Morgunblaðið - 30.07.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.07.1999, Blaðsíða 8
 ■nm KNATTSPYRNA / NM KVENNA 21 ÁRS OG YNGRI Stefnum á 3.-6. sæti Morgunblaðið/Halldór ÞÓRÐUR Lárusson, landsliðsþjálfari, leggur á ráðin með leikmönnum sínum á fundi utandyra síðdegis í gær. ÞÓRÐUR G. Lárusson, þjálfari íslenska 21 árs landsliðs kvenna í knattspyrnu sem tek- ur þátt í opna Norðurlanda- mótinu hér á landi í byrjun ágúst, segir markmið þess að ná 3.-6. sæti á mótinu. Hann telur stuðning áhorfenda liðinu mikilvægan og að hann geti fleytt liðinu langt í keppninni. órður, sem tók við íslenska kvennalandsliðinu og 21 árs landsliði kvenna í janúar á þessu ári, sagði mótið hafa mikla þýðingu M fyrir ungar knattspymukonur, sem sumar væru að stíga sín fyrstu skref í efstu deild kvenna. Hann taldi að þær sem tækju þátt í mót- inu öðluðust forskot á jafnaldra sína og fengju meiri reynslu sem gæti nýst þeim með sínum liðum. Þá nefndi hann að þær sem stæðu sig vel á mótinu hefðu möguieika á að spreyta sig með kvennalandsliðinu síðar. Islenska liðið, sem hafnaði í 7. sæti á síðasta Norðurlandamóti, er nú í riðli með Aströlum, Noregi og ' Svíþjóð en Danir, Finnar, Þjóðverj- ar og Bandaríkjamenn eru í öðrum riðli. Aðspurður sagði Þórður um möguleika liðsins á opna Norður- landamótinu að erfítt væri að segja til um hvar liðið gæti hafnað en bætti við að markmiðið væri að sleppa við að leika um neðstu sætin á mótinu og hann gerði sér vonir um að ná 3.-6. sætinu. „Við förum í hvem leik til þess að vinna sigur og vonandi tekst okkur að reyta stig af andstæðingum okkar. Astralir eru óskrifað blað og okkur hefur gengið vel gegn Svíum í gegnum tíðina. Það sama má segja um frammi- stöðu okkar gegn Norðmönnum á liðnum árum. Til dæmis gerði 17 " ára landslið kvenna jafntefli við Norðmenn á Norðurlandamóti ný- verið. Annars býst ég við að um sterkt mót sé að ræða. Við getum tekið sem dæmi lið Bandaríkjanna en aðallið þeirra varð nýverið heimsmeistari. Þær stúlkur sem koma hingað tii lands eiga margar hverjar eftir að taka við í aðalliði landsins." A opna Norðurlandamótinu verð- ur leikið á níu stöðum á landinu: á höfuðborgarsvæðinu, Akranesi og í Borgamesi. Á kynningarfundi sem Knattspymusamband Islands hélt fyrir skömmu kom fram að ekki væri búist við mikilli aðsókn á Norðurlandamótið að fenginni reynslu í sambærilegum mótum sem haldin hafa verið hér á landi. Þórður sagði hins vegar að stuðn- ingur við íslenska liðið hefði mikið að segja og gæti fleytt íslenska lið- inu lengra en ella. Opna Norðurlandamót 21 árs landsliða kvenna hefst 2. ágúst og lýkur 8. sama mánaðar. KORFUKNATTLEIKUR Framtíð Breiða- bliks í óvissu Ostojic er fundinn MILAN Ostojic, handknatt- ieiksmaður, sem lék fyrir nokkrum árum á íslandi með Víkingi og síðar Breiðabliki, gerði um helgina samning við þriðju deildar liðið USV Cott- bus í Þýskalandi. Þetta er at- hyglisvert þar sem Ostojic hvarf sporlaust frá Breiðablik á sínum tíma án þess að greiðsla kæmi fyrir hann. Hann mun hafa haldið tU í Portúgal og er nú með portú- galskt vegabréf svo hann telst ekki til útlendinga í þýsku deildinni en hann er fæddur ( Júgóslavíu. Þrátt fýrir marg- ar fyrirspurnir frá HSÍ á sín- V um túna kom aldrei svar frá júgóslavneska sambandinu eða því portúgalska þar sem talið var að hann léki. Hann mun um langa hríð hafa leik- ið með fyrstu deildar liði Ginasio CS í Portúgal. Erfiðlega gengur að fá fólk til starfa fyrir körfuknattleiks- deild Breiðabliks og hefur verið rætt um að leggja deildina niður af þeim sökum. Stjórn deildarinnar hélt fund á þriðjudagskvöld þar sem málefni hennar voru rædd. Að sögn Hann- esar S. Jónssonar, fráfarandi for- manns, mættu fáir á fundinn, eða 15 manns fyrir utan leikmenn meistaraflokks karla. Hannes sagði að of fáir einstaklingar vildu starfa fyrir deildina og að formann vant- aði