttindasamtökin Human Rights Wateh í New York hvöttu til þess í vikunni að ríkisstjómir heims gripu til aðgerða til að mótmæla harðræði og mannréttindabrotum yfirvalda gegn meðlimum sértrúar- safnaða. ■ Hugleiðsla og heimspeki/22 Kennedys minnst VINIR og vandamenn Johns F. Kennedys yngra og eiginkonu hans, Carolyn Bessette Kennedy, komu saman í kirkju í New York í gær til að votta minningu þeirra virðingu sína. Bill Clinton Banda- ríkjaforseti var á meðal 315 gesta, sem voru viðstaddir minn- ingarathöftiina. Athöfnin fór fram í Kirkju heilags Thomas More á Manhatt- an. Edward Kennedy öldunga- deildarþingmaður og eiginkona hans, Victoria Reggie, kveðja hér prest eftir að athöfninni lauk. NEBOSJA Pavkovic, hershöfðingi þriðju herdeiidar júgóslavneska hersins, lýsti því yfir í gær að hann styddi Slobodan Milosevic Júgó- slavíuforseta heils hugar. Taldi hann ennfremur að Júgóslavíuher hefði fullan rétt til þess að hlutast til um mál í Kosovo-héraði ef stjóm- völd í Júgóslavíu teldu að Samein- uðu þjóðiraar sinntu ekki öryggis- skuldbindingum sínum í héraðinu. Pavkovic, sem stýrði þeirri her- deild júgóslavneska hersins er hörfa þurfti frá Kosovo eftir að átökunum í Júgóslavíu lauk, sagði í viðtali við AFP í gær að sambandsríkið áskildi sér rétt til að senda hersveitir til héraðsins ef þurfa þætti. Samkvæmt ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna númer 1244, sem kveður á um frið í Kosovo-hér- aði, er ríkisstjóm Júgóslavíu tryggt fullveldi og umráð yfir eigin lands- svæði. „Það [orðalag] jafngildir eignarrétti," sagði Pavkovic. „Þess vegna höfum við fullan rétt til þess að senda hersveitir okkar inn [í hér- aðið] og tryggja að stjómarstofnan- ir starfi eðlilega ef við teljum að SÞ HASSAN Marokkókonungur lést í gær, sjötugur að aldri, skömmu eftir að hann var fluttur á sjúkrahús. Son- ur hans, Sidi Mohammed krónprins, sagði að banamein hans hefði verið hjartaáfall. Hassan tókst að halda völdunum í rúm 38 ár þrátt fyrir tvær valda- ránstilraunir herforingja, nokkur banatilræði vinstrimanna og and- stöðu heittrúaðra múslima. „Þegar ég kom til ríkis sagði fólk að ég myndi ekki endast lengur en hálft ár,“ sagði hann eitt sinn við vin sinn, Jóhann Karl Spánarkonung. Jafnvel andstæðingar konungsins viðurkenndu þó stjómkænsku hans og vinsældir meðal hinna 29 milljóna íbúa Marokkó. Hassan kom til ríkis árið 1961. Uppreisnarmenn í hernum reyndu að ráða hann af dögum 1971 og 1972 og þótti það ganga kraftaverki næst að hann skyldi komast undan. Vinstrimenn gerðu tilraun til að steypa honum af stóli 1973 eftir nokkur misheppnuð banatilræði. Gagnrýndur fyrir mannréttindabrot Andstæðingar konungsins gagn- rýndu hann fyrir harðstjórn og gróf mannréttindabrot, svo sem illa með- ferð á pólitískum andstæðingum sín- um. Hann neitaði því alltaf að til væm pólitískir fangar í landinu og standi ekki við skuldbindingar sínar um að tryggja öryggi borgaranna og vemda Iandamærin." Þá varaði Pavkovic stjómarand- stæðinga við og sagði að her og lög- regla myndu standa í vegi fyrir öll- um tilraunum til að steypa Milos- evic af stóli. „Vandinn er sá að sum- ir leiðtogar stjómarandstöðunnar átta sig ekki á að völd verða ekki til á götum úti,“ sagði Pavkovic í við- tali við Reuters í gær. Fyrrverandi yfirhershöfðingi krefst afsagnar Milosevics Við annan tón kvað þjá Momcilo Perisic, fyrrverandi yfirmanni sam- einaðs herafla Júgóslavíu, sem leyst- ur var frá störfum sl. ár vegna gagn- rýni á Júgóslavíuforseta. Perisic lýsti því yfir í gær að nauðsynlegt væri að Milosevic hyrfi frá völdum, ella væm „nýjar hörmungar" yfir- vofandi. Sakaði hann stjómvöld um að ýta þjóðinni út í stríðið við Atl- antshafsbandalagið sem eingöngu hefði þjónað því hlutverki að treysta völdin og gera júgóslavneska herinn að pólitísku stjómtæki. kvaðst aðeins hafa látið fangelsa „landráðamenn“. Konungurinn varð þó við kröfu andstæðinga sinna í byrjun áratug- arins og íyrirskipaði að vinstrimenn og herforingjar, sem reyndu að steypa honum af stóli, yrðu leystir úr haldi. Rúmlega 800 pólitfskir fangar voru látnir lausir og 195 dauðadóm- um var breytt í lífstíðarfangelsi. „Núverandi valdhöfum verður að koma frá völdum með pólitísk- um hætti, og þjóðina á að ryðja götu lýðræðislegra og borgara- Hassan hafði búið Sidi Mohammed krónprins undir að taka við konungdómi. P’rinsinn er 36 ára og þykir að mörgu leyti ólíkur föður sínum. Hann nam þjóðarétt við franskan háskóla - prófritgerð hans fjallaði um samstarf Evrópusam- bandsins og Norður-Afríkuríkja - og hefur getið sér orð fyrir að vera bók- hneigður, rólyndur og mikill áhuga- maður um nýjustu tækni. legra [gilda], í stað haturs og of- beldis," sagði Perisic í viðtali sem birtist í NIN, útbreiddu vikuriti, í gær. Júgóslavneskur hershöfðingi lýsir yfír eindregnum stuðningi við Milosevic Áskilja sér rétt til íhlut- unar í Kosovo Belgrad. AFP, Reuters, AP. Reuters BELGRAD-búar skoða dreifirit sem hópur námsmanna fleygði af þök- um húsa í borginni í gær til að hvetja fólk til að krefjast afsagnar Slobodans Milosevic Júgóslavíuforseta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.