til þess að leiða hana. „Fjórir tóku þátt í að reka deildina síðasta vetur og það gefur augaleið að slíkt gengur ekki upp. Eg, sem hef starfað fyrir körfuknattleiksdeild- ina í 10 ár, þurfti að eyða 2-4 klukkutímum í vinnutíma síðasta vetur fyrir deildina og það gengur ekki til lengdar. Ég sé mér ekki fært að starfa áfram sem formaður og hef óskað eftir að nýr taki við, en enginn hefur boðið sig fram. Við þurfum fleiri til þess að taka þátt í starfinu og formann til þess að leiða deildina." Hannes sagði að starf deildar- innar væri með blóma: 170 iðkend- ur, efnilegir leikmenn í yngri flokk- um karla og kvenna og að meist- araflokkur karla væri öflugur. „Það er mikil krafa frá foreldrum barna um að íþróttafélög veiti góða þjónustu og en það er ekki hægt ef of fáir taka þátt í starfi félaganna. En ef fleiri gefa sig fram ætti starfið að ganga betur. Á fundinum á þriðjudag gáfu nokkrir sig fram til að starfa fyrir okkur en við þurf- um fleiri til þess að hægt sé að reka deildina með eðlilegum hætti.“ Hannes sagði að hann vænti þess að fleiri gæfu sig fram á næstu dögum en annar fundur yrði hald- inn í næstu viku þar sem framtíð deildarinnar yrði ráðin. „Við ætlum að bíða í nokkra daga og vonum að fólk taki við sér. Ef fleiri koma ekki til starfa fyrir okkur er fram- tíð deildarinnar í mikilli óvissu.“ Rússi til neynslu hjá Haukum OKSANA Kerechenko, rúss- nesk, rétthent skytta, er vænt- anleg til reynslu hjá kvennaliði Hauka í handknattleik. Ker- echenko er 28 ára og 1,82 m á hæð. Hún hefur leikið með Ku- bur í Rrasnodar og lék með rússneska unglingalandsliðnu sem varð heimsmeistari árið 1991. Að sögn Þorgeirs Haralds- sonar, formanns handknatt- leiksdeildar félagsins, er von á leikmanninum seinni hluta ágústmánaðar. Þorgeir sagði að ef Rússinn stæði undir vænt- ingum yrði gerður samningur við hann fyrir næsta vetm-. Haukar hafa styrkt leik- mannahóp sinn verulega fyrir næsta vetur, en Inga Fríða Tryggvadóttir, fyrrverandi leikmaður Stjörnunnar, er gengin til liðs við Hafnarfjarð- arliðið. Þá hefur Hjördís Guð- mundsdóttir markvörður, sem lék áður með Víkingi, gengið í raðir Hauka. Auður Her- mannsdóttir landsliðskona, sem var meidd síðasta leik- tímabil, hefur hafið æfingar og eru forráðamenn Hauka bjart- sýnir á að hún verði með næsta vetur. Þorgeir sagði að miklar vonir væru bundnar við kvennalið félagsins og að það stefndi á að vera í fremstu röð næsta tímabil. Lasse Stenseth, norskur hornamaður, sem karlalið Hauka samdi við í vor, er kom- inn til landsins. Hann lék áður með Drammen og hefur verið markahæsti hornamaður norskur úrvalsdeildarinnar síð- ustu fjögur ár. ■ SUNDERLAND festi í gær kaup á sænska landsliðsmanninum Stefan Schwarz frá Valencia á Spáni. Kaupverð leikmannsins er sagt tæpur hálfur milljarður króna. ■ SHWARZ er margreyndur miðjumaður og hefur áður komið við sögu í ensku knattspyrnunni - lék með Arsenal 1994-5. Hann er þrítugur að aldri og lék með Ben- fica í Portúgal og Fiorentina á ftalíu áður en hann hélt til Va- lencia. Samningur hans við nýliða Sunderland er til fjögurra ára. ■ CELTA Vigo keypti í gær argentínska landsliðsmiðherjann Gustavo Lopez frá Real Zaragoza. Framherjinn er 26 ára og á að baki 37 landsleiki fyrir Argentínu. Hann er tíundi leikmaðurinn sem forráðamenn Celta kaupa á undan- förnum vikum og ætlunin er greinilega að gera enn betur en á síðustu leiktíð. Þó ber þess að geta, að fimm leikmenn hafa verið seldur frá liðinu á sama tíma. ■ NORSKA úrvalsdeildarliðið Strömsgodset hefur fengið eist- neska landsliðsmanninn Marek Lemsalu að láni í þrjá mánuði frá Fiora Tallin, einstnesku meistur- unum. Þjálfari Floru er Teitur Þórðarson, en með Strömsgodset leika bræðurnir Valur Fannar og Stefán Gíslasynir. Þeir voru þó hvorugur í byrjunarliðinu í síðasta leik liðsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.